Morgunblaðið - 03.04.1990, Page 25

Morgunblaðið - 03.04.1990, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 25 Bretland: Miklar óeirðir í Lundún- um vegna nefskattsins St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKLAR óeirðir brutust út í miðborg Lundúna á laugardag eftir Ijölmennan fund til að mótmæla nýjum nefskatti. Stjórnmálamenn í öllum ftokkum hafa fordæmt óeirðaseggina. Landssamtök gegn nefskattinum efndu til mótmæla gegn honum á laugardag, en íbúar Englands og Wales hófu að borga hann sl. sunnudag, 1. apríl. Hófust mótmæl- in með göngu frá Kennington Park í suðurhluta borgarinnar til Traf- algar-torgsins, þar sem haldinn var fundur. Fundurinn hófst kl. 3 síðdegis. Meðal þeirra, sem ávörpuðu hann, voru Tony Benn og George Galloway, þingmenn Verkamanna- flokksins. Fundurinn átti að marka upphaf herferðar fyrir þegnlegri óhlýðni, sem felst í að neita að greiða skattinn. Vandræðin hófust í göngunni, þar sem hún fór fram hjá Downing- stræti, skammt frá heimili forsætis- ráðherrans. Um þrjú hundruð göngumenn hópuðust þar saman og neituðu að halda áfram, þrátt fyrir tilmæli lögreglunnar og gerðu tilraun til að ráðast inn að bústað forsætisráðherrans. Aðrir göngu- menn komust ekki leiðar sinnar. Brátt hófust átök á milli lögregl- unnar og óeirðaseggjanna, sem bárust inn á Trafalgar-torg. Oeirðaseggimir hentu öllu, sem tiltækt var, í lögregluna, steinum, jámbútum, bjórdósum, umferðar- skiltum, og kveiktu í vinnupöllum á Grand-hótelinu við torgið. Sérstök óeirðalögregla réðst gegn ofbeldis- mönnunum og tókst á endanum að hreinsa torgið. Um miðborgina Þá breiddust óeirðirnar út um miðborgina þar sem brotnar voru gluggarúður og öllu stolið, sem hönd á festi, ráðist að bílum og þeir eyðilagðir. Einum var velt um koll og kveikt í honum. Fjöldamarg- ir, sem voru á leið í leikhús í West End, lentu í óeirðunum og meiddust. Yfir 130 slösuðust þennan dag, þar af 45 lögreglumenn, tveir þeirra alvarlega. Yfir 300 voru teknir til fanga og 68 voru kærðir á mánu- dagsmorgun. Lögreglan telur, að um 50 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum. Almenn fordæming Stjórnmálamenn í öllum flokkum hafa fordæmt ofbeldið. Innanríkis- ráðherrann, David Waddington, sagði að þetta ofbeldi væri óþolandi í lýðræðisríki, þar sem hægt væri að breyta lögum eftir viðurkenndum leiðum. Hann sagði einnig, að þeir, sem hvettu til lögbrota eins og þeirra að greiða ekki nefskattinn, bæru hluta ábyrgðarinnar á ofbeld- inu. Skipuleggjendur mótmælanna fordæmdu ofbeldið, en töldu lög- regluna hafa brugðizt of harkalega við. Lögreglan telur, að um 3 þús- Reuter Lögreglumaður beitir kylfú gegn einum óeirðaseggjanna en af 460 manns, sem slösuðust, voru lögreglumennirnir um 380. Talið er, að um 50.000 manns hafi tekið þátt í mótmælagöngunni gegn nýja skatt- inum en þeir, sem efndu til ólátanna, voru innan við 3.000. und þeirra, sem mættu í mótmælin, hafi beinlínis ætlað sér að efna til átaka við lögregluna. Meðal þeirra hafi verið hópar stjórnleysingja, trotskýista og annarra öfgahópa. Innanríkisráðherrann gaf Neðri málstofu brezka þingsins skýrslu um málið í gær og skýrði frá því, að rannsóknarlögreglan, Scotland Yard, hefði hafið rannsókn á orsök- um ofbeldisins. Forysta Verka- mannaflokksins mótmælti harðlega tilraunum til að tengja flokkinn ofbeldisverkunum. Eng’in ákvörðun um til- högrin myntbandalagsins Bonn. Reuter. STJÓRN