Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 12.06.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.1990, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR ÞRŒXJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN A ITALIU ■ „ALÞJÓÐA kattspyrnusam- bandið, FIFA er nú, á síðustu stundu, komið með puttana í bók- staflega alla hluti varðandi heims- meistarakeppnina" segja ítölsk íþróttablöð og finnst afskiptasemin of mikil auk þess sem hinar ýmsu athugasemdir FIFA koma fram nú þegar HM er að hefjast. ■ FIFA ákvað í gær að aðeins fimm varamenn fengju að vera á varamannabekkjum í HM. Þjálfarar hinna 24 þjóða sem taka þátt í keppninni eru að vonum súrir, því á alþjóðlegum fundi FIFA í Ziirich fyrir tveimur mánuðum lögðu þeir fram beiðni um að þeir fengju að hafa 11 varamenn á bekknum eins og tíðkast hefur hingað til. Ákvörð- unni verður hins vegar ekki haggað enda keppnin hafin og því munu sex varamenn hvers liðs sitja í áhorfendastúkunum á HM í ár. ■ ROBERTO Bettega hinn gam- alreyndi leikmaður sagði í sjón- varpsviðtali að honum þætti þetta undarleg ákvörðun hjá FIFA og sagði: „Það er hætta á að rígur myndist milli þeirra leikmanna sem verða að horfa á leikinn úr stúk- unni og hinna útvöldu á varamanna- bekknum og svo held ég að það hafi ekki góð sálræn áhrit' á leik- menn að fylgjast með félögum sínum úr stúkunni. Eftir einn eða tvo leiki, sem þeir þurfa að taka þátt í sem áhorfendur, er líklegt að þeir hætti að líta á sig sem leik- menn og finnist þeir bara vera hluti af áhorfendaskaranum." W' Á NÝJU og uppgerðu völlunum á Ítalíu hefur nú verið komið fyrir tveimur risaskermum þar_ sem leiknum er sjónvarpað beint. Áhorf- endur geta því ráðið því hvort þeir horfa á völlinn eða skerminn. Þessi nýjung býður uppá möguleika sem flestir voru afar ánægðir með. í leikhléi er hægt að sýna hægt mikil- væg augnablik fyrri hálfleiks, brot leikmanna og annað. Nú hefur FIFA hins vegar farið fram á það við RAI, ítalska ríkissjónvarpið, sem hefur einkarétt á útsendingum leikja HM 90, að þetta verði ekki gert. „Ef í ljós kemur að brotið hefur verið á leikmanni án þess að dómari verði þess var, eða ef dóm- ari dæmir ranglega brot, og þetta verður sýnt í hálfleik aukast líkurn- ar á slagsmálum milli aðdáenda lið- anna,“ segja þeir hjá FIFA. ■ RAI-MENN eru hins vegar öskureiðir yfir þessari afskiptasemi, segjast hafa keypt sýningarréttinn og að í sölusamningnum sé hvergi minnst á að ákveðin augnablik úr leikjunum megi ekki sýna hægt í leikhléum. Allar líkur eru á því að RAl fái sínu framgengt enda hefur í mörg ár staðið til að koma upp þessu sýningarkerfi á ítölskum leik- völlum. ■ FIFA hafði á dögunum sam- band við talsmenn Argentínu, Kamerún, V-Þýskalands og Júgó- slavíu, þeirra iiða sem koma til með að leika í Mílanó, og tilkynnti þeim að leikmennimir gætu ekki æft í 45 mínútur á vellinum, eins og gert var ráð fyrir og eins og önnur Jið géra í öðrum borgum ít- alíu. Ástæðan er sú að grasið á hinum splunkunýja velli er svo við- kvæmt að völlurinn gæti eyðilagst ef öll liðin æfðu á knattspyrnuskóm. Reyndar er ekki víst að völlurinn þoli þá átta leiki sem fyrirhugaðir eru í Mílanó, og ef svo óhepplega vildi til að á keppnistímabilinu rigndi má gera ráð fyrir að siðustu leikimir verði leiknir í for og leðju. ■ ÍRSKA kærustuparið Caroline Arnold og Gerry Murphy ákvað fyrir skömmu að ganga í það heil- aga í júní. Eina vandamálið var að á sama- tíma átti írska landsliðið að leika á HM. Parið ákvað því að siá þijár flugur í einu höggi; láta pússa sig saman á Italíu, fara í brúðkaupsferð til Italíu og fylgjast með írska landsliðinu Litill ahugi i Bandaríkjunum Körfubolti, hornabolti, box og golf mun vinsælli Bandaríkjamenn leika í fyrsta vestra og var talið að innan við körfuboltadeildarinnar. Eins var sinn í úrslitakeppni HM í 40 milljón manns hefði fylgst með vel fylgst með leikjum í horna- ár. Þeirhalda næstu keppni, 1994, viðureigninni, en um 250 milijónir boltadeildinni, boxi og golfi. en áhugi heimamanna á knatt- búa í Bandaríkjunum. Bandarísk dagblöð eru með spymu er