Morgunblaðið - 03.04.1990, Page 52

Morgunblaðið - 03.04.1990, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL 1990 nmnmn <dyrzxxjae.LLinnL ■ * Ast er ... . . . að syngja ástaróð. TM Reg. U.S. Pat Off.—all right* reserved © 1990 Los Angeles Times Syndicate Við í hljómsveitinni gleym- um því nú aldrei þegar þú hugðist setja stórstjórnand- ann þarna frá Ameríku upp að veggnum ... Við erum rétt eins og sköp- uð hvort fyrir annað ... HÖGNI HREKKVÍSI Vemdum búrfiiglana Til Velvakanda. Ástæða þessara skrifa minna hér er að benda væntanlegum kaupend- um búrfugla, en búrfuglar eru allir þeir fuglar sem fólk heldur í híbýl- um sínum, á ófögnuð þann er nú virðist gera víðreist á gæludýra- markaðinum. Þetta eru hin svonefndu kringl- óttu fuglabúr. Búr þessi eru eins og nafnið ber með sér kringlótt í lögun sinni og eru talin afar óholl öllum fuglum. Á þetta er bent í öllum fagritum um fugla af dýra- læknum og öðrum þeim sem á ein- hvern hátt koma nálægt fuglahaldi og skilja athafnaþörf þeirra. Fuglar þurfa flugrými enda eru vængirnir þeirra aðalhreyfilimir. Góð þumal- puttaregla þegar valið er viðeigandi búr er að það sé a.m.k. fimmföld lengd fuglsins frá goggi til stéls- enda og eins að það sé ferkantað. Þannig á fuglinn þess kost að fljúga fram og til baka og honum/þeim þannig tryggð lágmarks hreyfing- arþörf. Kringlótt búr veita ekki þessa lífsnauðsynlegU möguleika enda virðast þau framleidd með það eitt í huga að njóta sýn fyrir augum þess er þau kaupir. Hér er því um hreint og beint dýraverndunarsjón- armið að ræða sem allir þeir sem bera hag dýra sinna fyrir brjósti ættu að huga að. Að lokum skal á það bent að Búrfuglafélag íslands veitir allar frekari upplýsingar um æskilegustu meðferð á búrfuglum í símum 44120 og 652662. Árni St. Árnason Fyrirfram ákveðið prófkjör? Til Velvakanda. Nú þegar prófkjör stendur fyrir dyrum hjá vinstri flokkunum á Sel- tjarnarnesi hafa vaknað spurningar hjá mörgum kjósendum hvort um verði að ræða fyrirfram ákveðið prófkjör, eins og fyrirhugað er hjá sömu flokkum í Reykjavík. Þá er um að ræða að þeir sem standa fyrir prófkjörinu hafa komið sér fyrirfram saman um hver niðurstað- an verður fyrir efstu sætin. Rík ástæða er fyrir því að þessi spum- ing vakni, því heyrst hefur að Al- þýðubandalagið eigi að fá fyrsta og þriðja sætið á listanum, en fram- sóknarmenn annað sætið. Þá kæmi væntanlega í hlut Alþýðuflokksins að skipa baráttusæti listans, sem er fjórða sætið, enda þarf fjóra til að ná meirihluta í bæjarstjórninni á Seltjarnarnesi. Eins hefur það vakið athygli að einn aðalhvata- maður prófkjörsins hér er Hallgrím- ur Magnússon læknir, en hann er sem kunnugt er bróðir Bjarna P. Magnússonar í Reykjavík, sem er talinn einn af upphafsmönnum fyr- irfram ákveðinna prófkjöra hér á landi. Seltirningur Þessir hringdu . . . Skíðavettlingur Bleikur skíðavettlingur tapaðist við Hagamel sl. fimmtudag. Bleikt skinnbelti fannst fyrir utan Mikla- garð við Hringbraut fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 23211. Silfurnæla Lítil silfurlitðuð næla fannst í anddyri Domus medica fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 37422. Gott Nátthrafhaþing Kona hringdi: „Mig langar til að þakka Æv- ari Kjartanssyni fyrir þáttinn sem hann var með hinn 28. þ.m. og einnig viðmælendum hans fyrir góð svör. Að mínu álit a hafa þeir allir rétt fyrir sér. Ég hlust- aði með athygli og ég held að trúarvísindi séu eins og fjall sem við lýsum eftir því frá hvaða sjón- arhorni við sjáum það. En eitt langar mig til að vita: í hvaða stjörnumerki Leifur er, en hann var einn af viðmælendum Æv- ars.