Morgunblaðið - 27.07.1990, Side 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990
DÆMISAGA U R DAGLEGA LIFINU
Sendibréf frá Svíþjóö
Svíþjóð, — fyrirheitna landið.
Land sem oftlega heyrist nefnt
í hópi þeirra sem íerfiðleikum
eiga á Islandi og kannski að
vonum. Ekkert skrítið að fólk sem er
að kikna undan skuldabyrðinni hér
heima, eða hefur hrakist frá einu leigu-
húsnæðinu til annars, eftir geðþótta
eða þörfum eigandans, hugsi til lands-
ins þar sem fólk getur valið hvorn kost-
inn sem er, íbúðarkaup eða leiguhús-
næði á viðráðanlegu verði til svo langs
tíma sem verða vill. Sjálfur hef ég lengi
haldið þvífram að húsnæðismálin séu
aðal máln hjá þessari þjóð.
En hvers vegna fer fólk til Svíþjóðar?
Er þetta sú paradís sem af er látið?
Nýlega fékk ég sendibréf yfir hafið.
Sendibréf ásamt korti með mynd af
landifyrirheitanna.
Þakklæti fyrir lífið
Konan sem ritar bréfið segist senda
mér það vegna þess að hún hafi átt
við mig gott símtal snemma í vor. Ekki
man ég glöggt eftir því símtali, enda
síkjaftandi í síma. Og þakklæti konunn-
ar segir mér margt um það hve oft
þarf lítið að gera fyrir þá sem eru á
barmi örvæntingarinnar, til þess að
árangur verði að. Jafnvel hafa örfá
hvatningarorð stundum orðið til þess
að fólk hefur endurnýjast í lífsviljanum
og baráttuþrekinu. Hins vegar þekki ég
einnig mörg dæmi um menn sem hafa
þóst geta og vilja gera alla skapaða
hluti fyrir svona fólk:
„Ekkert mál vinur, ég redda þessu:“
Síðan gerist ekki neitt.
Þetta virkaralveg á öfugan veg. Fólk
treystir þessu og trúir því. Það telur sig
loksins hafa fundið hina hjálpandi hönd
sem það hefur leitað svo lengi. Léttirinn
yfir því að hafa nú einhvern bakhjarl
er mikill, en niðurbrotið þeim mun meira
þegar bjargvætturinn er aðeins tálsýn,
líkt og „fatha morgana" í eyðimörk.
En við vorum að fjalla um konuna
sem fór til Svíþjóðar.
Endalaus harmsaga
Líkt og öfugmæli, hefjast þessar
hremmingar á gleðitíðindum. Konan
komst að því að hún var barnshafandi.
þau hjónin höfðu um nokkurt skeið rek-
ið söluturn í Reykjavík og gekk það til-
tölulega vel. Saman höfðu þau unnið
að þessum rekstri og höfðu alla tauma
í eigin hendi, eins og affarasælast er
þegar um viðkvæman rekstur er að
ræða. En þá fór hún að verða óeðlilega
veik.
í byrjun apríl 1987 varð hún að hætta
vinnu vegna veikindanna. Við athugun
kom í Ijós að hún gekk með tvíbura,
og einnig það að annað barnið óx ekki
samkvæmt „kúrfu". Og þegar með-
gangan hafði varað í 24 vikur varð hún
að leggjast í rúmið. Ástandið var mjög
tvísýnt og álagið á alla fjölskylduna
mikið. Hún fékk enga heimilishjálp fyrr
en á síðasta mánuði meðgöngunnar og
þá aðeins að hluta. Þetta leiddi til þess
að maðurinn varð í auknum mæli að
taka frífrá störfum og leggja reksturinn
á annarra herðar. Þessi auknu útgjöld
þoldi reksturinn ekki. Einnig fór nú velt-
an að minnka og skuldirtóku að hlað-
ast upp. Um það leyti sem tvær stúlkur
litu dagsljósið fyrsta sinni var fyrirtækið
sett á söluskrá. Sala tókst ekki fyrr en
að sjö mánuðum liðnum, og var verðið
langt undir sanngirnismörkum. Þetta
var þvinguð sala, — vegna aðstæðna.
