Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990 B 3 Myndin er af Kölska á fjósbitanum, teiknuð af Gunnari Karlssyni. Dr bókinni Púkablístran og fleiri sögur. byggju yfir dularmagni, sem okkur er nú óskiljanlegt. Tákn tungumáls- ins tengdust ekki merkingarmiðum sínum á tilviljunarkenndan hátt, eins og nú er talið. Þau lýstu ekki aðeins ytri fyrirbærum, heldur höfðu þau bein áhrif á veruleikann; lýsingargildið var aðeins ysta borð- ið. Það var ekki gerður greinannun- ur á tungumáli og raunveruleika með líkum hætti og nú tíðkast, orð- in voru — eða gátu verið — á ein- hvern hátt óaðskiljanleg fra því, sem vísað var til. Þessi málskilningur kom beinlínis fram í trú manna á orðgaldur; áhrínsorð, bölbænir, kraftaskáldskap. Þessi viðhorf til tungumálsins minna að ýmsu leyti á málspeki endurreisnartímans í Evrópu, en hann náði fram á 17. öld. Hun byggðist á því, að tungumálið hefði í upphafi verið „gegnsætt". Guð skapaði heiminn af orði sínu; orðið og sköpunin eru óaðskiljanleg, tung- umálið og veruleikinn eru eitt. Hins vegar var sagt, sundraðist málið í ólíkar þjóðtungur eftir atburðina í Babel. Þá glataðist hin upphaflega samsömun, málið firrtist uppruna sinn. Þessar hugmyndir eiga sér nokkra hliðstæðu í viðhorfum ís- lenskrar alþýðu áður fyrr. Því var trúað að kraftaskáld og galdramenn byggju yfir þekkingu sem öðrum væri hulin, þekkingu á upphaflegum mætti táknsins. Þeir gátu a.m.k. tengt tungumál sitt því sem vísað var til, breytt á þann hátt eðlilegri framvindu, numið náttúrulögmál úr gildi. Orð þeirra voru jafngild gern- ingi; huglægt ferli og hlutlægur verknaður féllu saman í „athöfn“, sem ekki lýtur nútímaskilgreiningu. Máttur orðsins birtist í allri sinni dýrð. Og það mátti bæði nota hann til góðs og ills, sóknar og varnar, helgunar og saurgunar; hann var hryllilegur og undursamlegur í senn. Þessi trú lifði lengi, langt fram yfir siðaskipti, kannski fram á okk- ar öld. Raunar má segja að ofsókn- ir kirkjunnar gegn veraldlegum skáldskap hafi að hluta átt upptök sín í þessu viðhorfi, — að tungumál- ið væri sköpunarafi, einkum skáld- málið. Að þessu leyti fylgdi hver öld í spor annarrar, þótt einstök tjáning- arform breyttust með tímanum. Skáldið var handhafi leynilegs vaids, sem lögmál kirkjunnar náði ekki til. Það gat með orði sínu end- urskapað sköpunarverkið, raskað tilveruskipan, sem innblásin var af orði Guðs. þegar á leið var því allur orðgaldur tengdur djöfullegri gáfu, skorður. Núna brutust þessar grein- ar úr ijötrum kristindómsins og mynduðu sérstök þekkingarsvið með eigið tungutak: læknisfræði, náttúrufræði', stjórnvísi, hagfræði — og skáldskapur. Guðfræðin varð jafngild öðrum greinum mannlegrar þekkingar; sannleikurinn reyndist hafa þúsund andlit. í þessu umróti ritaði Eggert formála sinn, sem í raun var byltingarkennd yfirlýsing. Leggur hann áherslu á að skáld- skaparlistin sé æðsta stig mælskuk- únstarinnar. Að hans dómi er til- gangur hennar og nytsemi fólgin í því að „hræra mannleg hjörtu og draga þau til samsýnis sér“. Jafn- framt snýst hann gegn orðhengils- hætti rímnaskálda og setur tilfinnin- gatjáningu ofar dýrleika í formi; skáldið á að tjá sína meiningu þótt það bijóti gegn viðteknum bragvenj- um. Fullkomið skáld er gætt þremur höfuðgáfum að hyggju Eggerts, hagmælsku, andríki og smekk. Af þeim er sú þriðja mikilvægust. Telur Eggert að fæstir eigi með öllu ski- lið skáldsnafn. Sumir kveða létt og liðugt en skortir efni og andagift; aðrir hafa voldugt ímyndunarafl en vantar hagmælsku; þeir þriðju hafa í senn auðuga andagift og orðgnótt en kveða stirt; hinir íjórðu hafa allt þetta til að bera en skortir „herra- dæmið sjálft“, skáldlega smekkvísi. Hugmyndir Eggerts voru bylting- arkenndar að því leyti að höggvið er á samband skáldskapar og guð- fræði; bókmenntirnar