Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 STÓRT sviðið fyllist af reyk. Fimm hálfnaktir karlmenn dansa. Þungir bassatónar setja stemmninguna, en það er óljóst hvaða lag er að hefjast. Innst á sviðinu kemur söngkonan á palli upp í gegnum gólfið. Áhorfendur tryllast. „C’mon girls, do you believe in love?“ segir Madonna, stígur fram úr reykjarkófinu og sviptir sér úr jakkanum. Morgunblaðið gerði sér ferð til að fylgjast með Madonnu síðastliðið sunnudagskvöld, þegar hún lauk þriggja daga tónleikaför sinni um England þar sem rúmlega 200 þúsund aðdáendur sáu hana og heyrðu á Wembley-leikvanginun í Lundúnum. Tónleikarnir stóðu í tvær klukkustundir og Madonna hélt uppi dampi allan þann tíma. Hún hefur verið á tónleikaför um Japan, Bandaríkin og Evrópu síðan í apríl og í þessari för hefur verið með hópur kvikmyndatökumanna gerðir út fra'fyrirtæki Sigurjóns Sighvatsonar, Propaganda Films, að gera heimildarmynd um Madonnu. Hefur tónleikaferð þessi verið mjög veigamikil, heppnast vel og uppselt á nær alla tónleika. Þetta er feiknamikil sýning sem samanstendur af um 15-20 lögum. Allir búningar eru hannaðir af hinum þekkta franska tískuhönnuði Jean-Paul Gaultier og sviðsmyndina gerði bróðir Madonnu. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JULl 1990

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.