Morgunblaðið - 15.08.1990, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990
25
Sigrún Eiríks-
dóttir - Minning
Fædd 2. júní 1911
Dáin 7. ágúst 1990
Sigrún Eiríksdóttir var þeirrar
gerðar að helst minnti á fegurstu
kvenlýsingar fornbókmenntanna.
Fijálsborin, kvenna fegurst,
skapmikil en stillt, gædd höfðings-
lund og hugrekki, mannviti og
gæsku.
Hún hlaut það hlutskipti í lífinu
að verða húsmóðir stórrar og flók-
innar fjölskyldu og leysti það hlut-
verk fágæta vel með sinni einstöku
náttúrugreind, órofa tryggð, góð-
vild og óbilandi 'ífsgleði.
Sigrún var fædd í Þykkvabæjar-
klaustri í Vestur-Skaftafellssýslu
þann 2. júní 1911. Foreldrar hennar
voru þau sæmdarhjón Rannveig
Jónsdóttir og Eiríkur Ormsson, raf-
virkjameistari. Hún var elst fjög-
urra barna þeirra hjóna, en systkini
hennar eru Sigurveig Margrét, Ey-
rún, Karl og fóstursystirin Kristín
Þorsteinsdóttir.
Heimili Eiríks Ormssonar og
Rannveigar, konu hans, var orðlagt
myndar- og menningarheimili þar
sem heiðarleiki, vinnusemi og
manngildi voru í heiðri höfð.
Án efa mótaðist Sigrún mjög af
uppeldi sínu. Vinnugleðin var henni
beinlínis í blóð borin ásamt ótrúlegu
verkviti svo allt lék í höndum henn-
ar.
Ung að aldri fór hún að vinna á
skrifstofu í fyrirtæki föður síns,
„Bræðumir Ormsson". Hún gekk í
Kvennaskólann í Reykjavík og mun
sá undirbúningur sem hún hlaut
bæði við hannyrðanám í Kvenna-
skólanum og við bókhald og gjald-
kerastörf í fyrirtæki föður síns hafa
nýst henni vel á starfsamri ævi.
Nítján ára gömul trúlofaðist hún
þýskum glæsilegum manni,
Heinrich Dúrr, sem var í rafvirkja-
námi og hafði komið til landsins til
að vinna við fyrirtæki föður henn-
ar. Hún sat í festum í þijú ár með-
an mannsefni hennar lauk prófi í
rafmagnsverkfræði og 1933 gengu
þau í hjónaband. Þau eignuðust
þijár yndislegar dætur, þær
Hjördísi, fædd 1934, Erlu, fædd
1935 og Hildegard, fædd 1938.
Á stríðsárunum varð hún fyrir
þeirri erfiðu reynslu að eiginmaður
hennar var tekinn fyrirvaralaust til
fanga af breskum hermönnum þar
sem hann sat við hádegisverðarborð
með fjölskyldu sinni. Sá atburður
og afleiðingar hans skyldu eftir sig
djúp sár sem fylgdu Sigrúnu alla
ævi og aldrei greru að fullu. Hún
stóð nú uppi ein með dæturar þijár
og þá kom gleggst í ljós hvað í
henni bjó. Hún setti á fót barnafata-
verslunina Tröllafoss og hóf að
hanna og sauma barnaföt. Á þeim
árum var ekki mikið um að börn
væru fallega klædd, meira var
hugsað um notagildi fatanna en
útlit þeirra. En Sigrún sameinaði
þetta tvennt og hún varð fyrst til
að koma fram með ýmsar nýjungar
í barnafatahönnun.
Á þeim árum bjó ég skammt frá
Sigrúnu í austurbænum og kannað-
ist vel við hana þar sem Karl, bróð-
ir hennar, var skólabróðir minn og
félagi. Aldrei hafði ég áður séð jafn
fallega klædd börn og litlu telpurn-
ar hennar Sigrúnar. Síðar þegar ég
kynntist henni sem eiginkonu föður
míns, þá komst ég að raun um að
kerru- og vagnpokamir ómissandi,
saumaðir fagurlega úr litaðri værð-
arvoð voru hennar hönnun og fram-
leiðsla. Útifatasettin með gammos-
íum, kápu og kjusu voru einnig
framleidd af henni, ásamt falleg-
ustu telpnaballkjólum sem sést
höfðu. Hún hafði aðeins eina
saumakonu sér til hjálpar og allt
sneið hún sjálf og hannaði. Og það
er óskiljanlegt hvernig henni tókst
að verða sér úti um falleg .efni á
stríðsárunum þegar úi-valið var afar
fátæklegt.
