Morgunblaðið - 03.04.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 03.04.1990, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 Arnarflug enn flugvélarlaust: Farþegar fara með Flugleiðum FLUGLEIÐIR fljúga með ferþega Arnarflugs til og frá íslandi í dag, en Arnarflug hefúr ekki enn fengið flugvél á leigu. Að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flugleiða fara 37 far- þegar Amarflugs með Flugleiðavél til Glasgow og 22 tii Kaupmanna- hafnar í dag. 20 farþegar koma til baka um Glasgow. Einar sagði að Amarflug hefði í gær gengið frá greiðslum fyrir far- þegaflutninga fyrir helgina og leigu- flug á laugardaginn og jafnframt samið um farþegaflutninga í dag. Flugleiðir leigðu Arnarflugi vél til að fljúga til Amsterdam á laugardag. Flugleiðir fengu leyfi hjá íslenskum og hollenskum yfirvöldum til að fljúga vélinni á eigin flugnúmeri til Amsterdam. Óttuðust Flugleiðir að ef flugvélin væri á flugnúmeri Arnar- fiugs yrði hún kyrrsett á Schiphoi- flugrvelli vegna skulda Amarflugs. Kennslu- flugvél datt á nefið LITIL tveggja sæta kennsluflugvél stakkst á nefið, þegar nefhjól brotn- aði undan henni á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær. Tveir menn voru í vélinni og sakaði hvorugan. Vélin, sem er af gerðinni Beachcraft Skipper, var í akstri að fiugbraut til flugtaks þegar óhappið varð. Að sögn Skúla Jóns Sigurðarsonar hjá loftferðaeftirlitinu er ekki enn ljóst hvers vegna hjólið brotn- aði undan, en rannsókn beinist meðal annars að því hvort brot hafí áður verið komið í hjólabúnaðinn, þótt hann hafí ekki látið undan fyrr en þarna. Skúli Jón segir að þar sem flugvélinni var ekið hafí ekki verið slíkar ójöfnur að hjóla- búnaði vélarinnar ætti að vera hætt af þeim sökum. Nokkrar skemmdir urðu á vélinni, en ekki var í gærkvöldi fullkann- að hve miklar þær urðu. Morgunblaðið/Sverrir í gærkvöldi afhentu Helga Hafsteinsdóttir og Ragnheiður Viggósdóttir Krabbameinsfélaginu 500 þúsund krónur fyrir hönd Kvenfé- lagsins Hringsins. Halldóra Rafiiar tók við peningunum en einnig eru á myndinni Almar Grímsson, Jón Þ. Hallgrímsson, Guðrún Agnarsdóttir og Sigurður Björnsson. Þjóðarátak gegn krabbameini: Landsmenn lögðu 35 milljónir af mörkum UM 35 milljónir söfnuðust um helgina í söfnun Krabbameinsfé- lags íslands undir kjörorðinu „Þjóðarátak gegn krabbameini 1990 — Til sigurs!“ Gengið var í hús um allt land og munu á annað þúsund sjálfboðaliðar hafe lagt félaginu lið. Búist er við að upp- hæðin eigi efltir að hækka. Enn stendur söfiiun yfir meðal fyrir- tækja, stéttarfélaga og fleiri aðila. Þá er vonast til að fólk hag- nýti sér gíróseðla, sem skildir voru eftir um helgina þar sem enginn var heima þegar söfnunarfólk bar að. Almar Grímsson, formaður Krabbameinsfélagsins, segir að forsvarsmenn félagsins vilji koma á framfæri innilegum þökkum til söfnunarfólksins, svo og til lands- manna, sem lögðu fé af mörkum. „Þessar einstöku undirtektir sýna ótvírætt hve mikið traust fólk ber til félagsins og þessi öflugi stuðn- ingur gerir félaginu kleift að herða enn róðurinn til sigurs, tak- ast á við ný verkefni og haida áfram því starfi sem þegar er hafið.“ Halldóra J. Rafnar, fram- kvæmdastjóri átaksins, segir að nokkrir aðilar hafí gefíð háar fjár- hæðir í söfnunina. „Starfsmanna- félag Útvegsbankans gamla gaf 500 þúsund krónur og það gerði Kvenfélagið Hringurinn einnig,“ sagði hún. „Þá gaf Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík 400 þúsund krónur. Nokkrir einstakl- ingar hafa einnig gefíð háar upp- hæðir. Til dæmis gaf fullorðin kona í Hafnarfirði 300 þúsund krónur til minningar um eigin- mann sinn. Þá hefur Borgara- flokkurinn heitið 50 þúsund krón- um 'til minningar um Benedikt Bogason, alþingismann." Gert er ráð fyrir að endanlegt uppgjör söfnunarinnar liggi fyrir í lok apríl. Vegagerðin dregur úr snjó- mokstri vegna fíárskorts Búið að moka fyrir rúmar 300 milljónir VEGAGERÐ ríkisins hefiir þurft að draga úr snjómokstri víða um land vegna fjárskorts. í vegaáætlun er 470 milljónum króna varið til snjómoksturs en um' miðjan marsmánuð var kostnaður kominn yfir 300 milljónir króna. Að sögn Snæbjörns Jónassonar, vegamála- stjóra, hefur verið dregið úr snjómokstri í samræmi við snjómokst- ursreglur. stökum leiðum að frá áramótum hefði kostnaður við snjómosktur í Öxnádal og á Öxnadalsheiði verið 11 milljónir króna. Hann sagði að síðasti vetur hefði verið sá snjó- þvngsti hingað til en að þessi vetur stefndi í sömu átt. „Að sumu leyti er tíðarfarið mjög sérstakt því um allt land hefur verið afar snjó- þungt. í venjulegu árferði eru Vest- firðirnir og Austurland verst viður- eignar en nú bregður svo við að snjóþyngsli eru um allt land og ekki síst á Suðurlandi.