Mikil veikindi
Skemmst er frá því að segja að saga
þessarar fjölskyldu hefur að stofni til
verið saga veikinda og hörmunga allar
götur síðan. Annar tvíburinn fékk mikið
krampakast eftir að hafa verið tvo sólar-
hringa heima. Of langt mál er að rekja
í stuttri blaðagrein, í hverju veikindin
felast, en skilja má á bréfinu frá Svíþjóð
að lítil von er um varanlegan bata. Lengi
vel gat móðirin aðeins sofið í 'Aklst. í
senn, vegna þess hve þörfin fyrir
umönnun barnanna var mikil, einkum
þess sem var veikt. Hún bað um heimil-
ishjálp, en fékk hana ekki fyrr en stúlk-
urnar voru orðnar 3ja mánaða og þá
aðeins hálfan daginn. Þessi hjálp var
síðan smátt og smátt minnkuð niður í
ekki nitt. Enga aðstoð var að hafa hjá
ættingjum eða vinum. Maðurinn varð
að hætta allri vinnu, því vakta þurfti
sjjuklinginn allan sólarhringinn. Þau
fóru fram á að fá tæki sem gefur hljóð-
merki þegar öndun stöðvast, en aðeins
tvö slík tæki reyndust vera til í Reykjavík
og bæði í notkun á Vökudeild. Hins
vegar var þeim bent á að þau gætu
keypt slíkt tæki frá útlöndum, en það
kostaði bara hundrað þúsund þrónur,
hundrað þúsund krónur sem þau áttu
ekki til og höfðu enga möguleika á að
eignast.
Vinkonafrá Chile
Það var erfið ákvörðun þegar stefnan
vartekin á Svíþjóð. En þau sáu enga
aðra leið, skuldirnar voru miklar og þrátt
fyrir loforð um greiðsluerfiðleikalán frá
Húsnæðisstofnun, sem síðarreyndist
vera tálvon, hefðu þau ekki haft fyrir
brýnustu nauðsynjum. Sýnt var að mað-
urinn gat ekki unnið meira en í mesta
lagi átta tíma á dag, vegna veikinda litlu
stúlkunnar og átta tíma vinna er einfald-
lega vonlaust dæmi fyrir stóra fjölskyldu
á Islandi, um það þarf ekki að ræða.
Hin þjáða móðir segir í bréfinu frá
Svíþjóð:
„Eg á 13 ára vinkonu frá Chile, sem
býr i næsta húsi, en hún er bekkjasyst-
irsonarokkar. Hún hefurýmislegt reynt
á sinni stuttu ævi og hefur hún sagt
mérfrá lífi fólksins íChile. Ég hef oft
hugsað um hversu miklu auðveldara
það er fyrir móður hennar að útskýra
fyrir börnum sínum hvers vegna þau
þurftu að flýja heimalandið. Þetta er
ekki eins auðvelt fyrir mig, þegar sonur
minn spyr:
„Hvers vegna, mamma?!
Að gefast upp
Eftir að fjölskyldan flutti til Svíþjóðar
hefur hún einu sinni komið heim, aðal-
lega til að reyna við lausn á fjárhags-
vandanum hér, en einnig til að leita
læknisaðstoðar fyrir manninn, þar sem
það var erfitt ytra vegna tungumálaerf-
iðleika. Einnig vildu þau leita félagslegs
stuðnings hjá ættingjum og vinum. Þau
gerðu sér ékki grein fyrir því, fyrr en
við læknisrannsókn, að maðurinn var
algjörlega óvinnufær vegna hins mikla
andlega álags umliðinna ára. Niður-
staða læknanna var sú að hann þyrfti
hvíld, og þegar hann færi aftur af stað
yrði hann að fara mjög gætilega. Þessu
marki hefur nú verið náð og hefur hann
fengið vinnu við sitt hæfi í Svíþjóð.
íbúðin þeirra var seld á nauðungar-
uppboði, það var óumflýjanlegt.
Greiðsluerfiðleikadeild Húsnæðisstofn-
unar gerði það sem hún gat, en það
var allt um seinan. Fljótlega verður
maðurinn úrskurðaður gjaldþrota og
stór hluti skuldanna lendir á ættingjum
og vinum. Og konan segir, í sendibréf-
inu frá Svíþjóð:
„Börnin eru ánægð hér og þeim sem
eru ískólagengurvel. Þau hafaeign-
ast vini og vita að hér mun okkur ganga
vel. Ég hef ekki lengurtölu á þeim
íslensku fjölskyldum sem flust hafa
hingað til Halmstad síðan við komum
hingað 1988, en þær eru ekki færri en
tuttugu. Allt þetta fólk hefur gefist upp
heima, öllum vegnar vel og enginn á
leiðinni heim.
hálsklúturinn
Elnett
H A R L A K K
ft nægir að fá sér nýjan hálsklút
eða hatt til að gamla flíkin verði sem
ný. Hálsklúturinn hefur verið vin-
sæll hér á landi síðustu árin, enda
hægt að fá hann í öllum litum og
gerðum, bæði ódýran og rándýran.
Hálsklúturinn getur gert konur
dömulegar, virðulegar eða stelpu-
legar, allteftirþví
hvers þær óska
hverju sinni, en ekki
eru allir jafn leiknir
við að hnýta hann. Á
myndunum sést
glöggt hversu listi-
lega klúturinn dreg-
ur að sér athyglina
og skýringamyndirn-
ar ættu að auðvelda
rétta hnýtingu.
L'ORÉAL