Morgunblaðið - 15.08.1990, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.08.1990, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990 Atak um landgræðsluskóga 1990: Gróðursettar verða 1,3 milljónir tijá- plantna í sumar Milljón plöntur gróðursettar næsta ár NÚ er ljóst að gróðursettar verða í sumar um 1,3 miljónir plantna á vegum Ataks um landgræðsluskóga 1990, en áætlað var að gróðurselja á bilinu 1,1-1,5 miHjónir plantna. Framkvæmdanefnd hefur auk þess gert samninga samkvæmt útboði um framleiðslu fyrir árið 1991 á einni miljón plantna sem verða gróðursettar á næsta ári. Þannig mun átakið standa að framleiðslu og gróður- setningu 2,3 miljóna plantna, sem er talsvert umfram björtustu vonir, segir í fréttatilkynningu frá framkvæmdanefndinni. í fréttatilkynningunni segir enn- fremur: „Samkvæmt uppgjöri í júlí hafa safnast rúmlega 43 miljónir króna, en ennþá eru ókomnar inn umtalsverðar upphæðir. Tekist hefur að halda kostnaði við fram- kvæmdir á vegum átaksins í lág- marki, en það hefur stuðlað að því að plöntuframleiðslan oggróð- ursetningin verður mun meiri en upphaflega var áætlað. Á næsta ári verður jafnframt gróðursetningu unnið að þvf að fylgjast með og hlúa að þeim plöntum, sem gróðursettar hafa verið á þessu ári, til þess að tryggja eins og tök eru á góðan árangur. Framkvæmdanefnd átaksins vill koma á framfæri þakklæti til allra sem lagt hafa sinn skerf til þessa. Undirbúningur átaksins hófst í ársbyijun 1989. Markmiðið var ákveðið í upphafí að auka og efla íslenska birkiskóginn að gera íslenskt gróðurríki fjölbreyttara og sterkara en það áður var. Með landgræðsluskógum eru sameinaðar aðferðir landgræðslu og skógræktarmanna, þ.e. skóg- rækt á lítt eða ógrónu landi. Með þessari gróðursetningu tijá- plantna er leitast við að auka flat- armál tijáa og skógargróðurs á íslandi og hamla gegn uppblæstri og gróðureyðingu. Skipuð var framkvæmdastjórn sem hefur haft með höndum skipulag og framkvæmdir, en sér- stakur starfsmaður var ráðinn til fjáröflunar. í framkvæmdastjórn eiga sæti: Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands, Svein- bjöm Dagfínnsson, ráðuneytis- stjóri, Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri og Sigurður Blön- dal, fyrrv. skógræktarstjóri. Valdimar Jóhannesson hefur stað- ið fyrir fjársöfnun og kynningu. Snemma árs 1989 voru gerðir samningar um framleiðslu skóg- arplantna við garðyrkjubændur í Árnessýslu samkvæmt útboði, með það í huga að afhentar yrðu plöntur án endurgjalds til gróður- setningar á fyrirfram valin svæði innan girðinga á 76 stöðum á landinu. Fjáröflun vegna Átaks um landgræðsluskóga 1990“ hefur gengið mjög vel, undirtektir hafa verið góðar, almennur áhugi hefur verið fyrir starfínu og vilji til þátt- töku, hvort sem hefur verið með fjárframlagi eða sjálfboðavinnu. Skógræktar og gróðurverndará- hugi er greinilega mikill með þjóð- inni og vonandi að ráðamenn geri sér grein fyrir hveijar em óskir hennar í þeim efnum.