Morgunblaðið - 28.04.1990, Side 5

Morgunblaðið - 28.04.1990, Side 5
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRIL 1990 B 5 Matthias Vidar Sœmundsson: Skal hægri höná al höngrast ÞESSI grein er hin fyrsta í röð þriggja um ákveðinn kafla í menningarsögu íslendinga, kafla sem menn hafa yfirleitt viljað breiða hulu gleymskunnar yfir. Þetta er ljótur kafli, inntak hans er líkamlegt harðræði og dauðarefsing. Af hverju að rita um slíkt, spyr kannski einhver. Því er auðvelt að svara. Rétturinn er spegill þjóðfélagsins: hann sýnir menningarstig hvers tíma, varp- ar ljósi á ríkjandi siðgæðishugmyndir, stöðu einstaklingsins, valdaskipulagið. Af þeim sökum eru réttarrannsóknir nauðsynlegar vilji menn öðlast einhvern skilning á „fínni“ þáttum menningarinnar, svo og á sjálfum sér, eigin lífi og viðhorfum, þvi að í for- tíðinni liggur nútiðin falin. Þessar greinar eru sniðnar að birtingu i dagblaði. Rúmfrekum tilvisunum og dæmum er sleppt að ásettu ráði, þótt af miklu efhi sé að taka. Einnig er á mörgu tæpt og rök- leiðslum stillt við hóf, enda er ekki ætlunin að kryfja málið til mergjar né draga upp heildarmynd að sinni. Pyndingar: List eða grimmd Refsingar fyrir alvarleg afbrot á 17. og 18. öld fólu ævinlega í sér meiðsl eða pyndingu, líkamlega þraut. Margir líta svo á að þgð sýni grimmúðlegan og frumstæðan aldar- hátt, leif frá myrkum öldum, endur- óm frumskógaröskurs. Það er full- kominn misskilningur. Réttarfars- legar pyndingar voru hvorki lagðar á af handahófi né voru þær útrás grimmdarofsa eða kvalalosta. Að því leyti voru þær gjörólíkar misþyrm- ingum sem nú tíðkast í fangahúsum víða um heim. Þær voru Öllu heldur list eða tækni sem háð var ströngum reglum og átti sér forsendu í pólitískri nauðsyn. Þeim var í fyrsta lagi ætlað að mynda sársauka sem skilgreindur hafði verið fyrir fram og skipað í flókið kerfi kvalastiga eða þröskulda. Innan þess var dauð- inn pynding svo fremi hann -væri ekki aðeins líflát heldur hámark út- reiknaðs sársauka. Náði hann allt frá afhöfðun sem dregið gat þrautina saman í örskotsstund, um hengingu, tangarklip og afhöggningu útlima til sundurhlutunar sem gerir víst pínuna óendanlega. í öðru lagi var pynding- unum ætlað að tengja saman sárs- aukastig og alvöru glæps. Þær voru skipulagðar á lögfræðilegan hátt út frá því hvers eðlis afbrotið var, hver framdi það og gegn hvetjum. Mælt var fyrir um fjölda svipuhögga í hvetju tilviki, staðsetningu brenni- marks — hvort því skyldi þrýst á enni, vanga eða bak, — lengd dauð- daga á aftökupalli eða bálkesti — hvort honum skyldi flýtt eða seink- að, — tegund limlestinga fyrir og eftir andlát, o.s.frv. Pyndingamar tengdu þannig saman glæp og refs- ingu, oft á táknrænan hátt: form meiðsla eða aftöku vísaði til eðlis viðkomandi afbrots. í þriðja lagi voru pyndingamar þáttur í félagslegri helgiathöfn. Var þeim ætlað í senn að hreinsa flekk af samfélaginu og merkja sakamanninn, ýmist með öri eða limaláti, merkja hann svívirðing- artákni. Loks hlutu pyndingamar að vera opinberar og fara fram fyrir allra augum. Hið ofsafengna ofbeldi á aftökustaðnum bar vitni um sigr- andi mátt laganna. Öskur undan höggi leiddi valdið í ljós. Og valdið var óseðjandi. Pyndingarnar héldu jafnvel áfram eftir dauðann. Oft voru líkamirnir brenndir til ösku eða þeim sundrað og höfuðið sett á stjaka ásamt hend- inni sem ódæðisverk- ið vann. Eða með orðum Michels Foucault sem þessi lýsing er að nokkm leyti byggð á: „Réttlætið elt- ir líkamann út fyrir allan mögulegan sársauka." Framangreind lýsing á við hegn- ingar eins og þær vom víðast hvar í Evrópu fyrir rúmum tveimur öldum en þá hófst réttarfarsleg bylting sem enn stendur yfir. Flesta hryllir við þessum athöfnum nú á dögum; þær ganga í berhögg við siðferði okkar og fagurfræði. Menn spyija sjálfa sig hvað hafi valdið slíkri hörku. Ýmsar ástæður hafa verið tilgreind- ar. Þannig kann harðýðgin að hafa tengst líffræðilegum skilyrðum þess- ara tíma: hungursneyðir og farsóttir réðu niðurlögum þúsunda, afskræm- ing og dauði vom tíðir gestir, líkam- legar ógnir