Morgunblaðið - 27.07.1990, Side 3

Morgunblaðið - 27.07.1990, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 C 3 mmmm^ Úr ópíumvalmúa eru unnin lyfin morfín og kódeín. Morfín er mikilvægt kvalastillandi lyf, notað í krabbameinslækningum og við erfiðar skurðaðgerðir. Kódeín hefur vægari verkun og er í mörgum verkjastillandi töflum t.d. kódímagnyl. Úr jurtinni Catharanthus roseus eru unnin krabbameinslyfin vinblastfn, vinkristín og vindesín sem notuð eru á sjúkrahúsum. Ur þessari jurt eru unnin lyfin skopolamín, sem notað er við ferðaveiki sem lyfplástur, og atrópín sem er stungulyf notað við skurðaðgerðir ásamt svæfingalyfjum. Hreindýramosi „Við höfum einnig kannað hreindýr- amosann, hann er mjög áhugaverð- ur. í honum myndast efni sem hef- ur breiða bakteríuhemjandi eig- inleika. í hreindýramosa myndast efni sem er mun virkara gegn berklabakteríu en efnin í fjallagrös- um. Þessar jurtir vaxa hlið við hlið í náttúrunni, en hreindýramosinn virðist lítið hafa verið notaður til lækninga áður fyrr. Við höfum ein- angrað þetta efni i hreindýramosa, og í samvinnu við Ásbjörn Sigfús- son lækni á Rannsóknarstofu í ónæmisfræði kannað áhrif þess á vöxt illkynjna frumna. Einar Már Sigurðsson lyfjafræðinemi rannsak- aði hreindýramosann sem loka- verkefni. Þarna er um frumathugan- ir að ræða og eru niðurstöður óneit- anlega áhugaverðar. Raunar höfum við aðeins kannað ákveðna þætti, en við vitum ekki hvort þetta efni virkar í mannslíkamanum, hvort það gefur aukaverkanir eða önnur efni sem gætu haft óheþpileg áhrif. Ef- nið er alls ekki fullrannsakað." Vallhumall „Lyfjafræðinemar á 5. ári hafa kannað íslenskar jurtir sem hluta af lokaverkefni og hafa margir þeirra valið að kanna lækningajurtir eins og þaldursbrá og vallhumal. Vallhumall var t.d. lokaverkefni Sig- urlaugar Elmarsdóttur sem lauk prófi nú í vor. Vallhumallinn var mikið notaður sem bólgueyðir og þótti krampalosandi. Frumathugun bendir til þess að þarna geti verið til staðar efni sem hafi slíkar verk- anir. Sigurlaugu tókst að einangra tvö þeirra. Nú er loks komið til landsins tæki til efnagreiningar á plöntum, svokallaður kjarnarófs- mælir (NMR), sem staðsett er á Raunvísindastofnun. Tilkoma NMR- tækisins er mikil lyftistöng fyrir allar efnarannsóknir hér á landi og nýtist mjög vel við rannóknir á náttúruefn- um.“ Kartöflur „Við erum að undirbúa rannsókn- arverkefni á svokölluðum glykó-alk- alóíð-samböndum í kartöflum. Við höfum áhuga á að greina þessi efni í mismunandi tegundum af íslensk- um kartöflum frá hinum ýmsu rækt- unarsvæðum. Þetta eru efni sem geta verið skaðleg þegar til lengri tíma er litið og víða erlendis er far- ið að setja ákvæði um hámark þess- ara efna í kartöflum. Efnið getur myndast í græna litnum sem kart- öflur fá við sólarljós eða við geymslu, en það þarf ekki að vera samhengi þar á milli. Efnið getur myndast í kartöflunni sjálfri, en svo getur magnið aukist við geymslu og við sólarljós. Þetta verkefni er undirbúið í samvinnu við Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins og Sigur- geir Ólafsson plöntusjúkdómafræð- ing, en aðalhvatamaður verkefnis- ins er prófessor Þorkell Jóhannes- son, fyrrverandi formaður eiturefn- anefndar." Hvítlaukur — Nú er hvítlaukur talinn allra meina bót. „Það er með hvítlaukinn eins og svo mörg náttúrulyf að ekki er vitað nákvæmlega um verkanir og auka- verkanir. En margt bendir til þess að neysla á ferskum hvítlauk geti verið gagnleg til að fyrirbyggja æðakölkun og að reglubundin neysla á hráum hvítlauk geti dregið úr hækkun á blóðþrýstingi. Rann- sóknir benda aftur á móti til þess að áhrifin séu bundin við neyslu á ferskum hvítlauk í talsverðu magni. í sambandi við þessar hvítlauks- afurðir, sem verið er að selja sem „lyktarlausar", hefur ekki verið hægt að sýna fram á að virku efnin í hvítlauknum varðveitist við virrnsl- una. Önriur efni hafa ekki verið full- könnuð, en það er mikill áhugi á hvítlauk og miklar rannsóknir í gangi víða um heim.“ — Hafa önnur efni í hvítlauks- hylkjum verið rannsökuð? „Nei, það sem skortir eru kröfur um að á umbúðum þessara afurða sé nákvæm innihaldslýsing. Áf þeim ástæðum geta þessar afurðir verið mjög misjafnar. Við vitum ekki hvaða efni eru í þeim.