Morgunblaðið - 22.05.1990, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.05.1990, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI 1990 C 11 FRAMBOÐSLISTAR ÍSAFJÖRDUR KJÓSENDUR á kjörskrárstofni á ísafirði eru 2.353 og hefur fækkað um 1% frá kosningunurn 1986. 9 fulltrúar eru kjörnir í bæjarstjórn og eru sex listar í framboði, en voru fjórir 1986. í sveitarstjórnarkosningunum 1986 voru 2.323 kjós- endur á kjörskrá>1.924 greiddu atkvæði og var kjör- sókn 82,8%. Auðir og ógildir seðlar voru 77, en úrslit urðu þessi: Listi Atkvæði % fulltrúar A - Alþýðuflokkur 578 31,3 3 B - Framsóknarflokkur 231 12,5 1 D - Sjálfstæðisflokkur 842 45,6 4 G - Alþýðubandalag 196 10,6 1 Kosningu hlutu: Af A-lista: Kristján Jónasson, Hall- dór S. Guðmundsson og Ingibjörg Ágústsdóttir. Af B-lista: Kristinn Jón Jónsson. Af D-lista: Ólafur Helgi Kjartansson, Árni Sigurðsson, Sigrún C. Halldórsdóttir og Geirþrúður Charlesdóttir. Af G-Iista: Þuríður Péturs- dóttir. Meirihlutasamstarf mynda Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag og Framsóknarflokkur. Bæjarstjóri er Haraldur L. Haraldsson. A-listi, Alþýðuflokkur: 1. Ingibjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi. 2. Rúnar Vífilsson kennari. 3. Pétur Sigurðsson forseti ASV. 4. Karitas Pálsdóttir skrifstofumaður. 5. Óðinn Svan Geirsson bakarameist- ari. 6. María Valsdóttir húsmóðir. 7. Bjarni L. Gestsson sjómaður. 8. Friðrik Gunnarsson fiskvinnslumað- ur. 9. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir leið- beinandi. G-listi, Alþýðubandalag: 1. Bryndís Friðgeirsdóttir kennari. 2. Smári Haraldsson framhaldsskólak. 3. Hulda Leifsdóttir verkakona. 4. Rögnvaldur Þ. Óskarsson bakari. 5. Elísabet Gunnlaugsdóttir húsmóðir. 6. Herdís M. Hubner kennari. 7. Elín Magnfreðsdóttir bókavörður. 8. Svanhildur Þórðardóttir verslunar- maður. 9. Valdimar Birgisson sjómaður. B-listi, Framsóknarflokkur: 1. Kristinn Jón Jónsson rekstrarstjóri. 2. Einar Hreinsson sjávarútvegsfræð- ingur. 3. Guðríður Sigurðardóttir íþróttakenn- ari. 4. Magnús Reynir Guðmundsson bæj- arritari. 5. Fylkir Ágústsson bókari. 6. Sigrún Vernharðsdóttir húsmóðir. 7. Elías Oddsson framkvæmdastjóri. 8. Gréta Gunnarsdóttir húsmóðir. 9. Sesselja Þórðardóttir s.m. heima- hjúkrun. í-listi, Sjállstættframboð 1. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri. 2. Kolbrún Halldórsdóttir kaupmaður. 3. Kristján G. Jóakimsson sjávarút- vegsfr. 4. Guðmundur Agnarsson framkvæmd- astj. 5. Bjöm H. Hermannsson skrifstofu- stjóri. 6. Kristín Hálfdánardóttir skrifstofu- stjóri. 7. Skarphéðinn Gíslason skipstjóri. 8. Guðmundur G. Þórðarson bygging- am. 9. Brynja Guðmundsdóttir sjúkraliði. D-listi, Sjálfstæðisflokkur: 1. Ólafur Helgi Kjartansson skatstjóri. 2. Hans Georg Bæringsson málara- meistari. 3. Heiga Sigmundsdóttir húsmóðir. 4. Einar Garðar Hjaltason fiskverk- andi. 5. Kristján Kristjánsson umd. tæknifr. 6. Pétur H.R. Sigurðsson mjólkubús- stjóri. 7. Emma Rafnsdóttir starfsstúlka. 8. Jórunn Sigurðardóttir sjúkraliði. 9. Guðmundur Marinósson framkvæmd- arstj. V-listi, Samtök um Kvennaiista á ísafirði 1. Ágústa Gísladóttir útibússtjóri. 2. Jóna V. Kristjánsdóttir skrifstofu- maður. 3. Sigríður Jónsdóttir Ragnar, kennari. 4. Hrönn Benónýsdóttir símavörður. 5. Katrín Jónsdóttir leiðbeinandi. 6. Jónína Ó. Emilsdóttir sérkennslufull- trúi. 7. Halldóra Karlsdóttir meðferðarfull- trúi. 8. Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir hús- móðir. 