bjuggu við hvert fótmál. Slíkar aðstæður geta skýrt helgiat- höfn þar sem dauðinn er settur á svið í bókstaflegum skilningi og leik- inn frammi fyrir allra augum. Munur hennar og annarra helgisiða er sá einn að hér er það vemleikinn sjálfur sem fyllir aðalhlutverkið. Áhorfendur reyna að nema dauðann á tilfinninga- legan hátt og innlima hann í merk- ingarheim sinn, gera hann bærilegan og merkingarríkan; eða með öðmm orðum: þeir varpa ótta sínum við afmyndun og dauða á líkama saka- mannsins, fá útrás fyrir hann við aftökupallinn. Þessi skýring nær skammt þótt áhugaverð sé ef sögu- Um glœpi og refsingar á íslandi legar staðreyndir em hafðar í huga. Þannig vom hegningar hertar mjög í Frakklandi árið 1670 þótt líffræði- leg skilyrði hefðu löngum áður verið verri þar. Raunin er sú að framan- greind helgiathöfn speglaði valda- skipan þar sem valdið, sannleikurinn og líkaminn tengdust órofa böndum; valdaskipan sem getur brostið á að nýju hvenær sem er því að tilfinn- inganæmi fólks hefur ekki breyst að neinu marki. Þótt hinn kvaldi og sundurtætti líkami hafi horfið af torginu, brenndur eldlegu táknmarki endalausrar svívirðu, þótt pyndinga- listin hafi breyst og orðið fágaðri en áður, þótt líkaminn sé ekki lengur skotmark laganna og eign þjóðhöfð- ingjans, þó að svo sé er manneskjan hin sama og áður. Dæmin sýna að hún er ávallt reiðubúin að gleyma síðustu refsihátíð ef svo ber undir. En hvemig skyldi hafa verið um- horfs í íslensku hryllingsleikhúsi-fyr- ir fáeinum öldum? II Einbjörn og tvíbjörn: Af flölskyiduerjum í Skarðsárannál má fínna eftirfar- andi frásögn: „Annó 1553. í þann tíma bar svo við: Austur á landi bjó einn maður, er Bjarni hét. Hann átti nokkur pilta- börn við konu sinni. Bjarni var hvers- dagslega gæfur maður og ráðvand- ur, en kona hans sinnisstærri og málhrópssöm. Piltar þeirra voru gangfráir, er þetta bar við. Það var máltæki þessarar konu og hótan við drengina, er þeim varð á nokkuð, eða breyttu af hennar vilja, að hún sagð- ist skyldu skera undan þeim sköpin. Þessa hætti hennar hugfestu svein- amir, og nefndu þetta hver við ann- an. Svo bar við eitt sinn, er þau hjón vom að heyverki, en börnin við hús að leik sínum, að yngri pilturinn misþóknaðist þeim eldra, svo sá hinn elzti hótaði honum að skera af hans sköp, ef hann gerði ekki að. Hinn yngri gegndi þvi ekki, og fékk hinn sér þá hníf, og lagði þann yngra nið- ur, og skar af honum hans leyndar- lim og dó svo bamið. Kom þá móðir- in að, sá hvað um var, og varð bæði hrygg og reið, og sló drenginn þann, sem barnið skaðaði, og varð meira en hún hugði, svo það barn dó og. Eptir það kom Bjarni heim frá verki sínu, og leit nú börnin dauð. Varð honum þá og mjög mikið um, er hann vissi konan hafði sálgað barn- inu, en hitt skeð af hennar orð- bragði, varð reiður og sló konuna meira en skyldi, eður vildi, og dó svo konan. Kom þá hryggð að Bjarna og angur, sagði mönnum til, hvern- inn komið væri, og iðraðist verks' síns. Er svo mælt höfðingjum lands- ins hafi litizt, hann skyldi ganga um kring ísland og á hveija kirkju, og berfættur öllum þeim tímum, er hann þyldi, með því fleira, er þá tíðkaðist í söngum(?), því í þann tíma voru skriptir og carinur á málum, en ekki alltíðum féútlát, eður og líka, að þeim þótti Bjami ekki fær af landinu að fara fyrir sorg og vílsemi. Bjarni þessi gekk þrisvar kringum Island, og um síðir nam hann staðar í Skaga- fírði á Skaga, giptist þar og bjó. Var hann ei við alþýðu viðfelldinn, sem að sjá sísorgandi maður. .. Það var til merkis um landgang Bjarna, að hann var sífelldlega berfættur, og hann gekk svo hart um gijót, sem hver einn skófataður." I þessari frásögn frá 17. öld birt- ist okkur einstaklingur sem missir allt sitt í rás atburða er virðist örlög- bundin og óhjákvæmileg en á sér þó uppruna í mannlegum veikleika. Eitt augnablik missir þessi einstaklingur stjórn á geðsmunum sínum með óskaplegum afleiðingum. Sjálfur ber hann sök á ógæfu sinni. Frásögnin er sérstæð vegna þeirrar refsingar sem honum er mæld af valdhöfum. Maður sem drepur eiginkonu sína var