En það kom snemma fram að
Sigrún var útsjónarsöm og dverg-
hög í höndum og var jafnvíg á
fínustu handavinnu og öll þau störf
sem teljast hefðbundin karlmanns-
störf. Það var eins og henni væri
það meðfætt að vita ævinlega
hvernig best væri að vinna hvert
verk. Aldrei kom það fyrir að flík,
sem hún saumaði, mistækist og
erfiðisvinnu vann hún af einstakri
lagni og kunni að vinna sér hana
létt. Hún var sannkölluð lífslista-
kona, þar sem allir hlutir, sem hún
skapaði, höfðu notagildi meðfram
útlitsfegurð. Hún hafði einnig gott
viðskiptavit og kunni þá list að
gera mikið úr litlu.
Heinrich Diirr og Sigrúnu voru
ekki búin þau örlög að taka upp
þráðinn aftur eftir margra ára að-
skilnað og slitu þau samvistir. Hann
giftst síðar þýskri konu en er nú
látinn fyrir allmörgum árum.
í janúar 1947 giftist Sigrún Páli
Isólfssyni, tónskáldi og orgelleik-
ara. Það varð beggja hamingja.
Milli þeirra ríkti gagnkvæm ást og
virðing og var hjónaband þeirra
afar farsælt. Þau eignuðust eina
dóttur saman, Önnu Sigríði, fædd
1947. Þó að við systkinin, börn
Páls ísólfssonar af fyrra hjóna-
bandi, værum öll orðin fulltíða og
flutt að heiman þá varð heimilið
fljótt stórt og umsvifamikið. Fjöl-
skyldan var stór og vinirnir margir.
Sigrún féll strax inn í vinahóp Páls
þar sem hún var metin og virt ekki
síður en hann. Sem stjúpmóðir
reyndist hún okkur frábærlega vel,
tók okkur sem sínum eigin börnum.
Þar var ekki gert upp á milli. Og
milli dætra Sigrúnar og okkar,
barna Páls, mynduðust hlý og
traust systkinabönd.
Páll og Sigrún voru afar samrýnd
og hún var honum stoð og stytta.
Hún létti af honum flestu veraldar-
vafstri, sá alveg um rekstur heimil-
isins, var bílstjórinn hans og tók á
móti öllum gestum með gleði og
höfðingsskap.
Á þeim árum var eins og sjálf-
sagt að flestir erlendir listamenn
sem héldu hér tónleika kæmu heim
til Páls og Sigrúnar til gleðistundar
ásamt íslenskum kollegum þeirra
að tónleikum loknum. Aldrei vafðist
það fyrir Sigrúnu að opna heimili
sitt og reiða fram dýrindis krásir,
oft svo til fyrirvaralaust, enda varð
heimili þeirra sannkallaður vinareit-
ur.
Sigrún ferðaðist með Páli á erfið-
um tónleikaferðum víða um lönd,
svo sem til Rússlands, Kanada og
Bandaríkjanna, sá um alla
praktíska hluti og veitti honum
þann stuðning sem hann þurfti á
að halda.
En unaðsreitur þeirra beggja var
þó ísólfsskáli á Stokkseyri, þar sem
þau bæði undu sér best. Þar naut
Sigrún sín til fulls. Hún hlóð garða
úr torfi og gijóti, klippti þá og lag-
færði, dyttaði að skálanum og elsk-
aði ferskt sjávarloftið. Og gestrisn-
in var svo sjálfsögð að margir gest-
anna voru löngu orðnir heimilisfólk.
Við systkinin áttum einnig sum-
arhús við ströndina á Stokkseyri
og í nær 30 sumur bjuggum við í
nábýli og áttum dagleg samskipti.
Lífsgleði og gáski einkenndi Sig-
rúnu alla tið og hún var alltaf fyrst
allra að finna upp á óvæntum og
skemmtilegum uppákomum. Það
var alltaf hátíð á Stokkseyri.
Síðustu 10 árin sem Páll lifði var
hann að mestu bundinn við hjóla-
stól. Sigrún hjúkraði honum af að-
dáunarverðri ást og umhyggju.
Slíkt verður aldrei fullþakkað.
Hún ræktaði einnig fjölskyldu-
og vinatengsl af alúð og var afar
nákomin foreldrum sínum og systk-
inum og hélt tryggð við æskuvini
sína ævilangt.
Hún sýndi undravert hugrekki
og æðruleysi í erfiðum veikindum
sínum og gerði að gamni sínu fram
á síðasta dag, svo tamt var henni
að slá á létta strengi.
