Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 199 B 3 ¦ DÓMARAR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik settu upp undrunar- svip_ þegar tilkynnt var á lokahófi KKÍ hver væri prúðasti leikmaður úrvalsdeildarinnar. Nafn Friðriks Ragnarssonar úr Njarðvíkum var lesið upp á svið og kom hann og tók við bikar. Dómararnir velja prúðasta leikmanninn og þeir áttu bágt með að trúa úrslitunum, þrátt fyrir að Friðrik þætti prúður leik- maður. En eftir svolitla stund var tilkynnt að því miður hefði verið um mistök að ræða; bikarinn hefði átt að fara til samherja Friðriks, og nafna Rúnarssonar. Það varð svo úr að Ragnarsson afhenti Rúnarssyni bikarinn við mikla gleði dómara. SKIÐI HANDBOLTI / EVROPUMOTIN Teka hálfa leið í úrslit Kristján Arason gerði fimm mörk, þegar Teka vann Vez- prem 29:24 (15:15) í fyrri leik lið- anna, sem fram fór í Ungverjalandi á laugardag, í und- anúrslitum Evrópu- keppni bikarhafa. Jafnræði var með liðunum fyrir hlé, en í byrjun seinni hálfleiks tóku leik- menn Teka völdin í sínar hendur og unnu örugglega. Melo var markahæstur með 8/2 mörk, Cabanas gerði 7, Kristján 5 og Puig 4 mörk. Vinstri handar skyttan Gyurca gerði 8 mörk fyrir Vezprem. Fyrir fimm árum datt Teka út fyrir þessu liði eftir að hafa unnið fyrri leikinn í Santander 29:20. Nú er seinni leikurinn heima og Teka með fimm mörk yfir, þannig að segja má að liðið sé komið hálfa leið í úrslit. Evrópukeppni meistaraliða Barcelona vann franska liðið Cre- teil 23:18 (11:9) í meistarakeppn- inni. Isakovic var í leikbanni og lék ekki með Creteil, en liðið var hepp- ið að sleppa með fimm marka tap, því þegar 10 mínútur voru eftir var staðan 21:13 og tveir menn Frakka komnir með rauð spjöld. Creteil spilaði mjög þunglama- legan handbolta, en árangursríkan. Heimamenn flýttu sér um of í lokin og voru mistækir. Júgóslavarnir Vujovic, Portner og Kalina léku í fyrsta sinn saman með Barcelona og þei rásamt Rico í markinu voru bestu menn liðsins. í marki Creteil var Ermin Velic landsliðsmarkvörð- ur Júgóslavíu og varði hann m.a. fjögur vítaköst — tvö frá Vujovic og sitt hvort frá Serrano og Kalina. Markahæstir hjá Barcelona voru Vujovic (5/1), Kalina (4), Portner (3/2) og Puente (3). Fyrir Creteil skoruðu mest Bernard (4), Houlet (4), Sparre (3) og Tristan (3/2). IHF-keppnin Caja Madrid, þriðja spænska liðið í undanúrslitum Evrópumótanna, á litla möguleika á að komast áfram í úrslit í IHF-keppninni eftir aðeins tveggja marka sigur á heimavelli, 23:21 (10:8), gegn sovéska liðinu SKIF Krasnodar. Sovétmennirnir hefðu auðveldlega getað náð hag- stæðari úrslitum, en Manolo í marki Caja varði mjög vel og m.a. víta- kast, þegar leiktíminn var úti. Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson Bikarmeistarar SK11990 Bikarmeistarar SKÍ 1990. Frá vinstri: Guðrún H. Kristjándóttir, Akureyri, bikarmeistari í alpagreinum kvenna, Haukur Eiríksson, Akureyri, í göngu karla, Valdemar Valdemarsson, Akureyri, í alpagreinum karla og Sölvi Sölvason, Siglufirði, í göngu pilta 17 - 19 ára. Þetta var í 12. sinn sem bikarkeppni SKI er haldin. Bikarmeistari telst sá keppandi sem bestum árangri nær í bikarmótum vetrarins. Það er VISA ísland sem gaf verðlaunin. Kristján Arason gerði fímm mörk gegn Vezprem í Evrópukeppninni. KORFUBOLTI / NBA-DEILDIN Lakers með besta hlutfallið Sigraði í 63 af 82 leikjum í deildinni Frá Gunnari Valgeirssyni í Bandaríkjunum Los Angeles Lakers náði besta árangri liða í NBA-deildinni en keppni lauk um helgina. Lakers sigraði í 63 leikjum og tapaði 19 en Detroit Pistons, sem sigraði í Aust- urdeildinni, sigraði í 59 leikjum. Úrsmali- takeppnin hefst á fimmtudaginn en flestir reikna með að Detroit og Lakers mætist í úrslit- um. Mikil spenna var í síðustu leikjun- um, einkum hjá Seattle og Houston sem börðust um sæti í Vesturdeild- inni. Seattle þurfti sigur á Golden State til að tryggja sér 8. sætið. Það tókst ekki, Golden State sigr- aði með tveggja stiga mun. Houston nýtti sér það með óvæntum sigri á Utah á heimavelli. Liðin voru með sama hlutfall, 41:41, en Houston með betri árangur úr innbyrðisleikj- um. í austurdeildinni tryggði Indiana sér sæti í úrslitakeppninni með því að sigra í síðustu sex leikjum sínum og náði þannig 7. sæti og losnar við að mæta Detroit í 1. umferð. Mikil slagsmál brutust út í leik Detroit og Philadelphia í vikunni. Detroit sigraði í leiknum en er fimmtán sekúndur voru eftir logaði allt í slagsmálum. Það var að sjálf- sögðu Bill Laimbeer, miðvörður Detroit, sem átti upptökin en Charl- Charles Barkléy þarf að greiða 49 þúsund dollara í sekt. es Barkley lét ekki sitt eftir liggja. Þeir fengu báðir eins leiks bann og einnig Rick Mahorn. Sektir vegna slagsmálanna námu alls 162.000 dollurum og fór Barkley verst útúr því. Hann fékk 20.000 dollara sekt, auk vikulauna, sem eru um 29.000 dollarar (1,8 millj. ísl. kr.). Laimbe- er fékk samskonar sekt en hann hefur aðeins 8.500 dollarar í viku- laun. Þess má geta að allar sektir í NBA-deildinni renna til góðgerð- armála og því hægt að nota til skattafrádráttar. HANDBOLTI / SPANN Alfreö með 10 mörk Alfreð Gíslason átti enn einn stórleikinn, er Bidasoa vann Alicante 28:19 (15:10) um helgina. Alfreð skoraði 10/3 mörk og var markahæstur en Bogdan Wenta gerði fimm mörk. Granollers sótti Valencia heim og vann 29:28 (17:13). Granollers er fyrsta liðið til að sigra á heimavelli Valencia á tímabilinu, en Barcelona og Teka náðu þar jafntefli og eru þetta einu tapstig Valencia heima Atli ¦ Hilmarsson skrifar frá Spáni til þessa. Granollers náði mest sex marka forystu, 12:6, en Valencia jafnaði, 22:22, þegar stundarfjórðungur var eftir. Markahæstir hjá Valencia voru Stinga (10/4) og Alemany (7/3). Hjá Granollers voru atkvæða- mestir þeir Masip (8/3), Atli Hilm- arsson (5), Marin (4), Franch (4) og Geir Sveinsson (3). Eftir 23 umferðir er Teka á toppnum með 39 stig, Barcelona er með 38 stig og Granoílers 37 stig. VIKINGUR - KA n ••¦¦ ' ¦ ¦¦ í kvöld kl. 211 SJOVAtWALMENNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.