Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 2
2 C
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MIÐVKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990
KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD
Morgunblaðið/JÚIIus
Sittu bara rólegur Ingi minn, gæti Þormóður Egilsson, KR-ingur, sagt
við mótheija sinn, Inga Sigurðsson, Eyjamann. Það voru hins vegar KR-ingar
sem sátu eftir með sárt ennið að leikslokum en Vestmannaeyingar fögnuðu sigri.
7TÆtluðum
okkur
öll stigin"
- sagði Sigurlás Þorleifsson, þjálfari ÍBV,
eftir 1:0 sigurgegn KR
Þórsarar
stöðvuðu
Framara
Birkir Kristinsson kom í veg fyrir tap
Fram er hann varði varði vítaspyrnu
MIKIL barátta Þórsara sló Framara út af laginu á Akureyri á
laugardaginn; bikarmeistararnir, sem höfðu byrjað deildarkeppn-
ina glæsilega með tveimur stórsigrum náðu ekki að sýna sitt
besta og sanngjarnt jafntefli varð niðurstaðan, markalaust. Það
voru Þórsarar, sem höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum,
sem voru nær sigri að þessu sinni — þeir fengu besta færi leiks-
ins eftir að Árni Þór Árnason var felldur á vítateig er langt var
liðið á leikinn og víti dæmt. Bjarna Sveinbjörnssyni brást hins
vegar hrapallega bogalistin; Birkir landsliðsmarkvörður átti ekki
í minnstu vandræðum rrieð að verja mjög slakt skot hans.
„Ég er himinlifandi. Dagskipun-
iri var að spila okkar leik og við
sigruðum, sem skiptir öllu. Við
ætluðum okkur öll stigin og
þau eru okkar,“ sagði Sigurlás
Þorleifsson, þjálfari og leik-
maður ÍBV, við Morgunblaðið
eftir 1:0 sigur gegn KR á KR-
velli á laugardag.
Vörn Eyjamanna var aðal gest-
anna að þessu sinni, en þeir
hafa nú haldið hreinu í tveimur
leikjum í röð. „Vamarleikurinn var
höfuðverkur í 2.
Steinþór deildinni í fyrra,“
Guðbjartsson sagði Sigurlás. „Þá
skrifar náðum við að halda
hreinu í tveimur
leikjum, en nú höfum við jafnað
árangurinn. Okkur hefur tekist að
setja fyrir lekann og þetta er
stöðugleiki."
Miðjumennirnir börðust vel og
Júgóslavinn Andrej Jerina uppskar
laun erfiðisins um miðjan seinni
hálfleik. Þá vann hann knöttinn
rétt við miðlínu, skaust framhjá
tveimur KR-ingum á leiðinni upp
hægri kantinn að markteigshorni
KR, þar sem skot reið af, Ólafur
Gottskálksson var nálægt því að
veija, en inn fór boltinn. „Andrej
skoraði í tveimur æfíngaleikjum
gegn Stjörnunni í vor, en síðan
ekki söguna meir,“ sagði Sigurlás.
„Þetta hefur háð honum, en nú er
mikilli spennu aflétt. Hann þurfti
að sanna sig fyrir sjálfum sér og
hann gerði það á eftirminnilegan
hátt.“
Sem fyrr sagði börðust Eyjamenn
vel á miðjunni án þess að skapa sér
færi. „Það er gífurleg breyting að
leika í 1. deild. í fyrra réðum við
yfirleitt gangi leiksins hverju sinni
frá byijun, en nú verðum við að
hafa meira fyrir hlutunum. Tak-
markið var að ná fimm stigum úr
fyrstu þremur leikjunum, en þau
urðu sex og við getum ekki annað
en verið kátir með það,“ sagði Sig-
urlás.
KR-ingar voru daufir. Svo virtist
sem þeir væru að blða eftir að eitt-
hvað gerðist í stað þess að byggja
upp spil með árangur í huga. Menn
hugsuðu fyrst og fremst um það
að koma boltanum frá sér sem
hæst og lengst í burtu. „Mínir menn
voru áhugalausir," sagði Ian Ross,
þjálfari KR. „Viljinn var ekki fyrir
hendi, leikgleðina vantaði. Hugar-
farið verður að vera rétt og menn
hafa ekki efni á að telja sig betri
en mótheijarnir eru. Þetta var slak-
ur leikur og minnti í mörgu á fyrsta
leikinn.“
Heimamenn sköpuðu sér reyndar
þijú mjög góð marktækifæri. Þegar
rúmur hálftími var liðinn skaut
Gunnar Skúlason naumlega fram-
hjá úr ágætri stöðu innan vítateigs.
