Morgunblaðið - 15.08.1990, Síða 26

Morgunblaðið - 15.08.1990, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990 heimili þeirra Sigrúnar Eiríksdóttur og dr. Páls Isólfssonar á Víðimel 55. Má segja að heimili þeirra hafi staðið öllum opið og var stöðugur gestagangur þar allan liðlangan daginn. Margs og margra er að minnast frá þessum fallegu árum. Minnisstæðar eru t.d. heimsóknir Ragnars Jónssonar í Smára, sem var daglegur gestur hjá Sigrúnu og Páli. Ekki veit ég hvort Ragnar var þekktur fyrir almenna stund- vísi, en það mátti a.m.k. stilla klukkuna eftir heimsóknum Ragn- ars á Víðimel 55. Hann kom á hveij- um morgni kl. 11 í kaffi og færði Sigrúnu og Páli nýjustu fréttir úr menningarlífinu og pólitíkinni og svo var hann rokinn. Aftur kom svo Ragnar í Smára þegar líða tók á daginn með glóð- volgar eftirmiðdagsfréttir og frétta- útskýringar. Kaffitímar þessir voru hinir ánægjulegustu og ekki lítils virði fyrir undirritaðan að fá að kynnast þessum menningarfrömuðum á unga aldri og taka þátt í samræðum um landsins gagn og nauðsynjar. Fyrir Pál voru heimsóknir þessar ómetanlegar, sérstaklega eftir að hann fór að missa' heilsuna og komst minna að heiman. Ekkert umræðuefni var þess eðl- is að ekki mátti fara um það nokkr- um orðum í þessum góða félags- skap. Sigrún og Ragnar ræddu mikið ríkisfjármálin og þótti þeim oft illa farið með gott bú. Ragnar sagði einhveiju sinni að besti fjár- málaráðherra sem ísland ætti völ á væri Sigrún Á. Eiríksdóttir — og veit ég að henni þótti gaman að rifja upp þessa skoðun Ragnars þegar þannig lá á henni. Þetta var heldur ekki sagt út í bláinn. Sigrún bjó einmitt yfir þeim mannkostum, sparsemi og nýtni, sem prýða góðan bústjóra. Hún lét aldrei af þeirri skoðun sinni að ýmsir nafntogaðir stjórnmálamenn hefðu takmarkað vit á fjármálum og að þjóðin lifði um efni fram. En þó ekki hafi legið fyrir Sig- rúnu að komast til pólitískra met- orða þá hefur hún sjálfsagt lagt sitthvað gott til málanna þegar tækifæri gáfust í samræðum við ýmsa vini sína og ráðamenn þjóðar- innar. A.m.k. var hún ekki vön að sitja á skoðun sinni þegar þannig bar við. Eins lengi og heilsan leyfði naut Sigrún menningarviðburða í höfuð- borginni. Hún sótti t.d. tónleika Sinfóníuhljómsveitar Islands auk frumsýninga Þjóðleikhússins allt frá upphafí. Þá bauð hún gjarnan völdum vinum heim í kaffi og fjör- ugar samræður að kvöldskemmtun lokinni. Síðasti listviðburðurinn sem Sig- rún sótti var lokaæfing á „Ur myndabók Jónasar Hallgrímsson- ar“ við tónlist dr. Páls, sem flutt var af listafólki Þjóðleikhússins á Kjarvalsstöðum í júní sl. Þuríður Pálsdóttir bauð Sigrúnu þangað og veit ég að henni þótti afar vænt um að fá tækifæri til að rifja upp textann og tónlistina, sem hún hélt mikið upp á. En líf Sigrúnar var vitaskuld ekki aðeins glaumur og gleði. Því fer auðvitað víðs fjarri eins og nærri má geta. Sigrún rifjaði stundum upp at- burði liðinna ára þegar við sátum saman að spjalli. Minnist ég frásagnar hennar af sársaukafullri lífsreynslu frá stríðsárunum, m.a. þegar fyrri mað- ur hennar var handtekinn og num- inn brot't snemma morguns af breskum hermönnum á heimili þeirra við