“ Siguijón Óskarsson skipstjóri í Vcstmannaeyjum: Meirihluti sjómanna hlust- ar ekki á neyðarbylgjuna Hönnun lokið á sjálfvirkum tilkynningarskyldubúnaði SIGURJÓN Óskarsson skipstjóri í Vestmannaeyjum segir að meiri- hluti sjómanna á fískveiðiflotanum hlusti ekki á rás 16 í ijarskipta- kerfinu, neyðarrásina. Hann segir jafnframt að boð Tilkynningar- skyldu sjómanna sem fara um þá rás séu af þeim sökum úrelt og komi að litlu gagni. Þorgeir Pálsson verkfræðingur sem unnið hefur að hönnun sjálfvirks tilkynningarbúnaðar segir að stefnt sé að því að koma slíkum búnaði í gagnið á næstu þremur árum en með hon- um yrðu skip kölluð upp á 5-10 mínútna fresti allan sólarhringinn. Búnaðurinn er þegar kominn í fímm skip. „Gamla kerfíð er úrelt en það er kannski ágætt til að fræða aðstand- endur sjómanna um hvar bátarnir eru um það bil staddir. Kerfíð er hins vegar afar seinvirkt og sjó- menn frá Vestmannaeyjum og Grindavík voru sjálfír fyrir löngu farnir að tilkynna hvenær bátar þeirra yrðu í landi áður en Tilkynn- ingarskyldan kom formlega til. Til- kynningarskyldan er frá kl. 10 á morgnana til hádegis á veturna og svo aftur eitthvað á kvöldin. Svo líða 10-12 klukkustundir að næsta kalli og það getur margt gerst á þeim tíma,“ sagði Siguijón. Hann sagði nauðsynlegt að kom- ið væri upp kerfí sem gerði aðvart um leið og bátur lenti í sjávar- háska. „Fyrsta aðstoð er alltaf mik- ilvægust. Það hefur sýnt sig eins og til dæmis varðandi Helliseyjar- slysiö um árið að^ekkert var að- hafst fyrr en sá eini sem komst lífs af úr því slysi bankaði upp á hér í 'bænum. Sömuleiðis vissi enginn að neitt bjátaði á þegar Hafrún frá Eyrarbakka fórst fyrr en lík eins skipveijans rak á land,“ sagði Sig- uijón. Hann sagði að sá annmarki væri einnig á gamla tilkynningar- kerfinu að sjómenn vildu oft gleyma að tilkynna sig þegar veður væri gott. „Þá er afleitt að hafa tilkynning- arskylduna á rás 16, sem maður hefur litið á sem nokkurs konar neyðarbylgju. Á þeirri rás er nánast allan sólarhringinn verið að til- kynna um brottför og komu skipa og og komi neyðarkall á þeirri bylgju þá er það minnsti hluti sjó- manna flotans sem er að hlusta á hana,“ sagði Siguijón. Hannes Hafstein forstjóri Slysa- vamafélags Islands tók í sama streng og sagði að vanhöld væru á því að sjómenn tilkynntu sig þegar veður væri gott. Hann lýsti jafn- framt ánægju sinni með nýtt til- kynningarkerfí sem Þorgeir Pálsson verkfræðingur hefur átt þátt í að hanna. Nýja sjálfvirka kerfið er þegar komið í fimm báta, Aðalbjörg RE, Elliða KE, Akraborg, Heijólf og Kyndil. Auk -þess eru þijár land- stöðvar komnar upp sem þjónusta svæðið frá frá Snæfellsnesi austur fyrir Vestmannaeyjar. „Við teljum okkur búna að leysa þau tæknilegu vandamál sem þarf að leysa áður en ákvörðun er tekin um hvort kerf- ið verður sett upp. Þetta er ennþá á tilraunarekstrarstigi og á næstu vikum á að hefja framleiðslu 25 tækja á og vonandi komast einhver þeirra um borð í skip nú í haust,“ sagði Þorgeir Pálsson. Sérstakur búnaður verður settur í skip sem hægt er að kalla upp frá landstöð. Búnaðurinn útbýr skeyti sem inniheldur staðsetningu skips- ins sem er lesin frá lórantæki þess. Tölvubúnaður sem komið verður fyrir hjá Tilkynningarskyldunni sér síðan um að fylgjast með umferð skipa á sjálfvirkan hátt og setur upplýsingamar fram á myndrænan hátt á skjá rétt eins og um ratsjá væri að ræða. Samkvæmt nýja kerf- inu ýrðu skip kölluð upp á sjálfvirk- an hátt á 5-10 mínútna fresti og aldrei liði lengri tími en lö mínútur á milli uppkalla. Þorgeir sagði að nú væri aðeins beðið eftir því að rétt yfírvöld tækju ákvörðun um framhaldið. Nauðsyn- legt væri talið að koma upp 30 land- stöðvum sem fylgdust með umferð skipa við alla strandlengjuna, allt að 60 sjómílum út á haf. Einnig þyrfti að setja upp tölvubúnað hjá Tilkynningarskyldunni og reyndar yrði sá búnaður settur þar upp á næstunni í tilraunaskyni. Þorgeir sagði að kostnaður við landstöðvar- kerfið og tölvumiðstöðina