Morgunblaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 1990 37 Samviskufangar Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli al- mennings á máli þessara samvisku- fanga. Amnesty vonar að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum mönnum og skipi sér á bekk með þeim, sem beijast gegn mannréttindabrotum á borð við þau, sem hér eru virt að vettugi. íslandsdeild Amnesty gefury einnig út póstkort til stuðn- ings föngum mánaðar- ins. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kortum með því að hringja til skrif- stofunnar, Hafnarstræti 15, virka daga frá kl. 15-18 í síma 16940. Malawi: Thoza Khonje, 42 ára svæðisstjóri malawíska sykurfyrir- tækisins. Honum er haldið án dóms og laga í Mikuyu-fangelsinu í Zomba. Thoza Khonje er frá norðurhluta Malawi, en starfar í suðurhluta landsins. Hann var handtekinn, ásamt tveimur vinum sínum, 28. febrúar 1989 í Nehalo-verslunar- miðstöðinni. Talið er að ríkisstjórn lýðveldisins hafi fjölda uppljóstrara á sínum snærum og virðist einn þeirra hafa heyrt ummæli Khonje um nýlega fyrirskipun lífstíðarfor- setans Kamuzu Banda, um að senda kennara frá norðurhluta landsins til síns heima. Khonje sagði að slíkt myndi leiða til hruns menntakerfis- ins, því meirihluti kennara er frá norðurhluta Malawi. Þessi ummæli voru túlkuð sem gagnrýni á lífstíð- arforsetann og urðu til þess að Khonje var handtekinn ásamt félög- um sínum. Handtakan varð á sam tíma og Banda forseti kom af stað nýjustu herferð sinni gegn íbúum frá Norður-Malawi. Þeir hafa verið sakaðir um að hafa í hyggju að ganga úr ríkjasambandi við Malawi og fyrir tilraun til að þróa eigin efnahagskerfi og skaða þar með aðra hluta landsins. Gefíð var í skyn að kennarar frá Norður- Malawi, sem ynnu í mið- og suður- hluta landsins, slægju slöku við kennsluna. Fyrirskipun Banda for- seta um að flytja kennara til norður- hlutans kom ekki til framkvæmda, að því er virðist vegna sömu ástæðna og Khonje hélt fram. Amnesty er kunnugt um 13 aðra Malawibúa frá norðurhluta landsins sem handteknir voru í ársbyijun 1989 við svipaðar kringumstæður. Þeir eru allir samviskufangar. Á meðal þeirra eru opinberir starfs- menn, kennarar, námsmenn og einn læknir. Þeir virðast vera í haldi samkvæmt öryggisreglugerð lands- ins frá 1965. Fyrirskipanir um varð- hald á að endurskoða á 6 mánaða fresti, en þetta er sjaldan gert og fólk er haft í haldi í ótakmarkaðan tíma án dóms og laga. Vinsamlegast skrifíð kurteisleg bréf og farið fram á að Thoza Khonje verði tafarlaust látinn laus. Skrifið til: His Excellency the Live President Ngwazi Dr. H. Kamuzu Banda Offíce of the President and the Cabinet Private Bag 388 Liliongwe 3 Malawi. Sovétríkin: Pavel Solovyov, 38 ára gamall meðlimur í hvítasunnu- söfnuði. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að halda trúarsamkomu undir beru lofti. Pavel Solovyov var handtekinn í febrúar 1989 eftir að hafa leitt unglinga syngjandi sálma um einn af almenningsgörðum Slavyansk í Úkraínu. 3. mars 1989 sakaði dóm- stóll í Donetsk hann um „meinfýsin spellvirki“ skv. 206 grein úkraínsku hegningarlaganna. 18. grein alþjóð- lega sáttmálans um borgaralegan og stjómmálalegan rétt tryggir rétt einstaklingsins til að stunda trú sína opinberlega eða í kyrrþey, einn eða í hópi annarra. Frá því 1988 hafa sovésk yfirvöld haldið því fram að fólk sé ekki handtekið fyrir trúar- iðkun sína. Með því að ásaka ein- stakling um „meinfýsin spellvirki“ er viðkomandi refsað fyrir að „raska ró almennings vísvitandi og sýna þjóðfélagslegt virðingarleysi.