Helmuts Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, var gagnrýnd um helgina fyrir að ganga á bak orða sinna um tilhögun myntbandalags þýsku ríkjanna. Ástæðan var stuðningsyfirlýsing Theo Waigels fjármála- ráðherra við tillögur seðlabanka Vestur-Þýskalands um að hálft vestur- þýskt mark fengist fyrir austur-þýska markið. Fram að því var talið líklegast að gengið yrði 1/1. Kohl kanslari gaf út yfirlýsingu í gær þar sem sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin í þessu efiii. Tillögur seðlabanka Vestur- Þýskalands ganga út á að almennt fáist hálft vestur-þýskt mark fyrir austur-þýska markið. Þó geti hver Austur-Þjóðveiji skipt 2.000 mörk- um á genginu 1/1. Heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar hjá Evrópu- bandalaginu sögðu í gær að Theo Waigel fjármálaráðherra Vestur- Þýskalands hefði kynnt öðrum EB- ríkjum hugmyndir þessar á fundi í írlandi um helgina. Þar hefði komið fram að vestur-þýska stjórnin íhug- aði að greiða hveijum austur-þýskum launþega 200 vestur-þýsk mörk á mánuði til að bæta fyrir hið lága gengi. Einnig myndu austur-þýskir ellilífeyrisþegar fá mánaðarlega greiðslu frá Vestur-Þjóðveijum. Oskar Lafontaine, kanslaraefni vestur-þýskra jafnaðarmanna, sak- aði Kohl í gær um að ganga á bak orða sinna. Stjórnmálaflokkar í Austur-Þýskalandi tóku tillögum vestur-þýska seðlabankans einnig fálega. Lothar de Maiziere, formaður kristilegra demókrata sagði að ekki hefði verið haft samband við sig áður en tillögurnar voru kynntar. „Jafnræði gjaldmiðlanna er okkar takmark. Við getum ekki fallist á að laun okkar verið lækkuð um helm- ing.“ Kohl neitaði því eins og áður segir að ákvörðun hefði verið tekin í þessu efni. Tillögur seðlabankans yrðu skoðaðar vandlega en hags Austur-Þjóðveija gætt í hvívetna. Reuter Suður-afrískir hermenn í brynvörðum bifreiðum á leið til blökku- mannabæjarins Edendale. Þeir voru sendir þangað til að stilla til friðar eftir að hörð átök á milli stríðandi fylkinga blökkumanna höfðu kostað tugi manna lífið. hafi flúið til svæða hvítra í grennd- inni. De Klerk sagði í þingræðu í gær að her- og lögreglumenn hefðu verið sendir til borga blökkumanna í Na- tal til að binda enda á átökin. „Öllum hlýtur að vera ljóst að föngum mun óhjákvæmilega fjölga vegna þessar- ar ákvörðunar," sagði forsetinn. Hermenn höfðu þegar verið sendir til mestu átakasvæðanna á sunnu- dag. Sýnt þykir að aðgerðir stjómar- innar muni sæta gagnrýni og til að vega á móti henni kynnti forsetinn tilslakanir, sem flýtt gætu fyrir samningaumleitunum um afnám aðskilnaðarstefnunnar. Hann boðaði til að mynda að þeim, sem dæmdir hafa verið fyrir skæruhernað gegn stjórnvöldum, yrðu gefnar upp sak- ir. í ráði var að Mandela flytti ávarp á sameiginlegum útifundi ANC og Inkatha-hreyfíngarinnar, sem halda átti í gær. Leiðtogar ANC aflýstu hins vegar fundinum og sögðu of hættulegt að halda hann. Mandela sagði við komuna til Natal að hann myndi ræða við Inkatha-hreyfing- una „einhvem daginn“ og reyna að sannfæra leiðtoga hennar um nauð- syn þess að blökkumenn sameinuð- ust í baráttunni gegn aðskilnaðar- stefnu stjórnvalda í stað þess að beijast sín á milli. FATAS KAPAR s I ataskáparnir frá okkur vekja athygli fyrir góða hönnun, fjölbreytt útlit og ekki síst frábært verð. Það er spennandi að heimsækja okkur Sjáumst! aiireiðaettUVÁ Funahöfða 19, sími 685680

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.