dauðasekur óbótamaður að landslögum á þessum tíma. í Mann- helgi Jónsbókar, sem gekk í gildi 1281, er Ijallað um níðingsverk og segir þar meðal annars: „Ef maður drepur föður sinn eða son, bróður eða móður, dóttur eða systur, þá er hann óbótamaður, nema óðsmanns víg vegi. Svo og ef maður drepur konu sjálfs sín eða kona bónda sinn, það er óbótamál." Þessi lagagrein er ótvíræð enda var yfirleitt beitt þyngstu refsingu í þessum málum; viðkomandi hafði brotið frumreglu mannlegs sambýlis, höggvið í eiginn knérunn, rofið heilagt band. Þó var sýnd ákveðin linkind ef svo bar und- ir, eins og framangreint dæmi er til vitnis um; tekið var tillit til mála- vaxta hveiju sinni, óvilja, slysalegrar framvindu. Afbrotið sem slíkt mældi ekki út refsinguna á vélrænan hátt eins og síðar varð, enda vitnuðu dóm- endur ósjaldan í 17. kapítula Mann- helgi, þar sem segir: „skal rannsaka og meta sakir og misgerningar, og tempra svo dóminn eptir málavöxtum sem þingmenn og réttarinn sjá réttligast fyrir guði, og þeir vilja svara eptir sinni samvizku, en eigi sem margur snápur hefír svarað, að þeir dæma ekki annað en lög.. .“ Afstaða manna til glæpsins studdist ekki enn við trúarlegt kennikerfi um fullkomna andstæðu góðs og ills. Þeim var að vísu kennt að glæpurinn væri uppreisn gegn löghelguðu skipulagi, — sáttmála manns, sam- félags og guðs, — en virðast fremur hafa hallast að því að hann ætti upptök sín í óhóflegri útrás ákveð- inna hneigða, sem væru öllum mönn- um sameiginlegar, þótt flestir bæru gæfu til að halda þeim í skeíjum. Þetta viðhorf réð ríkjum fram eftir Jónsbókartímabilinu. Það var ekki fyrr en á 16. öld sem glæpurinn var innlimaður í trúarlega orðræðu góðs og ills. Fram að því átti glæpurinn sér mannlegan grundvöll og var fremur ónáttúrleg saurgun en útrás djöfullegrar orku. Hann var brot á lífslögmáli, sáttmála manns og nátt- úru; níðst hafði verið á lífí jarðar. Menn gerðu sér ljóst að hann var möguleiki sem býr í öllum mönnum, •að hann dylst í ástríðulífinu og bíður færis, að hann verður ekki máður út í eitt skipti fyrir öll. Samband mann- eskju og glæps var þannig flóknara en síðar varð; maður og verknaður voru ekki eitt innan lögformlegs kerfís. III Glæpurinn: Saurg-un eða uppreisn Framangreind viðhorf — að glæp- urinn væri djöfulleg uppreisn, að hann væri ónáttúrleg saurgun, flétt- uðust saman og mynduðu spennu í íslensku réttarfari fram eftir öldum enda spegluðu þau andstæðu erlends og innlends réttar, sem aftur sýndu ólíkar heimsmyndir, gagnstætt hug- arfar. Smám saman virðist þó fyrra viðhorfíð hafa rutt hinu úr vegi megi marka málfar dómskjala og breyttar aftökuaðferðir. Framan af voru verstu illræðismenn stundum kvik- settir. Gilti það ekki síst um þá sem vegið höfðu í eigin knérunn. Þeim var sökkt í moldardjúp, hrifnir úr veröld sem þeir höfðu flekkað með ónáttúru sinni; glæpur þeirra var þurrkaður út, máður af jörðu, num- inn úr augsýn og vitund fólks sem ekki vildi óhreinka sjálft sig eða jörð- ina með því að hella út krenktu blóði sem fól í sér bölvun, smitaði og drap. Eina hugsanlega yfirbót þessara ein- staklinga var að hverfa til baka og sameinast jörðinni á nýjan leik, þeirri jörð sem þeir höfðu afneitað með lífi sínu. Að baki dómi þeirra bjó ekki kristileg hugmynd um illan verknað heldur for-kristin hugmynd um flekkun eða saurgun: náttúrlegu skipulagi hafði verið spillt. Kviksetn- ingum virðist hafa verið hætt á 15. öld, enda voru þær ekki lögleyfðar í Jónsbók. í stað þeirra ijölgaði heng- ingum mjög. Skaðræðismenn voru festir upp í gálga þar sem glæpur þeirra var auglýstur og sýndur; af- takan varð að félagslegri athöfn, þögult drama breyttist í refsihátíð; hið einveldissinnaða hugarfar var í sókn. En víkjum nú aftur að Bjarna. Hann bjó til dauða síns á Efranesi á Skaga; kvæntist þar konu, sem Arndís hét, og átti með henni einn son, Jón, sem varð nær tvítugur en dó þá með sviplegum hætti. Þannig var að hann reri til sjós með manni nokkrurrM Kelduvík, sem Guðmund- ur hét Óttarsson, og sonum hans þremur. Voru þetta orðskáir og hrak- málir