Morgunblaðið - 03.04.1990, Síða 42

Morgunblaðið - 03.04.1990, Síða 42
42 MORGUNBLAEUÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Láttu það ekki bitna á fjölskyld- unni þó að þú verðir fyrir óþægi- legum töfum í dag. Stjórnlyndi vinar þíns getur leitt til árekstra. Naut (20. apríl - 20. maí) irfft í dag skaltu leita stuðnings við hugmyndir þínar. Hyggðu ræki- lega að smáatriðum, en iíttu ekki aðeins á yfirborðið. Mættu maka þínum á miðri leið. Tviburar (21. maí - 20. júní) Sýndu langlundargeð og gefstu ekki upp við verkefni áður en þú hefur fullreynt að sigrast á því. Þú getur ekki lengur þijóskast við að borga ákveðinn reikning og verður nú að semja. Varastu óskemmfeilnar athugasemdir. Þú getur móðgað vin þinn sem er viðkvæmur. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Náinn vinur á mjög annríkt og getur ekki veitt þér eins mikla athygli og þú vildir helst. Gerðu ekki veður út af smámunum. Vandaðu val vina þinna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Það miðar hægt i vinnunni. Misstu ekki kjarkinn. Veittu smá- atriðunum nána athygii. Forðastu valdastreitu við ættingja þinn í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) a* Ef þú varast ekki að móðga ein- hvem af starfsfélögum þínum I dag gæti skapast spennuástand á vinnustað. Vinir og peningar eiga ekki samleið í dag. Vog (23. sept. - 22. október) Þú verður að ýta heimilisáhyggj- um þínum til hliðar í dag ef vel á að fara í vinnunni. Varaðu þig á skúrkum þegar fjármál eru annars vegar. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) ^0 Þú ert að drukkna í pappírsflóði núna. Gerðu ekki úlfalda úr mý- flugu. Forðastu að lenda í brýnu við fjölskyldumeðlim og vertu hvorki með yfirgangssemi né frekju. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Láttu flármálaáhyggjur ekki reka þig út í áhættusamar aðgerðir. í kvöld skaltu forðast yfirgefna og ef til víll hættulega staði. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Þú hittir viðkvæma manneskju í dag og verður að gæta þess að særa ekki tilfinningar hennar. Vertu sérstaklega vakandi fyrir þörfum annarra. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú lendir hvað eftir annað í erf- iðri aðstöðu í vinnunni í dag. Vertu ekki með óþarfa ýtni. Sam- starfsmenn þínir kunna að vera illa fyrir kallaðir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ’S* Ef þú ætlar að fara út að skemmta þér mundu þá að fjasa ekki yfir kostnaðinum. Það spillir bara stemmningunni. Þú getur náð samningum sem voru óhugs- andi fyrir skömmu. AFMÆLISBARNIÐ er tungulip- urt og fljótt að hugsa. Það á mörg áhugamál, en verður að læra að takamarka sig ef það ætlar að ná árangri á einhveiju sviði. Vinir þess eru ævinlega boðnir og búnir að hjálpa því, en samt sem áður er furðulega stutt í einfarann í því. Það er alvarlega þenkjandi þó að það hafi gott skopskyn. Það er leikari að eðlis- fari og getur náð langt sem skemmtikraftur. Langur tími get- ur liðið áður en það verður fært um að nýta hæfileika sína til fullnustu. Stjörnuspána á aó lesa sem dægradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. GRETTIR ( GftETTtR'.BfPMJJ TOMMI OG JENNI LJÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK I U)A5N't SURE 1 HEARP AD0U6HNUT CALUN6 ME... Ég- var ekki alveg viss um hvort ég heyrði kleinuhring kalla á inig. En svo sá ég nestistösku labba fram- hjá . . . BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það eru allir á hættu og makker opnar á einu hjarta. Nsti maður stekkur í fjóra spaða og þú átt að segja með þessi spil: Norður *- V9 ♦ ÁK1054 ♦ ÁG98764 Skemmtilegt eða hitt þó held- ur. En eitthvað verður að gera, og Öm Arnþórsson valdi að stökkva í sex lauf: Vestur ♦ 3 ¥ 10763 ♦ D9763 ♦ 1052 Norður ♦ K10765 ¥ ÁKG854 ♦ 8 ♦ K Austur ♦ ÁDG9842 ¥ D2 ♦ G2 ♦ D3 Suður ♦ - ¥9 ♦ ÁK1054 ♦ ÁG98764 Spilið kom upp á landsliðsæf- ingu um síðustu helgi. Örn trompaði spaðaútspilið, spilaði laufi á kóng og tígli heima á ás. Tók svo laufás og gosa þegar drottning féll. Hann sér nú 11 slagi. Ekkert liggur á að prófa hjartað og Örn spilaði nú litlum tígli að heiman. Austur lenti inni á gosa og varð að gefa tólfta slaginn á spaða eða hjarta. Austur hefði getað varist bet- ur með því að losa sig við tígul- gosann, en til þess fékk hann tvö tækifæri. Það dugir þó ekki til því þá myndast gaffail í tíglin- um. Suður tekur öll laufin nema eitt og toppar síðan hjartað í öryggisskyni. Detti drottningin ekki er hjarta stungið heim og vestri spilað inn á tígul. Síðustu slagirnir fást þá á K10. Umsjón Margeir Pétursson Sá keppandi sem tvímælalaust kom mest á óvart á Búnaðar- bankamótinu var Halldór Grétar Einarsson frá Bolungarvík sem var vel yfír þeim árangri sem þurfti til áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Halldór hlaut 6 vinn- inga af 11 mögulegum. Strax í fyrstu umferð sigraði hann hinn öfluga sovézka stórmeistara Juri Razuv<ajev, sem varð á meðal þeirra tíu sem deildu efsta sætinu. Halldór hafði hvítt og átti leik í þessari stöðu: 29. Hxf5! (Þennan möguleika þurfti Halldór að sjá fyrir nokkr- um leikjum fyrr, því ef hann væri ekki í stöðunni ætti svartur unnið tafl.) 29. — Dal+ (Auðvitað ekki 29. - exf5, 30. Db8+ - Df8, 31. He8) 30. Kh2 - h6, 31. He8+ - Kh7, 32. g5! - hxg5, 33. Hxg5 og Sovétmaðurinn gafst upp því mát blasir við. Nú þarf Halldór að ná sambæri- legum árangri í móti eða mótum sem eru a.m.k. 13 umferðir sam- tals.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.