Alþýðublaðið - 10.01.1959, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 10.01.1959, Qupperneq 5
■^r Framkvæmda- nefnd Stórstúku íslands 1959 l&j mWkíMi Sf^v| llllllllS FLESTIR þeir, sem komnir eru það sem kallað er til vits og ára, munu viðurkenna þann sannleika, að nautn áfengra drykkj.a sé böl og áþján, ein- staltlingum, fjölskyldum og heimilum. Færri munu þeir hins veg- ar vera, sem gera sér þess grein, að hér er um að ræða hina háskalegustu þjóðfélags- plágu, eitt örðugasta vandamál þjóðanna yfirleitt. Við fyrstu. sýn mætti svo virðast, sem lausn þessa vanda máls ætti ekki að standa í sið- menntuðum þjóðum. En það er nú eitthvað annað. í alda- raðir hefur glíman verið háð, við Glám áfengisnautnarinnar, án þess að enaanlegur sigur hafi fengizt. Að baki þessa Gláms, sem tröllríður húsum og heimilum nútíma þjóðfé- laga,, standa sterkar stoðir, þar sem drykkjusiðurinn ævaforni er, svo forn, að. hann verður vart rakinn til upphafs síns. Um það tímabil, sem sögur ná til, má rekja spor þessa siðar í sambandi við áfengisnautnina og enn gengur hann aftur, þó af honum sé dregið frá því sem áður var, í svonefndum nútíma samkvæmissiðum. Þá hefur og Glámi þessum bætzt nýr bak- hjarl á hinum síðari tírrtum, sem er hið skefjalausa áfengis- auðvald, sem einskis svífst til eflingar hagsmunum sínum, með látlausum áróðri til við- halds og aukningar drykkju- siðum og dryldrjutízku. Slíkur herkostnaður fæst endurgreidd ur með góðum vöxtum og vaxtavöxtum. Þegar við slíkt ofurefli er að etja, annars vegar alda- gamla siði og hins vegar til- ,'iitslausa hagsmuni, studda nægu fjármagni ,er ekki und- arlegt þótt frenrur fámennum hópi, sem gerir sér hættuna Ijósa og varar við henni, sæk- íst. hægt róðurinn. * Það, sem í daglegu tali er r.efnt bindindishreyfing, kem- ur ekki fram á sjónarsvið sög- unnar fyrr en tiltölulega seint. Hreyfing þessi hefst sem hæg- fara fálmandi tilraun, sem fyrst og fremst er beint gegn hrottalegustu notkun áfengis- íns — ofdrykkjunni. — Fyrstu félagssamtökin settu sér ekki að takmarki albind- indi eða útrýmingu áfengis úr samfélagi manna. Tilgangur beirra var að kenna mönnum bá vandasömu list að ,,neyta víns í hófi“, þ. e. að læra að drekka. Já, hvort kannast mað- ur ekki við þetta vígorð: Að kenna fólki að fara með áfengi. Þetta er ekki nein ný uppfinn- ing nútíma forystumanna drykkjutízku. Þetta er leið, sem reynt hefur verið að fara fyrir löngu síðan, en reynzt méð öllu ófær vegna þess, að enginn gat ákveðið hvar sú rétta lína lægi milli hófs og hófleysis . Umbóta- og hugsjónamenn á Séra Kristinn Stefánsson, stórtemplar í ellefu ár, lengur en nokkur annar. sviði áfengismála lærðu af þeirri reynslu, sem fékkst af hófsemdarfélögunum, og nú var maikmiðið sett: albindindi og útrýming áfengisins. Púnd- indishreyfing nútímans hóf göngu sína og um leið var blað brotið í menningarsögu þjóð- anna. Sá, sem fyrst og fremst markaði stefnuna nú, var dr. Benjamín Rush, læknir að menntun og prófessor við há- skólann í Philadelphiu í Banda ríkjunum. Benjamín Rush var einn þeirra, sem undirritaði hina frægu sjálfstæðisyfirlýs- ingu Bandaríkjanna 1776. En hann átti eftir að rita nafn sitt undir fleiri merkar yfirlýsing- ar vestur þar. Árið 1785 sendi hann frá sér sitt fyrsta rit um áfengismálið, sem hann nefndi „Áhrif áfengis á líkama og sál mannsims“. Hér kvað við í ann- an