“ Snæbjörn sagði að vegna fjár- skorts hefði verið ákveðið að fækka snjómokstursdögum um einn þar sem reglur kvæðu á um að mokað yrði í tvo daga í viku og þriðja daginn ef snjólétt væri og tilkostn- aður lítill við moksturinn, t.d. hægt að nota vörubíl með tönn. Þá verð- ur rutt einn dag í viku víða þar sem leyfilegt er að bæta öðrum degi við þegar snjólétt er. „Menn tala um það víða, að ekki sé lengur snjólétt þannig að þessi samdráttur er í fullu samræmi við mokstursreglur," sagði Snæbjörn. Snæbjörn sagði að nú væri farið eftir þessum reglum nokkuð víða um landið en þær komu fyrst til framkvæmda fyrir hálfum mánuði. í þessari viku verður dregið úr snjó- mokstri í Öxnadal og á Öxnadals- heiði og verður þá mokað þar tvisv- ar í viku, á mánudögum og föstu- dögum. Snæbjörn nefndi sem dæmi um kostnað vegna snjómoksturs á ein- Krafist áframhald- andi gæsluvarðhalds Menn velta hlutafélaga- stofiiun mikið fyrir sér - segir Sigurður Markússon formaður vinnuhóps um skipulagsmál Sambandsins „ÞAÐ er aðallega verið að skoða tvenns konar möguleika varðandi skipulagsmál Sambandsins," sagði Sigurður Markússon fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar Sambandsins í samtali við Morgun- blaðið. „Menn eru mikið að velta fyrir sér hlutafélagastoftiun og eru að skoða tvenns konar möguleika í því, annars vegar að gera Sam- bandið að einu hlutafélagi, hins vegar að breyta helstu deildum þess í hlutafélög. Sambandið yrði þá eignarhaldsfélag, sem hugsanlega yrði í hlutafélagsformi." Sigurður Markússon er formaður vinnuhóps framkvæmdastjórnar Sambandsins, sem skipaður var snemma í janúar síðastliðnum og tjallar um skipulagsmál Sambands- ins. Aðrir nefndarmenn eru Ólafur Friðriksson, framkvæmdastjóri verslunardeildar Sambandsins, og Sigurður Gils Björgvinsson, hag- fræðingur Sambandsins. „Forstjóri Sambandsins hefur að sjálfsögðu unnið með okkur í þessum vinnu- hópi,“ sagði Sigurður Markússon. Sigurður sagði að óákveðið væri hvenær vinnuhópurinn skilaði af sér en stjóm Sambandsins tæki endan- lega ákvörðun varðandi skipulags- mál þess. Hann sagði að hlutverk vinnuhópsins væri að velta upp ýmsum möguleikum og draga fram kosti þeirra og galla til að undirbúa málið til umræðu í Sambandsstjórn- inni. „Ég reikna með að það taki menn frekar mánuði en vikur að komast að niðurstöðu í þessari umræðu um skipulagsmál Sam- bandsins, sem hófst árið 1988. Að vísu hafa orðið hlé á umræðunni en hún var tekin upp aftur um síðastliðin árarnót," sagði Sigurður Markússon. SAKSÓKNARI hefur krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Steingrími Njálssyni og var krafan lögð fram í gær. Steingrímur var handtekinn þann 15. febrúar siðastliðinn fyrir að hafa tekið 7 ára gamlah dreng inn á heimili sitt og afklætt hann. Gæsluvarðhald, sem hann var þá úrskurðaður í, rennur út á morg- un, 4. apríl. Krafan, sem lögð var fram í gær í sakadómi Reykjavíkur, er um áframhaldandi gæsluvarðhald með- an á dómsmeðferð málsins stendur, þó ekki lengur en til 1. júlí. Jafn- framt er Steingrími gert að sæta geðrannsókn á gæsluvarðhalds- tímanum, þar sem kannað verði sér- staklega hvemig sú meðferð hefur Innheimtu- hefti tapaðist INNHEIMTUHEFTI eins blað- bera Morgunblaðsins tapaðist í gær, líklega í eða við miðbæ Reykjavíkur. Hugsanlega hefur heftið tapast í strætisvagni á leið 1. Heftið er merkt Morgunblaðinu og er finnandi vinsamlegast beðinn að skila því á afgreiðslu blaðsins í Aðalstræti, eða hringja í síma 691140. gagnað, sem hann var dæmdur til og fór í til Svíþjóðar, vegna fyrri afbrota. Að sögn Egils Stephensens saksóknara var talið að ekki væri hægt að gera meira fyrir Steingrím í þeirri meðferð, en hins vegar er sú lækning sem hann hlaut þar ekki varanleg og háð því að hann taki að staðaldri inn lyf. Gúrkur lækka um 40% GÚRKUR lækkuðu um tæp 40% í gær. Hjá Sölufélagi garðyrkjumanna/Bananasöl- unni lækkaði heildsöluverðið úr 299 í 180 krónur kílóið. Algengt útsöluverð lækkar því um 190 krónur, úr 480 í um 290 krónur. Níels Marteinsson, sölumað- ur hjá Sölufélaginu, segir að góð gúrkuuppskera sé um þess- ar mundir vegna góðrar birtu og annarra ræktunarskilyrða. Mikið bærist að af gúrkum og því hefði verið ákveðið að lækka verðið til að reyna að örva söl- una.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.