Ég, bræður mínir Jón og Einar,
og fjölskyldur okkar, þökkum af
öllu hjarta fyrir allt sem hún gerði
fyrir okkur. Og Guðs blessun og
styrk sendi ég dætrum hennar og
fjölskyldum þeirra og systkinum
Sigrúnar.
Hvíli elsku Sigrún stjúpa í friði.
Þuríður Pálsdóttir
í dag er til moldar borin Sigrún
Eiríksdóttir, Ormssonar, mikil
sómakona, sem margir inunu minn-
ast með söknuði. Sigrún giftist
Páli ísólfssyni árið 1947; hafði hún
þá átt við örðugleika að stríða í
allmörg ár og Páll gengið braut
einsemdar eftir lát konu sinnar,
Kristínar. Það var mikil gæfa fyrir
Pál að eignast Sigrúnu; lifðu þau í
farsælu hjónabandi unz yfír lauk.
Páll lézt árið 1974 og hafði þá ver-
ið sjúkur og oft sárþjáður síðustu
æviárin. Allan þann tíma reyndist
Sigrún Páli traustur og góður fé-
lagi og þá best þegar mest reið á.
Annaðist hún hann og hjúkraði af
stakri alúð til hinztu stundar.
Við, börn Páls, eigum Sigrúnu
mikið að þakka, skemmtilegt fjöl-
skyldulíf, glaðværð og. samveru
heila mannsævi. Um fram allt
stöndum við þó í þakkarskuld fyrir
dætur hennar fjórar, Önnu Sigríði,
sem varð ávöxtur þeirra Páls, og
þær Hjördísi, Erlu og Hildegard,
sem voru sviptar föður sínum
Heinrich Dúrr snemma stríðs, en
urðu okkur sem alsystur. Hafa þær
lifað með okkur súrt og sætt, deilt
með okkur gleði og sorg og auðgað
þá veröld sem við eignuðumst sam-
an.
Þegar við hjónin komum heim frá
námi á sinni tíð tókst strax með
okkur og Sigrúnu vinátta, og minn-
umst við nú langrar viðkynningar
með trega þess sem veit, hversu
stór hluti tilverunnar hverfur með
heimilinu gamla. Okkur verður
hugsað til mikilla stranda þessa
eylands, þar sem við sátum einatt
með Sigrúnu og horfðum á haf út.
I bústaðnum á Stokkseyri undu þau
Sigrún og Páll löngum, eitthvað
verður öðruvísi fuglasöngurinn,
þegar .við lítum þær slóðir næst.
En hafið er ómælið og þangað
hverfum við öll að lokum. Mér er
sem ég sjái í móðunni við sjónhring
mynd einnar konu, sem glaðzt hefði
forðum hefði hún vitað, hversu vel
var búið að Páli við ströndina.undir
lokin.
Einar Pálsson
„Að lifa kátur líst mér máti bestur
- þó að bjáti eitthvað á
að því hlátur gera má.“
(Höf. ókunnur)
Þannig langar mig að minnast
vinkonu minnar, bjartsýniskonunn-
ar Sigrúnar Eiríksdóttur, því þessar
ljóðlínur lýsa svo vel viðhorfi henn-
ar til lífsins. Ég naut þeirra forrétt-
inda í þijú ár að fá að vera eins
og hún nefndi mig „litla Beta niðri“
eða „litla mín á neðri hæðinni". Ég
hafði að vísu kynnst Sigrúnu áður
sem leigjandi á neðri hæðinni en
kynni mín af henni þá urðu aldrei
eins náin og þau urðu þann tíma
sem sú litla á neðri hæðinni og
„konan á loftinu" réðu einar ríkjum
á Laufásvegi 34. Þessi þijú ár á
Laufásveginum voru góð ár, og þó
á þau féllu nokkrir skuggar naut
ég alltaf geisla þeirrar sólar sem
skein hjá konunni á loftinu eins og
hún gjarnan nefndi sig okkar á
milli.
Sigrún var glæsileg kona, glað-
lynd og geislandi. Hún kunni að lifa
lífinu og mannamót voru henni
kær, enda til hennar tekið var sem
hún fór. Mér er minnisstætt atvik
eitt sem hún sagði mér frá. Lítill
strákur sem vanið hafði komur
sínar til hennar, að sníkja nammi
í poka, vatt sér að henni þar sem
hún var á gangi í sínu fínasta pússi
eftir Laufásveginum og sagði:
„Mikið ófsalega eru fín kona, má
ég labba með þér?“ Sigrún hafði
mikið gaman af þessu, því alla leið-
ina „trakteraði" hann hana á þeim
molum sem honum hafði áskotnast
fyrr um daginn. Slík var reisn Sig-
rúnar að bæði hájr og lágir hrifust.
