Morgunblaðið - 28.04.1990, Page 7

Morgunblaðið - 28.04.1990, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRIL 1990 B 7 an við hreina formræna rannsókn margra listamanna í vestri, sem hefur ekkert með sósíalisma að gera og menn iðka af listrænni þörf. Og einn liður í frelsi vestursins er, að menn mega hafa skoðanir andstæðar valdhöfunum og fram- sæknir listamenn óttast jafnan allt vald, er heftir tjáfrelsi þeirra, og eru því eðlilega oft á móti kerf- inUj eins og það heitir. Eg hef lengi verið talsmaður víðtækrar og opinnar umræðu um listir og ég sé ekki betur, en að sú stefna hafi náð yfirhöndinni hvarvetna. Og í ljósi þess tel ég það hlutverk Siksi að segja frá flestu því markverðasta sem gerist í listum innan Norðurlandanna á hlutlægan og greinargóðan hátt. Svíavirki má ekki taka að sér það hlutverk að halda að fólki afmörkuðum upplýsingum um hluti, sem eru í „náðinni“ hveiju sinni, því að skylda þeirra er mun víðtækari. Bæði listamenn upp til hópa svo og almenningur hefur hafnað þessari stefnu, enda er Siksi ein- ungis gefið út í 2.000 eintökum og þar af eru 800 fastir áskrifend- ur, sem trúlega eru að meginhluta listastofnanir ýmiss konar og bókasöfn. Deilum við 800 með fimm koma i hlut hvers einstaks lands 160 eintök! Þegar tekið er tillit til þess, að á Norðurlöndum munu búa um 25 milljónir manna, þá getur það varla verið lakara. Einmitt í slíku samnorrænu blaði eru ótæmandi möguleikar til að kynna norræna list innbyrðis á lifandi hátt, og verði það gert, er það vissa mín, að áskrifendafjöld- inn myndi tífaldast á svipstundu. Sú stefna að taka hveiju sinni 'fyrir einangrað þema er í raun mannfjandsamleg og náskylt skólabókaútgáfum. Fólk almennt kaupir ekki skólabækur og síst á síðustu tímum, er þær eru einnig með miðstýrðan fróðleik og félags- hyggjusagnfræði. En salan á Iif- andi listtímaritum hefur stóraukist hin síðari ár, enda eru þau stöðugt meira áberandi í hillum bókabúða og á áberandi stöðum í blaðasölu- turnum stórborga, þar sem maður sá þau nær aldrei hér áður fyrr. Þegar fólk vill kynnast norræn- um bókmenntum, þá kaupir það t.d. Laxness, Hamsun, Blixen, Lagerlöf, Sillanpaa eða einhveija enn nær okkur í tfmanum og les bækur þessara miklu rithöfunda og skálda sér til ánægju og and- legrar heilsubótar, en það kaupir ekki kennslubækur í bókmenntum og síst af öllu miðstýrðar kennslubækur forsjárhyggju og hentisemisagnfræði, þar sem þeir listamenn eru ekki til, sem ekki eru á réttri pólitískri línu. Hér er um of stórt mál að ræða til þess að þagað sé yfir því, enda skarar það hagsmuni allra at- vinnulistamanna á Norðurlöndum, og fræðingarnir í Svígvirki virðast frekar vera að múra sig inni með níðþröngar skoðanir sínar en að opna lifandi list farveg vítt og breitt um Norðurlönd. Það mikilvægasta er að virkja fólkið og gera það að þátttakend- um í þeirri listauppsveiflu, sem hvarvetna á sér stað í heiminum og einnig á Norðurlöndum, þegar Sveaborg og ísland sleppir. Meginmáli skiptir að koma með útrétta hönd til fólksins og miðla því sem gleggstum upplýsingum um innlenda, norræna og alþjóð- Iega list og hvað sé að gerast í hveiju landi fyrir sig. Hvorki farandsýningar frá Sveaborg né tímaritið Siksi rækja þetta hlutverk nægilega vel. ji_________________________________ Ég er þess fullviss, að ef þessir fræðingar hölluðu sér upp að