Morgunblaðið - 04.08.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 04.08.1990, Síða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990 Þaö er ekki skáldskapur Kolbeinn Kraftaskáldið og snilligáfan j_ Kölski átti veð í sál Kolbeins bónda eins og kunnugt er. Skyldu þeir heyja einvígi á Svalþúfu með því að kveðast á. Fóru þeir þangað og hengdu fætur fram af bergi, því að ofan skyldi sá fara, sem unninn yrði, og hverfa í brimið og þaðan til vítis, en sú heimvon var Kolbeini óljúf. Nú er að segja af vopnaskipt- um. Fyrri hlut nætur gerði Kölski fyrri helming vísna, en Kolbeinn botnana. Seinni hlut nætur átti Kölski að botna visur Kolbeins, og átti fjandinn hann, nema svo færi, að hann gæti ekki botnað fyrir Kolbeini. Leið svo á nótt. Tungl óð í skýjum með élhryðjum, og gerði svart á Svalþúfu, er élin gengu yfir, en birti stundum. Þótti Kol- beini horfa uggvænlega, er leið að morgni, og leitaði ráða. Þá kom tungl úr sorta, og skein í augu þeim; brá Kolbeinn í sama bragði hnífsegg fyrir glyrnur myrkrajarli, og kvað: Horfðu í þetta egg, egg, undir þetta tungl, tungl. „Það er ekki skáldskapur að tarna, Kolbeinn“, mælti Kölski og vafðist tunga um háls, svo hverft varð honum við hnífinn, ljósið og rímið. En Kolbeinn botnaði og brá um leið handlegg fyrir Kölska, svo að hann steyptist fram af: Ég steypi þér þá með legg, legg, lið sem hrærir úln, úln. Skall Kölski í brimið, en Kolbeinn sat eftir, hólpinn á bjargbrún. Síðan er það að orðtaki haft, einkum um frumlegar nýjungar í skáldskap: Það er ekki skáldskapur að tarna, Kol- beinn. Sennilega er vísa Kolbeins Jökl- araskálds með snjallasta skáldskap gjörvallri sögu íslenskra bókmennta. Sé snilligáfa til birtist hún hér; að geta skotið skrattanum til heljar með orðum einum saman, — er það ekki snjallt? Bókmenntaleg sniili- gáfa er að mínum dómi öldungis óskyld máirænni fegurð, djúpviturri lýsingu eða slunginni frásögn. Það birtist öllu heldur í orðlist, sem num- ið getur lögmálið úr gildi, búið mönnum óvæntan næsturstað, breytt örlögum fólks. íslensk alþýða tníði því áður fyrr, að slík orðlist væri til, að hún væri á valdi ákveð- inna manna, sem oft hafa verið nefndir kraftaskáld; þeim tókst að fella saman andhita og orðkynngi í óvenjulega ríkum mæli, orð þeirra lýstu ekki aðeins veruleikanum, eins og orðræða nútímaskálda, — heldur höfðu þau bein áhrif á raunheiminn. Slíkur var krafturinn sem fylgdi máli þeirra. Hér var a.m.k. um hátt á þriðja hundrað einstaklinga að ræða; sýslumenn og flökkukerling- ar, prestar og hreppsómaga, gilda eftir Matthías Vidnr Sæmundsson bændur og vinnumenn; þeir komu m.ö.o. úr öllum stéttum þjóðfélags- ins. Margir komust aldrei upp úr afgrunni nafnleysisins, en aðrir urðu þjóðkunnir, menn eins og Einar í Eydölum, Guðmundur Bergþórsson, Leirulækjar-Fúsi og Hailgrímur Pétursson; flestir skáru sig að ein- hveiju leyti úr fjöldanum. Þetta var andheitt fólk, svipmikið og tilfínn- ingaríkt, oft með tindrandi snör, hættuleg augu, enda eins gott að líta ekki í þau, og það notaði gáfu sína í ýmsu skyni. Þannig kvað Hallgrímur gæfuleysi á orðhvata stúlkukind, setti niður skap Guðríð- ar, tvisvar, kom fyrir vargi, tvisvar, auk þess sem hann hrakti frá sér ókennilega ófreskju, a.m.k. einu sinni. Eitt sinn bar svo við, að tófa lagðist á fé manna í sveit Hallgríms og varð hún ekki unnin með nokkru móti. Einn sunnudag er prestur messaði og stóð alskrýddur fyrir altari leit hann út um kórgluggann og sá hvar tófa var að bíta kind. Gleymdi hann þá hvar hann var staddur, og kvað: Þú sem bítur bóndans fé, bölvuð í þér augun sé, stattu nú sem stofnað tré, steinadauð á jörðunni. Þetta reið lágfótu að fullu, sem vonlegt var, en varð Hallgrími að auki afdrifaríkt, svo og íslenskri bókmenntasögu, eins og síðar getur. 