Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 Hvað segja þau um úrslit kosninganna? Gunnar I. Birgisson, oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi: Skýr skila- boð um að fólk vill ekki A-flokkana „í niðurstöðum kosninganna fel- ast skýr skilaboð Kópavogsbúa um það að þeir vilji ekki áfram- haldandi stjórn A-flokkanna,“ sagði Gunnar I. Birgisson efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Sjálfstæðisflokkur- inn fékk í kosningunum nú 39,6% og flmm menn kjörna af níu, en í kosningunum 1986 fékk flokk- urinn 32% fylgi og fjóra menn kjörna. „Okkur líst ágætlega á úrslitin, enda fela þau í sér mikla fylgis- aukningu Sjálfstæðisflokksins og fjölgun fulltrúa hans í bæjarstjórn um einn. Menn voru reyndar að gæla við það að fá sex menn kjörna og meirihluta og vantaði reyndar ekki mjög mikið upp á eða rúmlega þijúhundruð atkvæði. Þreifingar eru þegar hafnar í Kópavogi um meirihlutamyndun, en að sögn Gunnars hafa A-flokkarnir þegar biðlað til fulltrúa Framsókn- arflokksins. „A-flokkarnir og Fram- sókn voru saman í meirihluta 1978-86, þar til fulltrúi Framsókn- arflokksins varð óþarfur eftir kosn- ingarnar 1986 og honum því hent út. Það væri því verulega sérkenni- legt ef hann færi í samstarf með A-flokkunum,“ sagði Gunnar. Gat hann þess að sjálfstæðismenn myndu fljótlega funda með fram- sóknarmönnum um myndun meiri- hluta. „Eg skal ekki segja um það hvernig þetta fer, en það er ljóst að framsóknarmenn eru í oddaað- stöðu, þannig að þeir standa mjög sterkt að vígi. Það er hins vegar alveg ljóst að það gengur ekki fyr- ir Kópavog og íbúa hans ef A-flokk- amir verða áfram við völd. Slíkt væri hræðilegt." Sigurgeir Sigurðsson, oddviti sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi: Seltirningar kunna að meta störf okkar „VIÐ erum mjög ánægðir og þakklátir íbúum Seltjarnarness fyrir að kunna að meta störf okkar í gegnum árin,“ sagði Sig- urgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins. D-listi, listi Sjálfstæðisflokks, hlaut 65,6% greiddra atkvæða og fímm menn kjörna í bæjarstjórn af sjö. Flokkurinn hafði áður fjóra menn og 61,5% fylgi. Um ástæður sigurs D'-listans, sagði Sig-urgeir að sjálfstæðismenn hefðu sýnt vel fram á það hvað þeir hefðu verið að gera á síðast- liðnu kjörtímabili; Seltirningar hefðu greinilega kunnað að meta það en ekki látið blekkjast af kjána- legum áróðri andstæðinganna hjá Nýju afii. Aðspurður sagði Sigurgeir að úrslitin hefðu ekki komið sér á óvart. „Þegar var farið að nálgast kosningar og umræðan að aukast, fann maður að sigur Sjálfstæðis- flokksins lá í ioftinu. Reyndar bjóst ég ekki við svo stórum sigri sem raun varð á.“ Sigurgeir kvaðst líta bjartsýnn til komandi kjörtímabils; áfram yrði haldið því starfi sem unnið hefði verið á síðasta kjörtímabili. „Áhersla verður lögð á þau mál sem við höfum sett á oddinn í kosninga- baráttunni; hreinsun strandlengj- unnar og byggingu og sjóvama- garða og aukinn kraftur settur í þá vinnu.