Morgunblaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990 51 21 ARS KNATTSPYR TENNIS Landsliðsmaðurinn fyrsti íslendingurinn, sem verður Evrópumeistari í flokkaíþrótt KRISTÁN Arason bætti enn einni rós í hnappaga- tið í gærkvöldi, er hann varð Evrópubikarmeistari í handknattleik ásamt félög- um sínum í spænska liðinu Teka Santander. Teka tap- aði fyrri úrslitaleiknum gegn Drott, sem fram fór í Svíþjóð, 24:22, en vann 23:18 á heimavelli ígær- kvöldi og titillinn var í höfn. ÚRSUT Knattspyrna Ísland-Albanía 0:0 Kópavogsvöllur, Evrópukeppni 21-árs liða/ÓIympíukeppni, þriðjudaginn 29. maf 1990. Gul Spjöld:Dema, Kola, Milori og Daiu, Al- banfu. Áhorfendur: 350. Dómari: A. Ritlchie frá Norður-írlandi. ísland: Ólafur Pétursson, Bjami Beneditks- son, Kristján Halldórsson, Helgi Björgvinsson, Þormóður Egilsson, Steinar Adólfsson, Har- aldur lngólfsson, Rúnar Kristinsson, lngólfur Ingólfsson, (Grétar Steindórsson vm. á 83. mín.), Valdimar Kristófersson, Ríkharður Daðason, (Bjarki Pétursson vm. 71. mín.). Albanía: Nallbani, Dema, Mehilli, (Ciruna vm. á 87. mín.), Stroni, (Kalllco vm. á 67. mín.), Kola, Milori, Shllaku, Noga, Bilali og Daiu. BIKARKEPPNI KSÍ 1. umferð: ÍR—Víkvetji...................6:0 Snorri Már Skúlason 3, Stefán Ólafs- son, Bragi Bjömsson, Njáll Eiðsson. Reynir S.—Arvakur.............5:1 Anthony Stissy 2, Sigurður Haralds- son 2, Þórður Þorkelsson — Sæbjörn Guðmundsson. Hafnir—Víðir..................0:4 —Vilberg Þorvaldsson, Hlynur Jó- hannsson, Steinar Ingimundarson, Klemenz Sæmundsson. Skallagrímur—Leiknir R........2:1 Valdimar Sigurðsson, Haraldur Hin- riksson—Atli Guðmundsson. Njarð vík—Ármann..............0:1 —Ólafur Jósefsson. Þróttur R.—Ægir...............3:0 Sigurður Hallvarðsson, ívar Jósafats- son, Benedikt Sigurðsson. UBK—Snæfell..............fr.til 8/6 Hveragerði—BÍ.................0:2 Víkingur Ól.—Afturelding......1:0 Selfoss—TBR...................5:0 Guðjón Þorvarðarson 2, Heimir Karls- son 2, Dervic, Gísli Björnsson. Umf. Langnesinga—Reynir Á.....2:5 Leiftur—Völsungur.............3:1 Sigurbjöm Jakobsson 2, Hörður Ben- ónýsson—Ásmundur Arnarson. TBA—Magni................... 0:2 — Reimar Helgason, Heimir Ásgeirs- son. Valur Rf.—Þróttur Nes.........1:2 Guðgeir Sigutjónsson — Þráinn Har- aldsson, Ámi Þór Freysteinsson. Dalvík—KS.....................1:8 Ingólfur Kristjánsson — Hlynur Eiríksson, Hafþór Kolbeinsson. Höttur—Einherji...............0:1 —Gísli Davíðsson. Leiknir F.—Austri E...........4:2 Sigurður Einarsson, Albert Hansson, Jakob Atlason, Árni Gíslason — Sig- urður Magnússon, Hilmir Ásbjörns- son. Ernir—ÍBK.....................2:3 Gústaf Bjarnason, Helgi Ketilsson — Óli Þór Magnússon 2/1, Gestur Gylfa- son. Fylkir—Grindavík..............2:1 Fjölnir og Haukar áttu einnig að leika en I'jölnismenn drógu lið sitt úr keppni. Terni, Ítalíu. Úrvalslið Úmbríu—Brasilía.....1:0 Artistico (6.). Kovtoúm afþakkaði sæti í landsliðinu Sovétmaðurinn í liði íslands- meistara KR, Anatólíj Kovto- úm, afþakkaði sæti í 18-manna hóp sovéska landsliðsins í körfu- knattleik fyrir heimsmeistara- keppnina í Argentínu sem hefst í ágúst. Kovtoúm sagðist ekki vera tilbúinn fyrir undirbúning lands- liðsins og vildi frekar einbeita sér að leikjum með KR á íslandi. Laszló Nemeth, fyrrum þjálfari KR, sagði að afþökkun Kovtoúms hefði komið sovéska landsliðs- þjálfaranum nokkuð á óvart. „Þeir vildu fá hann í hópinn og voru undrandi þegar hann hafnaði. En það varð að samkomulagi að hann fengi frí og gæti leikið með KR næsta vetur,“ sagði Nemeth. Aðstoðarþjálfari sovéska lands- liðsins, Khromipav Zurab, er staddur hér á landi sem kennari á þjálfaranámskeiði KKl. Hann ræddi einnig við Nemeth um að fá Kovtoúm í liðið. „Ég sagði þeim að Kovtoúm vildi einbeita sér að KR og teldi ekki rétt að gefa kost á sér í landsliðið,“ sagði Nemeth. Fjórír KR-ingar til Sovétríkj- anna Pjórir KR-ingar, Axel Nikulás- son, Matthías Einarsson, Guðni Guðnason og Ólafur Guðmunds- son eru á leið til Sovétríkjanna. Þar ætla þeir að heilsa uppá Kovtoúm í heimaborg hans Sim- ferapol. Aðstoðarþjálfari