þeim múr, sem þeir hafa sjálfir reist í kringum sig, þá myndi hann hrynja til granna, því að sá vægir sem vitið hefur meira. íslenskur vettvangur Segja má að íslenskur myndlist- arvettvangur hafi að hluta til ein- kennst af eins konar bergmáli frá Sveaborg síðustu ár og að hér hafi skort í senn sjálfstæði og fru'mkvæði. Lagt er mikið kapp á forsjár- hyggju og Listasafn Islands hefur jafnvel haft svip af útibúi eða útvíkkun Svíavirkis í stað sterkrar og sjálfstæðrar stofnunar, er held- ur af reisn fram íslenzkri list í sölum sínum, sem mætti ætla að sé meginhlutverk þess. Það sem mest er áberandi í íslenzku þjóðfé- lagi er, að allt, sem eyðist, svo til hveiju nafni, sem það nefnist, er margfalt dýrara en í öðrum lönd- um og um leið er flest, sem geym- ist, margfalt ódýrara og er nær- tækasta dæmið einmitt hvers kon- ar hugverk og þá ekki sist mynd- listarverk. Ungir og upprennandi lista- menn uppgötva það, er þeir sýna í listhúsum á hinum Norðurlönd- um, að þeir fá allt að 3-4 sinnum meira fyrir verk sín ytra og þetta er ekki einangrað fyrirbæri, heldur almennur verðstaðall, er atkvæða- miklir listamenn eiga í hlut. Mætti ætla að á næstu árum verði miklar breytingar á högum myndlistarmmanna á íslandi, en vonandi þýðir þetta ekki að fyrir- sjáanlegur sé stórfelldur útflutn- ingur myndlistarverka fyrir þá einu sök, að íslendingar sjálfir virðast ekki hafa efni á að kaupa myndlistarverk eftir lifandi lista- menn. Naumast er hægt að ætlast til þess að listamenn geri sig ánægða í landi, þar sem þeir eru ekki metnir að verðleikum á þessum uppgangstímum og þar sem þykir ekki fínt að vera lifandi, þeir verða einfaldlega að vera dánir til þess að sómasamlegt verð fáist fyrir verk þeirra! Virðist sem að dauðinn sé í hærri metum en sjálft lífið og að þá fyrst opnist augu manna fyrir verðleikum náungans., Er þetta kannski spegilmynd ástandsins í þjóðfélaginu? Frá upphafi sjálfstæðis síns hefur þessi þjóð vanrækt að styrkja flestar burðarstoðir vest- rænna þjóðfélaga, púkka í grunn- inn eins og það mætti orða. Eins og ég hefí áður vísað til, þá kepptust ísraelsmenn við að byggja upp listasöfn, listaskóla hvers konar, háskóla í hug- sem raunvísindagreinum, er þeir stofn- uðu ríki sitt eftir seinni heimsstyij- öldina, þeir mokuðu sem sagt pen- ingum til lista og vísinda og sú gáfaða þjóð gerði yfirleitt allt, sem mætir afgangi í þessu þjóðfélagi okkar. Hið fyrsta sem Dresden-búum datt í hug eftir styijöldina, var að byggja upp aftur nafnkennd hof og hörg í borginni og lögðu nótt og dag við það endurgjaldslaust, því að þeir vissu, að þetta var undirstaðan og að hún væri mikil- vægust alls. Varsjárbúum datt og ekki ann- að í hug en að byggja upp gamla borgarkjarnann úr rústum í smm upprunalegu mynd og þar taldi enginn vinnustundirnar heldur. En hér vanrækja menn jafnvel að ganga svo frá nýjum húsum, að þau standist að einhveiju leyti tímans tönn, sum hús þurfa gagn- gerðrar viðgerðar við innan 10 ára og 30-40 ára gömul hús úr ramm- gerðri steypu sýnast iðulega fjarska gömul og lúin, jafnvel að hruni komin. í útlandinu eru hlaðin steinhús, sem lítið sést á, þótt aldagömul séu. Hafi þau hlotið illa meðferð og verið vanrækt en eru svo gerð upp, þá verða þau sem ný, því að burðargrindin er svo sterk og handverkið svo frábært, að ein- ungis þarf að lagfæra ytri og innri