menn. Dag nokkurn fluttu þeir feðgar Jón Bjarnason dauðan í land; sögðu þeir að hann hefði orðið bráð- kvaddur. Var Jón síðan grafinn. For- eldrum Jóns, ekki síst Bjarna, féll þetta mjög þungt sem vonlegt var, enda hafði hann verið þeirra fyrir- vinna. Þótti sýnt að Jón hefði verið myrtur en ekkert fékkst því til sann- inda, svo málið féll niður. Dó Bjarni skömmu síðar, angraður mjög, eins og segir í Skarðsárannál. Bjami tók út sína refsingu fyrir konudrápið. Líf hans varð að skrifta- málum til dauða. Bræði hans eina dagstund, óhófleg útrás, leiddi til ævilangrar ógæfu, sem lagðist á allt hans fólk; hann og hans kyn var máð af jörðu. Þennan skilning má lesa úr frásögn annálsins; sá sem drepur annan mann getur ekki kom- ist undan dómi; hann getur engrar miskunnar vænst hvað sem höfðingj- um landsins líst. Og sjálfur er hann látinn taka út dóminn. Morðingjar Jóns Bjarnasonar fengu einnig að reyna það: „Gvendur þessi varð vesæll og hans synir, og dóu svo á þeim hörðu árum litlu síðar, sem fleira vegfarandi fólk.“ Sá sem drep- ur náunga sinn vegur að rótum eigin lífs. í þessu felst eldforn, norræn lífsviska um gæfu og ógæfu, frelsi og ábyrgð, mannlega takmörkun, lífsviska sem virðist hafa mótað af- stöðu manna að miklu leyti til réttar og refsingar á fyrstu öldum íslands- byggðar. Það er óravegur frá henni til réttarfars 17. og 18. aldar, réttar sem sótti iíkamann til saka og refs- aði fyrir smæstu yfirsjónir og frávik, réttar sem þreifst á blóði, beinum og holdi. Á þeim tírna hefði Bjarna varla verið sýnd nein miskunn, enda voru dómar þá sjaldnast „tempraðir" eftir málavöxtum. IV í réttarbótum Hákonar konungs 23. janúar 1305 er skýrt kveðið á um meðferð „óbótamanna“. Þar seg- ir: „Bjóðum vér og fullkomlega að vondum mönnum sé refsað þar sem þeir verða teknir, ef þar er lögligt próf á komið áður, ella sé þeir fengn- ir í hendur sýslumanni...“ Voru hér tekin af öll tvímæli um að þeir sem níðingsverk fremdu væru dauða- menn, en ákvæði Jónsbókar eni nokkuð óljós hvað það varðar. Sam- kvæmt þeim er sá maðui' er vegur skemmdarvíg eða fremur níðings- verk útlægur og óheilagur. Að öðru leyti er refsingu hans ekki lýst. Heimilt er að drepa hann með hvaða hætti sem er. Hið sama gildir raunar um réttarbótina líka. Orðfæðin er í skarpri mótsögn við málskrúð seinni lagatilskipana. Þann 16. október 1696 gaf Kristján konungur fimmti út tilskipun sem auglýst var á al- þingi 1750 með nokkrum viðbótum. Fjallar hún um refsingu morðvarga eða „grove mordere“ og er í henni kveðið á um strangari meiðingar en áður höfðu þekkst. Er því lýst ná- kvæmlega hvernig meðhöndla skuli morðingja, einkum þá sem bana hús- bónda sínum, matmóður eða börnum þeirra, svo og eigin afkvæmi eða ektamaka: „ ... þá skal slíkur grófur ódæðis- maður utan allrar miskunnar, sjálf- um sér tii velforþéntrar refsingar og öðrum lyndislíkum til ótta og viður- styggðar, klípast af böðlinum með glóandi töngum, fyrst fyrir utan hús- ið eða hjá staðnum þar sem ódæðið var framið, en síðan, sé það í kaup- stað, á öllum torgum og almennum plássum bæjarins, en sé það uppi í sveit, þá þremur sinnum milli gjörn- ings- og þingstaðarins, og síðast á sjálfum aftökustaðnum. Þar næst skal hægri hönd sakamannsins af- höggvast með öxi að honum lifandi, og síðan höfuðið í sama máta, hvar eftir líkaminn skal leggjast á steglu, en höndin festast á stjaka yfir líkam- anum.“ Hér hefur einfalt líflátsboð breyst í margþætta líkamsfræðilega orð- ræðu; líflátið sem slíkt er ekki lengur aðalatriðið heldur aðdragandi þess, dauðdaginn er sundurliðaður og hveijum þætti hans gefið ákveðið tákngildi. Refsirétturinn endurspeglaði nú rétt einvaldsins til að heyja stríð við óvini sína. Réttlæti hans var hernað- arlegs eðlis og kjarnaðist um rétt til hefndar enda var litið á smávægilega ólöghlýðni sem fjandskap við og upp- reisn gegn konunginum. Aftakan leiddi stríð til lykta, stríð þar sem úrslit voru ráðin fyrirfram, stríð sakamanns og einvalds. Hún var refsihátíð þar sem laskað allsheijar- vald var endurreist með líkamlegu afli. Á