Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ ÍÞROTTIR ÞRIEJUDAGUR 24. APRIL 199 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Fjórtándi íslandsmeistaratitill FH-inga: Bikarinn best geymdurí Hafnarfirði FH-INGARtryggðu sér Islandsmeistaratitilinn íhandknattleik í 14. sinn með fjögurra marka sigri gegn ÍR á laugardag, 25:21. „Það var kominn tími til," sagði Óskar Ármannsson við Morgun- blaðið, en hann gaf tóninn, gerði þrjú fyrstu mörk FH og sex af 11 fyrir hlé. Gestirnir gerðu út um leikinn á f imm mínútum um miðjan seinni hálfleik, en fram að því var mjótt á mununum og jaf nt á f lestum tölum. Þegar spurningin er um meist- aratitil annars vegar og björg- unaraðgerðir vegna hugsanlegs falls hins vegar, má gera ráð fyrir ¦¦¦¦¦¦i að mætist stálin Steinþór stinn. Sú varð á Guðbjartsson raunin og einkum skrifar voru heimamenn, vel studdir af há- værum stuðningsmönnum undir ærandi trumbuslætti, sem var ör- ugglega vel yfir leyfilegum hávaða- mörkum, aðgangsharðir. „Það var erfitt að eiga við ÍR-ingana," sagði Gunnar Beinteinsson, en tvö mörk hans í röð, þegar um 10 mínútur voru til leiksloka, gerðu vonir heimamanna að engu. „Auk þess heyrðist ekki mannsins mál og því áttum við oft í vandræðum með að gera það sem til stóð að gera — heyrðum ekki hver í öðrum," bætti línumaðurinn við. ÍR-ingar léku vörnina skynsam- lega, höfðu góðar gætur á Héðni og Guðjóni og gáfu þeim ekkert svigrúm lengst af. „Það er ekki gott að athafna sig við slíkar að- stæður," sagði Héðinn, sem tvíefld- ist eftir tveggja mínútna kælingu undir lokin og gerði þá þrjú mörk á tæpum þremur mínútum. Sóknaraðgerðir heimamanna voru hvassar og árangursríkar. Gestirnir áttu í mestu erfiðleikum með Ólaf Gylfason og samvinna hans og Matthíasar í horninu gerði FH-ingum oft lífið leitt. En herslu- muninn vantaði og eftir góða bar- áttu seig á ógæfuhliðina síðasta stundarfjórðunginn. Liðið er hins vegar of gott til að vera í fall- hættu, á heima í 1. deild og hlýtur að sýna það á morgun. Eins og svo oft áður gerðu FH- ingar það sem þeir þurftu til að ná settu marki. Það er einkennandi fyrir meistara og Hafnfirðingar eru best að titlinum komnir. f yViggo a storan þátt í sigrinum" Morgunblaðið/RA) Nítjánda marki FH, og þar með þriggja marka forskoti, fagnað með tilþrifum. J Erling Ragnarsson og Gunnar Beinteinsson (6), sem skoraði markið. - sagðiÞorgils Óttar Mathiesen, þjálfari FH ÞORGILS Óttar Mathiesen lék Ittið ísínum síðasta útileik. „Þétta er mitt síðasta tímabil sem leikmaður," sagði þjálfar- inn, sem gerði eitt mark gegn ÍR og það braut ísinn. FH náði þar með tveggja marka f orystu á mikilvægum tíma og tvö mörk gestanna fylgdu í kjölfarið — fyrsti íslandsmeistaratitillinn í f imm ár var í höf n. Þjálfari FH sagði: „Við spiluðum ekki almennilega fyrr en síðustu 15 mínúturnar. Eftir sigur- inn gegn Val vorum við orðnir meistarar í augum flestra, en ein- mitt í slíkri stöðu er erfiðast að fá rétta keppisskapið fram, koma nauðsynlegri hvatningu til skila. Að flestra mati áttum við að sigra IR, en það er alltaf erfitt að vinna, þegar það fer saman að menn telja það auðvelt og um leið nauðsyn- .legt." Óttar sagði að þrátt fyrir stöðug- leika liðsins í vetur, væri breiddin aimennt meiri en áður og enginn leikur öruggur. „Það er ekki mikill munur á liðunum, þó segja megi að FH og Valur hafi sýnt mesta stöðugleikann. Við höfum æft vel í vetur, en því má ekki gleyma að undirbúningurinn hefur staðið leng- ur yfir og Viggó Sigurðsson, sem þjálfaði liðið síðustu þrjú ár, á stór- an þátt í sigrinum." Nýbakaðir Islandsmeistarar FH sigri hrósandi í búningsklefa liðsins eftir sigurinn á ÍR. Morgunblaðið/RAX Vonir Víkinga glæðast Víkingar eiga enn möguleika á að halda sæti sínu í 1. deild eftir 27:23 sigur á ÍBV um helgina. Víkingar höfðu undirtökin svo til ¦¦¦¦¦¦ a^an leikinn. Þrátt Katrín fyrir jafna viðureign Friðriksen voru þeir alltaf fyrri skrifar yj ag skora 0g höfðu tveggja marka for- skot í' leikhléi. ÍBV náði aldrei að jafna leikinn í síðari hálfleik, mun- urinn varð minnstur eitt mark. Undir lokin kom góður sprettur hjá Víkingum og þeir tryggðu sér ör- uggan sigur. Bjarki Sigurðsson, Víkingur, var langbesti maður vallarins, skoraði níu mörk hvert öðru glæsilégra. Þá var Birgir Sigurðsson sterkur á línunni og Dagur Jónasson var góð- ur í síðari hálfleik. Sigurður Gunnarsson átti erfítt uppdráttar hjá ÍBV, en hann var í strangri gæslu allan leikinn. Hilmar Sigurgíslason átti góðan leik á línunni og hornamennirnir Sigurður Friðriksson og Óskaf Brynjarsson stóðu vel fyrir sínu. f,Höfun eftirtil í allan} - sagðíGuðmun< GUÐMUNDUR Hrafnkelsson var í f allliði UBK i fyrra, en stendur nú með pálmann í höndunum. „Þetta er alit annað. Ég hef ver- ið meistari með UBK í 2. deild og Fylki f 3. deild, en er nú loks íslandsmeistari. Við FH-ingar stefndum að þessu, höfum beð- ið eftir titlinum í allan vetur og það var ánægjulegt að ná tak- markinu fyrir síðasta leik." Guðmundur átti stóran þátt í sigr- inum, varði vel ög gaf sam- herjunum aukinn kraft, þegar mest lá við. „Við vorum hræddir og áttum von á erfiðurn leik. ÍR-ingar þurftu stig til að tryggja sætið í deildinni, en álagið var meira á okkur, því hungrið í titilinn var mikið og til að ná settu marki var nauðsynlegt að fá stig." Landsliðsmarkvörðurinn sagðí að eftir sigurinn gegn Val hefði draum- urinn um titil nær ræst, en hugsunin um að mistakast á lokasprettinum hefði verið óþægileg. „Við vorum í þægilegri stöðu eftir síðasta leik, en jafnframt máttí ekkert út af bregða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.