2_ Ég ætla að ijalla hér lítillega um orðkynngi kraftaskáldsins, en fyrst er nauðsynlegt að víkja fáeinum orðum að snillingshugtakinu, þýð- ingu þess. Þetta hugtak hefur með tímanum glatað upphaflegri merk- ingu sinni, og orðið að merkingar- litlu fjálgyrði, sem örðugt er að festa höndur á. Jónas Hallgrímsson skáid skilgreindi það á sínum tíma í minningargrein um Tómas Sæ- mundsson, en þar segir að sá látni hafi verið „Geni.“: „Hann sá oft í augnabliki, þó hann gæti þá í stað ekki sannað það, margt, sem við jafnaldrar hans erum nú búnir að ná með langsamlegri eftirgrennslan og margt sem bíður seinni tíma, áður en það verði eign mannlegrar þekkingar." Geníið er m.ö.o. gætt innsæisgáfu, sem gerir því kleift að bijótast út fyrir takmörk mannlegr- ar þekkingar á hveijum tíma; það sér á augnabliki það sem öðrum er hulið, — guðdóminn í náttúrunni, merkinguna í öngþveitinu; það getur hafið sig yfir reynsluþekkingu sam- tíma síns til æðri skilnings, hugljó- maðrar þekkingar; það er m.ö.o. handhafi sannleika sem öðrum er lokuð bók. Eitthvað á þá leið er geníinu oftsinnis lýst, jafnvel af römmum guðleysingjum; trúarleg þörf leitar sér útrásar í hástemmd- um orðaflaumi, trú á ofurmannlega listamenn eða hugsuði; þeir eiga að vera málvinimir guðdómsins, rétt- hafar ódauðleikans, eðlisólíkir öðr- um mönnum. Guð gaf mér auga, sagði karlinn Grundtvig eitt sinn, Guð gaf mér alveg sérstakt auga, skáldlegt og sögulegt auga, sem ég beini í ljósi Herrans yfir hið mikla öngþveiti, sem er mannlegt starf, oftar en ekki á villigötum. Snillingshugtakið hefur til skamms tíma mótað bókmenntasög- ulega sýn manna, afstöðu þeirra til þróunar bókmennta í fortíð og nú- tíð. Flestallar bókmenntasögur era þannig persónusögur, greinargerðir um snillinga, þar sem stiklað er frá einu stórskáldinu til annars; sam- kvæmt þeim er bókmenntasagan ekki annað en röð höfundarverka, saga útvalinna stórstjarna, — Hall- gríms, Jónasar H. og Laxness. Sjálf- ur hallast ég að þeirri skoðun rúss- neskra formstefnumanna, að meira sér gert úr skáldlegu sjálfræði, frumlegri sköpunargáfu, en efni standa til. Kannski bókmenntirnar eigi sér sjálfstætt líf, líka líf, sem einstakir höfundar hljóta að laga sig að, meðvitað og ómeðvitað; kannski - mynda bókmenntimar sjálfar sig þegar allt kemur til alis; kannski skáldskapur vaxi af öðrum skáldskap innan bókmenntalegs kerfis, er lýtur eigin lögum; kannski persónuleiki eða sköpunarmáttur einstaklingsins skipti ekki öllu máli, þegar til lengdar lætur. Við hneigj- umst hins vegar ósjálfsfrátt til að mennska þetta kerfi, við gæðum það persónulegum blæ, eins og önnur kerfi í heiminum; allt annað smækk- ar manninn, þrengir valdsvið hans og frelsi, — gerir lítið úr okkur. Samkvæmt hugmyndum form- stefnumanna er bókmenntasagan óhugnanlega lík maskínuverki, þar sem hvaðeina er hluti af stærri heild. Hálfguðinn Grundtvig verður að skrúfu, sem er engu merkilegri en aðrar skrúfur, því að allar eru þær jafn nauðsynlegar til að mask- ínan virki; sérhver þáttur hennar gerir öðrum kleift að starfa, — allir era þeir hver öðrum háðir, þótt í sumum glymji hærra en öðrum. Og það sem heldur maskínunni í gangi er bókmenntahefðin, sem hver og einn fæðist inn í og kemst aldrei undan. Stundum eiga sér að vísu stað gangtruflanir, sem við köllum formbyltingar eða eitthvað slíkt, en þær eru tímabundnar; innan tíðar verður gangurinn jafn að nýju; hefð- in lifir þótt einstakar skrúfur séu endurnýjaðar, enda er skrúfugang- urinn ávallt sá sami, þótt krómið á rónum taki beytingum. Svona mask- ínuhugsun er í fullkominni andstöðu við snillingstrúna, en