tón um áhrif áfengisins en áður hafði heyrzt. Sem læknir og vísindamaður sannaði hann það, svo ekki var um villzt, að áhrif áfengis á manninn væru alltaf og undir öllum kringum- stæðum skaðleg. Allar síðari rannsóknir sanna, að dr. Rush hafði rétt fyrir sér. í einni af ræðum sínum sagði hann: „Þjóð, sem er smituð nautn á- fengra drykkja, getur ekki haldið áfram að vera frjáls þjóð. Forystumenn slíkrar þjóðar munu smitast lesti þess- um og lög öll og samþykktir vera fyrir áhrifum áfengis- tízkunnar“. Einn af öflugustu þáttum al- bindindishreyfingarinnar í heiminum í dag er Alþjóða- regla Góðtemplara (I.O.G.T.). Hún er stofnuð í Bandaríkjum Norður-Ameríku árið 1851. Til Englands fluttist hún árið 1868, en til Noregs árið 1877 fyrir forgöngu skipstjóra nokkurs, Reynholds að nafni, en hann hafði kynnzt félagsskapnum í Englandi. Frá Noregi fluttist svo G.T.-reglan hingað til lands hinn 10. janúar 1884, eða fyrir réttum 75 árum. Það var rétt eftir 1880 að Norðmaðurinn Ol'e Lied settist að á Akur- eyri; hann var skósmiður að atvinnu. Lied hafði gerzt góð- templari í Noregi og fékk með sér hingað út umboð hjá Stór- templar Noregs, til þess að stofna stúku hér á landi. Hann skrifaði grein um félagsskap þennan í blaðið Fróða, þar sem hann skýrði stefnu hans og til- gang og bað þá, sem vildu vera með í að koma upp stúku, að snúa sér til sín eða Friðbjarn- ar Steinssonar bóksala. Þessi grein bar þann árangur að hinn 10. janúar 1884, eins og fyrr segir, komu 12 menn saman á fund í litlu kvistherbergi í húsi Friðbjarnar' inni í fjörunni á Akureyri og stofnuðu félag, sern skyldi vera deild í þeim félagsskap, sem þá hét Óháð Regla Góðtemplara. Þessi deild var nefnd ísafold. í þau 75 ár, sem liðin eru síðan. hefur þessi deild aldrei látið merkið falla. Stöfnfundargerðin er varðveitt enn dg hljóðar hún svo: „Ár 1884 10. dag janúarmán. var í húsi bóksala Friðbjarnar Stei.nssonar á Akureyri stofn- uð deild bindindisfélagsins „Good-Templars“ af br. Ole Lied, samkvæm.t fullmakt frá hinni heiðruðu stórdeild „Good -Templara“ í Noregi, sem hon- um var veitt af v.æ.T. stór- deildarinnar L. Balle, og sam- kvæmt lögum heimsdeildar- innar. í félagið gengu 12 meðlimir, og voru 10 þeirra kosnir em- bættismenn deildarinnar eftir að félagsmenn höfðu komið sér saman um, að deildin skvldi kallast „ísafold". Kosningmn réði atkvæðafjöldi, og urðu embættismenn deildarinnar fyr ir þannan ársfjórðung sem hér segir: V.æ.T. Ole Lied (skósmiður), V.v.T. Sigurður Jónsson (dag- launamaður), V.s. Ásgeir. Sigurðsson (verzl- unarmaður), V.gjaldk. Pétur Tærgesen (fékkst yið smíði), V.umsjónarmaður Eðvald Jóns son (daglaunamaður), V.v.do. Jörgen Vikingsstad (sjómaður), V.i.nnri Vörður Jón Jónsson (utanbúðarmaður hjá Gránu verzlun), f.verandi æ.T. Frb. Steinsson (bóksali), v.v.s. Benedikt Jónsson (dag- launamaður), V.féh. Kristján Kristjánsson (skósmiður). Embættismennirnir voru síð an klæddir sínum einkennum og vísað hvar þeir skyldu eiga saeti í deildinni. Síðan var á- kveðið, að fundi reglulega skyldi halda á hverjum sunnu- degi frá kl. 6—8 e. m. Þar eð langt var áliðið dags; komu félagsmenn sér samaa um, að fundi skyldi slitið. Upplesið, álitið rétt vera. Á. Þ. S. Á. Þ. Sigurðsson'T Fundargerðin er rituð af Ás- geiri Sigurðssvni síðar k.aup- manni og brezkum ræðism.anni í Reykjavík. Um það leyti sem Reglan hóf starfsemi