Morgunblaðið - 15.08.1990, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990
FRJALSAR / EM
Hmm til Split
FIMM frjálsíþróttamenn
hafa verið valdir til.að keppa
fyrir hönd íslands á Evrópu-
meistaramótinu í Split í
Júgóslavíu, sem hefst í lok
næstu viku.
Tveir spjótkastarar verða þar
í sviðsljósinu, Einar Vil-
hjálmsson og Sigurður Matt-
híasson, en hánn var annar á
alþjóðlegu móti í Malmö í
Svíþjóð á mánudaginn - kastaði
spjótinu 73,48 m.
Vésteinn Háfsteinsson keppir
í kringlukasti, Pétur Guðmunds-
son í kúluvarpi og Martha Ernst-
dóttir í 10.000 m hlaupi. Allir
keppendurnir nema Martha
náðu lágmörkunum fyrir mótið.
Sigurður Einarsson, sem hef-
ur átt við meiðsli að stríða, hef-
ur ekki náð lágmarkinu í spjót-
kasti, til að keppa í Split. Lágs-
marktímabilið er frá 1. mars til
15. ágúst, þannig að það rennur
út í dag.
Pétur Guðmundsson
Morgunblaðið/Benedikt Stefánsson
Sigríður Olafsdóttir úr Ými varð sigurvegari á Europe bátum á íslandsmótinu í siglingum sem fram fór á Fossvogi
um helgina. Sigríður er hér á báti sínum í keppninni. Veður var frábært meðan á keppni stóð, hæg norðvestanátt og
sól. Eiginlega of lítill vindur að mati mótshaldara. Úrslitin birtust í blaðinu í gær en þess má þó geta hér á ný að Guðjón
I. Guðjónsson úr Ými sigraði í keppni Laser báta, Ragnar Már Steinsen Ými í drengjaflokki á Optimist bátum og Guð-
rún Sigurðardóttir Nökkva í flokki stúlkna á Optimist bátum.
ÍÞRðmR
FOLK
■ MICKEY Thomas, sem á árum
áður lék m.a. með Man. Utd, en
er þekktastur hér á landi fyrir að
yera annar þeirra sem setti upp
apagrímu fyrir
FráBob landsleik Wales og
Hennessy íslands um árið,
i Englandi hefur fengið fijálsa
sölu frá Leeds og
er á leið til Stoke, þar sem hann
hefur verið áður. Thomas er 35 ára.
■ JOE Royle, stjóri Oldham hef-
ur keypt Curtis Flemmning, 22
ára ára frarnherja frá írska liðinu
St. Patricks Athletics á 110.000
pund og markvörðinn John Keeley
frá Brighton á 225.000 pund.
■ BRUCE Rioch, stjóri Millwall,
hefur keypt tvítugan miðvallarleik-
mann, Alex Ray, frá Falkirk í
Skotlandi, á 100.000 pund.
■ WEDNESDAY var ekki lengi
að eyða hluta peninganna. Atkin-
son borgaði Charlton 800.000
pund fyrir Paul Williams, 24 ára
framheija. Hann skoraði 10 mörk
í deildinni í fyrra er Charlton féll.
Svo greiddi Atkinson 200.000 pund
fyrir Danny Wilson, fyrirliða noi'ð-
ur írska landsliðsins, sem var hjá
Luton. Hann er 31 árs og reyndur
miðvallarleikmaður.
KNATTSPYRNA
Vandræði
hjá Cruyff
ENN aukast vandræðin hjá Jo-
han Cruyff hins hollenska þjálf-
ara Barcelona á Spáni. Barcel-
ona var í æfingabúðum í Holl-
andi þegar landsliðsmaðurinn
Roberto Fernandez yfirgaf
hópinn og hélt heim. Hann til-
kynnti að hann hefði keypt
samning sinn af Barcelona af
þeirri ástæðu að hann vildi
ekki lengur vera undir stjórn
Cruyff.
Fernandez borgaði 200 milljónir
íslenskra króna fyrir samning-
inn. Menn þykjast vita að hann
hafi ekki átt þá upphæð til sjálfur
og er talið að
spænska liðið Va-
lencia hafi lánað
honum peninga til
þess að geta síðan
keypt saminginn af honum, en þessi
gamalkunni landsliðsmaður er byij-
aður að æfa með Valncia.
Fernandez er þriðji leikmaður
Kjartan L.
Pálsson
skrifarfrá
Hollandi
Barcelona sem yfirgefur liðið á ein-
um manuði vegna andstöðu við
Cruyff. Hinir tveir eru Ernesto
Valverde og landsliðsmaðurinn Luis
Milla. Þeir keyptu báðir samning
sinn sjálfir líkt og Fernandez, með
hjálp annarra liða að því er talið
er. Valverde fór strax til Atletico
Bilbao en Milla til Real Madrid.
FerCruyff til Hollands?
Það er orðið ansi heitt undir stól
Cruyff hjá Barcelona, en svo hefur
reyndar verið frá því að hann kom
til liðsins. Stjörnum liðsins hefur
gengið sérstaklega illa að umgang-
ast hann. Cruyff er ófeiminn við
að svara gagnrýni þeirra og sagði
meðal annars í viðtali við hollenskt
blað á dögunum að spænskir knatt-
spyrnumenn héldu nær allir að þeir
væru þeir bestu í heiminum. Sakaði
hann blaðamenn á Spáni um að
oflofa þá og því miður yæri þeir
flestir leikmennirnir það vanþroska
að þeir tækju öllu því lofi sem þeir
Johann Cruyff
fengju í blöðunum sem sannleika.