aftökustaðnum átti sér stað táknrænt og hrollvekjandi einvígi: tveir líkamar tókust á, líkami vald- hafans og líkami sakamannsins. Áð- ur hafði glæpsamleg grimmd haft'T för með sér náttúrlegt ofbeldi: nátt- úran tortímdi lífí sakamannsins. Nú kallaði afbrotið á konunglegt ofbeldi sem gekk því langtum framar að grimmd. Því var ætlað að yfirstíga hrylling glæpsins og ljá refsingunni sannleika og vqjd; það afhjúpaði raunveruleika þess sem refsað var fyrir og gjöreyddi því, — morðið var „endurtekið“ á leikrænan hátt; það var hástig rannsóknarferilsins og sigurhátíð konungsvaldsins. Mark- miðið var ekki aðeins að vara við, skapa eftirdæmi, heldur og að vekja hrylling með leiksýningu þar sem reiði valdhafans, lögmálið, tók á sig sýnilega, blóðuga mynd, þar sem niðurlæging sakamannsins varr mögnuð stig af stigi, og loks full- komnuð með líkamlegri eyðingu. Öll stig aftökunnar voru skipulögð með þetta fyrir augum; að leiða í ljós smánina, valdaleysið, sannleika glæpsins. Jafnvel klæðaburður saka- mannsins skipti máli í þessu sam- bandi: .....og má enginn morðingi eður slíkur ódáðamaður færast frá fang- elsi sínu til réttarstaðarins með neinni viðhöfn eður í neinum skart- klæðum, heldur í ígangsfötum sínum eður fangaklæðum, án hatts á höfcfi eður húfu, og þannig berhöfðaður skal hann hafa reipi um hálsinn og hendurnar samanbundnar, sjálfum sér til þess meiri háðungar og öðrum til ótta og aðvörunar, og svoleiðis flytjast frá þingstað til aftökupláss- ins á böðulsins börum.“ Hinn dæmdi er ekki aðéins sviptui sjálfsvirðingu og frelsi heldur líkama sínum og limum. Hlutverk hans er að sýna vald að starfi, valdavél, þar sem manneskjan er ekki annað en tákn um mátt og dýrð valdhafans. TÓNLEIKARÍ MAÍ19 Mánudaginn 30. apríl Bústaðakirkja kl. 20.30: Hljóm- sveit Tónlistarskólans í Reykjavík, Sigurdríf Jónatans- dóttir, mezzosópran, Hlíf Kára- dóttir, sópran, Unnur Vilhelms- dóttir, píanó, stj. Bernharður Wilkinson. Tónverk ungu tón- skáldanna svo og verk e. Wagn- er, Verdi, Rossini, Gluck og Sjostakóvítsj. Leikhús frú Emilíu, Skeifunni 3c, kl. 21.00: Óperusmiðjan, Puccini: Suor Angelica, stj. Hákon Leifsson. Þriðjudaginn 1. maí Hafnarborg, kl. 15.30: Jazz-tón- leikar, Carl Möller, píanó, Egg- ert Pálsson, slagverk, og fl. Hlégarður, Mosfellsbæ, kl. 20.30: Mosfellsskórinn stj. Guð- björg Magnúsdóttir Gestir - Kór aldraðra úr Reykjavík Blönduð dagskrá, innlend og erlend lög. Miðvikudaginn 2. maí Norræna húsið kl. 12.30: Há- skólatónleikar; Pétur Jónasson, gítar, Kolbeinn Bjarnason, flauta, Bryndís Halla Gylfadótt- ir, selló, Guðríður Sigurðardóttir, píanó, EggertPálsson, slagverk, Dansar dýrðarinnar e. Atla Heimi Sveinsson. Norræna húsið, kl. 20.30: Tón- listarskólinn i Reykjavík — ein- leikarapróf, Vigdis Klara Ara- dóttir, saxófónn, Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó, verk e. Cimarosa, Heiden, Noda, Maurice og Debussy. Fimmtudaginn 3. maí Háskólabíó, kl. 20.30: Sinfóníu- hljómsveit Islands, Matti Rae- kallio, píanó, stj. Jorma Panula. Verk e. Sibelius, Prokofjev og Tsjajkovskíj. Föstudaginn 4. maí Hlégarður, Mosfellsbæ, kl. 21.00: Mosfellskórinn,stj: Guð- . björg Magnúsdóttir. Gestir — Kór aldraðra úr Reykjavík Blönduð dagskrá, innlend og er- lend lög. Laugardaginn 5. maí íslenska óperan, kl. 14.00: Tón- menntaskólinn í Reykjavík, tón- leikar eldri nemenda. Listasafn Sigurjóns, kl. 17.30: Sigurður Marteinsson, píanó, Langholtskirkja, kl. 16.00: Kór Langholtskirkju, Bach: H-moll- messa, einsöngv. ÓlöfK. Harð- ardóttir, sópran, Signý Sæ- mundsdóttir, sópran, Yaakov Zamir, kontratenorogtenor, Magnús Baldvinsson, bassi, stj. Jón Stefánsson. Leikhús frú Emilíu, Skeifunni 3c, kl. 21.00: Óperusmiðjan, Puccini: Suor Angelica, stj. hákon Leifsson. Sunnudaginn 6. maí Langholtskirkja kl. 16.00: Kór Langholtskirkju, Bach: H-moll- messa, einsöngv. Ólöf K. Harð- ardóttir, sópran, Signý Sæ- mundsdóttir, sópran, Yaakov Zamir, kontratenor og tenor, Magnús Baldvinsson, bassi, stj. Jón Stefánsson. Seltjamameskirkja kl. 20.30: Kirkjukór Bolungarvíkur, Safn- aðarkór