“ Benedikt Sveinsson, oddviti sjálfstæðismanna í Garðabæ: Stærsti sigur okkarf rá upphafi „VIÐ erum mjög ánægðir og stoltir yfir þessari útkomu. Garð- bæingar völdu áframhaldandi stjórn okkar og höfnuðu sam- bræðslu andstæðinga okkar,“ sagði Benedikt Sveinsson, for- maður bæjarráðs Garðabæjar og efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Garðabæ. Sjálfstæðis- flokkurinn hlaut í þessum kosn- ingum 67,3% greiddra atkvæða og flmm menn kjörna af sjö, en í kosningunum 1986 var fylgið 53% og fjórir menn kjörnir. Sigur Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ er sá stærsti frá upphafi. „Lengst af var nú erfitt að átta sig á því hvernig iaiidið lægi í þess- um kosningum, en þegar nær dró var ég farinn að finna mjög góðan hljómgrunn. Niðurstaðan var hins vegar í efri mörkum þess sem mað- ur sá í kortunum," sagði Benedikt. Um ástæður hins mikla kosn- ingasigurs sagði Benedikt að hann stafaði fyrst og fremst af því að sjálfstæðismenn hefðu staðið sig vel á kjörtímabilinu. „Það kunnu Garðbæingar að meta og því féll neikvæður málflutningur andstæð- inga okkar í grýttan jarðveg. Fram- boðslisti okkar var og sterkur og stefnumálin höfðuðu vel til kjós- enda. “Það lá einnig fyrir að Alþýðu- flokkurinn fengi minna fylgi en síðast vegna óvinsælda ríkisstjóm- arinnar. Sambræðsluframboð Al- þýðubandalags og Framsóknar, Eining, misheppnaðist gersamlega, því það er ljóst að margir af þeim sem áður studdu þessa flokka sneru sér að Sjálfstæðisflokknum. Það er í raun skýringin á viðbótarfylgi flokksins.“ Um komandi kjörtímabil sagði Benedikt að sjálfstæðismenn myndu halda áfram þar sem frá var horfið, við uppbyggingu hins unga bæjarfélags Garðabæjar. Magnús Sigsteinsson, oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ: Fundumað straumarnir lágu til okkar „SIGURINN er ákaflega sætur fyrir okkur sjálfstæðismenn. Við stóraukum fylgi okkar og höld- um sama fúlltrúafjölda, þrátt fyr- ir að fjórir andstöðuflokkar okk- ar hafi lagst í eina sæng, gagn- gert til þess að fella okkur. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta í 16 ár þannig að allt átti að gera til þess að fella okk- ur,“ sagði Magnús Sigsteinsson, forseti bæjarsljórnar Mosfells- bæjar og efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins. Sjálfstæðisflokk- urinn hlaut 63,5% fylgi í kosning- unum og fimm menn kjörna af sjö; hafði 54% fylgi 1986 og sama fúlltrúafjölda. Um ástæður sigursins sagði Magnús að Sjálfstæðisflokkurinn hefði unnið vel á kjörtímabilinu og tekist hefði í kosningabaráttunni að koma því vei til skila. „Mosfell- ingar kunnu vel að meta það sem við höfum gert og sýna þeir okkur mjög mikið traust með svo afger- andi stuðningi," sagði Sigurgeir. Um gagnrýni andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins um óheiðarlega kosningabaráttu, sagði Magnús að hann vísað þeim algerlega á bug. „Ég skil ekki yfirlýsingar E-listans um óheiðarleika; er það með öllu óskiljanlegt að þeir láti slíkt út úr sér.