Hollendingar fylgjast vel með
þessu vandamáli landa síns í Katal-
óníu og vona flestir að hann verði
látinn taka poka sinn þar sem allra
fyrst. Þá er talið öruggt að hann
komi heim aftur og taki við hol-
lenska landsliðinu, sem er nú án
þjálfara. Cruyff á eftir eitt ár af
samningi sínum við Barcelona og
hefur sagt að hann sé til viðræðu
um að taka við hollenska liðinu
þegar sá samningur er útrunninn.
Það er vilji leikmanna og forráða-
manna hollenska landsliðins að
hann taki við stöðunni og því fyrr
því betra.
Lcmdsmót
Oddfellowa
í golfi
verður haldið á Strandavelli við Hvolsvöll sunnu-
daginn 19. ágúst nk. kl. 9.00.
Oddfellowum og mökum þeirra heimil þátttaka.
Leikin verður PÚNKTAKEPPNI.
Þátttaka tilkynnist í síma 681565 milli kl. 9.00
til 18.00, miðvikudag, fimmtudag og föstudag,
þar sem einnig verða gefnir upp rástímar.
REYKJAVIKURMARAÞON
Skráningarfrest
uraðrennaút
SJÖUNDA Reykjavíkurmara-
þon hefst á Lækjargötu á
sunnudaginn, 19. ágúst, kl.
12.00. Skráning gengur vel og
nú þegar hafa fjölmargir skráð
sig — búist er við metþátttöku.
Væntanlegir þátttakendur eru
beðnir að skrá sig ' fyrir
fimmtudaginn 16/8 því eftir þann
tíma tvöfaldast skráningargjald.
Tekið er á móti skráningum hjá
Úrvali-Útsýn Pósthússtræti og
Álfabakka 16 Mjódd og.á,skrifstofu
Fijálsíþróttasambands Islands í
Laugardal. Afhending keppnis-
gagna fer fram laugardaginn 18/8
frá kl. 11.00 til 18.00 á skrifstofu
Úrvals-Útsýnar, Álfabakka 16.
Jafnframt verður framleiðsluvöru-
kynning íþróttafyrirtækja í salar-
kynnum Úrvals-Útsýnar.
Pasta-kvöldverðui' verður hald-
inn frá kl. 16.00 til 19.00 í Glym
þar sem SS vörumiðstöð Barilla
býður keppendum upp á pasta rétti,
Sunnudaginn 19/8 verður kvöld-
verðarboð (,,Gala-dinner“) á Hótel
Borg, þríréttaður málsverður á kr,
2.300. Öllum keppendum 20 ára
og eldri er boðið á dansleik eftir
kl. 22.00 og fylgir boðsmiði keppn-
isgögnum.
íÞRóm
FOLK
I RON Atkinson hjá Sheffield
Wednesday hefur selt enska B-
landsliðsmanninn Dalian Atkinson
til Real Sociedad á Spáni fyrir
hvorki meira né minna en 1,7 millj-
ónir punda. Atkinson er 22 ára.
Wednesday borgaði Ipswich
450.000 pund fyrir leikmanninn
fyrir 14 mánuðum. Atkinson gerði
fimm ára samning við spánska lið-
ið og fær um eina milljón punda í
föst laun á þeim tíma — um 100
milljónir ísl. kr.
■ JOHN Wark er kominn til
Middlesbro frá Ipswich. Þessi
gamalkunni miðvallarleikmaðui',
sem lék um tíma með Liverpool,
er 33 ára. ■ ELTON John hefur
selt hlut sinn í Watford og hætt
sem stjórnarformaður félagsins.
Það var Jack Petchey, sem verið
hefur í stjórn West Ham síðustu
12 ár, sem keypti hlut söngvarans
og sest í sæti stjórnarformanns í
hans stað.
■ MIKE Duxbuvy hefur fengið
fijálsa sölu frá Manchester United
og er kominn til Blackburn Ro-
vers. Hann er 31 árs.
■ GARY Pnllester, miðvörður
Manchester United meiddist illa á
augabrún í Ieik á írlandi um helg-
ina og mun hann ekki leika með
félaginu gegn Liverpool á Wem-
bley á laugardaginn. Þá meiddist
einnig Lee Martin, bakvörður.
Martin, sem skoraði sigurmark fé-
lagsins í bikarúrslitaleiknum gegn
Crystal Palacve, meiddist á hné.
SELBRETTI
Kristensen
sýnirá
Hafravatni
Danski seglbrettasiglarinn
Thorkil Kristensen, sem er
staddur hér á landi á vegum Segl-
brettasambands íslands til að leið-
beina íslenskum seglbrettamönn-
um, verður með leiðsögn í dag.
Kristensen verður með leiðsögn og
sýningu fyrir almenning á Hafra-
vatni frá kl. 16 til 20. Öllum áhuga-
mönnum gefst kostur á að sjá og
læra af einum besta seglbrettasigl-
ara heims.
'30 íihin'WíJOíJOJíi f *j v i I IfJíi T-í;'f