Morgunblaðið - 03.04.1990, Síða 54

Morgunblaðið - 03.04.1990, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. Múlalundur SÍMI: 62 84 50 Kærustupar vann meist- aratitlana í vaxtarrækt Guðmuodur Bragason og Inga S. Steingrímsdóttir sigruðu á Is- landsmeistaramótinu í vaxtar- rækt, sem fram fór á Hótel Is- landi á sunnudaginn. Þau unnu fyrst í sínum þyngdarflokki og unnu síðan yfir heildina eftir jafha keppni, sérstaklega í karla- flokknum. Þau Guðmundur og Inga eru trúlofuð. Nílján kepp- endur tóku þátt í vaxtarræktar- mótinu, flestir í tveimur þyngd- arflokkum karla, en kvenna- flokkarnir voru fáliðaðir. Keppni í tveimur þyngstu karla- flokkunum var mjög tvísýn, en sjö keppendur voru í undir 80 kg flokki. Þar vann Gestur Helgason, Jón Norðfjörð varð annar og Sveinn H. Geirsson þriðji. í léttari karla- flokki vann Kristján Ársælsson, sem jafnframt fékk sérstök verð- laun fyrir skemmtilega framsetn- ingu á æfingum sínum. í kvenna- flokkunum lágu úrslit nánast strax fyrir sökum keppendafæðar, en þegar skorið var úr um íslands- meistara kvenna yfir heildina vand- aðist málið. En Inga S. Steingríms- dóttir hafði vinninginn og Auður H. Hjaltadóttir veitti henni mesta keppni. „Þetta var fjarlægur draumur hjá mér að vinna, ég bjóst við að Auður myndi vinna, en lagði mig samt alla fram. Það vantaði __________________________________________ margar af bestu vaxtarræktarkon- Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ' unum núna, en þær koma að ári. íslandsmeistarar og kærustuparið Guðmundur Bragason og Inga Ég mun æfa af kappi áfram, S. Steingrímsdóttir. ígildar freistingar í nýjum umbúðum! Þó að flatkökurnar okkar hafi nú fengið nýjan og veglegri búning, þá eru þær enn sömu ljúfmetiskökurnar. Láttu freistast og nældu þér í fyrirtaks snæðing frá Ömmubakstri BAKARÍ FRIÐRIKS HARALDSSONAR SF. KÁRSNESBRAUT 96, KÓPAVOGI.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.