“ Benti hann á að í ljósi mál- flutnings E-listans væru úrslit kosninganna eðlileg. Magnús kvað úrslitin hafa komið sér þægilega á óvart. Fyrirfram hefði verið búist við tvísýnum kosn- ingum, þar sem aðeins væri um að ræða tvö framboð. „Við fundum það hins vegar síðustu dagana fyrir kosningar að straumarnir lágu til okkar. Ég hafði gert mér vonir um að meirihlutinn stæði, en ég hafði ekki gert ráð fyrir að við héldum fimm mönnum og fengjum svo af- gerandi stuðning." Magnús taldi með hliðsjón af úrslitunum í Mosfellsbæ og víðar, að bið yrði á því að vinstriflokkarn- ir reyndu aftur sambræðsluframboð rétt fyrir kosningar. „Þeir hljóta að hafa lært sína lexíu." Jóhann Bergþórsson, oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði: Fólk horfir til framkvæmd- anna en ekki hvernig er framkvæmt „VIÐ steíndum að því að ná fimm mönnum og það vantaði ekki mikið upp á það. Það voru óneit- anlega vonbrigði, en í ljósi þess hve róðurinn var þungur, eru úrslitin viðunandi," sagði Jóhann Bergþórsson, oddviti sjálfstæðis- manna í Ilafnarfirði. D-listi, listi Sjálfstæðisflokksins, hlaut 35% atkvæða í kosningunum nú, en hlaut 32,1% í síðustu bæjarstjórn- arkosningum. „Við litum svo á í upphafi kosn- ingabaráttunnar að róðurinn væri þungur, þar sem fráfarandi meiri- hluti hefur verið að klára fram- kvæmdir og verk sem við vorum byijaðir á þegar við vorum í meiri- hluta. Skoðanakannanir bentu reyndar til þess að Alþýðuflokkur- inn fengi fylgi á bilinu 50-56%, en þeir fengu hins vegar einungis 48%,“ sagði Jóhann. Jóhann kvaðst líta svo á að niður- staðan endurspeglaði að fólk horfði frekar til framkvæmdanna en ekki hvernig væri framkvæmt. „Við trú- um því hins vegar að á næstu íjór- um árum átti fólk sig á því hvernig framkvæmt var og að staða fjár- málanna birtist í minnkandi fram- kvæmdum og minni glansmynd. Jóhann sagði að þrátt fyrir meiri- hluta Alþýðuflokksins væri tiltölu- lega lítið sem hefði breyst; Sjálf- stæðisflokkurinn héldi sömu stöðu innan bæjarstjómarinnar varðandi hlutföll í nefndum og ráðum. „Við munum að sjálfsögðu velta vöngum yfir þessum úrslitum, en höldum að öðru leyti okkar striki og von- umst eftir betra gengi í næstu kosn- ingum." Guðmundur Gunnarsson, oddviti sjálfstæðismanna í Bessastaðahrepp: Hið mikla fylgi kom mjög á óvart „VIÐ áttum alls ekki von á svo miklu fylgi og er í raun erfitt að greina hver ástæða þessarar miklu fylgisaukningar er,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, oddviti lista sjálfstæðismanna í Bessa- staðahrepp. D-listi, listi sjálf- stæðismanna fékk 69,6% atkvæða og flóra menn af fímm í sveitar- stjórn. I síðustu kosningum var fylgi Sjálfstæðisflokksins 36,3%, þannig að flokkurinn hefur tæp- lega tvöfaldað fylgi sitt. „Það er erfitt að finna einhverja eina skýringu á þessum glæsilega sigri sjálfstæðismanna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúar klofningsframboðs frá þeim stjórn- uðu sveitarfélaginu á síðasta kjörtímabili og sameinuðust síðan undir merkjum Sjálfstæðisflokks- ins, og ætli kjósendur hafi ekki vilj- að hafa áfram sama hóp. Einnig tel ég það spila inn í að andstæðing- arnir náðu ekki að stilla saman sína strengi og spiiuðu sig reyndar mjög sérkennilega. Við unnum vei á síðasta kjörtímabili; má þar nefna loforð um íþróttahús og átak í gatnagerð sem efnd voru og styrka fjármálastjórn. Sveitastjórinn hefur og staðið sig vel, en hann var á lista flokksins 1986 og mun áfram gegn starfi sveitarstjóra. Það er því margt sem spilar inn í,“ sagði Guð- mundur Gunnarsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Bessa- staðahrepp. Ellert Eiríksson, oddviti