“ Þetta hafa sovésk yfírvöld oft notað til að refsa fyrir friðsamlegar að- gerðir sem þau sætta sig ekki við. Amnesty telur að fangelsun Pavels Solovyovs bijóti í bága við rétt hans til trúfrelsis og lítur því á hann sem samviskufanga. Hvítasunnusöfnuðurinn er kristi- legur trúflokkur bókstafstrúar- manna sem festi rætur í Rússlandi í byijun þessarar aldar. I trú safn- aðarins eru mörg atriði sem stang- ast á við þær ströngu reglur sem sovésk yfirvöld hafa sett um trúar- iðkun. Á síðastliðnum 20 árum hafa tugir hvítasunnusafnaðarmanna lent í fangelsi fyrir að boða trú sína eða fyrir að neita að gegna herþjón- ustu. Frá árinu 1987 hafa a.m.k. þrír hvítasunnumenn verið fangelsaðir fyrir að neita að gegna herþjón- ustu, en sama ár hófu sovésk yfir- völd að láta laus hundruð samvisku- fanga. Pavel Solovyov er fyrsti hvít- asunnumaðurinn sem vitað er til að hafi verið fangelsaður á undanf- örnum árum fyrir að boða trú sína. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að hann verði tafarlaust látinn laus. Skrifið til: Yu Reshetov Head of the Human Rights Section USSR Ministry of International Affairs pr. Kalinina 9 Moscow U SSR/Sovétríkin. Myanmar: Nay Min, 42 ára gam- all lögfræðingur, var handtekinn 21. október 1988 í Yangon (áður Rangoon) stuttu eftir að herinn rændi völdum og kom á herlögum í landinu. Fregnir herma að hann hafí verið dæmdur í 14 ára fang- elsi vegna fréttaskýringa sem hann sendi BBC og fyrir að „hafa undir- höndum rit sem lýstu andstöðu við ríkisstjórnina“. Eftir valdaránið lagði ríkisstjórn- in bann við opinberri gagnrýni á stjórnina og við fjöldasamkomum, þ.e.a.s þar sem fimm eða fleiri koma saman. Opinberir fjölmiðlar sögðu að Nay Min væri í haldi fyrir að senda „upplognar fréttir og róg- burð“ til BBC í ágúst og september 1988. Opinberir fjölmiðlar segja að Nay Min „hafi orðið óánægður með ríkisstjórnina eftir að hafa heyrt sögusagnir í tengslum við óeirðirnar í mars og apríl 1988“. Hér er skír- skotun til staðhæfínga um að ör- yggissveitir hafí myrt friðsama mótmælendur á þessu tímabili. Óopinberar fregnir herma að Nay Min hafí verið í nánum tengslum við leiðtoga lýðræðissinna er þeir stóðu fyrir mótmælum 1988. Fregnir herma að Nay Min hafí verið leiddur fyrir rétt 7. og 21. nóvember. í síðara skiptið kvartaði hann yfir slæmri meðferð og bað um að vera lagður inn á sjúkrahús, en beiðni hans var neitað. Um síðir var hann leiddur fyrir herrétt, en herdómstólum var komið á fót sam- kvæmt herlögum í júlí 1989. Máls- meðferð fyrir slíkum dómstólum er einfölduð; réttur einstaklingsins til vamar er mjög takmarkaður og ekki er hægt að áfrýja til hærri dómstóls. Allt þetta er brot á alþjóð- areglum um sanngjöm réttarhöld. í október 1989 bárast fregnir um að Nay Min hefði verið dæmdur í 14 ára erfiðisvinnu samkvæmt lög- um um neyðarráðstafanir frá 1950. Hann var fundinn sekur um að hafa „sent upplognar fréttir og róg- burð til BBC“ og fyrir að „hafa undir höndum rit sem lýstu and- stöðu við ríkisstjómina“. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að Nay Min verði tafarlaust látinn laus og án skilyrða. Skrifið til: Gen. Saw Maung Prime Minister and Minister of Defence and of Foreign Affairs Ministers’ Office Yangon Union of Myanmar. d v a í d d c i n n Í*®i Y A 1 1 | I™ 1 1 J 1 J MmJ’ 1 8 % %eJ? 1 Bar I ■ In. 1 hr &*r mmm m FLLSAR P' KénJÍ FLISAR já|Rr| I 1 ÍTALSKAR, ÞÝSKAR, DANSKAR, SVISSNESKAR, HOLLENSKAR - JÁ, OG — JAFNVEL BRASILlSKAR - FLÍSAR í HREINLÆTISTÆKJADEILD BYKO í BREIDDINNI | O uy FLÍSATILBOÐ í GANGl 11 £E BYKO — w |z ml ------- — i S í M I 4 10 0 0 ERHJARTAÐÁ RÉTTUM-5TAÐ? MÉRKJASALA 31. MAÉ - 2. JÚNÍ \ StuAlum aA bættum tækjabúnaSi sjúkrcutolnana og uppbyggingu hæfingarstöSva ffyrir hjartasjúldinga. SÓKN TIL BETRI HEILSU landssamtok hjartasjukunga Hafnarhúsinu v. Tryggvagötu. Sími 25744. Pósthólf 830. - 121 Reykjavík. Tékkareikningur 5800 íslandsbanka, Austurstræti 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.