Seltjamameskirkju, kammersveit, stj. Michael Jones, einsöngv. Elísabet F. Eiríksdótt- ir, Sigrún V. Gestsdóttir, Anna Júlíana Sveinsdóttir, einleikari Hlíf Siguijónsdóttir, fiðla. Tele- mann: Kantata, Zerreiss das Ilerz. Buxtehude: Kantata, Singet dem Herr’n ein neues Lied. J.S. Bach: aría, Erbarme dich Gott (úrMatteusarpassíu). Viváldi: Gloria í D-dúr. Leikhús frú Emiliu, Skeifunni 3c, kl. 21.00: Óperusmiðjan, Puccini: Suor Angelica, stj. Hákon Leifsson.. Norrænir útvarpsdjassdagar, HÓTEL BORG: Léttsveit Tón- listarskóla Keflavíkur og Sextett Tónlistarskóla FÍH. FÓGETINN: Kuran-Swing. DUUS HÚS: Kvartett Kristjáns Magnússon- ar. GAUKUR Á STÖNG: Súld. HORNIÐ/DJÚPIÐ: Hljómsveit Eddu Borg. FIMMAN: Blús- kvöld/Bláir Bossar. ÓPERU- KJALLARINN: Borgarhljóm- sveitin/Carl Möller. KRINGLUKRÁIN: Sveiflusext- ettinn. Mánudaginn 7. maí Langholtskirkja, kl. 20.30: Söngtónleikar — Yaakov Zamir, kontraténor og tenor, Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó, „Þrír konungar ísraels, Sál, Davíð og Salomon", aríur og Ijóðasöngvar frá Hándel til nútíma. Norrænir útvarpsdjassdagar, HÓTEL BORG: Blúskvöld/„Vin- ir Dóra“ og gestir. FÓGETINN: Sveiflusextettinn. DUUS HÚS: Léttsveit Vesturlands og Big Band Tónmenntaskólans. GAUKUR Á STÖNG: Gammar. FIMMAN: Engin óskalög og Blá- ir Bossar. DJUPIÐ: Tríó Egils B. Hreinssonar. ÓPERUKJALL- ARINN: Kvartett Tómasar R. Einarssonar. KRINGLUKRÁIN: Kvartett Guðmundar Ingólfsson- ar. Þriðjudaginn 8. mai Eiðistorgkl. 17.30: „Léttog Ljúf“, Sinfóníuhljómsveit ís- lands, stj. Páll P. Pálsson. Norræna húsið kl. 20.30: Tón- listarskólinn í Reykjavík, Vor- tónleikar. íslenska óperan kl. 20.30: Styrktarfélag ísl. óperunnar, ÓlafurÁrni Bjamason, tenor, , Ólafur Vignir Alþertsson, pjanó,, ísl. og erl. sönglög og óperuaríur. Norrænir útvarpsdjassdagar, HÓTEL BORG: Gammar og Todmobil. FÓGETINN: Kvartett Guðmundar Ingólfssonar. DUUS HÚS: Big Band og Sextett Tón- listarskóla FÍH. GAUKUR Á STÖNG: Borgarhljómsveitin (Carl Möller) FIMMAN: Súld. DJÚPIÐ: Blúskvöld/Bláir Boss- ar. ÓPERUKJALLARINN: Kvartett Kristjáns Magnússon- ar. KRINGLUKRÁIN: Tríó Egils B. Hreinssonar. Miðvikudaginn 9. maí Norræna húsið kl. 12.30: Há- skólatónleikar Kristín Sig- tryggsdóttir, sópran, Hrefna Eggertsdóttir, pianó, Lög e. Dvorák og Joseph Marx. Leikhús frú Emilíu, Skeifunni 3c, kl. 21.00: Óperasmiðjan, Puccini: Suor Angelica, stj. Hákon Leifsson. Norrænir útvarpsdjassdagar, HÓTEL BORG: Sveiflusextett- inn oggestir. FÓGETINN: Súld. DUUS HÚS: Borgarhljómsveitin (Carl Möller). GAUKURÁ STÖNG: Engin óskalög og Bláir Bossar. FIMMAN: Jasssmiðja Austurlands (Ámi Ísleifs)/Sext- ettTónlistarskólaFÍH. DJÚPIÐ: Kvartett Guðmundar Ingólfsson- ar. ÓPERUKJALLARINN: Gammar og Hljómsveit Eddu Borg. KRINGLUKRÁIN: Kvart- ett Reynis Sigurðssonar. Fimmtudaginn 10. maí Leikhús frú Emilíu, Skeifunni 3c, kl. 21.00: Óperasmiðjan, Puccini: Suor Angelica, stj. Hákon Leifsson. Norrænir útvarpsdjassdagar, HÓTEL BORG: Júpíters og Blá- irBossar. FÓGETINN: Jass- smiðja Austurlands og Sextett Tónlistarskóla-Flil. DUUS .HÍJS: Píanókvöld; meðal pianista Ámi Elvar, ÓlaPúr Stephensen, Jón Möller, Kjartan Valdimarsson, Guðmundur Ingólfsson o.fl. GAUKUR Á STÖNG: Gammar. FIMMAN: Blúskvöld. DJÚPIÐ: Tómas Einarsson tríó. ÓPERU- KJALLARINN: Tríó Egils B. Hreinssonar og Kvartett Reynis Sigurðssonar. KRINGLUKRÁ- IN: Borgarhljómsveitin (Carl Möller). IÐNÓ kl. 21.00: Ellen Kristjánsdóttir og hljóm- sveit/Jukka Linkolla og hljóm- sveit. Föstudaginn 11. maí Norræna húsið kl. 20.30: Tón- skóli Sigursveins, nemendatón- leikar — eldri nemendur. Norrænir útvarpsdjassdagar, IÐNÓ: Ole Koek Hansen og hljómsveit, Hakan Werling og hljómsveit. Laugardaginn 12. maí Langholtskirkjakl. 