Laufásveginn, fyrir fram- an litlu telpurnar þijár, og heimilis- faðirinn fékk ekki leyfi til að kveðja eiginkonu og dætur áður en hann var fluttur í fangabúðir í Bretlandi. Sigrún sá fyrir sér og dætrunum öll stríðsárin m.a. með því að stofna og starfrækja barnafataverslunina Tröllafoss í Reykjavík, og saumaði hún sjálf heima á kvöldin flestan þann fatnað sem þar var til sölu. Eftir stríðið gerði Sigrún, ásamt öðrum eiginkonum þeirra Þjóðveija sem fluttir voru á brott héðan í stríðinu, ítrekaðar tilraunir til að fá leyfi fyrir endurkomu eiginmann- anna til ísíands, en íslensk stjórn- völd höfnuðu alfarið að veita slíka heimild, a.m.k. til að byija með. Þótti Sigrúnu framkoma ráða- manna hér ekki hafa verið stór- mannleg eða sýna skilning á að- stæðum þeirra fjölskyldna sem sundrað var í stríðinu. En minningar mínar af Sigrúnu Eiríksdóttur eru allar baðaðar sól- skini. Ég vil þakka henni fyrir þann yndislega vinskap og hlýhug sem hún sýndi mér allt frá okkar fyrstu kynnum. Hjá okkur var alltaf glatt á hjalla. Við höfðum bæði jafn gam- an af saklausri stríðni og góðlátlegu gríni og beittum hvoru tveggja óspart þegar við hittumst. Það gerð- um við líka á síðasta fundi okkar á Laufásvegi 34. í huga mínum er sterk mynd af Sigrúnu á pallinum við Isólfsskála. Þar er húsfreyjan að glóðarsteikja fullar fötur af gljáandi humarhölum „a la maison", sem nýbúið er að sækja í frystihúsið. Á pallinum standa og sitja ástvinir þeirra hjóna og skála í sólargeislum sumar- kvöldsins. Fjöruskröltið berst til eyrna og Sigrún spyr fólkið hvaða land það haldi að verði á vegi manns sem siglir beint í hásuður frá ísólfsskála. Þama má kenna Níni og Örn, Hönnu og Nonna, Nenna og Bessí, Kalla og Bitten, Heddí og Óla, Erlu og Ilildegaard, Dídí Kerúlf og Þóru Timmermann, Hönnu og Matta Joh., Eyrúnu og Víglund, Stínu, Hauk og Guðjón, Sigurð smið, Önnu og Árna sr., Kristíne og Árna jr., Björgu og Ragnar, Siggu og Krist- in, Sigurbjörgu og Pálmar o.fl. Þetta er góð veisla. Guð blessi minningu minnar ást- kæru tengdamóður, sómakonunnar Sigrúnar Á. Eiríksdóttur. Hans Kristján Árnason Þriðjudaginn 7. ágúst sl. lést að heimili sínu Sigrún Eiríksdóttir, ekkja Páls heitins ísólfssonar. Mig langar til að minnast hennar lítil- lega með fáeinum orðum. Nú eru liðin 27 ár síðan ég kynnt- ist Sigrúnu. Hún var mamma henn- ar Önnu, vinkonu minnar. Þegar ég nú hugsa til baka, þá get ég varla skilið hvernig Sigrún gat látið eins og við vinkonurnar værum allt- af skemmtilegar og þess verðugar, að hafa í sínum félagsskap. Á þessum árum okkar Önnu, vorum við annaðhvort grátandi í ástarsorg eða hlæjandi eins og skessur að öllu mögulegu og ómögulegu. Þessar geðsveiflur okk- ar gátu verið tveir skammtar af hvoru, sama daginn. Ekki má skilja orð mín svo, að Sigrún hafi verið laus við alla kímni, síður en svo. Það glens og gaman, sem henni datt í hug og sýndi, þekktu hennar nánustu best og því er það svo að nú, þegar ég skrifa þetta, þá brosi ég vegna allra þeirra skemmtilegu atvika sem ég man eftir. Dætur Sigrúnar af fyrra hjóna- bandi, þær Hjördís, Erla og Hilde- gard voru á þessum árum „konur“, en nú erum við Anna búnar að ná þeim og nú erum