Morgunblaðið - 12.06.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.06.1990, Blaðsíða 8
„Brekkan ekki eins brött“ - sagði Jackie Charlton eftirjafntefli íra og Englendinga ÍRAR fögnuðu innilega í gær- kvöldi eftir 1:1 jafntefli gegn Englendingum. Jackie Charl- ton, þjálfari íra, var ánægður með jaf nteflið. „Við reyndum hvað við gátum til að komast aftur inn í leikinn eftir að hafa orðið fyrir áfalli í byrjun. Okkur tókst að jafna og þegar á heild- ina er Iftið voru þetta sanngjörn úrslit.“ Eftir aðjGary Lineker hafði skor- að á áttundu mínútu ætluðu Englendingar greinilega að halda fengnum hlut. „Við vorum með leik- inn í okkar höndum, en töpuðum," sagði Bobby Robson, þjálfari Eng- lendinga. „Þetta var erfið viðureign og hvorugt liðið skapaði sér al- mennileg marktækifæri." Robson sagði að England hefði átt að fá dæmda vítaspyrnu, þegar ■* Moran felldi Waddle í fyrri hálfleik. „Þetta var jafn augljós vítaspyrna eins og að dagur kemur að loknum þessum, en England fær ekki dæmda vítaspymu." Þjálfarinn hældi jöfnunarmarkinu, sagði að Sheedy hefði gert vel, „en McMahon færði honum markið á silfurfati. En við eigum tvo leiki eftir og ekki er ástæða til annars en að vera bjartsýnn." Peter Shilton, markvörður, lék sinn 119. landsleik fyrir England og jafnaði þar með met írska mark- varðarins Pat Jennings. En úrslitin gerðu áfangann ekki eins eftir- minnilegan og til stóð. írar settu strik í reikninginn hjá Englendingum, er þeir sigruðu þá í úrslitum Evrópukeppninnar fyrir tveimur árum og jafnteflið í gær- kvöldi gefum Charlton og félögum aukna von. „Við erum ekki með besta liðið, en við erum með öflu- gustu miðjumennina og gefumst ekki upp. Nú höfum við eitthvað að berjast fyrir. Það er enn á bratt- ann að sækja, en brekkan er ekki eins brött og fyrr.“ Reuter Kevin Sheedy fær blíðar móttökur hjá Steve Staunton, sem er til vinstri á myndinni, eftir að hafa jafnað fyrir íra gegn Englendingum. ídag Tveir leikir verða í HM í dag. Belgar og Suður-Kói-eu- menn mætast í E-riðli. Leikur- inn hefst kl. 15.00 og verður sýndur beint í Sjónvarpinu. Utsending hefst stundarfjórð- ungi fyrr. í F-riðli mætast svo Hollendingar og Egyptar kl. 19.00. Sá leikur verður ekki sýndur beint. ■Því má bæta við að á morg- un, miðvikudag, verða tveir leikir í keppninni. Urugay leikur við Spán kl. 15.00-og kl. 19.00 hefst viðureign Arg- entínumanna og Sovétmanna. Báðir leikirnir verða sýndir beint i sjónvarpinu. GETRAUNIR Svíar brugðust - segir Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri Getrauna Fyrsti vinningur á fýrri seðlin- um i sameiginlegri HM— getraun Ísiands, Danmerkur og Svíþjóðar er rúmar 44 milljónir íslenskar krónur. Danir skila 24 milljónum, Svíar 16 og íslending- ar afgangnum. Að sögn Hákons Gunnarssonar, framkvæmdastóra íslenskra getrauna var búist við mun meiri þátttöku Svía, en þeir eiga sem kunnugt er lið á Ítalíu. í venjuiegum getraunum „tippa Sviar iðulega þrefalt meira en íslendingar en á HM—seðlinum er þátttaka íslendinga 17—falt meiri en Svíanna. Danimir stóðu sig hins vegar ágætlega, en þeir eru ekki með lið á Ítalíu og því var fyrirfram búist við minni þátt- töku af þeirra hálfu en Svía. „Það er ljóst að einhver hefur klikkað á heimavinnunni i Svíþjóð," sagði Hákon um lélega þátttöku Svíanna. „Það þarf að setjast nið- ur og fínna út hvað hefur gerst hjá þeim.