Morgunblaðið - 12.06.1990, Side 1

Morgunblaðið - 12.06.1990, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA FRJALSIÞROTTIR LÁNÍÓLÁNI Sleggju kastað í Eggert Bogason á æfingu í gær Eggert Bogason, kringlukastari úr FH, varð fyrir því óhappi á æfingu í Laugardálnum í gær að sleggju var kastað í hann af talsverðu færi. Talið var að hann hefði handleggsbrotnað, en við rannsókn á slysadeild Borgarspítalans kom í ijós að hann var óbrotinn, en illa marinn. Atvikið átti sér stað á æfingasvæði kastara í Laugardal. íþróttamenn voru að æfa kringlu- og sleggjukast, kringlukastarar öðru megin á vellinum og sleggjukastarar hinum megin. Eggert kastaði kringlu og er hann var að ná í hana fékk hann sleggju í vinstri upphandlegginn. Það má teljast lán í óláni að ekki fór verr því sleggjan er 7 kg að þyngd og höggið því mjög mikið er hún lenti í Eggerti. HANDKNATTLEIKUR / SPÁNN Kristján Arason Kristján áfram á Spáni KRISTJÁN Arason, landsliðs- maður«handknattleik, verður áfram í herbúðum Teka á Spáni. Kristján hafði áður hugsað sér að koma heima og leika með FH næsta vetur, en í gær ákvað hann að vera eitt ár í viðbót hjá Teka. Kristján sagði að forráðamenn Teka hafi lagt á það mikla áherslu að vera með sama lið næsta vetur og vann Evrópubikar- inn. „Ég er mjög ánægður með það samkomulag sem ég náði við Teka. Tilboðið var það gott að ég gat ekki hafnaði því og ákvað því að semja til eins árs eins og ég hef reyndar gert þau fimm ár sem ég hef leikið erlendis," sagði Kristján. Kristján sagði að það spilaði innf ákvörðun hans að liðið náði mjög góðum árangri á tímabilinu og það hafi verið hápunkturinn á ferlinum á vinna Evrópukeppni bikarhafa. „Næsta ár verður stefnan tekin á að vinna deildina. Liðið verður að öllum Ifkindum óbreytt næsta vetur. Það á aðeins eftir að ganga endanlega frá samningum við Mats Olsson, landsliðsmarkvörð Svía, og er búist við að hann taki tilboði Teka um að vera eitt ár í viðbót,“ sagði Kristján. Hann vildi ekki gefa mikið út á það að gefa kost á sér í íslenska landsliðið, en sagðist ætla að byija á því að taka sér gott frí og fá sig góðan af axlarmeiðlunum, sem hafa hijáð hann að undanfömu. HANDKNATTLEIKUR / ÁRSÞING HSÍ || KNATTSPYRNA / HM || HANDBOLTI Fjölgad um tvö lið í 1. deildinni Spiluð tvöföld umferð og síðan skipt upp í tvo 6-liða riðla í úrslitakeppni ÁRSÞING Handknattleikssam- bands íslands fór fram í Reykjavík um helgina. Þar var m.a. ákveðið að fjölga liðum í 1. deild úr tíu í tólf, og mun sú breyting taka gildi strax í haust. Einnig var keppnisfyrirkomu- laginu breyttfrá síðara keppn- istímabili. Fjögur lið munu bítast um þessi tvö sæti í 1. deild í aukakeppni í sumar. Þau em; Grótta og HK, sem voru í tveimur neðstu sætunum í 1. deild og Haukar og Þór frá Akureyri, sem urðu í 3. og 4. sæti í 2. deild. Aukakeppnin mun fara fram á tímabilinu 10. til 20. ágúst í sumar um sætin tvö. Á þinginu var ákveðið að breyta fyrirkomulagi 1. deildarkeppninnar næsta vetur. Fyrst verður spiluð tvöföld umferð, einskonar for- keppni, og síðan verður liðunum skipt í tvo 6-liða riðla, A og B, sem leika heima og heiman. Efstu liðin í forkeppninni fá með sér stig í úrsltitakeppnina. Efsta liðið fær með sér 4 stig, annað liðið 2 stig og þriðja liðið 1 stig og sama er upp á teningnum í neðri hlutanum. Tvö neðstu liðin í B-riðli falla í 2. deild. Sama keppnisfyrirkomulag verður í 2. deild, en óbreytt í 3. deild. Fjórföld umferð verður í 1. og 2. deild kvenna næsta vetur, en síðata ár var þreföld umferð í 1. deild kvenna en tvöföld í 2. deild kvenna. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Baldur Bjarnason í banni í kvöld: Málinu vísað frá Baldur Bjamason, leikmaður Fram, sem úrskurðaður var í tveggja leikja bann eftir að hafa verið rekinn af velli gegn Þór á dögun- um, verður ekki með gegn KR í kvöld. Framarar fóru þess á leit við aganefnd KSÍ að málið yrði tekið upp að nýju þar sem þeir töldu sig geta sýnt fram á að forsendur úrskurð- arins stæðust ekki. Myndband af leiknum sannaði að Baldur hefði ekki sparkað í leikmann Þórs, eins og dómari sagði í skýrslu sinni. Nefndin lét úrskurðinn hins vegar standa og vísaði málinu frá. Reuter Gary Lineker, markakóngur HM 1986, lék 52. landsleik sinn fyrir England í gærkvöldi og fagnar 32. landsliðsmarki sínu. Það dugði ekki til, því Kevin Sheedy jafnaði fyrir íra. ■ Nánar um HM / B3, B4, B5, B6 og B8 Bogdan boðiðað taka við landsliði Póliands J ANUS Cerwinzky, formaður pólska handknattleikssam- bandsins, hefur lagt mikla áherslu á að Bogdan Kowalc- zyk, fyrrum landsliðsþjálfari íslands, taki við pólska lands- liðinu. Bogdan ætlar að gefa Cerwinzky svar í vikunni. Bogdan hefur sjálfur meiri áhuga á að taka að sér þjálfun félagsliðs í Vestur-Evrópu. Hann mun vera með nokkur tilboð þaðan, sem hann er einnig að skoða þessa dagana. Ef Bogdan tekur við pólska landsliðinu á hann fyrst og fremst að byggja upp lið sem kemur til með að taka þátt í HM á íslandi 1995. Að sögn Guðjóns Guðmundsson- ar, sem var aðstoðarmaður Bogdans er hann þjálfaði landslið Íslands, var árangur landsliðsins í Tékkósló- vakíu mikið áfall fyrir Bogdan og væri hann enn að jafna sig á því. „Bogdan hefur sagt mér að það hafi verið mesta áfall sem hann hefur orðið fyrir sem þjálfari og leikmaður." KORFUBOLTI:FYRSTISIGURDETROITIPORTLAND116 AR / B2 1 I i l J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.