takmarkaður. Leikur Mun meiri áhugi var á þriðja fréttamenn á Ítalíu, en umfjöllun Bandaríkjamanna og Tékka var leik Portland Trail Biazers og í dagblöðum um HM var lítil. sýndur á tveimur kapalstöðvum Detroit Pistons í úrslitum NBA- Gulir og rauðir „reikn- ingar“ á álofti Dómarar á heimsmeistara- keppninni hafa verið mikið í sviðsljósinu fyrstu dagana. Forr- áðamenn FIFA hótuðu fyrir keppn- ina að hver sá dómari sem ekki tæki strangt á grófum brotum, sér- staklega „tæklingum" aftan frá, yrði umsvifalaust sendur heim. Þeir svartklæddu hafa því verið undir mikilli pressu og Frakkinn Vautrot, sem dæmdi fyrsta leik mótsins, var óspar á spjöldin. Beitti þeim fljótt í þeirri von um að halda leikmönnum í skefjum en það tókst ekki. Það vakti ekki síður athygli að stjórn FIFA ákvað að sekta hvern þann leikmann sem fær gult spjald um andvirði 200.000 ísl. króna og sá sem fær rautt spjald verður að greiða helmingi meira. Þessi ákvörðun vakti undrun og reiði þjálfara og leikmanna. Enginn úr þeim hópi hefur enn lýst yfir ánægju með þetta. Marius Lacatus er bjartsýnn á framhaldið hjá Rúmenum. Lacatus bjartsýnn MARIUS Lacatus gerði bæði mörk Rúmena í 2:0 sigri gegn Sovétmönnum á laugardag. „Það var mikilvægt að sigra í fyrsta leiknum og nú get ég sagt að við séum komnir áfram í 16 liða úrslit," sagði Lacatus. Lacatus, sem er 26 ára leikmað- ur með Steaua Búkarest, hefur ekki staðið undir væntingum með landsliðinu undanfarin ár, en byrj- unin á Ítalíu lofar góðu. „Til að byija með var ég taugaóstyrkur, en síðan fann ég mig vel og lék fyrir áhorfendur,“ sagði Ieikmaður- inn, sem hleypur 100 metrana á 12 sekúndum. Kantmaðurinn er þegar undir smásjánni hjá mörgum liðum og er talið sennilegt að tilboðin streymi inn ef fram heldur sem horfir. Miðjumaðurinn Gheorghe Hagi, sem gerði samning við Real Madrid í síðasta mánuði, var í leikbanni gegn Sovétmönnum og Dorin Mate- ut, sem gerði 43 mörk fyrir Dinamo Búkarest 1988-89, var markakóng- ur Evrópu og fékk gullskóinn, var ekki í byijunarliðinu. „Ef lið hefur efni á að hafa leikmann sem Mate- ut utan vallar, þá er það gott lið,“ sagði Hagi. Frami Brc með olíkin NÝ knattspyrnustjarna hefur fæðst í Svíþjóð, Tomas Brolin. Frami þessa tvítuga pilts er með ólíkindum, sveipaður æv- intýraljóma. Á sunnudaginn sló hann i gegn á móti Brasiliu í opnunarleik Svía og skoraði eina mark þeirra, sem er fimmta mark hans í þremur landsleikjum. Það dugði ekki til því Careca sökkti Svíum með því að gera bæði mörk Brasilíu í 2:1 sigri. En sænska þjóðin og sænsku stuðn- ingsmennirnir, sem voru í Tórínó til að fylgjast með leikn- um, voru þrátt fyrir tapið, himinlifandi yfir frammistöðu sænsku víking- anna. Þorsteinn Gunnarsson skrifar fré Svfþjúð Svíaránægðir „Nú tökum við Skotana á laugar- daginn,“ sögðu hressir stuðnings- menn Svía í Tórínó í sænska sjón- varpinu eftir leikinn og tóku sig til við að dansa samba og lambada við brasilíska stuðningsmenn. Sænskir fjölmiðlar lofuðu mjög leik Svía gegn Brasilíu. Það væri engin skömm að tapa fyrir „Bröss- unum“ með einu marki; þeir væru líklega með sitt besta landslið í mörg herrans ár. Og með Careca í „banastuði" þá væpi ekkert lið, sem gæti stöðvað Brasilíu. „Hann er lúmskur andsk...,“ sagði Ravelli, markvörður Svía, um Careca eftir leikinn. „Alltaf á réttum stað á rétt- um tíma.“ Hvað Careca fannst um leikinn, sigurinn, mörkin og markmanninn Ravelli fengu hvorki sænskir fjöl- miðlar né þúsund æstir ög óþolin- móðir blaðamenn að vita, því brasi- lísku leikmennirnir gáfu engin við- töl eftir leikinn. Fóru beint upp í í'útu og keyrðu í burtu, brasilísku blaðamönnunum til mikillargremju. Ótrúlegur f rami En það var markaskorarinn Tom- as Brolin, tvítugur framheiji hjá IFK Norrköping, sem vann hug og hjörtu sænsku þjóðarinnar. Frami hans síðustu roánuði hefur verið með ólíkindum. Á síðasta ári gerði hann aðeins fjögur mörk í All-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Íþróttir (12.06.1990)
https://timarit.is/issue/123297

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Íþróttir (12.06.1990)

Aðgerðir: