Alþýðublaðið - 10.01.1959, Síða 2

Alþýðublaðið - 10.01.1959, Síða 2
faugardagur YEÐRlii í dag: N og NA. | Skýjað,.írost. | •k 6LYSAYARÐSTC>í’A Reykja víkur í Slysavarðstofunni er opin allan sólarhringinn. Læknavörður L.R. (fiyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 8—18. Sími 1-50-30. LYFJABÚÐIN Iðunn, Reykja víkur apótek, Laugavegs apótek og Ingólfs apótek fylgja lokunartíma sölu- búða. Garðs apótek, Holts apótek, Austurbæjar apó- tek og Vesturbæjar apótek eru opin til kl. .7 daglega, nema á laugardögum til kl. 4. Holts apótek og Garðs apótek eru opin á sunnia- dögum milli kl. 1—4. e. h. EAFNARFJARÐAR apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugardaga kl. 9— 16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16 og 19—21. íKÓPAVOGS apótek, Alfhóls- vegi 9, er opið daglega kl. | 9—20, nema laugardaga kl. 9—16. og helgidaga ki. 13— 16. Sími 23100. KVENFÉLAG Óháða safnað- arins: Jólafundurinn er imánúdagskvöldið 12. jan. — Skemmtiatriði: Kaffi- drykkja. Takið með vkkur ' gesti. 'k Dómkirkjan: Messa ki. 11 _ órdegis. Séra Óskar J. Þor- láksson. Síðdegismessa kl. 5. Fermingarbörnum og að- . standendum þeirra er þessi guðsþjónusta sérstaklega ætluð. Barnasamkoma í Tjarnarbíói kl. 11 árdegis. Séra Jón Auðuns. Neskirkja: Báðar messur falla niður á morgun. Séra Jóri Thorarensen. Kallgrímskirkja: Messa kl. 11 f. h. Séra Jakob Jónsson. (Þess er vinsmal. óskað, að , foreldrar fermingarbarna komi með þeim til messu.) Engin síðdegismessa. L,angholtsprestakail: Messa í Laiigarneskirkju kl. 11 f. h. Séra Árelíus Níelsson. Laugarneskirkja: Messa kl. 2 e. h. Séra Garðar Svavars- oon. Barnaguðsþjónusta fell ur niður. Eáteigssókn: Messa i hátíða- Gal Sjómannaskólans kl. 2. Barnasamikoma kl. 10.30 ár degis. Sr. Jón Þorvarðsson, Eástaðaprestakall: Messa í Kópavogsskóla kl. 2 eftir hád.egi, (Þess er vinsamieg- aist'óskað, að fermingarbörn og aðstandendur þeirra ; ikomi til messunnar, ef hent ugleikar leyfa.) Barnasam- koma kl. 10.30 á sama stað. Séra Gunnar Árnason. Ksjiólska kirkjan: Lágmessa IsLíií 8.30 árd. Hámessa og prédikun kl. 10 árdegis. 'Aðvéntkirkjan: O. J. Olsen talar í Aðventkirkjunni ann ■aðjkvöld kl. 20.30 um leið- , ’uici: til betri og bjartari , Cramtíðar, sjá auglýsingu í ■ blaðinu í dag. Sunnudaga- i ,"kóli kl. .10.30 f. h. Allir yelkomnir. IFríkírkjan í HafnarfirSi: — Messa á morgun kl. 2. . (BÖrn, sem eiga að fermast , 1959 og 1960, eru beðin að i koma til viðtals eftir . messu.) Séra Kristinn Stef- ánsson. i w—i ....... ............... ¥irlnlii ýf ÚTFÖR Geirs G. Zoega, fyrr- um vegamálastjóra, var gerð frá Dómkirkjunni í gær að við stöddu fjölmenni. Séra Bjarni Jónsson, víxlu- biskup, predikaði og Páll ís- ólfsson lék einleik á orgelið og stjórnaði kirkjukórnum. Félag- ar úr Oddfellowreglunni stóðu heiðursvörð í kirkjunni og nú- verandi ráðherrar og fyrrver- andi báru kistuna í kirkju. Geir G. Zoega var fæddur 28. sept. 1885. Hann var sonur hjónanna Geirs T. Zoega, rekt- ors og Bryndísar Sigurðardótt- ur, Johnsens kaupmanns í Flat ey. Geir G. Zoega lauk prófi frá Lærðaskólanum í Reykja- vík árið 1903. Geir lauk síðan prófi frá Kaupmannahafnarhá- skóla í verkfræði árið 1911. Hann var skipaður vega- málastjóri árið 1917 og gegndi því vandasama embætti til árs ins 1955. Var hann rómaður fyrir röggsemi í starfi og var einn þeirra manna, sem setti svin á samtíð sína. Geir G. Zoega var kvæntur Hólmfríði dóttur Geirs Zoega, kaupmanns og útgerðarmanns. Hún lifir mann sinn. Börn þeirra hjóna eru Helga Landhejgin Framhald af 12. síðu. tímabilinu 26. desember til 8. ianúar sl., en á þeim tíma voru ' þrezkir togarar djúpt út af Austurlandi, 20—30 sjómílur frá landinu. ÓLÖGLEGAR VEIÐAR Á NÝ. í fyrrakvöld hófu brezkir togarar svo ólöglegar