9. Kristín Álfheiður Amórsdóttir gjald- keri. A-listinn Ing-ibjörg- Ágústs- dóttir „Aðalmálið hjá okkur er að staðið verði við bygg- ingu íþróttahúss og lokið við framkvæmdir við grunnskóla. Bygging öld- runarheimilis verður for- gangsverkefni. Við viljum ijölga hér íbúum. Undir- staða íbúafjölgunar á ísafirði teljum við vera fyrst og fremst eflingu fiskvinnslu og útgerðar. Framtíðarmöguleikarnir byggjast einnig á meiri sjávarafla til fullvinnslu í landi. Samtímis uppbyggingu í sjávarútvegi teljum við að möguleikar þeirra þjónustugreina, sem fyrir eru, aukist. Skjóta þarf stoðum undir nýjar atvinnugreinar. Eigi ísaijörður að taka á móti nauðsynlegri fólksfjölgun þennan áratug verður að auka til muna byggingu félagslegra íbúða og uppbygging dagvistarmála þarf að haldast í hendur við vaxandi byggð. Bæta þarf umhverfismálin til muna. B-listinn mm Kristinn Jón Jónsson „Við leggjum áherslu á að ljúka þeim byggingum, sem eru í gangi, það er íþróttahús, grunnskóli, sjúkrahús og íbúðir aldraðra að Hlíð. Við viljum áfram- hald við hafnargerð og leggjum mikla áherslu á snjóflóðavarnir, sem þörf er á með öryggi íbúa í huga. í umhverfismálum er það gatnagerð og umhverfísmál almennt eins og að laga til opin svæði, gera þetta vinalegri bæ. Vatnsöflun fyrir Hnífsdalsbyggð og vatns- hreinsun er ofarlega á blaði. Það eru mörg fleiri mál á dagskrá, e'n fjárhagurinn leyfir trúlega ekki mikið meira nema þá sitt lítið af hverju til viðbótar. Við setjum snjóflóðavarnirnar og að ljúka byggingunum á oddinn, en meiru þorum við ekki að lofa. Hér þarf að laga skuldastöðuna, lækka skuldir bæjarins samkvæmt sérstakri áætlun án þess þó að fara í leiftursókn." D-listinn G-listinni l-LISTINN V-LISTINN Ólafur Helg-i Kjart- ansson „Aðalatriðið er að snúa af braut núverandi vinstri meirihluta í bæjarstjórn Isa- fjai’ðar og laga íjárhag bæj- arsjóðs. Tekjur Bæjarsjóðs duga ekki lengur fyrir rekstrar- gjöldum. Brýna nausyn ber til að borga niður skuldir og hætta að framkvæma fyrir lánsfé eingöngú. Nærri 30% af tekjunum fara í greiðslu íjármagnskostnaðar. Við þessar að- stæður þarf að: Endurskipuleggja rekstur bæjarsjóðs. Haga framkvænidum í samræmi við fjár- hag. Gera greiðslu- og framkvæmdaáætlun hvers árs samhliða fjárhagsáætlun. Mörg brýn verkefni bíða úrlausnar. Lokið verði við íþróttahús og tengibyggingu grunn- skóla. Verkmenntahús verði byggt. Framfylgt verði nýrri stefnu í hafnamálum. Lokið verði hið fyrsta hættumati og snjó- flóðavörnum. Áhersla verði íögð á að Ijúka 5. áfanga Fjórðungssjúkrahúss og tryggt verði sjúkraflug flugfélagsins Ernis. Skipu- lags- og umhverfismálum verði sinnt af festu. Tryggð verði viðunandi aðstaða fyrir atvinn- ulífið með nægu lóðaframboði og hóflegri skattheimtu. í öðrum málum verði unnið í anda Sjáfstæð- isflokksins, stétt með stétt, og þess gætt að félagslegu öryggi verði ekki raskað. Til þess að koma framantöldum stefnwmál-1 um og fleirum í verk verður fjárhagsstaðan að komast í gott horf. Það verður forgangs- verkefnið." Bryndís Friðg'eirsdóttir „Það er brýnt að ná niður skuldum bæjarsjóðs. Það er ábyrgðarleysi að Ijúka ekki við byggingar sem eru í framkvæmdum. Við leggj- um áherslu á að lántökur verði ekki meiri en sem nemur helmingi afborgana af lánum. Við verðum að knýja á með samgönguráð- herra að jarðgöng verði vestfirsk staðreynd sem fyrst. Við horfum vonaraugum til að geta fengið þar vatn og einnig gæti hugsast að fyrirhuguð áform um sorphirðu geti orðið. Við viljum halda áfram með uppbyggingu hafnarinnar. Við ætlum að leggja mjög mikla áherslu á fegrun og snyrtingu bæjarins. Það þarf að leggja bundið slitlag á ófrágengnar götur og ljúka við gangstéttalagningu. Við viljum fjölga gæslu- og leikvöllum. Við ætlum ekki