Morgunblaðið - 27.07.1990, Side 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990
Islenskar
jurtirog
náttúrulyf
Undanfarin ár hefur áhugi fólks á
náttúrulyfjum og jurtum aukist, hér á
landi sem annarsstaðar.
Kemur þartil ofnæmi, sem ervaxandi
vandamál, og aukning á illkynja
sjúkdómum sem í sumum tilfellum er
rakin til kemískra efna í umhverfinu.
Allt fram á þessa öld notuðu formæður
okkar íslenskar jurtir sem þær þurrkuðu
og suðu til lækninga á hverskonar
kvillum. Þær hafa trúlega ráðið yfir
þekkingu á lækningamætti jurta sem
borist hefur frá einni kynslóð til
annarrar í gegnum aldirnar. Því
vissulega hafa formæður okkar sem
forfeður lært að nýta sér öll landsins
gæði bæði til lands og sjávar. Sú
þekking hefur gert þjóðinni mögulegt
að lifa af harðindi og plágur í þau
þúsund ár eða meir sem byggð hefur
verið hér á okkar harðbýla landi.
otkun jurta til
lækninga
hefur aldrei
að fullu lagst
niður hér á
landi,' þó
sennilegt sé
að einhver
þekking hafi
glatast. En það er aðeins á allra
síðustu árum sem farið var að rann-
saka, með viðurkenndum vísinda-
aðferðum, efnasamsetningu ís-
lenskra plantna með tilliti til heil-
næmis og skaðlegra áhrifa. Þessar
rannóknir hafa verið í höndum dr.
Kristínar Ingólfsdóttur lyfjafræð-
ings, dósents í lyfjafræði við Há-
skóla íslands. Við báðum hana að
skýra okkur frá rannsóknum sínum.
Kristín sagði að rannsóknunum
megi skipta í þrjá meginflokka,
rannsóknir á íslenskum þörungum,
rannsóknir á pyrrolizidín alkaloíðum
eða eiturefnum í íslenskum plönt-
um og nú væru í undirbúningi rann-
sóknir á glykoalkaloíðum í íslensk-
um kartöflum.
íslenskir þörungar
„Við Guðborg Guðjónsdóttir höf-
um verið að rannsaka íslenska þör-
unga sem vaxa við strendur lands-
ins,“ sagði Kristín „bæði með tilliti
til næringarefna og annarra nytja-
efna. Efni úr þörungum hafa mikið
verið notuð í lyfjafræði. Sem dæmi
má nefna algínsýru, sem er viður-
kennd sem aukaefni (aðallega sem
bindiefni og seigjuaukandi efni),
bæði í lyf og matvæli (E 400). Algin-
sýra er einnig notuð í magalyf og
sáraumbúðir. Rannsakaðar hafa
verið nokkrartegundir þörunga eins
og hrossaþara, beltisþara, stórþara
og söl og hefur joðmagn verið
mælt, en það sveiflast til eftir árs-
tíma. Til að komast að því í hvaða
formi joðið er í þörungunum höfum
við verið að þróa aðferðir til að
mæla joðsambönd með háþrýs-
tivökvagreiningu. Við höfum rann-
sakað sérstaklega þörung sem
heitir purpurahimna. Hann er af
sömu ættkvísl og japanski þörung-
urinn „nori", hann fæst hér í heilsu-
verslunum. Þessi japanski þörung-
ur hefur víða verið notaður til mann-
eldis. Við höfum kannað efnasam-
setningu purpurahimnunnar og bo-
rið saman við japanska þörunginn
sem er náskyld planta. Það kemur
í Ijós að talsverður munur er á efna-
samsetningu þessara þörunga.