verða að formrænum merkingarheimi, er sækir fyrirmyndir sínar í raunveru- legt líf, tilveru manneskjunnar, stað hennar og stund, en ekki í fornan, heilagan texta; maðurinn sem slíkur verður að viðfangsefni skáldskapar, sálarlíf hans og reynsluheimur. Lýsa átti mannlegum geðsveiflum af fullri einlægni þótt það bryti í bága við siðakerfi samtímans; hið hneykslanlega átti erindi í skáldskap að dómi Eggerts, það sem áður var þagað um eða bannfært, — kynferð- ið, lostinn og kvölin, reynsla holds- ins, örvæntingin. Svipuð viðhorf koma fram hjá Benedikt Gröndal eldri í formála hans að Musteri mannorðsins 1790. Rímnakveð- skapurinn hafði einkennst af ófijó- um endurtekningum, þungum brag- arháttum, vandskildum kenningum, hortittum og orðaprjáli sem kæfðu hugsunina, tilfinninguna. Nú var nauðsynlegt að skapa skáldmál, sem miðlað gæti kenndum og skynjunum einstaklingsins; sjálfsverunni skyldi brotin leið úr fjötrum ópersónulegs tungutaks með stoð nýrra fyrir- mynda, — forns skáldskaparmáls, daglegs talmáls. Orðræða snillings- ins var að verða til. Hugmyndir Eggerts og Benedikts bjuggu vopnin í hendur Jónasi, sem varð fyrsta „fullkomna skáld“ 19. aldar, og kannske hið eina. 1 bók- menntasögum er honum gjarnan lýst sem einskonar töfraveru, skap- andi risasjálfi, sem flæðir yfir fortíð og framtíð íslenskrar menningar. Engin ástæða er til að gera lítið úr skáldgáfu Jónasar, sem var stór- fengleg, en jafnóþarft er að gera of mikið úr henni. Ljóð hans eru til marks um að listbrögð höfðu breytt um stöðu í íslenskri ljóðlist. Mynd- málið sem verið hafði undirsett í rímurn varð að drottnandi listbragði í nýrri tegund orðræðu; bragarhátt- urinn þjónaði nú hinu myndræna öndvert því sem áður var. Hér var um kerfisbreytingu að ræða, til- færslu innan kerfis, er stafaði að nauðsyn í bókmenntunum sjálfum, en ekki snilligáfu Jónasar. Breyting- in var óumflýjanleg, af því að brag- list rímnanna hafði glatað skáldleg- um áhrifamætti sínum. Jónas endurskapaði ekki íslenska ljóðlist af sjálfsdáðum eins og ráða má af bókmenntasögum, heldur þró- aði hann fram hugmyndir, sem þeg- ar voru komnar fram á íslenskum vettvangi; það var í sjálfu sér búið að hugsa texta hans áður en þeir voru ortir. Þjóðernisbaráttan var að heijast fyrir alvöru um þetta leyti; það þurfti að rækta einsleitt mál, eitt mál, koma skipulagi á óreiðuna; íslenskt vald var óhugsanlegt án íslensks tungumáls. Málfar rímna og lausamál 18. aldar þóknuðust ekki pólitískri nauðsyn tímans. Það varð t.d. að útiloka kanselístílinn, sem einkenndist af dönskuslettum, útlenskulegri orðaröð, lotulangri og flókinni setningaskipan. Slíkur stíll þótti til marks um sorakennt tungu- mál, málræna saurgun, útlent vald. Þessi hreyfing stefndi að þjóðlegri samsömun í gegnum tungumálið; mótuð var goðsögn um hreint mál og óhreint, — málnotkunin varð að siðfræðilegu vandamáli. Segja má að skáldskapur Jónasar hafi verið afsprengi þessarar hreyfingar. Hann var í senn bókmenntaleg og pólitísk nauðsyn. 4 Eins og ráða má af framansögðu hef ég litla trú á snilligáfu, eins og hún er yfirleitt skilgreind. Einstakir bókmenntatextar eru ávallt háðir listrænu textasamhengi, sem er hluti af menningarlegri orðræðu síns tíma. Öll erum við á valdi tung- umáls, sem nær ógerlegt er að kom- ast út fyrir. Samt sem áður er sköp- unargáfan staðreynd. Þeir menn voru jafnvel til, sem skipt gátu sköp- um fólks og kveðið djöfulinn til helj- ar, kraftaskáldin góðu. Nu á dögum þykja þau fjarstæður, af því að við höfum einhvern veginn lokast inni í skertu tungumáli, fötluðu tungu- máli, heimi lýsinga og formgerða. Allt fram á 18. öld virðist því hafa verið trúað hérlendis, að orð vart kreólum og enskumælandi fólki. í Vakningunni rekumst við á Akadíumenn og er framburður þeirra á frönsku