Pétur Pétursson skallaði framhjá
úr opnu færi eftir hornspyrnu í
byijun seinni hálfleiks og stundar-
fjórðungi fyrir leiksok fékk Ragnar
Margeirsson gullið tækifæri til að
jafna metin eftir góða stungusend-
ingu frá Pétri. Ragnar var á auðum
sjó, en Adolf Oskarsson • bjargaði
skoti hans með góðu úthlaupi.
Ragnar náði boltanum aftur, en
reyndi að skjóta í stað þess að gefa
fyrir, þar sem tveir KR-ingar stóðu
fyrir opnu marki.
Nói Björnsson, fyrirliði Þórs,
sagðist óánægður með að ná
ekki öllum þremur stigunum en þo
ánægður með baráttuna í liðinu.
■■■■■■ „Þetta sýnir að ef
Anton allir leikmenn liðsins
Benjaminsson leggja sig fram þá
skrifarfrá er ýmislegt hægt,“
Akurey" sagði Nói
Lítið var um færi í leiknum. Júgó-
slavinn Kostic, þjálfari og leikmaður
með Þór, átti þó tvö góð skot úr
aukaspyrnum sem Birkir varði vel
og hinum megin bjargaði Friðrik
glæsilega — hirti knöttinn af tánum
á Ríkharði eftir að hann og Anton
höfðu spilað sig í gegnum Þórsvörn-
ina.
í síðari hálfleik skallaði Guð-
mundur Steinsson svo naumlega
framhjá Þórsmarkinu eftir góðan
undirbúnings Péturs Ormslev og á
síðustu mín. leiksins átti Ríkharður
Daðason fyrirgjöf sem Friðrik blak-
aði í þverslá.
Aðurnefnda vítaspyrnu fékk Arni
Þór með gríðarlegri baráttu. Hann
komst framhjá tveimur Frömurum
í teignum; Viðar Þorkelsson felldi
hann en ekkert var dæmt. Árni stóð
þá strax upp aftur og rauk af stað
með knöttinn en Jón Sveinsson
braut þá á honum og víti var dæmt.
„ÉG VAR ánægður með jafn-
teflið miðað við það hve lítið
var eftir þegar við jöfnuðum,
en miðað við leikinn í heild var
ég óánægður að fá ekki þrjú
stig. Við fengum færi í fyrri
hálfleik til að gera út um leik-
inn,“ sagði Ingi Björn Alberts-
son, þjálfari Vals, eftir 1:1 jafn-
teflið gegn Víkingi á laugardag-
inn.
Logi Ólafsson, starfsbróðir Inga
hjá Víkingi, sagðist einnig án-
ægður með jafntefli. „Ég var ekki
sáttur við fyrri hálfleikinn. Þeir
■■■■■■ fengu þá of mörg
Skapti færi, sem við vorum
Hallgrímsson jafnvel að búa til
skrifar handa þeim. Það er
ekki gott að segja
hvernig leikurinn hefði farið ef þeir
hefðu nýtt eitthvert þeirra. Miðað
við gang leiksins og færi þeirri í
fyrri hálfleik verð ég því að vera
Bæði lið reyndu að láta knöttinn
ganga milli manna, með jörðinni.
Báðum tókst það þokkalega; Fröm-
urum öllu betur, sérstaklega aftar-
lega á vellinum en þegar nær dró
hefðbundu hættusvæði varð ekki
mikið úr sóknarlotunum. Enda
Þórsvörnin góð. En mikil barátta
einkenndi þó leik beggja liða að
þessu sinni. í jöfnu Framliði var
Kristján Jónsson bestur; mjög
sterkur og ákveðinn.
Þórsarar breyttu liði sínu nokkuð
að þessu sinni frá fyrri leikjum:
Kostic, sem verið hefur aftasti
maður, lék nú á miðjunni. Sigurður
Lárusson kom inn í liðið á ný eftir
meiðsli og lék vel í sinni gömlu
stöðu, sem aftasti maður í vörn.
En besti maður liðsins var Þórir
Áskelsson sem kom inn í liðið og
lék mjög vel á miðjunni.
Einn úr hvoru liði var rekinn af
velli á 60. mín. Baldur Bjarnason
úr Fram og Sævar Árnason, Þór.
Baldur braut á Sævari, báðir féllu
við og lét Framarinn kné fylgja
kviði, og barði Þórsarann þar sem
þeir lágu. Fékk rautt fyrir vikið,
og Sævar gult fyrir mótmæli. En
hann hafði áður fengið gult og fór
því einnig af velli.
sáttur. En að því leyti er ég ekki
ánægður að við vorum 1:0 yfir og
aðeins fimm mínútur eftir.“
Goran Micic kom Víkingum yfir
um miðjan síðari hálfleik eftir
hroðaleg mistök Sævars Jóns^onar.