I minningu minni er Sigrún
Eiríksdóttir ein sú almerkilegasta
manneskja sem ég hef kynnst, því
í henni fóru saman svo margir
hæfíleikar sem fáum tekst að
rækta, alla í senn. Ég, Ágúst og
pabbi sendum nánustu aðstandend-
um Sigrúnar okkar hlýjustu kveðjur
og erum þakklát fyrir að hafa feng-
ið að kynnast henni.
Hafi hún þökk fyrir ómetanlegar
stundir.
Elísabet V. Ingvarsdóttir
Heimili tengdaforeldra minna,
Sigrúnar Á. Eiiíksdóttur og Páls
ísólfssonar, var sannkallað ham-
ingjuheimili. Það var reist á
rammíslenskum grunni og skreytt
með hæfílegu ívafi af klassískum,
miðevrópskum menningarstraum-
um. Þau höfðu bæði sótt menntun
sína að hlutá til Þýskalands — hann
í Tónlistarháskólann í Leipzig —
og hún í skóla lífsins og kynni af
Þjóðveijum í gegn um fyrri mann
sinn, Heinrich Durr, og fyrirtæki
föður síns, Bræðurna Ormsson hf.
Sigrún var afar fróðleiksfús og
átti auðvelt með allan lærdóm. Hún
hóf nám við Kvennaskólann í
Reykjavík, en þurfti að hverfa það-
an fyrir lokapróf til að aðstoða föð-
ur sinn við fyrirtæki hans. Hún sá
alla tíð eftir að hafa ekki mátt halda
áfram náminu og er ég sannfærður
um að hún hefði auðveldlega getað
náð langt á menntabrautinni ef
aðstæður hefðu verið öðruvísi.
Eftir fráfall dr. Páls ísólfssonar
árið 1974 ákvað Sigrún að selja
hlut sinn í Víðimel 55, þar sem hún
og Páll höfðu búið í aldarfjórðung
ásamt dóttur sinni Önnu Sigríði og
dætrum Sigrúnar af fyrra hjóna-
bandi, Hjördísi, Erlu og Hildegaard.
Á neðri hæðinni á Víðimel bjó syst-
ir Sigrúnar og mágur, sæmdarhjón-
in Sigurveig og Kristinn Guðjóns-
son, forstjóri. Sigrún keypti í stað-
inn af fjölskyldunni 'nús foreldra
sinna, Laufásveg 34. Þar bjó hún
sér og föður sínum, Eiríki Orms-
syni, afar hlýlegt heimili og annað-
ist föður sinn af mikilli umhyggju
síðustu ár ævi hans, eða þar til
hann lést 96 ára að aldri.
Það lýsir Sigrúnu á margan hátt
vel að hún skuli hafa lagt á sig þá
miklu vinnu sem var samfara því
að halda tvö heimili, annað í
Reykjavík, en hitt á Stokkseyri.
Hún hafði snemma tekið miklu ást-
fóstri við Stpkkseyri og sumarhús
þeirra Páls, Isólfsskála.
Sigrún var mikið fyrir austan og
lagði metnað sinn í að halda ísólfs-
skála vel við. Hún og fjölskyldan
vildu að húsið yrði verðugur minnis-
varði um hlýjan hug Páls til æsku-
stöðvanna á Stokkseyri.
Stöðugur straumur gesta lá
ávallt um ísólfsskála, jafnt inn-
lendra sem erlendra.
Fyrir nokkrum árum ætlaði ég
að kynna Sigrúnu fyrir banda-
rískum laxveiðimanni, Charles
Warner prófessor frá Cambridge,
sem komið hafði fyrst til íslands
tveim árum áður. Hann hafði boðið
Önnu Sigríði og undirrituðum í
kvöldverð á veitingastað og eftir
matinn var ákveðið að líta við í
kaffi hjá Sigrúnu á Laufásvegi 34.
En það þurfti ekki að kynna Sig-
rúnu og Charles! Þau höfðu nefni-
lega sést í ísólfsskála sumarið áður
þegar Charles bankaði þar upp á í
skoðunarferð um Suðurland og þeg-
ið kaffi hjá Sigrúnu. Þetta nefni ég
hér til marks um þann mikla gesta-
gang og gestrisni sem ávallt ríkti
á heimili Sigrúnar.
Sigrún var í eðli sínu afar lífsglöð
kona. Hun elskaði hátíðir og hefðir.