“ Náttúrulyf — Hér á markaði eru seld telauf við allskyns kvillum, hafa þau verið rannsökuð? „Nei, og það er raunar mjög slæmt. Þó mikið af þessum jurtum sé skaðlaust þá eru engar kröfur gerðar um gæðaeftirlit. Það hefur komið fyrir erlendis að í þessar te- jurtir hafi slæðst plöntur sem inni- halda pyrrolizidín-efnasambönd og önnur efni sem geta valdið eitrun- um. Það hefur komið fyrir að þau hafa valdið miklum skaða, bæði dauðsföllum og alvarlegum1'sjúk- dómum. Fólk leitar í þessi náttúrulyf en gerir sér ekki grein fyrir því að nátt- úruefni geta verið skaðleg ekki síð- ur en lyf. Þessvegna er full ástæða til að hafa nákvæmt eftirlit með þessum efnum. Við viljum vita hvað við erum að leggja okkur til munns." Náttúrulyf tískufyrirbrigði Kristín sagði að ekki væri rétt að fordæma þessi náttúrulyf sem fólk væri að taka inn og teldi sig hafa gott af. Um það væri ekki nema allt gott að segja svo lengi sem fólki liði betur og svo framar- lega sem það væri nokkurnveginn öruggt að þau væru óskaðleg. Sum sessi náttúrulyf hafa tilhneigingu til að komast í tísku um tíma. Fyrir nokkrum árum voru það blómafrjó- kornin og seldust þau mjög vel. Fólk sagði að líðan sín væri allt önnur og betri eftir að það fór að taka inn þessi frjókorn. En fólk varð fyrir aukaverkunum sem komu fram í slæmum ofnæmisköstum og nið- urgangi. Nú væri hljótt um blómafrj- ókornin. Kvöldvorrósaolían var mjög vin- sæl, þó eitthvað sé það minna en áður. „Á henni er mikill áhugi,“ sagði Kristín, „Það verður mjög spennandi að fylgjast með rann- sóknum á henni." Lyfsöluskyld lyf unnirt úr náttúruefnum Kristín hélt áfram: „Það er oft sem fólk virðist álíta að þeir sem starfa við rannsóknir; læknar, lyfja- fræðingar og aðrir, vilji ekki viður- kenna notkun á jurtum til lækninga. Hér áður gat fólk ekki annað en leitað til náttúrunnar og notað það sem hendi var næst. Þá vitneskju höfum við notað að einhverju leyti. Við höfum nú lyf sem hafa verið þróuð út frá gamalli notkun á jurt- um. Á Vesturlöndum í dag á þriðj- ungur til helmingur lyfseðilsskyldra lyfja rætur að rekja til náttúrunnar. Hins vegar eru þessi náttúruefni, sem notuð eru í lyfin, notuð á ann- an hátt en náttúrulyf. Á lyfseðilsskyldum lyfjum þekkj- um við verkun lyfsins og hepþilegan skammt, aukaverkanir og víxlverk- anir þ.e. önnur lyf tekin á sama tíma. Þannig viljum við hafa það, við viljum vita hvaða lyf við erum með í höndunum, áður en við hvetj- um fólk til að taka það inn. Þó að náttúruefnin í lyfjunum séu notuð í svipuðum tilgangi eða til að lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma, þá eru kröfur sem gerðar eru til lyfja og náttúruefna gjörólík. Nauðsyn- legt er að áhrifin séu gjörþekkt áður en efnin eru sett í lyfin. Af þeim ástæðum teljum við ekki rétt að ráðleggja fólki að tína jurtir til notkunar, vegna þess að við vitum mjög lítið um plönturnar, íslenskar plöntur hafa svo lítið verið rannsak- aðar. Fráhvarf til náttúrunnar Fjöldi þeirra lyfja sem notaður er í dag er kominn úr jurtum, en okkur hefur ekki tekist að finna fullkomin lyf eða fullkomið heilbrigðiskerfi. Af þeim ástæðum hafa sumir leitað til jurta með lækningu. Á vesturl- öndum er í tísku að lækna sig sjálf- ur og leita til náttúrunnar, en í van- þróuðum löndum eru um 80 pró- sent jarðarbúa sem ekki hafa að- gang að lyfjum eins og við þekkjum þau. Þegar þetta fólk fær erfiða sjúkdóma verður það að notast við þau efni úr sínu næsta nágrenni, stundum virðist það gefa árangur en stundum ekki", sagði Kristín. Knýjandi spurning — Ein brennadi spurnig að lok- um. Þú minnist á mögulegar auka- verkanir og víxlverkanir lyfseðils- skyldra lyfja. Eru notendur nútíma- lyfja ekki jafn illa settir gagnvart lyfseðilsskyldum lyfjum og náttúru- lyfjum, á meðan nauðsynlegu upp- lýsingar á innihaldslýsingu, um mögulegar aukaverkanir og víxl- verkanir lyfsins, koma ekki fram á lyfjaumbúðunum — eins og við- gengst hér á landi? „Hér áður fyrr fylgdu upplýsinga- blöð með í lyfjaumbúðum og voru þau gjarnan fjarlægð áður en lyfin voru afgreidd. Þetta þótti móðgun við notendur lyfja. í dag er mun minna um að upplýs- ingar frá framleiðendum fylgi hverri pakkningu. Hins vegar hefur sú þró- un orðið, á undanförnum árum, að lyfjafræðingar og læknar eru farnir að taka mun virkari þátt í að miðla upplýsingum um sjúkdóma og lyf til sjúklinga. Þá má nefna að gefnar hafa verið út lyfjahandbækur sem veita helstu upplýsingar um við- komandi lyf á skýran hátt. Þeirsem óska eftir nánari upplýsingum um lyfin eiga hiklaust að snúa sér til lyfjafræðinga og lækna. Ég vil því svara þessari ágætu spurningu á þann veg, að á meðan notendur nútímalyfja hafa aðgang að ábyrg- um aðilum, sem veitt geta áreiðan- legar upplýsingar um lyf, eru þeir ekki svo illa settir." Viðtal M. Þorv.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.