Morgunblaðið - 03.04.1990, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.04.1990, Qupperneq 17
Endurvakning Á þessari öld var farið að gefa óperum Handels gaum á nýjan leik, fyrst í Þýskalandi, en síðustu 20 árin um allan heim og eru þær nú færðar upp regiulega í helstu óperuhúsum heims. Hin kyrrláta fegurð tón.listar Hándels, hið reglu- bundna hljóðfall og göfuga form tónlistarinnar ræður vísast miklu um að hinn streitufulli nútímamað- ur laðast að þessum óperum. Efnið á einnig erindi við okkar tíma, þótt það sé e.t.v. sett fram á nokkuð gamaldags hátt. En það er nú svo með óperur eins og margt annað listform, að til þess að geta notið þeirra til fullnustu þarf að setja sig í vissar „stellingar“, gera andann reiðubúinn til að meðtaka kræsing- amar, en ætlast ekki til þess að allt renni inn fyrirvaralaust. Það er svo alveg víst, að sá sem ekki lætur hið hátíðlega og nokkuð upp- hafna form opera seria trufla sig, hann mun eiga góða stund við að hlýða á óperur Hándels. Júlíus Cesar Óperuna Júlíus Cesar samdi Hándel árið 1724 og er hún talin með dramatískustu óperum hans. Óperan var frumflutt í Konunglegu tónlistarakademíunni í London, en Hándel starfaði við óperuhús henn- ar. Óperan ijallar um komu Cesars til Egyptalands og fund hans við Kleópötru og Ptolomeus bróður hennar. Þau systkinin háðu grimmilega valdabaráttu um krún- una um þær mundir, en Cesar sjálf- ur var að eltast við Pompejus, róm- verska hershöfðingjann, sem var keppinautur Cesars og á flótta undan honum. Persónur verksins eru margar og mjög ólíkar og tekst Hándel á meistaralegan hátt að draga fram persónu hvers og eins í tónlistinni. Einkum er lögð sérstök rækt við persónu Kleópötru, er syngur alls átta aríur, sem endur- spegla tilfinningar og gleðibrigði hennar. Frá English National Opera Myndband það, sem sýnt verður í Óperunni er frá sýningu English National Opera á árinu 1979, en hún vakti mikla athygli og urðu vinsældir sýningarinnar til þess að ýta enn frekar undir áhuga manna á óperum Hándels. í titilhlutverk- inu er hin rómaða enska mezzo- sópran Janet Baker, sem hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína. Upphaflega var hlutverkið skrifað fyrir frægasta castratosöngvara síns tíma, en hann var ítalskur og kallaði sig „Senesino". Castrati sungu einnig í tveimur öðrum aðal- hlutverkum óperunnar, en í þeim hlutverkum hér eru kontratenórar. Kontratenórar syngja oft hlut- verk Cesars til jafns við kontralt söngkonur og barítóna, en engin þessara radda getur þó alveg fyllt skarð castrato söngvaranna. Þeir þóttu hafa einstaklega hljómfagrar raddir og frábæra raddbeitingu fyrir utan hina miklu hæð raddar- innar. Castrati komu síðast fram í óperum um 1820, en sungu í kaþ- ólskum kirkjum (m.a. Vatíkaninu) fram á þessa öld. Sá síðasti þeirra hét Alessandro Moreschi, en hann söng m.a. inn á hljómplötur í byij- un aldarinnar. I hlutverki Kleópötru er Valerie Masterson, sem varð þekkt fyrir túlkun sína á hlutverkinu og hefur hún sungið það víða um lönd und- anfarin ár. Meðal annarra söngvara sem þátt taka í sýningunni má nefna Sarah Walker, Della Jones og John Tomlinsson, en stjórnandi er Sir Charles Mackerras. Eins og fyrr segir hefst sýning óperunnar klukkan 20.30 í kvöld og verður myndbandið sýnt á stór- um skermi á svölum íslensku óper- unnar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. BANDALAG ISLENSKRA SKATA, LANDSSAMBAND HJALPARSVEITA SKÁTA OG HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Söfnunardagur Allar einnota öl- og gosdrykkjaumbúðir Skátar veröa viö dósakúlurnar og taka viö dósum og flöskum Notaöu dósakúlurnar, þannig styrkir þú okkur. L.H.S LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA BANDALAG ISLENSKRA SKATA HJALPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Hötundur er styrktarfélagi íslensku óperunnar. Galdurinn við góðan dag er að byo'a hann með hollum og góð- um mat. Skólajógurt er kjðrin fyrir þó, sem vilja nó órangri í leik og starfi. Fóðu þér skólajógurt alltaf þegar þig langar f eitthvað gott. Skólajógurf er ekki bara bragð- góð heldur líka nœrandi og styrkjandi. Pú getur valið um skólajógurt með súkkulaði- og jarðarberja- bragði eða ferskjum, allt efflr því hvað heimilisfólkið þitt vill. Settu skólajógurt efst ó innkaupa- listann. ^ Namm h MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL 1990 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.