byrði. Hér skiptir máli að efla fyrst þekkinguna, áður en hafist er handa, en vera ekki í sífellu að hugsa um efstu hæðina og þakið, þvi að sá áfangi kemur ósjálfrátt, hægt, rökrétt og rólega eftir að sterkur grannur hefur verið gerð- ur og öflug burðargrind mótuð. Sem veiðiþjóð virðast íslénding- ar hafa gleymt hinu forna spak- mæli „í kili skal kjörviður“, og á þetta þá ekki einungis við farkost á vatni heldur alla samanlagða innviði þjóðfélagsins. Slíkt er vanmatið, að er hreyft er við því að byggja yfir eða end- urnýja húsakost listaskóla, heyr- ast strax raddir um það, að nær væri að hugsa um gamla fólkið eða t.d. fatlaða. En skyldu þeir, sem þannig hugsa og tala ekki skorta nokkra innsýn í eðli og uppbyggingu nútímaþjóðfélags? Unga fólkið í dag verður fyrr en varir gamalt, og væri þá ekki farsælla að það stæði keikt og upprétt á styrkum fótum, en að það væri fórnardýr íslenzks brauð- fótaþjóðfélags í dag? Hafa menn ekki skilið hugtakið „forvarnar aðgerðir" eða er það einungis notað sem orðgjálfur á tyllistundum? Og ef meta á listaverk á upp- boði hér, þá rísa menn upp á aftur- fæturna í vandlætingu sinni, því að ekki má meta list, skrifa jafn- vel kjallaragreinar um hneykslið í dagblöðin — og þó er þetta ein- mitt gert hvarvetna ytra, þar sem þjóðir eru komnar til meiri þroska, enda les maður, að málverk hafi t.d. farið á tvö til þreföldu mats- verði eða hins vegar hafi ekki náð matsverðinu. Gott listaverk telst verðmæt eign og svo er einnig um gott handverk, því að það er einn- ig list og til gamans skal þess getið hér, að stássskápur frá dög- um Loðvíks fimmtánda Frakka- konungs eignaður Jacques Dubois (1693-1742) seldist fyrir því sem nemur nærri 80 milljónum króna á uppboði í París 19. mars sl. sem er að sjálfsögðu heimsmet! Þá seldist tyrkneskur keramíkdiskur, list ottómanna, (ummál 28,6 sm) frá 1570 í svonefndum d’Isnic steinungi á 12 milljónir (!) og var einnig heimsmet... Það gengur einfaldlega ekki annað, ef við ætlum að vera sterk og rismikil þjóð og virk í samfé- lagi þjóðanna, að við gerum til okkar sömu frumkröfur og þær á menningarsviðinu og leggjum okk- ar af mörkum til að svo geti orðið. Það eru einmitt framþarfir, sem við þurfum að sinna, en ekki gerai- þarfir og hér þarf að blása í glóð- ir framsýni, metnaðar og kjarks, þvi að annars höldum við stöðugt áfram að dragast aftur úr í öðru en innantómum afþreyingariðnað- inum. Það liggur nefnilega Ijóst fyrir, að við höfum ekki verið samstiga öðrum Evrópuþjóðum í þróuninni né skilið hveijar burðarstoðir þróttmikils samfélags eru, og það hefur bitnað harkalega á okkur hin allra síðustu ár, en ástæðurnar eru jafn augljósar og afleiðingarn- ar. Er hér ekki breytinga þörf, að snúa vörn í sókn,'huga að sjálfu lífinu og vaxtarsprotum þess? FLOTTI ÚR TÍMANUM ________Myndlist______________ BragiÁsgeirsson Núlistir hafa verið skilgreindar sem flótti frá tímanum og út í óvissuna, gagnstætt því sem hefð- bundnar Iistir era eitthvað nota- legt sem allir finna og kannast við. Líkt æskuslóðum eða ævintýr- um er við lásum í bernsku. Og samkvæmt þessu mætti ætla að málarinn Sigurðui’ Örlygs- son sé á bráðum flótta, en vel á minnst með nokkrum fyrirvara. Myndir hans eru nefnilega ein- hvers konar dularfull blanda hins ókunna í tíma og rými, jafnframt því sem í þeim er heilmikið sem maður kinkar kolli yfír