Morgunblaðið - 28.07.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.07.1990, Qupperneq 1
 MENNING USTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990 BLAÐ Bíenalinn í Feneyjum, ein stærsta alþjóðlega myndlistarsýn- ingin á Vesturlöndum, sem hófst í maílok, stendur fram í október og búist við að hana skoði 300 þúsund manns. Þessi sýning vekur ávallt mikið umtal. í dag birtum við inni í blaðinu grein eftir Einar Guðmundsson um þcnnan tvíær- ing, eins og sýningin er stundum kölluð á íslensku. Á und- anförnum árum hafa Islendingar staðið fyrir sýningu í sér- stökum skála og vakti íslenski þátttakandinn, listmálarinn Helgi Þorgils Friðjónsson, mikla athygli. Fulltrúi franska menningarútvarpsins, France Culture, tók svo til orða í kynningu á Helga að honum fyndist framlag hans von sýn- ingarinnar í Feneyjum. Hingað heim fréttist að allar mynd- ir Helga Þorgils hefðu selst, flestar til tveggja listaverka- safnara. En Helgi sýnir 10 málverk í íslenska skálanum. Blaðamaður Morgunblaðsins leit því inn á vinnustofú Helga Þorgils, þegar fréttist að hann væri komin heim eftir mánað- ardvöl á Ítalíu, til að spyijast fyrir um þátttöku hans í Feneyjasýningunni. Vidtal vib Helga Þorgils Fribjónsson Myndin Heilagur flugfiskur á sýningunni í Feneyjum. Ein af þremur myndum sem galleríeigandi í Mílanó keypti. Helgi Þorgils Friðjónsson í vinnustofú sinni. Morgunbiaðið/Þorkeii elgi Þorgils var að vinna við trúarlega mynd, sem Biblíufélag í Frankfurt hafði pantað hjá honum fyr ír sýningu á verkum nútímalista- manna, þegar okkur bar að garði. Á léreftinu svífa englar kring um mannsmynd, sem Helgi kvað vera Móse og útskýrði það. Listfræðing- ur frá Sviss hefði valið 30 listamenn víðs vegar að til þess að leggja út af textum úr bibl íunni fyrir þetta Biblíufélag, sem hyggst koma upp sýningu á þessum myndum í klaustri einu. Auk Helga valdi hann til verkefnisins annan íslenskan myndlistarmann, Tuma Magnús- son. Helgi Þorgils valdi sér að við- fangsefni för Móses með ísraelslýð til fyrirheitna landsins, yfir eyði- merkur og höf, þar sem guð var ávallt með þeim — á mynd hans í líki engla. egar vakið er máls á Feneyja- sýningunni kveðst Helgi Þorg ils mjög ánægður. Undirtektir hafi verið umfram það sem hann gerði sér vonir um á svo stórri samkomu, þar sem mikill fjöldi listamanna er samankominn. En hann biður. um að gera ekki of mikið úr þessu, að minnsta kosti vilji hann ekki tala of mikið um sölu allra verkanna fyrr en búið sé að hnýta þar alla hnúta. Enda sé salan ekki aðalatrið- ið í hans huga, heldur sá fjöldi manna sem lýsti ánægju sinni með verkin. Hins vegar sé það rétt að tveir safnarar og einstaklingur hafi borið víumar í öll málverkin. Ein- staklingurinn, Jan Knapp, sem býr í Modena á Ítalíu og er listamaður sjálfur, hefur keypt eina myndanna. Þá valdi safnari og eigandi sýning- arsalar í Mílanó, Franco Toselli, þijár myndir sem hann festi kaup á. Þær bera heitin Heilagur flug- fiskur, Ströndin og Þijár sítrónur og þrír drengir. Þær verða í hans einkasafni, en hann talaði um að stefna að sýningu á verkum Helga Þorgils á næstu árum. Sá var búinn að velja sér myndir þegar hinn safn- arinn, Carlo Catnani, sem á mikið listaverkasafn á búgarði ekki langt frá Mílanó, kom á vettvang og kvaðst vilja festa kaup á öllum myndunum sem eftir væru. Jafn- framt biður hann listamanninn um að fá, svo hann geti betur valið, að sjá önnur verk sem hann á og er að vinna að hér heima. Svo þau myndakaup em ekki frágengin. Fleiri töluðu einnig um myndakaup, en Helgi Þorgils tekur fram að slíkt sé oft nefnt án þess að nokkuð verði af. Yar Helga Þorgils boðið að koma á búgarðinn, þar sem ítalinn á geysimikið safn verka eftir lista- menn frá aldamótum og fram á þennan dag. Þar á hann verk eftir mjög marga þá sem hæst hefur borið í myndlist, m.a. mikið af verkum bandarískra listamanna, abstrakt og mínimallista. Við valið gengur hann út frá trúarlegum for- sendum af einhveiju tagi, sem þó virðist vera í mjög víðum skilningi. Sagði Helgi Þorgils að ef til vill ættu einhveijir erfitt með að tengja verk þessa manns eftir Mondrian, Girico og Hermann Nitch einhveiju slíku. Hann stefnir að samsýningu á næsta eða þarnæsta ári og verða einhver verk eftir Helga Þorgils á þeirri sýningu. Allar myndirnar sem Helgi Þor- gils sýndi á Feneyjasýn ing unni hafði hann málað á árinu og hefur engin þeirra verið sýnd fyrr. Vegna Feneyjasýningarinnar hafa honum bæst tvö myndlistargallerí á Ítalíu, sem munu hafa myndir hans á boðstólum, í Mílanó og Trento. SJÁOPNU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.