“ Átali Geir Þormar hringdi: „Ég hef ekki nógu góða sjón til að lesa letrið í símaskránni. Væri ekki hægt að gefa út síma- skrá með stærra letri fyrir sjón- skerta? Ég hringi mikið í 03 en þar er oftast á tali. Stúlkurnar sem þarna vinna hafa alls ekki undan að svara í símann. Væri ekki hægt að bæta þessa þjón- ustu?“ Úr Stórt gullúr með brúnni ól fannst við Sundlaugarveg sunnu- daginn 25. Upplýsingar í síma 32118. Víkveqi skrifar SL laugardag birtist bréf hér í Velvakanda, þar sem sagði m.a.: „Miklum fjármunum er varið í laun til manna, sem sitja í nefnd- um hjá því opinbera. Margir þess- ara manna eru embættismenn, sem þiggja laun fyrir nefndarstörf ásamt launum fyrir sín embætti. Ég geri það að tillögu minni, að sú þóknun, sem þeir fá fyrir nefndar- störf renni til stofnananna, sem þeir vinna fyrir. Þeir vinna þessi störf í vinnutíma sínum og eiga því alls ekki að fá tvöfalt borgað, það er ekki nokkur skynsemi í því . . . Margir embættismenn fá milljónir króna árlega fyrir nefndarstörf auk fastra launa sinna. Þessu þarf að breyta." Víkveiji tekur undir þessi sjónar- mið. Á undanförnum áratugum hafa verið teknir upp ýmiss konar ósiðir í meðferð opinberra fjár- muna. Þetta er ekki óalgengt hjá nýfijálsum þjóðum, en í þeim hópi erum við að sjálfsögðu. Einn þeirra ósiða er að borga embættismönnum og stjórnmálamönnum sérstaklega fyrir ýmiss konar störf, sem þeir vinna í sínum vinnutíma, þegar þeir eru á launum hjá skattgreið- endum. Þetta hefur áreiðanlega verið rökstutt í upphafi með því, að launakjör þessara manna væru verri en annarra þjóðfélagsþegna. Hafi svo verið um skeið er það liðin tíð. Nú eru áreiðanlega margvíslegar breytingar framundan í meðferð almannafjár. Eftir að Ríkisendur- skoðun var sett undir Alþingi hefur aðhald þingsins að framkvæmda- valdinu stóraukizt og þingið sjálft vinnur nú markvisst að því að ná í sínar hendur á ný fjái-veitingavald- inu, sem það var að missa. Það er að vísu óþarfi að bókfæra þessar greiðslur tvisvar eins og bréfritar- inn í Velvakanda leggur til, heldur á einfaldlega að leggja þær niður, þegar um er að ræða menn, sem eru á föstum launum hjá skattgreið- endum og sinna þessum störfum í vinnutíma sínum. x x x Við þurfum að ýmsu leyti nýjar siðareglur í opinberu lífi og á vinnumarkaði. Þetta á við um greiðslur vegna nefndastarfa, risnu hins opinbera, ferðalög á vegum hins opinbera. Þetta á líka við um það, hvernig menn stunda vinnu sína og skila umsömdum vinnutíma. Það er víða pottur brotinn í þeim efnum. Við íslendingar höfum talið sjálfum okkur trú um, að við vinn- um meira en aðrar þjóðir. Ekki þarf að kynnast vinnulagi hjá mörg- um þjóðum - utan Norðurlandanna! - til þess að átta sig á því, að svo er ekki. í öðrum löndum, bæði í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu, er raunverulegur vinnutími lengri og strangari agi á vinnustað en hér og frí eru styttri. Þetta skil- ar sér auðvitað á löngum tíma í betri afkomu fólks. XXX að eru ævintýralegar framfarir í fjarskiptatækni. Gömlu far símarnir, sem fyrir örfáum árum þóttu undratæki eru að verða gam- aldags. Nú er hægt að fá síma, sem auðvelt er að geyma í handtösku. Á dögunum átti Víkveiji samtal við farþega í flugvél, sem var á ferð yfir austurströnd Bandaríkjanna. Símar í flugvélum hafa að vísu ver- ið til staðar í nokkur ár en nú eru þeir komnir við hveija sætaröð!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.