við allar „stelpur". Ég minnist Sigrúnar frá þessum árum sem glæsilegrar og fallegrar konu sem var alltaf í fínum fötum, með hárið vel reitt og með tvo gráa lokka. í öll þessi ár breyttist hún ekki neitt. Hún var einhvern veginn aldurslaus. Elli kerling náði aldrei tökum á henni. Frá þeim tíma, er Sigrún veiktist af þeim sjúkdómi, sem nú hefur lagt hana að velli, barðist hún hetju- lega við ofureflið og hélt alltaf reisn sinni. Sigrún fór á spítala sl. vor og þá stóð þannig á, að Anna, dótt- ir hennar, þurfti að fara til útlanda, atvinnu sinnar vegna og vera þar í nokkrar vikur. Okkur þremur samdist svo um, að í fjarveru Önnu yrði ég „umboðsmaður" hennar í heimsóknum á spítalann og kynnti hún mig því sem „dóttur“ sína meðan ég gegndi þessu embætti. Þegar svo von var á Önnu heim, þá neitaði ég algjörlega að gefa frá mér nýfenginn titil. Þessu var tekið með brosi og ég fékk að ráða. Svo var það þriðjudaginn 7. ágúst að dagurinn byijaði með rigningu og var heldur dökkur, en svo birti heldur betur til og um eftirmiðdag- inn dó hún Sigrún mín inn í sólskin- ið með dætur sínar ijórar hjá sér. Með þessum orðum vil ég reyna að þakka fyrir allt það sem Sigrún hefur gefið mér í öll þessi ár. Að- standendum hennar öllum votta ég mína innilegustu samúð. Hjördís G. Thors í dag er til moldar borin frú Sigr- ún Eiríksdóttir, Laufásvegi 34 hér í borg. Hún var fædd 2. júní 1911 og var því komin á 80. aldursár er hún andaðist 7. þ.m. Sigrún var komin af kjarnmiklum skaftfellskum ættum. Faðit' hennar var Eiríkur Ormsson, rafvirkja- meistari frá Efriey í Meðallandi, stofnandi og lengst aðaleigandi fyr- irtækisins Bræðurnir Ormsson í Reykjavík, og kona hans, Rannveig Jónsdóttir frá Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri. Þau hjón urðu bæði háöldruð, en báru ellina með sjald- gæfum glæsibrag. Sigrún Eiríksdóttir giftist ung Heinrich Dúrr, þýskum rafmagns- verkfræðingi er starfaði við fyrir- tæki föður hennar og eignuðust þau þijár dætur. Hann var einn þeirra þýsku manna, sem Bretar handtóku og fluttu _af landi burt, þegar þeir hernámu ísland vorið 1940. Leiðir þeirra Sigrúnar lágu ekki saman eftir það. Hún rak á stríðsárunum barnafataverslun hér í borg og sá sér og dætrum sínum þannig far- borða. ðinn 25. janúar 1947 giftist Sigrún Páli ísólfssyni, organleikara og tónskáldi. Hún var þá hálffertug að aldri, Páll nærri 18 árum eldri. Þó var með þeim á þessum árum hið mesta jafnræði. Sá sem þessar línur skrifar kynntist Sigrúnu fyrst og best sem húsmóður á hinu mikla rausnarheimili þeirra Páls, fyrst á Bergstaðastræti, síðar á Suðurgötu og Víðimel. Þau eignuðust eitt barn saman, Önnu Sigríði, kennara. Páll lést eftir löng og erfið veikindi 23. nóvember 1974. Síðustu árin all- mörg bjó Sigrún sér heimili í húsi foreldra sinna við Laufásveg 34. Dr. Páll ísólfsson var einn þeirra manna sem setti svip á borgina meðan hann naut heilsu. Hann var um langt skejð fremstur tónlistar- manna á íslandi, frábær og víðkunnur organsnillingur og gott tónskáld, stórglæsilegur maður ásýndar, allra manna skemmtileg- astur þegar það átti við, en annars alvörumaður. Hann hafði áður verið kvæntur Kristínu Norðmann