16.00:15 ára afmælistónleikar — 250 flytjend- ur, 7-17 ára; Skólakór Kársness, Bamakór Kársnesskóla, Litlikór Kársnesskóla, stj. Þórann Bjömsdóttir. Harpa: Monika Abendrot. Horn: Joseph Ognib- ene og Lilja Valdimarsdóttir. Flauta: Martial Nardeau. Kontrabassi: Þórður Högnason. Píanó: Egill B. Hreinsson og Marteinn H. Friðriksson. Blönd- uð efnisskráe. innlend ogerlend tónskáld. Listasafn Siguijóns kl. 14.30: Tónskóli Sigursveins — burt- fararprófstónleikar, Halldóra Aradóttir, píanó. Leikhús frú Emilíu, Skeifunni 3c, kl. 21.00: Óperusmiðjan, Puccini: Suor Angelica, stj. Hákon Leifsson. Fólkvangur, Kjalarnesi, kl. 21.00: Mosfeilsskórinn, stj. Guð- björg MagnúsdóU.ir, Gesflr — Kór aldraðra úr Reykjavík. Blönduð dagskrá, innlend og er- lend lög. Norrænir útvarpsdjassdagar, HÓTEL BORG- Ole Kock Hans- en og hljómsveit, Ellen Kristj- ánsdóttir og hljómsveit, Jukka Linkolla og hljómsveit, Hakan Werling og hljómsveit. Sunnudaginn 13. maí Langholtskirkjakl. 20.30: fs- lenska hljómsveitin, stj. Guð- mundur Óli Gunnarsson, verk e. Ives, Copland, Stravinsky og Þorkel Sigurbjörnsson. Leikhús frú Emilíu, Skeifunni 3c, kl. 21.00: Óperasmiðjan, Puccini: Suor Angelica, stj. Hákon Leifsson. Horrænir útvarpsdjassdagar, BORGARLEIKHÚSIÐ: Sam- norræna stórsveitin, stj. Jukka Linkolla. Mánudaginn 14. maí Gerðuberg kl. 20.30: Viðar Gunnarson, bassi, Jónas Ingi- mundarson, píanó, Lög e. Arna Thorsteinssón, Schubert, Sjö- gren og rússnesk tónskáld. Þriðjudaginn 15. mai Leikhús frú Emilíu, Skeifunni 3c, kl. 21.00: Óperasmiðjan, Puccini: Suor Angelica, stj. Hákon Leifsson. Miðvikudagur 16. maí Norræna húsið kl. 12.30: Há- skólatónleikar, Elísabet Erlings- dóttir, sópran, Selma Guð- mundsdóttir, píanó. Lög e. Jo- hannes Brahms. Fimmtudaginn 17. maí Háskólabíó kl. 20.30: Sinfóníu- hljómsveit íslands, Beethoven- tónleikar, eins. Sylvia Larson, Sigriður E. Magnúsdóttir, Garð- ar Cortes, Guðjón Óskarsson, Söngsveitin Fílharmónía, stj. Petri Sakari. Leonora-forleikur nr. 3, aría „Ah Perfido”, Sin- fónía nr. 9. Fimmtudaginn 24. maí Norræna húsið kl. 17.00: Stein- arr Magnússon, tenór, Lára Rafnsdóttir, píanó. Lög e. Schu- bert, Schumann, Strauss, Sjö- berg, Grieg, Eyþór Stefánsson, Sigfús Einarsson og Tosti. Laugardaginn 26. maí Norræna húsið kl. 16.00: Tón- leikar blásarakvintettsins „Framtoningen” frá Svíþjóð. Sunnudaginn 27. maí Breiðholtskirkja í Mjódd kl. 20.30: RARIK-kórinn. Stj. Viol- etta Smidova, undirleikari Pavel Smid. Erlend og innlend lög. Júní 1990 Föstudaginn l.júní Borgarleikhús kl. 20.30: Setning Listahátíðar; Sinfóníuhljómsveit íslands, einl. Sigrún Eðvalds- dóttir, flðla, stj. Petri Sakari. Leifur Þórarinsson: Mót. Saras- ate: Carmen-fantasía. Minkus: Don Quixote. Laugardaginn 2. júní Háskólabíó kl. 17.00: Sinfóníu- hljómsveit fslands, einl. A. Gavr- ilov, píanó, stj. J. Kaspszyk. Tsjajkovskíj' 1812 forleikur. Rakhn\anínov: Paganini-til- brigði. Beethoven: Sinfónía nr. 3. Tilkynningar um tónleika þurfa að hafa borist okktfr bréf- lega eða í síma 29107 fyrir 23. mánaðarins á undan. Skráin er birt með fyrirvara urn breyting- ar. Tónlistardeild Ríkisútvarps- jns hefur óskað eftir að fram komi, að lesið er beint upp úr þessari skrá í útvarpsþáttum deildarinnar. Rut Magnússon og Kristín Sveinbjarnardóttir. Nýfundinn píandkonsert eftir Franz Liszt eftir RUNÓLF ÞÓRÐARSON 3. maí nk. verður frumfluttur í Chicago nýfundinn píanókonsert eftir Franz Liszt. Flytjendur verða Jan- ina Fialkowska og Chicago Symphony Orchestra undir stjórn Kenneth Jean. Þar sem hér verður um merkan tónlistarsögulegan viðburð að ræða, er við hæfi að segja nokkuð frá bakgrunni þessa atburðar og sögu þessa píanókonserts. Það er bandarísk menntakona, Jay Rosenblatt, sem á heiðurinn af að hafa fundið konsertinn og búið hann til flutnings. Konsertinn virðist hafa verið fullbúinn úr hendi Liszts haustið 1839 á sama tíma og frumgerðir píanókons- erta hans nr. 1 og 2. Þetta sést meðal annars af þeirri gerð af nótnapappír sérstakrar stærðar, er Liszt notaði á þeim tíma fyrir alla þrjá píanókonsert- ana. Hljómsveitarhluti píanókonsertsins nr. 2 er hins vegar sá eini, sem er dagsettur: Gombo (á Italíu), 13. sept. 1839. Annað atriði, sem rennir stoðum undir þá staðreynd, að Liszt hafi átt í fórum sínum þijá píanókonserta um þetta leyti, er setning í bréfi Liszts til Tobiasar Haaslinger, nótnaútgefanda í Vínarborg og forleggjara hans um þetta leyti. Hann skrifar 24. desember, 1839 frá Pest, en hann var þar við tónleikahald: „Af mér er allt það besta að frétta, kæri, góði vinur Tobias. Innan fárra daga mun ég skrifa þér lengra bréf, því fyrstu tónleikar mínir eru nú á föstudag. En mér þætti vænt um, ef þú vildir láta Carl senda mér til Pest eins fljótt og hægt er Maometto fantasíuna og hljómsveitarradd- irnar þijár (meðleikinn við hina þrjá nýju píanókons- erta mína)...