hægur og drafandi í samanburði við hraðan framburð kreólanna. Akadíumennirnir eru sjómenn og bændur og rækta auk þess sérstæða þjóðsagnahefð. Árið 1882 lést Oscar Chopin úr hitasótt. Kate hélt kyrru fyrir í Clo- utierville um fárra ára skeið og hélt búskapnum gangandi en ákvað síðan að flytja aftur til St. Louis þar sem móðir hennar bjó. Frú O’Flaherty dó hins vegar skömmu síðar þannig að Kate var skyndilega einstæð sex barna móðir án náinna aðstandenda. En hún lét ekki bugast. Að áskorun frá heimilislækni fjöl skyldunn ar byrjaði hún að skrifa smásögur og brot sem byggð voru á reynslu hennar í Louisiana. Hún þótti lýsa lífinu í Suðurríkjunum á raunsannan og fagran hátt og tókst að fá smásögurnar birtar í flestum virtustu tímaritum Banda- ríkjanna á næstu tíu árum. Fyrsta bók hennar var hins vegar skáld- saga, At Fault (1890), en í kjölfar- ið fylgdu tvö smásagnasöfn, Bayou Folk (1894) og A Night in Acadia (1897). að eina sem fór fyrir brjóstið á sumum lesenda þessara verka voru óstýrilátar kvenhetjur sem skutu upp kollinum af og til. Smá- sagan „Story af an Hour“ segir til dæmis frá einni klukkustund í lífi eiginkonu sem fregnar að maður hennar hafi látist í járnbrautar- slysi. Fyrst er hún felmtri slegin en eftir því sem líður á þessa klukkustund áttar hún sig á að lífið bíður hennar með ótal tækifærum. Hun fyllist nýjum þrótti. í lok þess- arar stundar vindur eiginmaðurinn sér inn um útidyrnar og í ljós kem- ur að dauðafregnin var á misskiln- ingi byggð. Eiginkonunni verður svo mikið um að hún deyr úr hjarta- slagi, eða eins og læknarnir orða það, úr „banvænni gleði“. Kate Chopin átti í nokkrum vandræð um með að finna útgefanda að þess ari kaldhæðnu smásögu og sama máli gegndi um handrit hennar að Vakningunni, sem var að endingu gefin út hjá bókaforlagi norður í Chicago. Skáldsögunni má skipta í tvo meg- inhluta. Sá fyrri gerist á sumardval- arstað við sjóinn, skammt sunnan við New Orleans, þar sem Pontelli- er-hjónin dvelja ásamt sonum sínum tvteimur. Edna Pontellier kynnist þarna kreólamenningunni af eigin raun og nýtur sérstaklega samvista við kreólann, Robert Lebrun, sem er ungur og einhleypur. Síðari hluti verksins gerist í borgaralegu um- hverfi New Orleans, þar sem Edna reynir að endurskapa þann ævintýr- ablæ sem hún hefur kynnst á sum- ardvalarstaðnum. Spurningin er hvort hún geti fundið lífi sínu viðun- andi sögulok. Enda þótt sumir lesendur hrós- uðu Chopin fyrir listræna hæfileika þótti þeim flestum að Vakningin bæri siðferðiskennd hennar slæmt vitni. „Þetta er ekki uppbyggilegt verk,“ varð gagnrýnanda að orði. Annar lýsti því yfir að Edna Pont- ellier „gerði sér enga grein fyrir að skylda móður við börnin sín væri langtum mikilvægari en full- næging fýsna sem reynslan hefði kennt henni' að væri í eðli sínu hverful“. Og þar sem afstaða Chopin til Ednu var óviss hlaut höfund urinn engu vægari dóm en sögu- hetjan. „Vinir“ og útgefendur Kate Chopin sneru við henni baki. Hún lést árið 1904. hvort sem hann var notaður í góðu skyni eður ei. í huga nútímafólks er tungumálið safn merkja og nafna, sem fest eru við einstök fyrirbæri á reglubundinn eða handahófskenndan hátt. í með- förum kraftaskáldsins verða þessi nöfn að töfratáknum, sem upphefja mörk vitundar og veruleika; hin leyndu vensl orðs og reyndar, sam- eiginleg verund þeirra, töfraskrift heimsins, birtist okkur. Það var ekki fyrr en um 1800 sem tungu- málið glataði þessari vídd í huga fólks. Það takmarkaðist smám sam- an við að lýsa og sundurgreina, glat- aði mætti sínum; gerningurinn vék fyrir lýsingunni, sem kjarni máls. T Áður er vitnað í gamla sögn um Hallgrím Pétursson. Hún leiðir í ljós það sem að framan er sagt. í heimi þjóðsögunnar er orðið ekki greint frá því sem það vísar til. Merking þess og merkingarmið