Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 Fylgi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum um helgina, 60,4%, er það mesta sem hann hefiir hlotið frá árinu 1930, eins og sést á línuritinu hér að ofan. Á þessu tímabili hefur flokkurinn mest fengið 57,8% árið 1974 og 57,1% 1958. Fylgi flokksins hefur sveiflast talsvert til, minnst var það 1970 47,2% og 1978 47,4% en það ár missti Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta borgarfiulltrúa. Fylgi Alþýðubandalagsins og áður Sósíalistaflokksins hefúr aldrei verið minna en nú lrá því Sósíalistaflokkurinn bauð fyrst fram 1942. Fylgi flokksins er aðeins um helmingur af því sem það hefúr minnst orðið áður. Mest fylgi fékk flokkurinn 1978, tæp 30%. Borgarráð Reykjavíkur: Hlutkesti velur fimmta manninn HLUTKESTI ræður því, hvort fimmti maður í borgarráði Reykjavíkur verður frá meirihluta Sjálfstæðisflokksins eða frá minnihlutanum í borgarstjórn, að því gefiiu að minnihlut- inn sameinist um val fúlltrúa í borgarráð. Hlutkestið ræður því, hvort sjálfstæðismenn hafa þrjá fúlltrúa eða fjóra í borgar- ráði, og um leið hvort minnihlutinn hefúr tvo eða einn. Sama á við um aðrar fímm manna neftidir og ráð borgarinnar. Samkvæmt sveitarstjórnarlög- um er kosið í nefndir og ráð eftir sömu reiknireglum og þegar reiknað er hve marga sveitar- stjórnarfulltrúa hver flokkur fær í kosningunum. Þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur 10 borgar- fulltrúa og minnihlutinn saman- lagt 5, hefur fyrsti maður í nefnd eða ráð 10 atkvæði á bak við sig. Annar maður hefur 5 atkvæði á bak við sig og sömulaiðis þriðji maður. Fjórði maður hefur 3,3 atkvæði á bak við sig og fimmti maður 2,5. Þar sem fulltrúar bæði meiri- og minnihluta hafa 2,5 atkvæði á bak við sig, verður híutkesti að ráða frá hvorum fer maður í nefndina eða ráðið. Borgarráð verður því annað hvort skipað fjórum sjálfstæðis- mönnum og einum frá minnihlut- anum, eða þremur sjálfstæðis- mönnum og tveimur frá minni- hlutanum. Nái engir tveir eða fleiri minnihlutaflokkanna að semja um sameiginlegt framboð í borgarráð, verður einn eða eng- inn fulltrúi frá minnihluta, þar sem Nýr vettvangur, stærsti minnihlutaflokkurinn, hefur jafn mörg atkvæði á bak við sig og fimmti maður frá Sjálfstæðis- flokki, það er tvö atkvæði. I sjö manna nefndum verða fimm fulltrúar frá meirihlutanum og. tveir frá minnihlutanum. í níu manna nefndum verða sex frá meirihlutanum og þrír frá minni- hlutanum, að því gefnu að minni- hlutinn sameinist um nefndakjör. Fráfarandi borgarstjórn hefur umboð til 11. júní. Ný borgar- stjórn hefur umboð frá þeim degi. Fyrsti reglulegi fundur í borgar- stjórn eftir 11. júní er boðaður 21. júní og verður þá kosið í nefndir og ráð, það er að segja, ef fundinum verður ekki flýtt, en fund í borgarstjórn er hægt að boða með tveggja daga fyrirvara. í gær hafði ekki verið tekin ákvörðun um að flýta fyrsta reglulega fundi nýrrar borgar- stjórnar. Könnun Félags- visindastofnun- ar 18. mai Könnun Skáís 19. maí Könnun DV 21. maí Kosninga- úrslit 26. maí Framsókn- arflokkurinn 6,1% ( D 2,4% ( 0) 5,2% ( 0) 8,3% ( D Sjálfstæðis- flokkurinn 55,9% ( 9) 71,9% (13) 70,1% (13) 60,4% (10) Alþýðu- bandalagið 6,7% ( D 5,1% ( O) 4,7% ( 0) 8,4% ( D Nýr vett- vangur 23,3% ( 3) 14,4% ( 2) 14,6% ( 2) 14,8% ( 2) Flokkur mannsins 0,0% ( O) 0,6% ( 0) 0,4% ( 0) 1,1% ( 0) Kvenna- listinn 7,2% ( D 5,4% ( 0) 4,5% ( 0) 6,0% ( D Grænt framboð 0,9% ( O) 0,3% ( 0) 0,5% ( 0) 1 ,o% ( O) Skodanakannanir og kosningar NIÐURSTOÐUR skoðanakannanna og áreiðanleiki þeirra eru oft til umræðu. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar um helgina birtust m.a. þrjár skoðanakannanir frá Skáís, Félagsvísindastofnun og DV og fóru niðurstöður þeirra ekki allar saman. I meðfylgjandi töflu má sjá niðurstöður þessara kannana og úrslit kosninganna. Bragi Jósepsson, sem hafði um- sjón með skoðanakönnun Skáís, sagðist geta með nokkrum undan- tekningum unað nokkuð vel við könnun Skáís miðað við niðurstöður kosninganna, en meðalfrávik könn- unnarinnar var tæplega 3,3%. Hann taldi stærsta frávikið athygliverð- ust, þ.e. frávik kannananna á fylgi Nýs vettvangs og Sjálfstæðis- flokksins. Bragi segir kannanir síðustu ára benda til þess að flokk- ar í uppsveiflu mælist með meira fylgi en þeir fá í kosningum og flokkar í lægð mælist með minna fylgi og því séu niðurstöður Fé- lagsvísindastofnunar á fylgi þess- ara tveggja lista óeðlilegar. Annars sagðist Bragi ekki sjá ástæðu til þess að vera að metast um niður- stöður því skekkjur væru það litlar, en kannanir gætu aldrei gefið hár- rétta mynd af kosninganiðurstöðum þar sem þær væru ekki kosningar og hinir óákveðnu settu alltaf strik í reikninginn. Hann sagði að eini flokkurinn sem hefði nýtt sér niður- stöður kannananna í kosningaá- róðri sínum væri Framsóknarflokk- uripn. í umfjöllun um skoðanakannan- irnar í DV á mánudaginn gat Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri þess að meðalfrávik hjá DV hefði verið 2,8% í könnun þess nú en það hefði verið 2,1% fyrir kosningarnar 1986. Þá var minnt á það að DV hefði á mánudaginn fyrir kosningar skýrt frá því „hvernig borgarfull- trúar myndu skipast ef sams konar breyting á fylgi yrði frá síðustu DV-könnun nú til kosninganna og varð árið 1986. Samkvæmt því fengi Sjálfstæðisflokkurinn 10 full- trúa, Nýr vettvangur 3 en Fram- sóknarflokkur og Alþýðubandalag einn hvor“. Þessi spá er mun nær raunverulegum úrslitum en DV- könnunin sjálf. Ekki náðist í Ólaf Þ. Harðarson lektor, sem umsjón hafði með könn- un Félagsvísindastofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.