veiðar á ný á tveimur stöðum við land- ið, út af Vestrahornl og við Ingólfshöfða, og nutu herskipa verndar. Er þetta í fyrsta skipti sem vart verður brezkra tog- ara að veiðum við Suðurland síðan snemma í september í fyrra, enda hafa brezku her- skipin ekki haft verndarsvæði fyfr á þessum slóðum. í gær voru 2 brezkir togarar að,'ólög1egum veiður út af Ing- ólfshöfða, ásamt freigátunni Russell, og við Vestrahorn voru 3 brezkir togarar að veið- um innan markanna. Þar voru og freigáturnar Dunean og Palliser, og ennfremur birgða- skip brezku flotadeildarinnar. Þess má geta, að út af Ing- ólfshöfða eru nokkrir belgískir togarar að veiðum utan Fisk- veiðitakmarkanna. FramShald af 1. síðu. Fiskverðið hefur verið sam- þykkt með fyrirvara. ievklawík REYKJAVÍK R.óðrar eru byrjaðir úr Rvík. -Er blaðinu kunnugt um 3 báta, sem byrjaðir eru róðra. Eru það: Guðmundur Þórðarson og Hélga, sem eru útilegubátar og Svanur, sem leggur upp hjá Fiskiðjuverinu. HÖFN í HOENAFIRiÐI Bátar í Höfn í Hornafirði eru byrjaðir róðra. Samningar hafa AJLÞYÐUBLAÐIÐ Otgrefandi: Alþý'ðuflokkurinn. Ritstjórar: Gísli J Á.stþ6rsson og Helgi Sæmundsson (áb). Pulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars- son Préttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Pét- ur Péturssori. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902 Auglýsing-asími: i490fi Afgreiðslusími • 14900. Aðsetur: Alþýöuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10 Óframkvœmanlegur TÍMINN vill ekki fallast á þá ályktun Alþýðublaðsins, að m/yndun þjóðstjórnar muni hafa verið óframkvæmanleg vegna afstöðu Framsóknarfiokksins og Sjálfstæðisflokksins í kjördæmamálinu, og setur fram sjónarmiÖ sín í forustu- grein í gæ:r. Þar er lögð áherzla á að fresta hafi átt af-" greiðslu kjördæmamálsins til loka yfirstandandi kjörtíma- bils og mynda þjóðstjórn, svo að unnt yrði að leysa efna- hagsmálin til frambúðar. Við þetta ér það að athuga, að Sjáifstæðisflokkurinn. vildi afgreiðslu kjördæmamálsins strax á þessu ári, en FramsóknarfLdkkurinn léði ekki máls á stjórnarþátttöku nema henni yrði frestað til 1960. AlþýðuFokkurinn hlaut þess vegna að álykta svo, að ógerlegt væri að mynda þjóð- stjórn vegna ósamfeomulags tveggja stærstu flokkanna um afgreiðslutíma kjördæmamálsins. Auk þess var frest- unarkrafa Framsóknarflokksins varla við það miðuð, að undirfoúningur málsins sætti nánari athgun eins og Tím- irin heldur fram. Þjóðin hefur ekki hugmynd um, hver er stefna Framsóknarflokksins í kjördæmamálinu. Hann við- urkennir, að núveraudi kjördæmaskipun sé úrelt og rang- iát. Hins vegar leggst hann á móti tillögum Alþýðuflokks- ins um nýja kjördæmaskipun, en gerir engar tillögur sjálfur. Slíkt er, auðvitað að rígbinda sig við núverandi kjördæmaskipun. Þess vegna er frestunarhugmynd Fram- sóknarflokksins í kjördæmamálinu fjarri öllu lagi. Hún. kemur því aðeins til greina, að hann setji fram í málinu tillögur, sem líklegar séu ti.1 samkomulags. Það gerist ekki? ro.eðan Framsóknarflokkurinn er stefnulaus í málinu. Hin hugmyndin er út af fyrir sig athyglisverð að mynda hafi átt þjóðstjórn til að leysa efnahagsmálin. En hvers vegna gci'ði ekki Framsóknarfiíokkurinn þá til- raun? Hermann Jónasson baðst lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt vegna ágreinings Alþýðubandalagsins annars vegar og Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins hins vegar um lausn efnahagsmálanna. Taldi Hermann Jónas- son möguleika á samkomulagi við Alþýðubandalagið um efnahagsmlálin, ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði líka komið til sögu landsstjórnarinnar? Hafi liann verið þeirrar skoðunar, þá bar honum skylda tij að reyna þjóðstjórn- armyndun. Hann lét það tækifæri framihjá sér fara, svo> að