Japanski þörungurinn inniheldur
meira af vatnsleysanlegum vítamín-
um, bæði B og C vítamínum, aftur
á móti inniheldur sá japanski mun
meira af arsen (arsenic) en íslenski
þörungurinn. Nori, japanski þör-
ungurinn, sem seldur er hér, inni-
heldur mikið meira af arseniki, en
hinn íslenski og er japanski þörung-
urinn talsvert yfir þeim mörkum af
arseniki sem leyfileg eru í matvæl-
um. íslenski þörungurinn inniheldur
mun minna magn, en er nálægt
mörkunum. Magn næringarefna er
nokkuð misjafnt, í íslenska þör-
ungnum er meira joð en meira
zink, járn og kopar í japanska þör-
ungnum."
Eiturefni í íslenskum
plöntum
pyrrolizidin alkaloiðar
„Við höfum einnig verið að kanna
eitruð náttúruefni hinna svokölluðu
pyrrolizidin alkaloíða. Þetta eru efni
sem geta valdið lifrarsjúkdómum
bæði í mönnum og búfénaði. Plönt-
ur sem innihalda þessi efni erlendis
hafa víða valdið bændum skaða,
vegna þess að þær vaxa víða þar
sem skepnur eru á beit," sagði
Kristín.
„Hér á landi virðist þetta ekki
hafa verið vandamál hvað dýrin
varðar, samt sem áður höfum við
komist að þvi, að þessi efni finnast
í íslenskum plöntum eins og í kross-
fífli og hóffífii. Þetta eru plöntur sem
fólk hefur notað í einhverjum mæli
til lækninga. Þessi pyrrolizidín efn-
asambönd geta myndast í íslensk-
um hóffífli, ekki síður en erlendum
hóffífli, ( á ensku coltsfoot). Það er
því full ástæða til þess að fólk sem
er að safna grösum til lækninga
sneiði hjá hóffífli."
Fyrir ári varaði Kristín við notkun
hóffífils sem náttúrulyfs i blaða-
grein sem hún skrifaði í Morgun-
blaðið. Ástæðuna fyrir því sagði
hún hafa verið viðbrögð við viðtali
sem birt hafði verið í tímariti við
ungt par, sem var að hefja jurta-
söfnun, þar sem það var að hvetja
til notkunar á hóffífli til lækninga,
sérstaklega fyrir börn, einkum við
flensu og hósta.
— Innihalda aðrar íslenskar jurtir
þessi efnasambönd?
„Krossfífill inniheldureinnig alka-
loíða. Hann vex víða sem illgresi í
görðum, en það er ekki vitað hvort
hann er notaður til lækninga. En í
„íslenskri flóru" segir að seyðið af
honum hafi verið notað við hita-
sótt, höfuðverkjum og fleiru."
Fjallagrösin
— Hvaða jurtir aðrar hafa verið
rannsakaðar?
„Ég hef kannað íslenskfjallagrös,
þau voru mikið notuð við hósta,
söngvarar eru sagðir nota þau til
að mýkja hálsinn. I fjallagrösum eru
bakteríudrepandi efni sem vitað er
nú að geta hamið vöxt berklabakt-
eríu. Það er vitað að grösin voru
mikið notuð hér áður fyrr við öndun-
arfærakvillum, m.a við berklum. Við
vitum reyndar ekki hvort þetta efni
hefur nýst með þeim hætti sem fjal-
lagrös voru tekin inn. Þegar seyði
var búið til leysist efnið ekki frá
nema að litlu leyti. Ekki er vitað
hvort það frásogast í meltingarveg-
inum, en við vitum að efnið getur
hamið vöxt á bakteríum í tilrau-
naglösum. Fjallagrös voru einnig
notuð í Evrópu til lækninga við önd-
unarfærasjúkdómum."
Blóðbergið
„Margir nota íslenska blóðbergið
í te og sem krydd. íslenska blóð-
bergið er náskylt timian-kryddinu.
Hins vegar myndast ekki sömu
efnin í íslenska blóðberginu og í
hinu erlenda timian. í íslenska
blóðberginu myndast ekki sótt-
hreinsandi efni sem myndast í því
erlenda og það inniheldur ekki
sömu bragðefnin."