hljóðaði upp á 100 milljónir samkvæmt kostnaðaráætlun sem gerð var í nóvember á síðasta ári. Auk þess yrði að koma upp tækjabúnaði um borð í skipin en sá kostnaður félli á útgerðina. Þorgeir sagði að einnig væru áform uppi um að ná lengra út á haf með því að nota stutt- bylgju en í fyrstu yrði öll áhersla lögð á að ná til strandsvæðisins þar sem megnið af fiskveiðiflotanum heldur sig. Þakstál með stfl Plannja Uliþakstál Aðrir heistu sölu- og þjónustuaðilar: Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi, simi 78733. Blikkrás hf, Akureyri, sími 96-26524. Vélaverkstæði Bjöms og Krisljáns, Reyðarfirði, sími 97-41271. Vélaverkstaeðið Þór, Vestmannaeyjum, sími 98-12111 Hjáokkurfærðuallar nýjustu gerðir hins vinsæla og vandaða þakstáls frá Plannja. Urval lita og mynstra, m.a. Plannja þakstál með mattri Irtaáferð, svartri eða tígulrauðri. ÍSVÖR HF. Smiðjuveg 4e, 200 Kópavogur. Póstbox: 435,202 Kópavogur. S: 91-67 04 55, Fax: 67 04 67 Kópasker: Sláturhúsið Fjallalamb hf. stofnað Kópaskeri. FJALLALAMB hf. var stofnað á Kópaskeri síðastliðið mánudags- kvöld. Hlutverk félagsins verður slátrun sauðfjár og afurðasala. Samningar um kaup félagsins á sláturhúsi Kaupfélags Norður- Þingeyinga á Kópaskeri eru á lokastigi. Ekki var slátrað á Kópaskeri síðastliðið haust en sláturhúsið er löggilt. Allir bændur í Norður-Þingeyjarsýslu, austan Jökulsár, standa að félag- inu og verður framvegis ekki slátrað á Þórshöfn. Hlutafé kemur frá öllum bænd- um í Norður-Þingeyjarsýslu, austan Jökulsár, sveitarfélögum á svæðinu, Kaupfélagi Langnesinga, Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins auk fjöl- margra einstaklinga. Er fundinum lauk lágu fyrir hlutafjárloforð að upphæð rúmlega 21 milljón kr. Kaupverð slátur- og frystihúss er um 40 milljónir kr. Einhugur var á fundinum og ánægja með að löngu óvissuástandi í þessum málum skuli lokið. í haust er áætlað að félagið slátri 24 þúsund fjár og fái í sláturlaun um 50 milljónir kr. Auk þessa koma geymslugjöld á kjötið og á vegum félagsins verður úrvinnsla afurða. Fullyrða má að stofnun þessa félags styrki afkomu og þar með búsetu í Norður-Þingeyjarsýslu. Fyrir lá að án þess yrði nánast öllu fé úr sýslunni slátrað á Húsavík. I stjórn voru kosnir: Björn Bene- diktsson, Sandfellshaga, Gunnar Einarsson, Daðastöðum, Skúli Ragnarsson, Ytra-Álandi, Kristín Kristjánsdóttir, Syðri-Brekku, og Jóhannes Sigfússo'rí, Gunnarsstöð- um. Marinó Bannað að nota orðið „ókeypis“ í aug- lýsingum Morgunblaðinu hefur bor- ist eftirfarandi frétt frá Verðlagsstofnun: „Málavextir eru þeir að fyrir- tækið Myndsýn hf. og umboðs- aðilar þeirra hafa um langan tíma auglýst að ókeypis gæða- fílma fylgdi framköllun. Verð- lagsstofnun krafðist þess í jan- úar 1989 að fyrirtækið stöðvaði þegar þessar auglýsingar þar sem þær væru brot á 27. og 31. gr. verðlagslaga. Fyrirtæk- ið varð ekki við þessari kröfu og lagði verðlagsráð því 9. fe- brúar 1989 bann við notkun orðsins í ókeypis í því sam- bandi sem orðið var notað. Myndsýn hf. vildi ekki una banninu og stefndi málinu fyrir bæjarþing Reykjavíkur til ógildingar. Hinn 25. júlí sl. gekk svo dómur í málinu á þá lund að bann verðlagsráðs við notkun orðsins ókeypis var staðfest og fyrirtækið dæmt til greiðslu málskostnaðar." Leiðrétting í grein í Daglegu lífí 3. ágúst sl. var rangt farið með nafn hótels- ins á Vopnafirði. Hótelið heitir Tangi en ekki Tindur eins og þar stóð. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.