Morgunblaðið - 24.03.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.03.1990, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARZ 1990 STA ROÐANN í AUSTRI ~'— KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í London I nóvember síðastliðnum markaði ákveðinn skil með því að kveðja níunda áratuginn og gefa til kynna hver stefnan yrði framan af þeim tíunda. Gagnrýnendur hafa bent á að forysta sjálfetæðra evrópskra kvikmyndahöfunda hafi færst yfir til sjálfetæðra bandarískra kvikmyndaleikstjóra og skoðun þess- ari til stúðnings voru hvorki meira né minna en 23 kvikmyndir eft- ir unga sjálfetæða kvikmyndahöfunda bandaríska sýndar á hátíð- inni. Svo virðist einnig sem vestur-evrópskum kvikmyndahöfundum sé minna niðri fyrir en á undangengnum áratugum en kollegum þeirra vestan hafs svelli móður. Spike Lee skrifaði, lék og leikstýrði kvikmyndinni Do the right thing, sem sló í gegn á síðasta ári rá því í stríðslok hefur Fevrópsk kvikmyndagerð ávallt markað slóðina og kvikmyndahöfundar hér í álfu átt réttmæta kröfu til að þess að kalla sig listamenn andstætt við bandaríska kvik- myndagerð sem gjarnan hefur haft á sér stimpil iðnaðarframleiðslu og gróðasjónarmiða. Nýbylgjukvik- myndir á Ítalíu á sjötta áratugnum, í Frakklandi á þeim sjöunda og Vestur-Þýskalandi á þeim áttunda með kvikmyndahöfunda á borð við Truffaut, Chabrol, Goddard, Resnais, Fellini, Taviani bræður, Fassbinder, Wenders og Rosselini í broddi fylkingar - Ingmar Berg- man á hiklaust skilið eitt fremsta sætið í þessum hópi - svo einhverj- ir séu nefndir, taka af allan vafa um forystuhlut- verk evrópskrar kvikmyndagerð- ar síðustu fjör- utíu árin eða svo. Áhrif þessara kvikmyndahöf- unda eru óum- deilanleg, hvort heldur er í list- rænum skilningi eða félagslegum og pólitískum áhrifum kvik- mynda þeirra. Misjafnt eftir höfundum að vísu en frumkvæðið er óumdeilanlegt. Þessi stöðugi straumur ný- bylgju virðist af einhveijum orsök- um hafa þorrið á nýliðnum áratug og önnur uppspretta fundið leið upp á yfirborðið vestan Atlantshafsins. Tveir komungir kvikmyndahöfund- ar bandarískir, Steven Soderbergh og Spike Lee, sem fjármögnuðu myndir sínar að mestu leyti sjálfir á síðasta ári slógu í gegn, ekki aðeins meðal gagnrýnenda vestan hafs og austan heldur náðu mynd- ir þeirra ótrúlegri aðsókn í kvik- myndahúsum Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna. Kvikmynd Spike Lee, Do the right thing, var ein af hvössustu pólitísku ádeilukvikmyndum sem komu fram á síðasta ári. Myndin lýsir einum degi í samfélagi blökku- manna í Brooklyn í New York og áhrif hennar voru auðfundin strax því hún var talin hafa haft afger- andi áhrif á úrslit borgarstjómar- kosninganna í New York á síðasta ári. Spike Lee gerði þó meira en leikstýra því hann lék einnig í myndinni og skrifaði handritið og sýndi svo ekki varð um villst að þrátt fyrir ungan aldur hefur hann fullt vald á miðlinum því myndin er framúrskar- andi vel gerð í alla staði. Þessi velgengni hefur ekki farið fram- hjá risunum í Hollywood því Universal kvik- myndaverið hefur þegar gert samn- ing við Lee sem þykir marka nokkur tímamót, því samkvæmt samningnum hef- ur Lee fullkomið frelsi við gerð kvikmynda sinna á vegum Univers- al, sem leikstjór- um í banda- rískum kvik- myndaiðnaði þykir næstum of gótt til að vera satt. Steven Soderbergh sem sló ræki- lega í gegn með sinni fyrstu kvik- mynd, Sex, Lies and Videotape, hefur einnig gert samning við eitt af stóru kvikmyndaverunum og er þegar kominn af stað með sína fyrstu kvikmynd á vegum þess, The Last Ship, eftir skáldsögu William Brinkley. Bandarískir kvenleik- stjórar hafa einnig náð nokkurri athygli og fyrsti leikstjórinn úr þeirra röðum í langan tíma sem náð hefur samningi við einn af ris- unum er Susan Seidelman, sú er gerði kvikmyndina Desparately seeking Susan með Madonnu í að- alhlutverki. Fast á hæla þessara þriggja eru tugir annarra athyglis- verðra kvikmyndahöfunda af