hér er við formann Framsóknarflokksins að sakast, ef Tíminn trúir á þjóðstjórnarhugmynd sína í raun og veru. Alþýðuflokkurinn áleit myndun þjóðstjórnar ó- framkvæmanlega eftir að foringjar tveggja stærstu flokk- anna höfðu gefizt upp við stjórnarmyndun. Kjördæma- málið réði vissulega þcirri niðurstöðu, en Alþýðuflokk- urinn sá heldur elcki möguleika á samkomulagi við AI- þýðubandalagið um efnahagsmálin eftir að samstarf fyrr- verandi ríkisstjórnar hafði rofnað vegna þeirra. Þess vegna er sama hvernig á málið er litið: Þjóðstjómarhug- myndin var óframkvæmanlegur óskadraumur. Hitt er þó kannski aðalatriði miálsins, að Framsóknar- flokkurinn hafði ósköp lítinn áhuga á þjóðstjórn fyrr en. eftir að Alþýðuf’ okknum hafði tekizt myndun minnihluta- stjórnar. Slík vinnubrögð eru ekki líkleg tip árangurs. Her- mann Jónasson gat haft forustu um myndun þjóðstjórnar. Hvers vegna lét hann tækifærið framhjá sér fara? Glöggt svar við þeirri spurningu er miklu tímabærara en tilefn- islaus þykkja í garð Alþýðuflokksins vegna þess að hann, hljópst ekki burt frá vandanum á örlagastund og reyndi að bjarga því, sem bjargað verður. Geir G. Zoega. (látin), Bryndís, forstöðukona, Geir Agnar, vélfræðingur, Gunnar, cand. oecon., Áslaug og Ingileif Sigríður, kennari. tekizt um fiskverð og kjör að öðru leyti. Eru nokkrir bátar þegar byrjaðir róðra. „á&L Orindavík Einn bátur rær frá Grinda-. vík. Er það Sæborg, er hefur aflað alivel. Annars bíða Grindavíkurbátar þess, að for- mennirnir komi úr Sjómanna- skólanum um miðjan mánuð- inn. Ekki hefur verið geng'ið frá .sammngunum. Um Þorlákshöfn er það að segja, að þaðan eru róðrar hafn ir, en ósamið er enn. VesfMr Fregn til Alþýðublaðsins. ÍSAFIRÐI í gær. AFLI' línubátanna hefur ver- ið frekar tregur þangað til í dag, að hann var heldur betri, a>Ut upp í 8 tonn. Bátar er.u byrjaðir róðra uni' alla Vest- firði, 10—15 stöðum. Stjórn ASV og menn frá ýmsum- nágrannáþorpum koma saman á sunnudaginn til þess að fjalla um kj airasamningana, bæði línusamninga og neta- samninga, sem ekki hafa verið gerðir hér fyrr. Einnig verða . teknir upp samningar um hand færaveiðar. Slífla breslur ••’ramhaW s*f 12. síðu, af stað til Rivadelago með sjúkrabíla og flutningabíla hlaðna mat og fatnaði. í þorpinu eru 600 íbúar, að- allega landbúnaðarverkamenn og flestir byggingaverkamenn- irnir eru frá Orense-héraði. Afli Akurejrar- togara nam 19Vi millj. kg. 1958. AKUREYRI í gær. AFLI Akureyrartogaranna síðastliðið ár, — karfi óslægð- ur, annar fiskur slægður með haus og þyngd á saltfiski upp úr skipi er tvöfölduð, — var samtals 19.505.383 kg. Skiptist aflinn þannig milli (togaranna: Kaldbakur 4.790.611 kg. í 18 veiðiferðum, Svalbalt- ur 4.746.068 kg. í 24 veiðiferð- um, Harðbakur 5.030.156 kg. í 21 veiðiferð og Sléttbakur 4.- 938.55.2 kg. í 22 veiðiferðum. — B.S. DÓMUR í BANASLYSMÁLI. NÝLEGA féll dómur í saka- dómi Reykiavíkur út af bana- slj'si, er ölvaður maður var valdur að aðfaranótt 16. júlí sl. Slysi þetta varð á Reykjanes- braut norðan Hafnarfjarðar. Orsök þess voru þau, að lítill fólksbíll lenti á mikilli ferð út af veginum með þeim afleið- ingum að kona, sem var far- þegi í bifreiðinni lézt af völd- um meiðsla, er hún hlaut við veltuna. Sannaðist að Ökumaðurinn hafði verið undir áhrifum á- fengis við stýrið. Var maður- inn dæmdur í 4ra mánaða varð hald og sviftur ökuleyfi ævi- langt og dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. NICOSIA: Grískur Kýpur- búi, sem var pólitískur fangi, 'komst í dág á brott úr sjúkra- húsi hér, aðeins tveim dögum eftir að hann gekk undir upp- skurð. Gekk hann út í hvítum samfesting og með þvottakörfu á höfði, þrátt fýrir sérstakan vörð um stofuna. 10. jan. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.