“ Ljóst er af þessu, að Liszt hefur átt í fórum sínum um þetta leyti þrjú fullbúin verk fyrir píanó og hljómsveit eftir sjálfan sig og hefur væntan- lega ætlað að flytja þau á tónleikum sínum í Ung- veijalandi, sem framundan voru. Af því fara hins vegar engar spurnir, að svo hafi orðið, hvorki þá eða síðar. Bæði var það, að yfirleitt var um einleik að ræða (oft í blönduðum efnisskrám með söngvurum) og svo hitt, að flytti hann verk með hljómsveit voru það yfirleitt þekkt og kunn verk, svo sem Con- certstuck op. 79 eftir Weber eða einhver píanókons- erta Beethovens, því tími til æfinga var yfírleitt lítill eða enginn og því nokkrum erfiðleikum bundið að takast á við ný verk. En hver urðu svo örlög þessara handrita og hvern- ig stendur á því, að aðeins tveir þessara konserta eru þekktir nú, þ.e. þeir píanókonsertar, sem við þekkjum í dag sem nr. 1 í Es-dúr og nr. 2 í A-dúr? Því er til að svara, að einhverra hluta vegna þá dreifðist handritið að nýfundna konsertinum á nokkra staði og er nú á þrem söfnum: Meginhlutinn er í M.E. Saltikova-Schedrina Ríkisbókasafninu í Len- ingrad. Þá er nokkur hluti þess í þýska þjóðarsafninu í Nurnberg og loks eru ýmsar skissur og afrit af píanópartinum með annarri hendi en Liszts í Goethe und Schiller-Archiv I Weimar. í Leningrad hefur meginhluti verksins því verið grafínn í áratugi eða jafnvel eina og hálfa öld og það er ekki fyrr en ný- lega sem tónvísindamenn utan Rússlands höfðu þar aðgang til rannsókna. Ein skýring á því hvers vegna handritið er í Rússlandi gæti verið sú, að Liszt hafi s haft það í farteski sínu og skilið það eftir í St. Péturs- borg eða hreinlega gleymt því þar, er hann var þar á konsertferðalagi í maí 1842. Handrit frumgerðaiína af Es-dúr og A-dúr konsertunum er að finna í Goethe-Schiller Archiv í Weimar og með því að bera saman þau handrit og handritið í Leníngrad er Jay Rosenblatt viss um, að þar sé kominn þriðji píanó- konSertinn sem Liszt talar um í bréfi sínu frá 1839, sem fyrr er getið. Hinn nýfundni píanókonsert er í Es-dúr eins og sá sem við þekkjum sem nr. 1. Var það aðalástæða þess, að það af hinum nýfundna konsert, sem er í Weimar, var þar flokkað sem efni tilheyrandi hinum Es-dúr konsertinum, þótt stefjaefnið sé annað, aðal- lega af því að tóntegundin er sú sama (Es-dúr). Hinn nýfundni konsert er raunar unninn upp úr eldri tónsmíðum frá árunum 1824, er Liszt var 13 ára. Er þar um að ræða „Tilbrigði um eigið stef“ op. 1 frá árinu 1824 og „Deux morceaux" op. 4, líka ’ frá 1824. Á árunum 1836-39, er Liszt dvaldi í Sviss og á Ítalíu með ástkonu sinni Marie d’Agoult, samdi hann mikið af tónlist, m.a. frumgerðir verkanna „Annees de Pelerinage, fyrstu gerð Paganini-etýð- anna og fyrstu gerð Transcendental-etýðanna. Síðastnefnda verkið er raunar unnið upp úr öðru æskuverki „Etude en douze exercises" op. 5 og sama virðist vera raunin með hinn nýfundna konsert. Sem fyrr segir, hefur Jay Rosenblatt búið konsert- inn til flutnings með því að raða saman handritunum úr hinum þrem söfnum og styðjast jafnframt við afrit píanópartsins, sem er í Weimar. Er ætlunin að gefa verkið út á þessu ári hjá forlagi Editio Musica í Budapest. Verður það gefið út sem „Konsert fyrir ^ píanó og hljómsveit í Es-dúr, op. posth”, til aðgrein- ingar frá konsertinum nr. 1 í sömu tóntegund. Síðan er alveg áreiðanlegt, að verkið á eftir að koma út á geisladisk-og verður svo sannarlega forvitnilegt og spennandi að heyra þetta æskuverk hins mikla píanó- snillings meir en 160 árum eftir tilurð þess. Höfundur er verkfræðingur og áhugnmaður um tónlist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.