Morgunblaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990 29 fclk f fréttum Hannes Jón trúbador og Finnur harmonikkuleikari léku undir (jöldasöng veislugesta um borð í P.H. Viking. Til vinstri er eig- andi bíitsins, Páli Helgason. sem í framtíðinni yrði perla Eyj- anna, en það væri á framtíðarplan- inu og kæmi á næstu árum. Matarveislurnar um borð í P.H. Viking eru haldnar í samvinnu Páls og veitingastaðarins Við félagarnir sem sér um veisluföng. Þrátt fyrir austan þembing í veðrinu og pus er siglt var út víkina var ágætt inni í hellinum. Þar var boðið upp á sjávarréttahlaðborð, ofandekks, sem var hlaðið kræsing- um úr hafinu. Gellur, grálúða, ýsa, karfi, lax, humar og margt fleira var borið fram og smakkaðist hvert öðru betur. Það var ævintýralegt að standa við veisluborð þetta inni í Klettshelli og þrátt fyrir leiðinda veður úti fyrir var blíða inni í hellin- um. Hellirinn lýstist upp með Ijósum frá bátnum en Páll sagði að ætlun- in væri að hengja upp kyndla í hellinum þegar svona veislur yrðu haldnar í framtíðinni og slá þannig Morgunblaðið/Grimur Gíslason enn meiri ævintýraljóma á veislu- höldin. Eftir að máltíðinni lauk var siglt inn á höfnina í Eyjum þar sem siglt var um. Þjónustufólk bar fram veit- ingar og trúbadorinn Hannes Jón og Finnur harmonikkuleikari léku undir fjöldasöng hjá veislugestum. Páll sagði að víða erlendis tíðkað- ist það að fara í bátsferðir um hafn- ir þar sem slegið væri upp veislum um borð. Þær hafnir væru að vísu margfalt stærri en Vestmannaeyja- höfn en það væri einfalt mál að sigla bara fleiri hringi. Gestir um borð í P.H. Viking þetta kvöld skemmtu sér konung- lega og söngurinn frá bátnum hljómaði út yfír höfnina. Það var því ánægður hópur sem steig á land eftir skemmtilegt ævintýrakvöld um borð í P.H. Vikng. Grímur VEISLA Ævintýrakvöldverður 1 Klettshelli Páll Helgason, ferðamálafröm- uður í Eyjum, er ávallt vak andi fyrir að finna nýjar leiðir til að krydda tilveru þeirra er Vest- mannaeyjar sækja heim og eins þeirra sem þar búa. í vor kom Páll með nýjan bát, P.H. Viking, til Eyja og hefur farið skoðunarferðir á honum kringum Vestmannaeyjar í sumar. Nú ætlar Páll að bjóða upp á nýjan valkost um borð í bát sínum og er það ævintýrakvöldverður í Klettshelli. Fyrir skömmu var fyrsta matar- veislan haldin í Klettshelli. Farið var frá bryggju í Eyjum laust eftir klukkan átta. Siglt var út Víkina og inn í Klettshelli. Páll bauð gesti velkomna um borð og rakti hvernig rekstur bátsins hefði gengið það sem af er sumri. Um 9.000 gestir hafa farið í ferð með bátnum frá því hann var afhentur í vor. 1.500 gestir í Hafnarfirði, þar sem hann var smíðaður, og aðrir 1.500 í Eyj- um, þegar hann kom þangað til hafnar í fyrsta sinn. Síðan hafa um 6.000 farþegar farið í skoðunar- ferðir með bátnum. Páll sagði að allt hefði gengið vonum framar og væri hann mjög ánægður með bát- . inn. Hann vildi þó vera vakandi fyrir að stofna til nýjunga og því ætlaði hann að bjóða upp á matar- veislur þessar fyrir hópa sem pönt- uðu þær. Reyndar sagði Páll að á áætluninni hjá sér væri að byggja myndarlegt veitingahús í Klettsvík, Hlaðborðið með kræsingum úr hafinu vakti aðdáun veislugesta. HERMENNSKA Fyrsta kon- an í West Point dúxaði! 1187 ára sögu bandaríska herskól- ans fræga, West Point, hafði kvenmaður aldrei stigið inn fyrir dyr sem nemandi. En vígin hafa fallið hvert af öðru á þessum síðustu jafnréttistímum og það hlaut að koma að því að West Point lenti í hringiðu breytinganna. Nú hefur fyrsta stúlkan útskrifast þaðan og það með slíkum yfirburðum að hún hefur nú yfirumsjón með þjálfun 4.400 foringjaefna skólans. Ýmsir fyrirrennarar hennar í starfi eru frægir síðari tíma herforingjar og má nefna Black Jack Pershing, Douglas MacArthur og William Westmoreland. Stúlkan heitir Krist- en Baker og er 21 árs gömul. Hermennska er fjölskyldu Krist- en í blóð borin, en hún segir marga hafa latt sig til að sækja um í West Point og haldið að hún væri að spauga. Það hefði komið henni á óvart er hún fékk inngöngu, en það væri til marks um breytta og batnandi tíma. „Nú hef ég verk að vinna og ætla mér að skila því óað- finnanlega," segir Baker höfuðs- maður. Iiún segir einnig að hún hafi gert sér grein fyrir því er hún dúxaði í herskólanum og fékk um- sjónarstöðuna eftirsóttu að alltaf væri talsverð andstaða við þróun og breytingar. Hún hefði hins vegar fengið meiri stuðning samstarfs- manna en mótspyrnu og hefði það komið þægilega á óvart. Kristen Baker höfuðsmaður í fullum skrúða. Það orðspor fer af Kristen, að hún sé eitilharður hermaður og ein- beiting hennar og agi séu óaðfinn- anleg. 'Hún viðurkennir hins vegar fúslega að hún Iíkist ekki beinlínis hermanni. Hún er frekar smávaxin og mjög kvenleg. Þegar færi gefast þá sé hún eins og hver önnur „venjuleg“ stelpa sem notar farða, setur hárið upp, fylgir stuttu tískunni og hefur gaman af því að fara út að borða og skemmta sér með vinum og kunningjum og ekki síst kærastanum sem kvartar ekki enn sem komið er að minnsta kosti . . . Björn og kona hans. SKULDIR Borg lét sig hverfa frá argaþrasinu Fyrrum tennisstjarna og við- skiptajöfurinn Björn Borg lét sig hverfa frá argaþrasi nauð- ungaruppboða og gjaldþrota- skipta fyrir skömmu. Hann sólar sig í staðinn í Forte di Marmi við Ítalíuströnd og býr í sumarhöll vinar síns. Heima í Svíþjóð sitja fógetinn, seðlabankinn og 300 aðilar sem Björn er talinn skulda alis 900 milljónir króna. Haft hefur verið eftir Birni Borg að hann viti ekki hvort hann ráði við að borga allar skuldir sínar, stórhýsin hans tvö séu veð- sett og launin dugi nú rétt fyrir lífsviðurværi. Auk þess skuldi hann ekki nándar nærri eins mik- ið og menn segja og lögfræðingur hans, Per Sjöström, tekur undir það og segir áð deila megi í upp- gefna skuldatölu með þremur. Ekki er reyndar deilt um kjarna málsins og hann er sá, að Borg er sannarlega á hausnum. Þvottavélar Þurrkarar Örbylgjuofnar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Höfdar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.