sjálfstæðismanna í Keflavík: Úrslitin eru uppskera markvissrar vinnu SJÁLFSTÆÐISMENN í Keflavík bættu við sig tveimur bæjarfull- trúum í bæjarstjórnarkosningun- um og hafa nú fjóra. Ellert Eiríksson, efsti maður á D-listan- um, segir að úrslitin séu upp- skera markvissrar vinnu. Fram- boðslistinn hafi verið samhentur og náð vel til ungra kjósenda. Listi sjálfstæðismanna í Keflavík hlaut 36,76% atkvæða og ijóra bæjarfulltrúa kjörna. Ellert Eiríks- son, efsti maður listans, segir þessi úrslit vera uppskeru þess að sam- hentur hópur frambjóðenda flokks- ins hafi með markvissri vinnu á- unnið sér traust kjósenda. Þar hafi stuðningur ungra kjósenda vegið þungt, en flokkurinn ætti góðan hljómgrunn meðal þeirra, sem nú hefðu gengið að kjörborðinu í fyrsta sinn. Ellert segir, að á kjörtímabilinu muni sjálfstæðismenn leggja mesta áherslu á atvinnumál í bænum, umhverfismál og trausta og hag- sýna íjármálastjórn. Varðandi meirihlutasamstarf á kjörtímabilinu segist Ellert gera ráð fyrir að sjálf- stæðismenn muni leita eftir sam- starfi við bæjarfulltrúa Framsókn- arflokksins. Áðalatriðið væri að ná samstöðu um myndun starfhæfs meirihluta. Sturla Böðvarsson, oddviti sjálfstæðismanna í Stykkishólmi: Kjósendur meta sterka málefna- stöðu okkar STURLA Böðvarsson, bæjar- stjóri í Stykkishólmi og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins, segir að úrslit bæjarstjórnar- kosninganna á laugardag gefi til kynna, að bæjarbúar telji flokk- inn hafa farið vel með völdin í bænum og hafi metið sterka málefnastöðu hans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hreinan meirihluta í Stykkishólmi síðan 1974. Flokkurinn hlaut 65,44% atkvæða í kosningunum nú og fékk 5 bæjarfulltrúa af sjö og bætti þar með við sig einum manni. í samtali við Morgunblaðið sagði Sturla Böðvarsson bæjarstjóri að sjálfstæðismenn væru afar ánægðir með þessi úrslit. Ljóst væri að bæj- arbúar teldu sjálfstæðismenn hafa farið vel með völd sín og mætu sterka málefnastöðu þeirra í bæn- um. Frambjóðendur flokksins hefðu verið sterkur og samhentur hópur og kosningabarátta þeirra málefna- leg. „Við munum á kjörtímabilinu leggja mikla áherslu á að styrkja atvinnulífið í bænum, einkum sjáv- arútveginn," segir Sturla. „Jafn- framt munum við beita okkur fyrir því, að ná fram uppgjöri við ríkið vegna skulda þess við bæjarsjóð." Sturla segir að sjálfstæðismenn muni leggja áherslu á að samstaða og samstarf innan bæjarstjórnar- innar verði gott á kjörtfmabilinu. „Við höfum lagt okkur fram við að ná breiðri samstöðu um mál innan bæjarstjórnarinnar. Ef okkur tekst það nú, eru úrslit kosninganna fyrst og fremst sigur Stykkishólmsbæj- ar,“ segir Sturla Böðvarsson. Framboð Sjálfstæðisflokksins í kaupstöðum 1990 í samanburði við sömu staði 1986 MbUKG 6°/o fylgisaukning Sjáifstæðisfiokks Sjálfstæðisflokkurinn fékk 58.685 atkvæði í kaupstöðunurn 30 í bæjar- stjórnakosningunum á laugardag, sem er 48,3% af greiddum atkvæð- um. Árið 1986 fékk flokkurinn 42,4% fylgis í sömu bæjum. Árið 1974 fékk flokkurinn enn meira fylgi. Þá var reiknað saman fylgi hans í kaupstöðum og fjórum kauptúnum og reyndist það vera 50,5%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.