báð- um kynjum, sem skotið hafa upp kollinum í Bandaríkjunum síðustu 3-5 árin. Einkenni flestra þessara ungu kvikmyndahöfunda er sterk félagsleg - stundum pólitísk - með- vitund sem hefur skilað sér beint í gegnum kvikmyndir þeirra. Hvort þeim þremur sem hér voru nefnd tekst að halda sjálfstæði sínu í milljón dollarafaðmi kvikmyndave- ranna er spuming sem ekki verður svarað fyrr en að einu eða tveimur árum liðnum, þegar fyrstu stór- myndir þeirra birtast á hvíta tjald- inu. Andfætlingar okkar, Ástralir hafa einnig átt góða spretti í kvik- myndagerðinni en þeir leikstjórar sem náðu nokkurri frægð utan Ástralíu þegar nýbýlgjan þar í landi stóð sem hæst - á áttunda áratugn- um - voru ekki lengi að þiggja gylliboð Hollywood og hafa nú í nokkur ár framleitt myndir þar vestan hafs. Peter Weir og Gillian Armstrong sem vöktu athygli fyrir myndir sínar, My brilliant Career og Picnic at Hanging Rock, hafa ekki endurtekið þessi snilldarbrögð í Hollywood, þó myndir þeirra síðan hafi haft á sér yfirbragð fag- mennsku og kunnáttu. Ahuginn fyrir ástralskri kvikmyndagerð hef- ur nú vaknað aftur eftir að kvkmynd Jane Campion, Sweetie, sló í gegn í fyrra bæði í Cannes og London. Myndin segir frá sam- skiptum tveggja systra, önnur þeirra er þroskaheft, og hefur umfjöllun Campion á þessum efni- viði komið við kaunin á mörgum ef marka má umsagnir. Þrátt fyrir almenna lægð í Evr- ópskri kvikmyndagerð undanfarinn áratug í samanburði við áratugina á undan a.m.k. eru þó engu að síður athyglisverðir kvikmyndahöfundar á stangli víða í álfunni. Breytingin er þó mest áberandi í þá veru að tæpast er lengur hægt að benda á eitt ákveðið land sem hefur foryst- una umfram önnur. Þó er það kannski ekki alvhg rétt því á Spáni hafa komið fram merkar kvik- myndir á undanförnum árum með svo reglulegu millibili að margir myndu eflaust tilnefna spánska kvikmyndahöfunda sem forystu- sauði evrópskrar kvikmyndagerðar á níuna áratugnum. Sú mynd spönsk sem náði hvað mestum vin- sældum á síðasta ári, bæði vestan hafs og austan, var Konur á barmi taugaáfalls, og rétt eins og gerðist með frönsku myndina Þrír menn og barn fyrir fáum árum, þá hefur einn af risunum vestanhafs keypt réttinn til að framleiða þessa mynd á nyjan leik með sætu Hollýwood- bragði. Kvikmyndagerð er ein dýrasta grein lista sem hægt er að taka sér fyrir hendur og enginn nema íslenskir kvikmyndagerðarmenn láta sig dreyma um að framleiða kvikmyndir fyrir eigið fé eingöngu. Þess vegna skiptir velgengni og aðsókn meira máli í kvikmyndagerð en flestum öðrum listgreinum. Sú er einmitt ástæðan fyrir því að hér hafa aðeins verið nefndir þeir kvik- myndahöfundar nýir sem notið hafa hvað mestrar velgengni á síðasta ári. Stærð markaðarins í heimalandi kvikmyndagerðar- manna, ásamt opinberum stuðningi skipta mestu máli í evrópskri kvik- myndagerð. Jafnvel í Bretlandi, sem telur rúmlega 60 milljónir íbúa, kvarta kvikmyndahöfundar yfir litlum markaði og að fyrstu kvikmyndir nýrra leikstjóra eigi sér litla von á heimamarkaðnum einum saman. Svartsýnin virðist allsráð- andi hér í Bretlandi eftir að marg- ir hinna sjálfstæðu dreifíngaraðila í Bandaríkjunum, sem Breskir hafa lengi treyst á, lögðu upp laupana á síðasta ári.Hvað geta íslenskir kvikmyndagerðarmenn ekki sagt um sinn „heimamarkað"? Hvar er þá frækom nýrrar bylgju Evrópskrar kvikmyndagerð- ar að fínna? Margir beina sjónum til Austur-Evrópulanda og minna á að Evrópsk nýbylgja hefur ávallt verið tengd pólitískum og félags- legum hræringum, allt frá Eisen- stein til Godards. Margt bendir a.m.k. til þess að hinar stórfelldu pólitísku breytingar sem nú eiga sér stað í Austur-Evrópu muni fæða af sér hrinu nýrra kvik- mynda. Vasily Pashul sýndi áður óþekkta hlið á Sovéskum veruleika í kvikm-ynd sinni Vera litla og Pól- veijinn Krzysztof Kieslowski vakti athygli á síðasta ári fyrir myndir sínar Stutt mynd um morð og Stutt mynd um ást. Kannski er of snemmt að spá menningarbyltingu austan