samkvæmt henni er skáldið eilífðarvél, sem fer í gang og starfar af sjálfri sér til endaloka tímans. J_ Það má líta svo á, að bókmennta- sagan sé kerfi rökrænna vensla og lögmála, þar sem eitt skapast af öðra vegna innri nauðsynjar, þar sem hvaðeina á sér orsök í bók- menntakerfinu sjálfu. Horfum til ljóðlistarsögu 19. aldar. Á fyrra hlut hennar er eins og bókmenntaskiln- ingnr manna hafi breyst, jafnframt því sem hugmyndin um samband snilligáfu og skáldskapar festi ræt- ur. Sennilega er fyrstu, merkin að finna í formála Eggerts Ólafssonar að Kvæðum, en hann var saminn 1768, þótt ekki birtist hann á prenti fyrr en 1832. Um það leyti átti sér stað orðræðusprenging í íslensku samfélagi, ef svo má að orði komast. Áður höfðu guðfræði og lögfræði verið „drottningar yfir öðrum scientiis" svo vitnað sé í Bjarna sýslumann Halldórsson. í þeim birtist orðræða valdsins, óskert og gagnheilög, samanfléttuð. Einstakar fræðigreinar höfðu verið neðanmálsgreinar við guðfræðileg- an texta, er léði mannlífinu merk- ingu sem ekki mátti draga í efa og setti allri þekkingarleit strangar Á mörkum t veggj a menningarheima eftir JónKarl Helgason Segja má að skáldsagan The Awakening (Vakningin) hafi valdið tvennum straumhvörfum á ferli höfundarins, Kate Chopin. Útgáfa bókarinnar 1899 gerði upp- hafiega út um ágætt orðspor Chop- in sem rithöfundar, en tryggði henni hálfri öld síðar varanlegan sess í bandarískri bókmenntasögu. Þegar Vakningin kom fyrst út var Chopin, fjörutíu og átta ára gömul ekkja frá Mississippi, orðin vel þekkt fyrir fjölmargar smásögur sem fjölluðu um líf fólks í Suðurríkj- unum, þar á meðal samskipti ensku- og frönskumælandi íbúa New Orleans og nágrennis. í Vakningunni kvað við svipaðan tón nema hvað aðalsöguhetjan, Edna Pontellier, eiginkona og móð- ir á mörkum þessara tveggja menn- ingarheima, uppgötvar að lífíð hef- ur uppá fleira að bjóða en hefðbund- ið hjónaband og bamauppeldi. Hún leitar útrásar fyrir tjáningarþörf sína og tilfinningar en brýtur um leið þær skorður sem konum eru settar í þessu grandvara aldamóta- samfélagi. egar sagan kom út hlaut hún almennt mjög neikvæðar við tökur. Gagnrýnendur og iesendur felldu sig ekki við þessa föllnu sögu- hetju og þótti þar að auki ófyrirgef- anlegt að Chopin, það er sögumað- ur verksins, skyldi ekki fordæma hjúskaparbrot Ednu og draumóra. Bókin var fjarlægð úr hillum bóka- safna í St. Louis og Kate Chopin skipað í hóp óæskilegra höfunda. Hún og verk hennar gleymdust þar til um miðja þessa öld þegar nýir lesendur uppgötvuðu ekki bara nút- ímaleg viðhorf Chopin til kvenfrels- isbaráttu og samfélagsins, heldur einnig einstaka frásagnargáfu hennar og fagran ritstíl. Vakningin er um þessar mundir lesin sem miðdegissaga í Ríkisútvarpinu. Skírnarnafn Kate Chopin var Katherine O’Flaherty. Hún fæddist árið 1851 í St. Louis í Mississippi, dóttir írsks innflytjanda sem gifst hafði inn í franska hástéttarfjöl- skyldu þar í borginni. Katherine var annað bam þeirra hjóna. Hún átti ágæta æsku nema hvað faðir henn- ar dó sviplega í járnbrautarslysi þegar Kate var aðeins fjögurra ára gömul. Hún naut góðrar menntun- ar, útskrifaðist úr St. Louis Aca- demy of Sacred Heart sautján ára gömul. Bandaríska skáldkonan Kate Chopin. r Arið 1870 giftist hún Oscari Chopin, tuttugu og fimm ára gömlum bankamanni frá New Orle- ans, þangað sem þau hjónin fiuttu. Það fer góðum sögum af hjóna- bandi þeira Oscars. Hann var kre- óli, afkomandi franskra innflytj- enda í Louisiana sem töluðu enn þá frönsku og héldu í ýmsa franska siði. Af Vakningunni að dæma voru kreólaeiginmenn umburðarlyndari gagnvart eiginkonum sínum en iseftæs:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.