Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
MENNING
LISTIR
LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990
BLAÐ
Gerður af Sigurði Guðmundssyni
Na út onlhutllne bíklJVtn prlrues JntUná tn kumtr naar Sl(urdur Gudtnuiuio'n het i
! noœenl (/o/o Ui áe MttlUr)
IPrinses Juliana onthulde ,
oorlogsmonuinent Middelburg
MIDUEUIURG - 1‘rlmes Juliann beeft don- . Voorufgaand onn de onthuIUns voi
derdmj In Mlddelburg ren otlogunonument denkingiplechtlgbeld plaats tn i
ÉSÉSSfils
Fjögurra metra stríðs-
ninnisvarði úr
ivörtu graníti og
íeðst skel úr
jronsi.
\ minnisvarð-
inum stendur:
Verkið leitast við
ið vera storknuð
ninning.
Júlíana prinsessa og fyrrum Holl
andsdrottning afhjúpaði 17. maí
stríðsminnisvarða í bænum
Middleburg við hátiðlega at-
höfn, að viðstöddum stjórn-
málamönnum, borgarstjóra,
stríðshetjum og fleiri gestum.
Þennau dag fyrir 50
17. maí 1940, lá þetta svæði
í landi hennar undir gífurleg-
um loftárásum þegar Þjóð-
verjar réðust inn í Holland.
Til að gera þetta minnismerki
völdu Hollendingar íslenska
myndlistarmanninn Sigurð
Guðmundsson. Hann hefur
búið í Hollandi í allmörg ár
og hefur gert þar marga út-
iskúlptúra. Stríðsminnis-
merkið, sem drottningarmóð-
irin afhjúpaði, er úr svörtu
graníti með bronsundirstöðu
og vegur 6 tonn. Er það mik-
ill heiður fyrir listamanninn
að hafa verið valinn til þessa
verks og í frásögnum hol-
lensku blaðanna var frá því
sagt að það væri eftir íslend-
inginn Sigurð Guðmundsson.
Frétt í blaðinu
Nieuwe Ze-
euwse 18. maí
1990. Ámynd-
inni er Júlíana
fyrrum Hol-
landsdrottn-
ing með lista-
manninum
Sigurði Guð-
mundssyni við
stríðs-
minnis-
merkið.
Minnisvarðinn
stendur í
Zeeland ná-
lægt strönd
inni. Voru
flóðgarð-
arnir
sprengdir í
innrásinni og fólkið leið mjög í stríð-
inu. Til minningar um þessa orustu
lét hollenska ríkið og Zeeland-sýsla
nú gera minnisvarða þegar hálf öld
var liðin frá atburðinum.
Sigurður lét sækja til Svíþjóðar
þetta granít, sem hann kveður fal-
legustu og hörðustu graníttegund
sem til er. Þegar það er slípað verð-
ur það fallega svart. Þessi tegund
fmnst aðeins í Svíþjóð og eitthvað
Suður-Ameríku. Þessu bergi
kynntist Sigurður þegar hann bjó í
Svíþjóð o g hefur unnið úr því skúlpt-
úra í 8-9 ár. Það finnst ekki langt
frá þeim stað á Skáni, þar sem Sig-
urður á hús og þar eyðir hann helm-
ingnum af sínum vinnutíma. Skelin,
sem er hluti af stöplinum, er úr
bronsi.
í bæklingi um verkið hefur lista-
maðurinn skrifað:
Minnisvarðinn er ekki endurspeglun af at-
burðum sem ég hefí upplifað sjálfur.
Svo margt hefí ég ekki reynt
Verkið er ekki myndræn þýðing á þekk-
ingu, sem ég hefí aflað mér
Svo mikla þekkingu hefí ég ekki
Verkið er persónuleg minning um atburð,
sem ég hefi ekki uppiifað
Verkið leitast við að vera storknuð minning,
þar sem atburðimir minnast síns sjálfs
Er áletrunin á minnisvarðanum
tekin úr síðustu setningunni. Á hann
er letrað: Verkið leitast við að vera
storknuð minning.
Sigurður Guðmundsson er um
þessar mundir í sumarleyfi heima á
Islandi. Hann kom með Norrænu,
feijunni frá Bergen, þar sem hann
mun í næsta mánuði setja upp verk
eftir sig úr svörtum granítsteini og
gleri við listamiðstöð í bænum. En
hann vinnur mikið og jöfnum hönd-
um á Norðurlöndum og í Hollandi.
Ekki hafði Sigurður mörg orð um
það, þegar við spurðum hvað hann
væri annars að gera um þessar
mundir. „Þetta venjulega, að búa
til myndlist," sagði hann aðeins. En
stöðugt berast fréttir af sýningum
á verkum hans í Hollandi. Þar opn-
ar hann sýningu í Amsterdam 2.
september næstkomandi.
Útgáfufyrirtæki í Hollandi er að
ganga frá listaverkabók um Sigurð
Guðmundsson og verk hans. Fer hún
í vinnslu í október og kemur út í
vetur. Þetta er þykk og mikil bók,
þar sem verða myndir af öllum hans
verkum, sem hann hefur unnið frá
1966 og fram á þennan dag. Hefur
undirbúningurinn verið mikið verk.
íslendingum gefst væntanlega
kostur á að sjá verk þessa þekkta
landa síns, Sigurðar Guðmundsson-
ar, að ári liðnu, því áformuð er yfir-
litssýning á verkum hans í Lista-
safni íslands.
Texti: Elín Pálmadóttir.