og telur sig kannast við. Sigurður eins og grúskar hvor- tveggja í ólíklegustu hlutum um leið og hann segir okkur frá ævin- týrum fortíðarinnar með ferðalög- um inn i framtíðina og hrífur skoð- andann með sér nauðugan viljugan inn í torkennilegar furðuveraldir sínar. Dálítið fjarstæðukennd upp- stokkun, en þó ekki á nokkurn hátt óraunhæf, því að þegar allt kemur til alls, þá er svo margt fjarstæðukennt í lífinu sjálfu, og það á stundum líkast leikhúsi fár- ánleikans. Stundum dettur mér í hug að börnin hans lítil, hafi nokkur áhrif á sköpunarkraftinn og er það meira en líklegt, þvi að það er ekkert einsdæmi í listasögunni og svo endurspegla gild myndlistar- verk einmitt jarðbundinn veraleika og umhverfi listamannsins. Sá er hér ritar átti einnig tíma- bil, er hann vann úr hlutum, sem böm hans tíndu og færðu í lófa hans í fjöraferðum, þótt hann gerði það á annan hátt enda yfír- stærðir þá ekki komnar í móð. Og auðvitað er slíkt gert með heilmiklum áhrifum úr heimslist- inni, en fyrir hugarflug blessaðra barnanna, sem guði þóknaðist að gefa okkur, fá þessi myndverk á sig persónulegt svipmót og þá er miklum áfanga náð. Engum ætti t.d. að blandast hugur um að hin risastóru mynd- verk, sem þessa dagana og til 6. maí prýða vestursal Kjarvalsstaða séu eftir Sigurð Örlygsson, jafnvel þótt hann sé ekki einn um að vinna í yfirstærðum hér á landi og ef að svo heldur fram, fara listaverk- in senn að vaxa út úr sjálfri bygg- ingunni, sem' væri kannski ekki svo vitlaust. En þá er það trúa mín að húsameistaranum yrði ekki skemmt! Fyrir utan flóttann út úr tíma og rými virðast myndir Sigurðqií. stöðugt verða meiri blanda tvívíðs málverks og hreins rýmisverks, að viðbættum uppsetningum eða „installation“ eins og það nefnist. Og þó hangir þetta einhvern veg- inn svo vel saman, að það er eins og nýr og ókannaður heimur birt- ist skoðandanum og hann klórar sér á kollinum um leið og frá hon- um berst undrunarstuna. Þetta er nefnilega „fjandi vel gei*t“ eins og list’amenn myndu orða það og sannfæringarkraftur- inn sem fylgir þessum ábúðar- miklu athöfnum er nær ótakmark- aður. Vafalítið héfur Sigurður aldreL gert betur en sér stað á þessari sýningu og hún er a.m.k. sú áhrifaríkasta. Maður spyr sjálfan sig að því hvort myndhöggvari sé að vaxa fram úr þessum risastóru mynd- verkum en þá svarar strax bak- grunnurinn þeirri spurningu neit- andi, því aldrei hefur Sigurður málað betur og saknar maður þess að ekki skuli a.m.k. ein eða tvær myndir einungis vera í tvívídd og lausar við alla skapalontækni og annað sprell. Hættan í þessu öllu saman er vitaskuld að hér komi fram of sterkt sjónarspil þannig að mynd- verkin leiði hugann full mikið að leikhúsi, en það gerist einmitt ekki svo lengi sem myndirnar eru jafn vel málaðar og útfærðar. Sé einhver stór galli á þessari sýningu þá er hann helstur að sýningin skuli ekki vera haldin í stærra samfélagi þar sem fleiri fengju tækifæri til að skoða hana og umboðsmenn að keppast um hylli listamannsins. Slík sýning á. nefnilega víða erindi og muiiaf tvímælalaust vekja dijúga athygli. En hvernig þessi tegund mynd- listar eldist í tímans rás er ekki gott að segja en það er með sanni mikil lifun að skoða hana og gam- an að eiga Sigurð Örlygsson sem íslenzkan myndlistarmann. Sigurður Örlygsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.