Morgunblaðið - 03.04.1990, Page 41

Morgunblaðið - 03.04.1990, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL 1990 41 kapp og hiti hlypu í umræðurnar í stofunni, átti hún það til að setjast við píanóið og hefja leik á það. Það virtist létta andrúmsloftið, enda datt umræðan vanalega niður á meðan. A síðari árum þegar hún kom í heimsóknir til foreldra minna og síðar mín eftir andlát þeirra, var yfirfeitt sest að píanóinu, spilað og sungið, ef við áttum ekki saman viðræðustundir. Nú er söngurinn hljóðnaður, og hún horfin okkur sjónum. Hennar verður víða sárt saknað af öllum þeim sem hana þekktu, enda átti Helga miklum vinsældum að fagna. Sárastur er söknuðurinn þó hjá börnum hennar og barnabörnum, sem sjá á bak góðri og elskulegri móður, ömmu og félaga. Um leið og ég votta þeim og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau í sorginni, kveð ég kæra vinkonu og bið henni blessunar Guðs á nýj- um vegum. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning Helgu Guð- mundsdóttur. Guðbjörg Snót Jónsdóttir Fáeinum vikum fyrir áttræðisaf- mæli sitt lést frú Helga Guðmunds- dóttir. Ævi hennar var viðburðarík og naut hún góðrar greindar og mikils baráttuvilja á lífsbraut sinni. Hún ólst upp í byggð úti á landi sem nú er komin í eyði. Lífsbarátt- an var hörð en viljinn og þrekið mikið. Á Siglufirði var lífsstefnan mótuð og baráttan fyrir brauðinu og menntun háð. Stjórnmálaskoðanir voru hugsjón í þá daga er kreppu- tíð ríkti og var allt lagt í sölurnar. Þá börðust konur og karlar hlið við hlið fyrir bættum lífskjörum, fræðin lærð utanbókar og lifað samkvæmt lífsskoðuninni. Frásagnir Helgu af baráttu alþýðunnar á kreppuárun- um vöktu mig til vitundar um það að hér á landi hefur fólk sem enn lifir þurft að berjast fyrir lífi sínu í orðsins fyllstu merkingu. Slík var reynsla Helgu Guðmundsdóttur og það var ný íslandssaga fyrir mig. Hún hófst til virðinga vegna mann- kosta sinna, heiðarleika, sanngirni og velvilja í garð annars fólks. í minn garð streymi hlýleiki og væntumþykja og er ég mikið þakk- látur fyrir allt það sem hún gaf Helgu dótturdóttur sinni þau ár sem þær bjuggu saman á Brávallagötu og nú síðast á Grettisgötunni á því fallega heimili. Það er mikils virði fyrir unga stúlku að leggja út í lífið með það veganesti sem frú Helga gaf nöfnu sinni. Mér finnst mannbætandi að hafa fengið tækifæri til að kynnast slíkri konu. Ástvinir fá mínar dýpstu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning frú Helgu GuðmUndsdóttur. Orn Þorláksson t Litli drengurinn okkar, ÆGIR INGI HERBERTSSON, Hjallavegi 3, Ytri-Njarðvík, andaðist aðfaranótt 1. apríl. Hafdís Hreiðarsdóttir, Herbert Guðmundsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVEINBJÖRN SIGURJÓNSSON magister, fyrrv. skólastjóri, Smáragötu 12, verður jarðsetturfrá Dómkirkjunni þriðjudaginn 3. apríl kl. 1 5.00. Soffía Ingvarsdóttir, Guðrún Sveinbjarnardóttir, Baldvin Tryggvason, Arnþór Garðarsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Soffía Arnþórsdóttir, Tryggvi M. Baldvinsson, Þrándur Arnþórsson. TJixni Ferming, -stór stund í lífi hvers unglings. Mikið stendur til, ættingjar hittast og gleðjast saman. Þá kemur Duni til sögunnar. Fallegir dúkar, servéttur, kerti og fleira, í litum sem fara vel við öll matar- og kaffistell. Allt til að gera veisluna eftirminnilegri. Pappadiskar fyrir stórveislur. Hagkvæm lausn án uppvasks. Kerti, sem lýsa upp veisluna. Ríkulegt lita- úrval. Einnota glös, kristaltær og falleg. Servéttur, í miklu litaúrvali. Duni Þu þekkir ekki Braga fyrr en þú hefur prófað Kólumbíu-blönduna! , Kaffibrennsla Akureyrar hf. ÍP ' I íSfeK »5 . a u g l y t I tt g a s t ofa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.