“ ■ MICHEL Preud’homme, markvörður Belga, vill leika með sólgleraugu og hefur fengið grænt ljós frá FIFA. „FIFA hefur ekkert á móti því, en vill að dómarinn hverju sinni taki ákvörðunina," sagði markvörðurinn. ■ GUY Thys, þjálfari Belga, seg- ir að það sé æ erfíðara að spá fyr- ir um hver verði besti maður HM hveiju sinni, „en ef ég a'að velja einn, verður það miðheijinn frá Uruguay, Ruben Sosa.“ ■ CARLOS Bilardo, þjálfari heimsmeistara Argentínu, teflir fram allt öðru liði gegn Sovét- mönnum en í opnunarleiknum gegn Kamerún. Þjálfarinn hefur tilkynnt firnm breytingar: Claudio Canigg- ia verður í fremstu víglínu með Maradona. Julio Olartico og Pedro Troglio koma inn á miðjuna fýrir Nestor Lorenzo og Roberto Sensini. Jose Serrizuela og Pedro Monzon byija í vörninni í staðinn fyrir Oscar Ruggeri og Nestor Fabbri. ■ JACK Charlton, þjálfari írska landsliðsins i knattspymu, segist ekki vera hrifínn af reglum sem settar voru fyrir dómara á HM. „Dómarar eru hræddir um að vera sendir heim ef þeir eru ekki strang- ir og leikmenn, sem gera sér upp meiðsli, geta fengið saklausa vam- armenn senda útaf,“ segir Charl- ton. Áhyggjur hans em reyndar vel skiljanlegar því írar þykja með eitt grófasta lið keppninnar og fékk það tíu gul spjöld og tvö rauð í undan- keppninni. „Við emm orðnir býsna þreyttir á afskiptasemi manna sem ekki leika fótbolta en þeir virðast halda að þeir viti allt best,“ sagði Charlton. ■ THOMAS N’Kono, hinn sjalli markvörður Kamerún, ætlaði ekki að taka þátt í heimsmeistarakeppn- inni. N’Kono, sem leikur með Espanol á Spáni hótaði að mæta ekki til leiks ef Joseph-Antoine Bell, markvörður Bordeaux, yrði einnig valinn í liðið. Báðir eru þeir mjög góðir og var reyndar búist við að Bell byijaði inná gegn Arg- entínu. Þeir félagar em hinsvegar litlir vinir og sögðust ekki geta hugsað sér að leika í sama liði. ■v Reuter Juan Arnold Cayasso skorar gegn Skotum og tryggir Kosta Ríka 1:0 sigur. Þetta er í fyrsta sinn, sem Kosta Ríka leikur í úrslitakeppni HM og þjóðin réði sér vart fyrir kæti, þegar fyrsti sigurinn var í höfn. Skotar við sama heygarðshomið ogáðuríHM Töpuðu fyrir Kosta Ríka SKOTAR hafa ekki riðið feitum hesti frá úrslitakeppni HM — sjö sinnum tekið þátt og jafn- oft fallið út í riðlakeppninni. Byrjunin að þessu sinni bendir til að ekki sé breytinga að vænta; 1:0 tap gegn Kosta Ríka í gær lofar ekki góðu um fram- haldið. Lið Kosta Ríka var ekki talið til stórræða fyrir keppnina. Það vann Bandan'kin í æfíngaleikjum, en tapaði fyrir Wales, Sovétríkjun- um, Póllandi og mexíkönsku félags- liði. Útlitið var allt annað en bjart, en liðið sýndi gegn Skotum að spá- dómar em eitt og úrslit annað. „Við gerðum okkar besta og draumurinn um að sigra Skota í fyrsta leik varð að veruleika,“ sagði Bora Milutinovic, þjálfari. „Við er- um mjög ánægðir með að hafa lagt svona sterkt lið að velli,“ bætti hann við. Andy Roxburgh, þjálfari Skota, var ekki eins ánægður. „Við fengum svo mörg marktækifæri. Allt, sem við þurftum, var að nýta eitt þeirra. En þeir voru með góðan markvörð og knattspyrnan er svona.“ LOTTO: 8 9 15 36 37 + 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.