Hún sagði oft við mig að hún vissi
fátt jafn skemmtilegt og að gera
góða veislu.
Allt sem lífgaði tilveqjna og lyfti
mannlífínu upp úr grámyglu hvers-
dagsleikans var Sigrúnu að skapi,
enda átti hún oftar en ekki frum-
kvæðið að góðum stundum og var
þar sjálf hrókur alls fagnaðar. Það
leyndi sér heldur ekki að hún var
alla ævi umkringd aðdáendum,
bæði skyldum sem óskyldum.
Á nýársdag var fastur siður að
feðgarnir og doktorarnir Sigurður
og Jóhannes Nordal kæmu, eftir
móttöku foi-seta íslands í ráðherra-
bústaðnum, í kaffi og^koníakstár á
Víðimel 55.
Þessari ágætu hefð héldu svo
Dóra og Jóhannes Nordal áfram
eftir að vinirnir Sigurður og Páll
féllu frá: Ég veit að Sigrúnu þótti
afar vænt um heimsóknir þeirra
hjóna á nýársdag.
Ávallt snæddu þessir góðu gestir
þannig fyrstu kvöldmáltíð ársins á
heimili Sigrúnar eftir að hún flutti
á Laufásveg 34. Þangað komu oft
einnig í nýársverðinn m.a. systir
hennar Sigurveig og maður hennar,
Kristinn Guðjónsson, Anna og Árni
Kristjánsson píanóleikari, Þuríður
Pálsdóttir og Örn Guðmundsson,
Karl Eiríksson bróðir Sigrúnar og
Ingibjörg Skúladóttir kona hans,
auk Ónnu Pálsdóttur og undirrit-
' aðs. Það var einstaklega hátíðíegt
að fá að heilsa nýja árinu með þessu
yndislega sómafólki, minnast ársins
sem var að kveðja og ræða um
framtíð lands og þjóðar.
Þá var einnig fastur liður á Víði-
mel og síðar Laufásvegi að Engel
Lund (eða Gagga eins og hún er
gjarnan kölluð) snæddi jólamatinn
hjá Sigrúnu á aðfangadagskvöld.
Ófáar ánægjustundir átti ég í
gegnum tíðina með Sigrúnu tengda-
móður minni og aidrei var skortur
á skemmtilegu umræðuefni. Hún
fylgdist afar náið með öllum í fjöl-
skyldunni og ekki síður því sem
efst var á baugi í þjóðfélaginu, allt
fram á síðasta dag og þrátt fyrir
ört hrakandi heilsu.
Og ávallt var skopskynið á næsta
leiti. Ég heimsótti hana viku áður
en hún kvaddi þennan heim og kom
að henni þar sem hún var að fara
yfír dagblöðin. Sigrún sagði mér
þá að hún hefði meira að segja
gerst „leyniáskrifandi“ að DV nú
síðustu vikurnar, en yngsti sonur
minn og barnabarn hennar, Ragn-
ar, sem bar út blaðið í hverfinu,
færði henni aukaeintakið sitt og
höfðu þau gert sérstakt leynisam-
komulag um þau viðskipti.
Við ræddum í gamni og alvöru
um pólitík og kaupsýslu og rifjuðum
upp skemmtilegar stundir eins og
peysufataveisluna frægu þar sem
yfir 20 vinkonur hennar mættu í
kvöldverð í þjóðlegum hátíðarfatn-
aði og var þjónað til borðs af
tengdasonum gestgjafans. Þó
líkaminn væri að láta undan var
hugurinn eins skýr og hugsast gat.
Sigrún var stórglæsileg kona.
Fáar konur gátu státað af eins
glæsilegu útliti og virðulégri, en
hlýlegri framkomu. Og þrátt fyrir
þann þunga toll sem sjúkdómurinn
tók síðustu æviárin leit Sigrún út
eins og drottning þegar hún skart-
aði sínu fegursta — enda var hún
ávallt konungborin í mínum huga.
En það var ekki aðeins útlitið og
fasið sem gerði Sigrúnu að drottn-
ingu. Hún hafði að auki þá heil-
brigðu skapgerð og þann sterka
persónuleika sem kórónaði þetta
fallega sköpunarverk meistarans.
Og dugnaður Sigrúnar var annálað-
ur. Henni féll aldrei verk úr hendi,
enda afköstin alla ævi eftir því. Hún
líktist þanni formæðrum sínum í
þessu landi sem alla tíð höfðu unn-
ið myrkranna á milli til að sjá sér
og sínum farborða.
Það var stórkostleg upplifun að
fá að kynnast strax á unglingsárum
SJÁ NÆSTU SÍÐU