að lofa elliheimilisbyggingu en viljum kanna möguleika á að koma fyrir hjúkrunar- heimili á neðstu hæðinni [ Hlíð 2. Það þarf að ljúka áætlun um snjóflóðavarnir. Við leggjum áherslu á að bæjarstjórn hafi afskipti af sjávarútvegsmálum og láti kröft- uglega í sér heyra þegar teknar eru ákvarð- anir um fiskveiðistjórn. Það þarf að ráða iðnráðgjafa fyrir Vestfirði til að atvinnulíf geti verið Ijölbreyttara. Við viljum hafa einn framhaldsskóla fyrir Vestfirði, þannig að námsmenn geti lokið verknámi í heimahéraði og sjómenn þyrftu að geta stundað sitt nám hér. Við ætlum að standa vörð um þá félags- legu þjónustu, sem bærinn hefur upp á að bjóða. Aðal- og deiliskipulagi þarf að ljúka. Eins þarf að fá bættar samgöngur.“ Haraldur L. Har- aldsson „Helsta málið er að kljást við fjármál kaupstaðarins. Samhliða þessu munum við taka á umhverfismálum á ísafirði, ganga betur frá götum en gert hefur verið og síðan að rækta upp græn svæði. íþróttavöllurinn á Torfnesi er þar stórt atriði. Við vonumst til þess að samhliða því að lækka skuldir á kjörtímabilinu muni á síðari hluta þess skapast svigrúm til framkvæmda. Við höfum þegar sett upp ákveðna áætlun til næstu átta ára um hvern- ig við ætlum að kljást við þessar skulda- greiðslur. Við munum haga framkvæmdum þannig að lántökur verði aldrei meiri en sem némur helmingi af afborgunum. Við viljum að fimmti áfangi Fjórðungsskjúkrahússins verði nýttur sem lausn á elliheimilismálinu og samhliða þessu verði heimilisþjónusta og heimahjúkrun efld. Varðandi dagvistarmál þá stefnum við að því að opna gæsluvöll í Hoitahverfi. Samhliða jarðgangagerð er það okkar markmið að Sundahafnasvæðið verði tekið í notkun jafnt og þétt, unnið áfram að þeim áætlunum sem þar er gert að vinna eftir með það í huga að geta tekið svæðið í notkun og það verði reynt að láta það fylgja framkvæmdum við jarðgöngin. Þannig að við mundum vera í stakk búnir til að veita sveit- arfélögunum hér á svæðinu þá þjónustu sem þau þurfa varðandi hafnarskilyrði. .Varðandi Hnífsdalinn þá hefur verið mikill skortur á vatni hjá vinnslustöðvunum þar. Og við sjáum ekki aðra lausn en það verði að fara í fram- kvæmdir við að afla frekara vatns fyrir vinnslustöðvarnar." * Agústa Gísladóttir „Við leggjum mikla áherslu á umhverfismál, að laga hér ýmiss umhverfis- vandamál, sem okkur finnst aðkallandi og lítum á það sem forgangsverkefni. Við viljum sýna aðgæslu og að- hald í fjármálum og reyna að koma þeim til betri vegar án þess að stöðva fram- kvæmdir sem eru nú í gangi. Næstu verkefni, sem fyrir- sjánleg eru eru til dæmis bygging tónlistar- skóla, uppbygging fleiri dagvistarheimila og safnamál. Við viljum að forgangsröðin verði skýr og aðeins tekið fyrir eitt mál í einu. Við viljum hlúa vel að öllu sem viðkemur skólum og félagsmálum, búa vel að börnunum okkar, fötluðum, sjúkum og öldruðum, og gæta þess í aðhaldsaðgerðum að ekki verði bytjað á þeim endanum eins og gjarnan hef- ur verið hætta á. Við leggjum mikla áherslu á að nú þegar verði farið að undirbúa væntanlega samvinnu sveitarfélaganna með tilliti til jarðganganna. Að gengið verði frá samvinnu um samnýtingu að öllu leyti á þjónustu og stofnunum, upp- byggingu á hveijum stað. Við leggjum álierslu á auknar rannsóknir varðandi atvinnutæki- færi og að hvatt verði til nýsköpunar í at- vinnurekstri. Ráða þarf iðnráðgjafa til að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum til að koma nýjum hugmyndum af stað. Við viljum gera bæinn betri og manneskjulegri svo öllum líði vel og íbúum fjölgi en fækki ekki.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.