Morgunblaðið - 28.04.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 28.04.1990, Síða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990 - rœttvið Kjartan Olason myndlistar- mann um sýningu hans í Gallerí Nýhöfn Þetta eru eins konar AHATÓMUITRÖLL í fornum grískum sögnum segir frá Narkissus, ungum manni sem langaði mest af öllu til elska. Hann leitaði að ástinni, lengi dags, án þess að finna hana — þar til einn daginn, að hann leit sína eigin ásjónu í lygnu vatni og varð svo yfir sig ástfanginn, að hann starði í djúpin — harmi sleginn yfir því að geta ekki náð í ástina sína — svo varð örvæntingin svo yfírþyrmandi að hann gekk í djúpin og sameinaðist elskunni sinni i eilífðinni. Síðan þetta gerðist hefur mikið vatn runnið til sjávar, menn hafa leitað ástarinnar og glatað henni og þótt sagan af Narkissus sé goðsögn, má segja að á þeirri stundu, sem hann gekk í djúpið, hafi maðurinn hætt að elska sjálfan sig — þó ekki í merkingunni sjálfselsku. Þótt við höfúm þús- und spegla í dag, eyðum við miklum tíma í að leita að sjálfúm okkur og það hlýtur að vera hlut- skipti listamannsins að útfæra þá leit. I Gallerí Nýhöfti stendur yfir sýning á verkum eftir Kjartan Ólason; myndum á pappír og þemað má segja að sé leit að ástinni; grunntóninum — því sem skiptir mestu máli í eðli okkar. Leit Nark- issusar, í speglalausum fornheimi, var úthverf, leit nútímamannsins er inn á við - og karlmennirnir í myndum Kjartans hafa engin andlit sem gefa falska ímynd. að er ljóst af sýningunni, að Kjartan leitar til fornra grískra og rómverskra goðsagna, eftir tilvísunum í leit sinni og þegar ég segi það við hann, svarar hann í hálfkæringi: „Já, ég hef mikinn áhuga á menningarsögu ...“ Hann þegir smástund eins og til að átta sig og ákveður greinilega að slá þessu ekki upp í kæruleysi og segir: „Það er eiginlega ekki hægt að segja að áhuginn sé á menn- ingarsögu og það er langt frá því að ég sé einhver sérfræðingur í þess- um fornu sögnum. Það sem ég hef fyrst og fremst áhuga á er hreinleik- inn í þeim frummyndum — eða ark- itýpum — sem eru í þessum sögum. Ef þú skoðar guðina, þá voru þeir samsettir úr mannlegum þáttum, höfðu kosti og galla, voru breyskir og takmarkaðir. Það má segja að þeir hafi verið samsettir úr þeim grunnþáttum, sem eru og verða allt- af eins í manninum ... . .. þegar ég segi þetta verð ég alltaf dálítið feiminn. Þetta eru svo stór orð. Annars éru þetta ekki mjög ígrun- daðar myndir, fremur grunnvinna en einhvers konar útfærsla — ég er leikmaður og vinn út frá þessum frumtýpum mér til skemmtunar. Ég er kannski með einhvetjá sögu í huga, en auðvitað hefur málverkið sína eigin lausn. Það tekur öll völd um leið og maður byijar að vinna, því það er ekki hægt að illústrera hugsun." En Kjartan leitar ekki aðeins að frumþáttum mannsins, heldur veltir hann einnig fyrir sér örlögum hans, eftir að hann hefur horfið í djúpið, og sameinast þar kannski hinu raun- verulega sjálfi. „Ég hef haft dálítinn áhuga á guðspeki," segir Kjartan, „og ég hef mér til ánægju stundað kvöldfyrir- lestra hjá Guðspekifélaginu. Eftir að ég fór að eldast, hef ég fengið meiri áhuga á allmennri vísun í myndlistinni en persónulegri. Ég vil orðið nálgast þessar arkitýpur al- mennt. Hver og einn einstaklingur hefur í sér þessar arkitýpur og vísan- ir og mér finnst spennandi að nálg- ast þær, án þess að einkennin séu Hanna Matía Karlsdóttir leikstjóri th. og Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona Slgrún Sslrús... ára,“ segir hún: „Ég er ekki nema 42 ára. — Er það ekki dásamlegt." Það sem í rauninni bjargar henni, er ómetanlegt skopskyn hennar. Hún hristir þetta af sér og er ekkert að væla. Svo er hún mjög raunsæ og skynsöm; hún sér börnin sín alveg í réttu ljósi og gerir bara grín að þeim. Hún lifir ekkert í gegnum þau, heldur leyfir þeim að lifa sínu lífi og er ekkert að trufla þau. Auðvitað saknar hún þess að börnin, sem eru fullorðin og farin að heiman, komi ekki meira í heimsókn. En þau hafa svosem ekkert með hana að gera — hún vekur ekki áhuga þeirra og þau koma bara þegar þau þurfa á ein- hverju að halda. Hún er þessi sjálfvirka mamma.“ Það segir sig sjálft, að Sigrún Astrós gerir uppreisn og allir sem hafa reiknað með sjálfvirkninni til eilífðarnóns bregðast fremur illa við, kannski af því sjálfvirknin hentar þeirra hagsmunum. „Já, nema Bragi, sonur hennar. Hann segir henni að gera bara það sem hún vill gera — skítt með afleiðingamar. En uppreisn hennar er dálítið sérstök. Skilnaður er til dæmis ekki lausnin. Henni dettur ekki hug að skilja við Jóa. Hinsvegar verður Jói sjálfur að ráða hvort komið er að kaflaskiptum hjá honum. Hún vill vinna úr sínum hlutum og honum stendur til boða að vinna úr sínum og njóta lifsins með henni.“ Ég hef ekki séð Sigrúnu Ást- rósu á verkefnalista Leikféíags Reykjavíkur. Er þessi sýning ný- komin til? „Nei, þessi sýning er ekki beint á vegum félagsins, heldur er þetta hópvinna innan Leikfélags Reykjavíkur. Öll framkvæmd við uppfærsluna er í höndum hópsins. Við höfum fengið leikmyndahönn- uð og ljósamann, sem eru fastr- áðnir við húsið og Leikfélagið hefur stutt dyggilega við bakið á okkur, þannig að segja má að uppfærslan sé samstarfsverkefni leikhópsins og Leikfélags Reykjavíkur. Hugmyndin að þess- ari uppfærslu er ekki heldur ný, því það eru tvö ár síðan við feng- um sýningarétt á þessu verki. Eftir að við vorum byijaðar að æfa, buðum við leikhússtjóranum og fleirum á æfingu og var okkur í framhaldi af því, boðið að sýna hér á Litla sviðinu.“ Þeir aðilar sem hafa unnið að sýningunni, auk þeirra Hönnu Maríu og Margrétar Helgu, eru Ögmundur Þór Jóhannesson, ljósameistari og Steinþór Sigurðs- son, leikmyndahönnuður. Aðstoð- armaður við sýninguna er Bryndís Petra Bragadóttir. ssv

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.