Sævar var með knöttinn á miðjum
velli við hliðarlínuna, „ætlaði að
gefa upp í hornið en það kom eng-
inn þangað. Ég varð því að gefa
aftur en sá alls ekki Víkinginn,"
eins og hann lýsti því sjálfur á eft-
ir. Micic var aleinn á vappi fyrir
innan Valsvörnina, Sævar gaf beint
á hann og Júgóslavinn þakkaði
gott boð — lék inn í teig, framhjá
Bjarna Sigurðssyni, sem sending
Sævars var ætluð, og renndi boltan-
um í tómt markið. „Þetta var algjör
gjöf frá landsliðsmanni. Ég varð
að skora eftir að hafa fengið bolt-
ann svona," sagði Micic á eftir.
Leikurinn var fjörugur. Vals-
menn sóttu mun meira í fyrri hálf-
Birkir. Þórir.
Mm
FOLK
■ BIRKIR Kristinsson mark-
vörður Fram hefur ekki fengið á
sig mai'k síðustu 361 mínútu í 1.
deildinni. Ekkert hefur verið skorað
hjá honum í þremur fyrstu leikjum
deildarinnar í ár og Víkingar náðu
því ekki í síðustu umferðinni fyrra.
Bjarki Gunnlaugsson var síðastui'
til að skora hjá Birki er ein mín.
var eftir að leik ÍA og Fram á
Skaganum í 17. umferð í fyrra.
■ BIRKIR er ekki óvanur því að
„halda hreinu" í deildarleikjum
síðan hann kom til Fram — það
gerði hann 12 sinnum í 18 leikjum
1988 og í 9 leikjum af 18 í fyrra.
Oftast allra markvarða bæði árin.
■ ÞORSTEINN Jónsson, leik-
maður Þórs, verður mikið á ferð-
inni í sumar, og hefur reyndar ver-
ið í vetur. Þorsteinn, sem lék áður
með Magna, býr enn á Grenivík,
og ekur því þaðan til Akureyrar á
allar æfingar, sem venjulega eru 5
á viku, og í leiki. Þetta kemur fram
í viðtali við hann í leikskrá Þórs
fyrir leikinn á laugardaginn.
■ ÞÓRIR Áskelsson lék fyrsta
heila leik sinn með Þór í 1. deild
á laugardaginn. Þórir, sem er yngri
bróðír Halldórs sem nú leikur með
Val, var besti maður Þórs í leiknum
— yfirvegaður á miðjunni og vel
spilandi.
■ Á SJÖTTA hundrað stólar hafa
verið settir niður í stúku KR-inga
og kunnu áhorfendur á laugardag
vel að meta breytinguna. Þetta er
fyrsta stúkan með stólum á íslensk-
um knattspyrnuvelli, en ráðgert er
að bæta 1.200 stólum við.
leik, héldu boltanum en Víkingar
drógu sig aftur. Siguijón var hættu-
legur, átti skot í stöng og Baldvin
varð vel frá honum í annað sinn.
Ekkert var skorað, en síðari hálf-
leikurinn var aðeins sjö mín. gam-
all er Micic gerði markið sem áður
var lýst.
Lítið var um færi eftir hlé og
ekki voru nema fimm mín. eftir er
Siguijón Kristjánsson náði að jafna
með glæsilegu marki. Þorgrímut'
Þráinsson tók aukaspyrnu úti á
hægri kanti og sendi knöttinn mjög
vel inn á markteigshornið nær. Sig-
uijón stökk upp fyrir framan varn-
armennina og rétt snerti knöttinn
með höfðinu — sneiddi hann í hlið-
arnetið ijær. Glæsilega gert. „Ég
reyndi þetta upp á von og óvön.
Þetta gerðist hratt og ég heyrði
fagnaðarlætin áður en ég áttaði
mig á því hafði gerst. Það var
æðislegt að sjá boltann í netinu,"
sagði Siguijón.
1.DEILD KVENNA
Titilvörnin hafin
jt
Islandsmeistarar Vals hófu á laugardag titilvörn sína með auðveldum
sigri á Þór frá Akureyri. Valsstúlkur höfðu töglin og hagldirnar í fyrri
hálfleik og oft skall hurð nærri hælum við Þórsmarkið. Guðrún Sæmunds-
dóttir skoraði fyrsta mark Vals beint úr aukaspyrnu og Ragnheiður
Víkingsdóttir bætti öðru marki við fyrir leikhlé.
Snemma í síðari hálfleik komu tvö mörk í viðbót frá Valsstúlkunum
Bryndísi Valsdóttur og Ingibjörgu Jónsdóttur og þar við sat.
„Æðislegt að sjá
boltann í netinu“
- sagði Sigurjón Kristjánsson sem tryggði Val jafntefli gegn
Víkingi með glæsilegu jöfnunarmarki í lokin