sína hér á landi, var drykkjuskapur almennur með- al karla svo að ölvun á almanna færi þótti vart umtalsvexð. Hömlur á sölu og veitingun» áfengis voru engar. En kven- fólk neytti vart. áfengis. Hlut- verk ReglUnnar var og er að vinna bug á áfengisnóvr.Iu. þjóðarinnar. Vissulega var þetta hlu.tverk ærið, erfitt og vandrækt. En þótt Bakkus væ:i voldugur. guð á fyrstu áiura Reglunnar, þá tókst þó smá.m saman að sveigja almennings- álitið geem honum. Bindindis- starf á Islandi er aðeins rúm- lega aldargamalt. Hins vegar eru ekki nema 75 ár frá því áfí það var rekið hér á landi a-3 samfelldum hætti, eða frá þrvý að. Góðtemplarareglan var stofnuð, en starf Reglunnar cr þó þá fyrst orðið skipulagslega öruggt, er Stórstúkan yar stofnuð. árið 1886. Þá var fræðslan hafin fyrir alvöru ura sk.aðsemi áfengisnautnarinns.r á líkamlegt sem andlegt héil- brigði man.na, fræðsla sem grundvölluð var á vísindaleg- um athugunum, en jafnfrarct fræðslu. í ræð.u og riti. var og hafin barátta á löggjafarsvið- inu. Frá því að Góðtemplararegl- an hóf starfsemi sína hér á landi ,hafa verið uppi tvsr stefnur í áfengismálum, annars vegar barátta um algjöra út- rýmingu áfengra drykkja ó r landi og hins vegar áfengi í frjálsri verzlun. Um þetta hef- ur verio deilt. og barizt s. 1. 7Vz FramhaM á 10. síðu. H a n n es á h o r n i n u -fc Nokkur orð til nýrra kaupcnda Alþýðu- blaðsins. ★ Stiginn; sem þarf að ~k hverfa smátt og smátt Viturleg ummæli. k: Smávegis skáklskap- ur. ÚTBREÍÐSLA Afþýðubíaðs- ins hefur farið vaxandi jafnt og- þétt síðan i byrjun septemb- e:-. Lausasala blaðsins bcfur margfaldazt og4 fastakaupendur fjölgar urn nokkra tugi á hverj- um degi. — Við, sem vinnum við blaðið, og allir vinir þess, gleðjumst að sjálfsögðu yfir þessu. En vegna hinna mörgu nýju fastakaupenda hér í borg- inni og eins úti um land hef ég verið beðinn að segja þctta: EF NÝJIR kaupendur fá blað- ið. ekki næsta dag eftir að þeir hafa gerst kaupendur, þá eru þeir b.eðnir að gera afgreiðslunni aðvart strax. Ef mistök verða á þessu, þá er það ekki afgreiðsl- unni sjálfri að kenna, heldur geta tilkynningar frá henni tiL, þeirra, sem bera blaðið til lsaup endanna, misfarist, og er þær misfarast í fyrsta skipti, þá fe.il- ur nafnið út hjá útburðarmar.n- inum. Þetta eru kaúpend-urnir beðnir að athuga strax og til- kynna það afgreiðslunni. „NÚ HEFUR kaffipakkiim lækkað í verði um þrjátíu og fimrn aura,“ sagði maður við- mig í gær. „Stafar þetta a£ verð- lækkun á erlendum m.arkaði?“ Ég gat efcki svarað spurninguani og ekki tekizt að fá það upp- lýst. Maðurinn sagði ennfrem- ur: „Mikil dásemd væri það ef við gætum smátt og srnátt 4 ieian éöaamian hátt lækkað verð lagið. Vitanlega hlýtur verð- lækkun . koma f ram í lækk- aðri vísitölu, enda er vísitalan ekki annað en stigi, sem klifrað er upp eftir með hækkað verð- lag og hækkað kaup, eða niðuí með lækkað verðlag og lækkað kaup í krónutali“. OG HANN Iiélt áfram: „Fyrir mér er það aðalatriðið, að grunn kaupr'sé elcki lækkað. Allir, sem launþegar hafa aflað sjálf.ir grunnkaups síns, en visitalan cr ekkert annað en tafla, sem reikriað er eftir hækkað eð'a lækkað verðlag og kaup í saaii ræmi við það. Vísitaian er einl i og ósýnilegnr andi, sem maður hefur ekkert gott af, enda ilíur Framhald á 9. síðu. Alþýðublaðið — 10. jan. 1959 U

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.