Morgunblaðið - 15.08.1990, Side 28

Morgunblaðið - 15.08.1990, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þér yrðu á slæm mistök ef þú létir þér nægja yfirborðið í dag; reynirðu að kafa dýpra muntu ná þeim árangri sem þú keppir að. Góður dagur til' að ræða við böm. Þú munt eiga ánægjulgt kvöld! Naut (20. apríl - 20. maí) Iffö Rétti dagurinn til innkaupa fyrir heimilið en þú þarft samt að gæta þín á að eyða ekki pening- um í vitleysu. Góður dagur til að láta reyna á sköpunargáfuna. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Framan af deginum langar þig til að taka lífinu með ró en eftir hádegi endurheimtir þú starfs- þrekið. Þú nærð góðum árangri í vinnunni og sköpunargáfan er í hámarki. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það getur verið að þú byrgir inni of mörg og erfið vandamál og sért því dapur í bragði. Reyndu að eiga einlægar samræður við vin. Hjón taka mikilvægar ákvarðanir í sameiningu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú þarft sennilega að koma mikil- vægum verkum frá áður en þú getur leyft þér að skemmta þér með vinum þínum. Með sjálfsaga og einbeitni tekst þér vel upp í vinnunni í dag. Meyja (23. ágúst - 22. september) Forðastu að flýta þér um of við að ræða ákveðið mál sem tengist starfinu. Þú skalt undirbúa þig vel til að ná góðum árangri varð- andi hugmynd sem þú hefur feng- ið. Vog (23. sept. - 22. október) Þú þarft að leysa ákveðinn vanda i sambandi við fyrirhugað ferða- lag. Mikilvæg mál verða til um- ræðu í fjölskyldunni. Heppilegt að eyða kvöldinu í félagsskap góðra vina. Sporddreki (23. okt. — 21. nóvember) Einhver vandamál gætu komið upp varðandi fjármálin. Þú leggur þig fram núna, færð athyglis- verðar hugmyndir og tekst vel að koma þeim á framfæri. Bogmaður (22. nóv. — 21. desember) Góður dagur til að skipuleggja ferðalag. Þér tekst að bæta mjög samskiptin við náinn vandamann í kvöld. Þú gætir orðið fyrir fjár- hagslegu happi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir auðveldlega lent í vand- ræðum í vinnunni í dag. Hugaðu vel að öllum smáatriðum og þá gengur þér betur. Þú munt koma auga á tækifæri til að bæta kunn- áttuna. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú færist of mikið í fang í dag; slakaðu á. Ef þú skipuleggur tímann skynsamlega muntu hafa nægilegt ráðrúm til starfa jafnt sem afþreyingar. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) %£* Ljúktu við ákveðin störf á heimavígstöðvunum áður en þú hittir vini þina. Hjón eru einhuga í vandasömu máli. AFMÆLISBARNIÐ er skáldlega sinnað og hefur áhuga á stór- brotnum málum. Það hefur gott peningavit og getur náð langt í bankastörfum og hvers kyns við- skiptum. Það hefur ágæta sköp- unargáfu og gæti fengið áhuga á leiklist. Það þarfnast frelsis jafnt sem tilfinningar fyrir þvi að bera ábyrgð til að ná Iangt í lífinu. Afmælisbamið skyldi forð- ast að festast í hefðbundnu fari en verður að sætta sig við óhjá- kvæmilegar hömlur. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DYRAGLENS GRETTIR TOMMI OG JENNI FERDINAND SMAFOLK MO, MÁAM, IVE NEVERTALKEDTO A COUN5ELOR BEFORE.. UJELL, IVE ALUJAV5 BEEM 50RT OF A U5ELE55 PER50N 501 TH0U6HT |'D J05T DEV0TETHE RE5T 0F MY LIFE TO MAKING MY DOG HAPPY.. TC REALLY? WHAT KlMP OF AM0NKEY P0Y0U HAVE ? Nei kennari.ég hef aldrei talað við skólaráðgjafa fyrr... Já, ég hef alltaf verið hálf þýð- ingarlaus persóna, svo að ég hugsaði sem svo, að ég verði bara því sem ég á eftir ólifað í það, að gera hundinn minn ánægðan... Ég geri ráð fyrir því Er það satt? Hvaða tegund af apa að þú álítir mig gal- áttu? mn... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Trompstuðningur norðurs er ekki upp á marga fiska, en er þó lykillinn að 10 slögum í 4 spöðum suðurs. Suður gefur; NS á hættu. Rúbertubrids. Vestur ♦ 10853 VKDG5 ♦ Á7 ♦ G94 Vestur Noröur Austur Suður — • — — 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 spaðar Pass 4 grönd Pass Pass Eass Utspil: hjartakóngur. Hálfkröfuopnun suðurs er í rýrara lagi hvað punkta snertir, en hann vildi ekki gera mótherj- anum erfitt um vik að fínna hugsanlega fóm í hjarta. Vestur spilar hjarta áfram í öðrum slag, sem suður trompar. Láglitadrottningar norðurs eru báðar gulls ígildi og svo virðist sem vömin fái aðeins þijá slagi. En það er hætta á ferðum í trompinu. Vömin hefur þegar stytt suður einu sinni og hann á eftir að bijóta út tvo ása. Hann þolir því ekki að taka fjór- um sinnum tromp. Svarið er að nýta sér tromp- sjö blinds. Spila strax laufí á drottninguna. Ef vömin heldur nú áfram með hjarta má trompa í blindum, fara heim á laufkóng og taka trompin. Þá er suður skrefinu á undan að fría sína slagi. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á stórmótinu í Biel í Sviss, sem lauk í síðustu viku, kom þessi staða upp í skák hinna kunnu stór- meistara Lev Polugajevsky (2.610), Sovétríkjunum, og Vlas- timil Hort (2.545), V-Þýskalandi, sem hafði svart og átti leik. 26. — Hxd4! (Nú lítur mjög illa út að þiggja skiptamunsfórnina, eftir 27. Bxd4 - Dxd4+ 28. Khl - Re5 29. Hxc7 - Df2 30. Dgl - Dxd2 er svarta staðan unnin) 27. Hcl - Hxd2! 28. Dxd2 - Re5 (Vinnur heilan mann, vegna tvöfaldrar hótunar á c6 og f3) 29. De3 - Rxc6 30. De4 - Dg6?! (Eftir 30. - Df6 31. Hxc5 - Hd8 er svartur einfaldlega manni yfir og í sókn) 31. Dxg6+ — Bxg6 32. Hxc5 og þótt svarta staðan sé ennþá unnin lék Hort hvað eft- ir annað af sér í tímahrakinu og endaði með því að tapa skákinni. Það var sérlega súrt í broti eftir frábærlega teflda byijun og mið- tafl. Hort hefur löngum verið með seinheppnari skákmönnum og er fræjgur fyrir svartsýni sína. Urslit í efsta flokknum í Biel urðu þessi: 1. Karpov 9 'A v. af 14 mögulegum, 2. Andersson 8 v. 3.-4. Miles óg Wahls, V-Þýska- landi 7'A v. 5.-6. Hort og Pol- ugjevsky 7 v. 7. De Firmian 5 v. 8. Lautier 4A v. Héðinn Stein- grímsson varð í 33.-51. sæti af 180 þátttakendum í opna flokkn- um þar sem tefldu u.þ.b. 20 stór- meistarar. ♦ 7 ¥ 103 ♦ D1085 ♦D76532 Austur ♦ 62’ VÁ98642 ♦ 642 + ÁI0 Suður ♦ ÁKDG94 ¥7 ♦ KG93 *K8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.