hins götótta jámtjalds en engu að síður má gera því skóna að uppreisnar- andinn sem ríkir á götum borga Austur-Evrópu nái innan tíðar að skína á hvíta tjaldinu í vestri jafnt sem austri. Hávar Siguijónsson tók saman DAÐI Kolbeinsson óbóleikari og Hörður Áskelsson orgelleikari spila á tónleikum í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, sem Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir. Þeir ætla að flytja tónlist eftir íjóra höfunda barokktímans, Telemann, Bach, Marcello og Loeillet, en auk þess mun Hörður leika verk tveggja annarra tónskálda sama tíma, þeirra Dandrieu og Marchand. Daði Kolbeinsson er frá Edinborg í Skotlandi, en kom hingað til lands fyrir 17 áram og hefur búið hér síðan. „Ég var við nám í London áður en ég kom hingað með aðeins nokkurra daga fyrirvara vegna þess að óbóleikari í Sinfóníuhljómsveitinni hafði forfallast. Upphaflega átti ég að vera í þijá til fjóra mánuði, en sá fram á að það myndi var gott að vera óbóleikari á íslandi og var þess vegna áfram. Tónlistarlífið hér er fjölbreytt og nóg tækifæri til að spila með öðrum en hljómsveitinni." Enda hefur Daði komið víða við í íslensku tónlistarlífí, hann hefur meðal annars starfað í BlásarakvintettReykjavíkur í átta ár ásamt félögum sínum úr Sinfóníuhljómsveitnni, leikið með Kammersveit Reykjavíkur og í hljóm- sveit íslensku óperunnar. „Hann hef- ur líka alltaf leikið hér í Hallgríms- kirkju á jólunum, í miðnæsturmess- unni á aðfangadagskvöld," bætir Hörður við, en hann hefur verið org- anisti Hallgrímskirkju og stjórnandi Mótettukórsins frá 1982. Hörður og Daði hafa því leikið saman oft áður, þótt þetta séu fyrstu opinbera tónleikar þeirra saman. „Það er Listvinafélag Hallgríms- kirkju sem stendur að tónleikunum, en félagið heldur tónleikaröð á hveij- um vetri, síðasta sunnudag í hveijum mánuði,“ segir Hörður. „Þegar mað- ur er að útbúa dagskrá fyrir tónleik- ana reynir maður að hafa hana fjöl- breytta og skemmtilega og helst eitt- hvað sem ekki hefur verið gert mik- ið af áður. En það er ekki oft sem haldnir era tónleikar þar sem orgel og óbó leika saman, þó svo þessi hljóðfæri séu einstaklega falleg sam- an.“ Daði tekur undir það. „Tónar óbósins eru ekki ósvipaðir orgeltón- um, en þeir kafna samt ekki í orgel- inu heldur berast auðveldlega." Ástæðan fyrir því að þeir velja barokktónlist á efnisskrána er ein- föld. „Orgelið er hljóðfæri barokks- - segja HÖRÐUR ÁSKELSSON ORGELLEIKARI OG DAÐI KOLBEINSSON ÓBÓLEIKARI w SEM LEIKA SAMAN í HALLGRÍMSKIRKJU ÁSUNNUDAGINN Hörður Áskelsson og Daði Kolbeinsson. Morgunblaðið/Bjami ins, en þessi tónlist á líka vel við óbóið,“ segir Daði. „Sem var aðal- laglínuhljóðfærið á tímum barokks- ins. En þegar klassíska tímabilið hófst hættu menn að skrifa fyrir óbóið sem einleikshljóðfæri.“ Tón- skáldin sem eiga verk á efnisskrá þeirra Harðar og Daða eiga það sam- eiginlegt að hafa öll verið uppi á svipuðum tíma, eru flest fædd á tíma- bilinu 1680-1685, en eru frá ýmsum löndum Evrópu; Telemann og Bach frá Þýskalandi, Marchand og Dandri- eu era franskir, Marcello ítalskur og Loeillet frá Belgíu, en hann starfaði aðallega í London. „Verkin hafa áberandi séreinkenni eftir því frá hvaða landi tónskáldin koma þó barokkið hafí sín einkenni sem birt- ist í verkum þeirra allra,“ segir Hörður. Eitt verkanna á efnisskránni, Magnificat eftir Jean Francois Dandrieu, á sérlega vel við á þessum sunnudegi, að sögn Harðar. „Á morgun er boðunardagur Maríu og texti verksins fjallar um lofsöng Maríu sem hún söng eftir að hún fékk að vita að hún er þunguð." Önnur verk á efnisskránni eru Són- ata fyrir óbó og fylgirödd í a-moll eftir Telemann, sinfónía úr Páskaór- atóríunni BWV 249 eftir Bach, Adagio úr konsert í c-moll fyrir óbó eftir Marcello, Grand dialogue eftir Marchand og sónata í C-dúr fyrir óbó og fylgirödd eftir Loeillet. Tón- leikarnir í Hallgrímskírkju hefjast kl. 17. MEO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.