sovéska landsliðsins, Zurab, hefur einnig boðið þeim að heimsækja æfínga- búðir Sovétmanna við Svartahaf og fylgjast með æfíngum í 2-3 daga. Boris Becker og Edberg úr leik Tveir sterkustu tennisleikarar heims, Bóris Becker og Stefan Edberg, féllu mjög óvænt úr keppni í fyrstu umferð á opna franska meistaramótinu á Roland Garros vellinum í gær. Þeir voru efstir á styrkleikalista mótsins og er þetta í fyrsta sinn í sögu stórmótanna í tennis að tveir efstu menn falla úr keppni í 1. umferð. Edberg, sem var efstur á styrk- leikalistanum, tapaði fyrir Spán- veijanum Sergi Bruguera, 4:6, 2:6 og 1:6 og er þetta í fyrsta sinn sem efsti maður fellur úr keppni í fyrstu umferð. Becker gekk litlu betur gegn Júgóslavanum Ivaniseviz og tapaði 7:5, 4:6, 5:7 og 2:6. Heimamenn, vel studdir af 4.000 áhorfendum, tóku leik- inn strax í sínar hendur, léku árang- ursríkan sóknarleik og Mats Olsson, markvörður Teka og Frá heimsmeistaraliðs Atla Svía, varði nánast Hilmarssyni allt, sem á markið aSpánl kom. Það gerði gæfumuninn og Teka var með ör- ugga forystu í hálfleik, 15:9. Viðureignin var jafnari eftir hlé og virtist um tíma sem heimamenn væru að missa undirtökin, en Olsson gaf þeim byr undir báðá vængi og þeir héldu fengnum hlut. Villaldea var markahæstur hjá Teka með 9 mörk. Melo skoraði 7, Kristján 4 og Puig 3. Þeir áttu all- ir mjög góðan leik, en að öðrum ólöstuðum var Mats Olsson maður leiksins. Tomas Gustavsson, markvörður Drott, lék vel og eins voru Magnus Andersson og Ola Lindgren góðir. Kristján er fyrsti íslendingurinn, sem verður Evrópumeistari í flokka- íþrótt. Morgunblafiið/Bjarni Bjarni Beneditsson skallar hér að marki Albana eftir aukaspyrnu Ingólfs Ingólfssonar, en knötturinn fór yfír markið. Þetta reyndist jafnframt besta marktækifæri íslendinga í leiknum. „Óánægður með úrslrtin“ - sagði Marteinn Geirsson, þjálfari 21 árs landsliðsins, eftir jafntefli gegn Albaníu ÍSLAND og Albanía gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik liðanna í Evrópukeppni lands- liða og Ólympíukeppni 21 árs landsliða í Kópavogi í gær- kvöldi. Leikurinn var slakur og fátt um marktækifæri. Íslenska liðið var meira með bolt- ann og lék oft vel úti á vellinum, lét boltann ganga manna á milli. Það vantaði þó allan sóknarkraft í Hðið og runnu flest- ValurB. ar sóknarlotur liðs- Jónatansson ins út í sandinn áður skrifar en Romið var að vítateig andstæð- inganna. Völlurinn var mjög blautur og setti það svip sinn á leikinn. „Ég er mjög óánægður með þessi úrslit," sagði Marteinn Geirsson, sem stjórnaði U-21 árs landsliði íslands í fyrsta sinn. „Fyrri hálfleik- ur var betri og áttum við þá mjög góðan kafla. í síðari hálfleik lék lið- ið ekki sem ein heild og leikmenn hjálpuðu ekki hvor öðrum nægilega mikið. Ég þorði ekki að taka áhætt- una á að setja meiri sóknarþunga því Albanir eru með mjög fljóta menn og það hefði komið niður á varnarleiknum," sagði Marteinn. Besta marktækifæri íslands fékk Bjami Benediktsson um miðjan fyrri hálfleik er hann átti skalla rétt yfir eftir aukaspyrnu Ingólfs Ingólfssonar í fyrri hálfleik. Albanir fengu þó enn betra færi er Milori átti hörkuskot úr góðu færi sem Ólafur, markvörður, varði meistara- lega í hom. Síðari hálfleikur var rryög daufur og fengu liðin ekki eitt einasta hættulegt marktæki- færi. Bestu leikmenn íslands vom vamarmennimir Bjarni og Þormóð- ur. Steinar og Rúnar vom sterkir á miðjunni, en Rúnar hefði mátt reyna meira sjálfur. Eins var Valdi- mar ógnandi í sókninni, en mátti sín lítils gegn margnum. Ólafur var öryggið uppmálað í markinu og gerði engin mistök. Albanska liðið var ekki sannfær- andi. Leikmenn liðsins ráða yfir miklum hraða en ætluðu sér oft um of. Kristján Arason gefur Puig, félaga sínum, góð ráð í leiknum í gærkvöldi. Puig gerði þrjú mörk í leiknum, en íslenski landsliðsmaðurinn fjögur mörk. Á myndinni til hliðar hleypur Kristján til baka eftir að hafa gert eitt marka sinna í leiknum. HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA KORFUKNATTLEIKUR Kristján Evrópu meistari meðTeka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.