og áttu þau þijú börn, en Kristín and- aðist 1944. Á heimili Páls var alltaf mjög gestkvæmt og hafði Páll yndi af að taka á móti gestum og gleðj- ast í góðra vina hópi. Sigrún Eiríks- dóttir var eins og sköpuð til að vera drottning slíkrar hirðar, stórglæsileg kona, virðuleg en þó glaðleg í viðmóti og hjartahlý, vin- föst og trygglynd. Ef til vill komu þó mannkostir hennar best í ljós eftir að Páll missti heilsuna og var lengi lítt sjálfbjarga sjúklingur í heimahúsum. Það var mikil raun að horfa upp á slíkan atgervismann svo hjálparvana, og aðdáunarverð sú ósérhlífni og æðruleysi sem Sig- rún sýndi í hinu erfiða hjúkrunar- starfi þar til yfir lauk. Með Sigrúnu Eiríksdóttur er gengin mikil kona og minnisstæð. Eg votta dætrum hennar og öðrum vandamönnum innilega samúð okk- ar Sigutjónu Jakobsdóttur. Jón Þórarinsson t Móðir okkar, INDÍANA GÍSLADÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavfk, áður til heimilis á Akureyri, lést á Borgarspítalanum þriðjudaginn 14. ágúst. Börnin. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma ■ s og langamma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, andaðist þriðjudaginn 14. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurgeir Jóhannsson, Sigriður Guðmundsdóttir, Ásdís Jóhannsdóttir, Vignir Jónasson, Fríða Dóra Jóhannsdóttir, Gunnlaugur Axelsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR E. BJARNASON, Suðurgötu 64, Hafnarfirði, andaðist 14. ágúst. Bryndís Björgvinsdóttir, Erlendur G. Gunnarsson, Andrea Olafsdóttir, Áslaug Gunnarsdóttir, Þröstur Guðnason og barnabörn. t Ástkser eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS GUÐMUNDSSON frá Odda, Reyðarfirði, sem lést á heimili sínu Miðvangi 22, Egilsstöðum, 9 ágúst sl., verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðarkirkju fimmtudaginn 16. ágúst kl. 14.00. Unnur B. Gunniaugsdóttir, Þórunn A. Magnúsdóttir, Ingvi G. Magnússon, Helgi Þ. Magnússon, Elín H. Jónsdóttir, og fjölskyldur. - t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ALDÍS ÓSK SVEINSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 16. ágúst kl. 15.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. Okkar ástkæra, t SIGRÚN Á. EIRÍKSDÓTTIR, Laufásvegi 34, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn 15. ágúst, kl. 13.30. Hjördís Diirr, Ólafur F. Bjarnason, Erla Dúrr, Þórhallur Halldórsson, Hildegard Durr, Böðvar Guðmundsson, Anna S. Pálsdóttir, Þuriður Pálsdóttir, Einar Pálsson, Birgitta Laxdal, Jón N. Pálsson Jóhanna Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t SÉRA ÓSKAR J. ÞORLÁKSSON fyrrum dómprófastur, Aragötu 15, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 16. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á líknarsjóð Dómkirkjunnar. Minningarkortin fást hjá kirkjuverði. Elísabet Árnadóttir, Árni Óskarsson, Heiðdís Gunnarsdóttir, Helga Pálmadóttir, Helgi G. Samúelsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för elskulegrar dóttur minnar, móður, ömmu, langömmu, systqr og tengdamóður \ SIGRÍÐAR AXELSDÓTTUR hjúkrunarfræðings. Fyrir hönd vandamanna, Málfriður Stefánsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.