eiga sér sam- eiginlegan þátt, þar sem verknaður og hugsun falla saman. Þjóðsagan , einkennist annars af ákveðnum tví- skinnungi, enda varð hún til á hvörf- um tveggja menningarkerfa. Ann- ars vegar speglar hún aðdáun al- þýðu á andhita og orðkynngi skálds- ins; hins vegar kemur fram siðferði- leg fordæming kirkjunnar, — skáld- ið gengur of langt, brýtur ákveðin mörk, og er refsað í samræmi við það. Þannig missti séra Hallgrímur gáfu sína með öllu eftir tófudrápið, en hét því fyrir sér, að hann skyldi yrkja eitthvað Guði til lofs og dýrð- ar, ef hann veitti sér gáfuna aftur. Framhald þjóðsögunnar er um 'margt einkennilegt. í bókmennta- sögum er séra Hallgrími skipað til sætis með snillingum vegna sálma hans og andlegra kvæða. Menn hafa jafnvel dregið í efa að tófuvís- an sé eftir hann. Hun þykir ekki nógu fín fyrir snillinginn; það er ekki skáldskapur að tarna, Kol- beinn! Þjóðsagan beitir annarri mælistiku. Samkvæmt henni er það tófuvísan sem ber stórskáldinu vitni, en ekki Passíusálmarnir. Eða má ekki lesa það úr framhaldi þjóð- sögunnar: Leið svo og beið þangað til um haust eitt eða veturinn fyrir jól að fara átti að hengja upp ket í eldhúsi. Var vinnumaður prests að því og fór hann upp á eldhúsbi- tann og seildist þaðan með ketið upp á rárnar. Enginn var til að rétta vinnumanninum krofin nema prestur. Þá segir prestur: Talaðu nú eitthvað til mín, því nú finnst mér gáfan vera að koma yfir mig. Vinnumaðurinn segir þá: Upp, upp og átti við það, að prestur skyldi rétta sér upp fallið. Greip prestur þá andann á lofti, snerist í hálfhring og mælti af munni fram: Upp, upp mín sál og allt mitt geð. Áður en Vakningin kom út höfðu bandarískir höfundar á - borð við Theodore Dreiser og Stephen Crane gert ósiðlátar konur að söguhetjum og komist upp með það. Óvíst er hver viðbrögð lesenda hefðu orðið við skáldsögu Chopin ef hún hefði verið karlmaður eða búið í Norð- urríkjunum. Helstu fyrirmyndir hennar voru hins vegar franskir karlhöfundar á borð við Fiaubert »- og 'Maupassant, sérstaklega sá síð- arnefndi sem Chopin lýsti með eftir- farandi orðum: „Hér var á ferðinni maður sem hafði sloppið undan hefð og kvöðum, sem hafði fallið inn í sjálfan sig og litið á lífið í gegnum sína eigin tilveru með eigin augum; og sagði okkur á hreinskil- inn og einfaldan hátt frá því sem hann sá.“ essi sami eiginleiki Chopin, að hundsa hefð og kvaðir, batt á sínum tíma enda á feril hennar sem höfundar, en er nú einn þeirra höf- uðkosta sem nútímalesendur finna á verkum hennar. Við njótum þess að lesa einfaldan en um leið marg- ræðan stíl Chopin sem öðru fremur túlkar munúðarkenndina og þær mótsagnir lífs og drauma sem hafa vald á mörgum sögupersónum hennar. enskumælandi karlmenn í Suð- urríkjunum á þessum tíma. Konurn- ar höfðu til dæmis nokkurt frelsi til að þroska listræna hæfileika sína. Að auki leiða menn getum að því að óvenju slæmt samband for- eldra Oscars hafi gert hann næm- ari fyrir þörfum og þrám konu sinnar. Annars átti Kate Chopin snemma fullt í fangi með að hugsa um börn þeirra hjóna, sem fæddust hvert af öðru á næstu árum, fimm drengir og ein stúlka. Það skyggði nokkuð á barnalánið að sjálfstæður atvinnurekstur Os- cars gekk illa og neyddist fjölskyld- an til að flytja frá New Orleans út í sveit, í þorpið Cloutierville í Nat- chitoches-héraði, þar sem Oscar hóf verslun og ræktaði bómull í smáum stíl. Á þessum slóðum kynntist Kate nýjum hópi frönskumælandi Banda- ríkjamanna, svonefndum Akadíu- mönnum. Þeir höfðu upphaflega flutt frá Frakklandi til fylkisins Akadíu á austurströnd Kanada, sem nú er nefnt Nova Scotia. Þegar Bretar náðu þarna völdum árið 1755 fluttust margir þessara frönskumælandi íbúa til Louisiana og héldu sérkennum sínum gagn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.