Morgunblaðið - 15.08.1990, Page 36
Ríkissjóður eignast meirihluta í íslenzkum aðalverktökum;
Stefnt að því að fyrirtækið
verði almenningshlutafélag
Mikið um giftingar
undanfarnar vikur;
Prestur gaf
saman 10
hjón einn
daginn
MIKIÐ hefur verið um
hjónavígslur í kirkjum í
Reykjavík í sumar. Einkum hef-
ur verið mikið um þær í Dóm;
kirkjunni og Bústaðakirkju. í
þessum kirkjum hafa farið fram
fjórar til fímm hjónavígslur á
hveijum laugardegi undanfarn-
ar vikur og eru jafnvel dæmi
þess að prestur hafí gefið saman
10 hjón á einum degi.
Séra Guðmundur Þorsteinsson,
dómprófastur, segir að svo virðist
sem fólk velji þennan bjartasta
tíma ársins til að stofna til hjúskap-
ar. Jafnframt virðist hjónavígslum
fara fjölgandi og meira um að fólk
kjósi að ganga í hjónaband en búa
í óvígðri sambúð.
Sr. Hjalti Guðmundsson, dóm-
kirkjuprestur, segir að töluvert
hafi verið um giftingar í Dómkírkj-
unni að undanförnu. Fjórar til
fimrn hjónavígslur hafi farið þar
fram undanfarna laugardaga og
þær hafi jafnvel orðið sex á einum
degi. \
Sr. Hjalti segir að sér virðist sem
hjónavígslum fari fjölgandi. Tölu-
verð aukning hafi átt sér stað í
fyrra og þær séu ekki færri í ár.
Fólki finnist hátíðlegt að gifta sig
í kirkju og innsigla þannig sam-
band sitt, sem oft sé hafið áður.
Sr. Pálmi Matthíasson, sóknar-
prestur í Bústaðasókn, tekur undir
þetta og segir að mikið hafi verið
um giftingar í sumar og hann hafi
gefið saman allt upp í 10 hjón á
einum degi, þegar mest hafi verið
að gera.
Hann segir að það hafi færst í
vöxt, að fólk sem búið hafi lengi
saman giftist og vilji þannig
treysta grundvöll sambúðar sinnar.
Einnig sé mikið um að fólk, sem
sé að flytja saman í fyrsta sinn,
láti gefa sig saman og almennt
virðist fólk opnara fyrir því að fá
blessun kirkjunnar en áður.
JÓN Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra segir að næstu
fímm ár verði notuð til þess að
breyta íslenzkum aðalverktökum
í almenningshlutafélag í samræmi
við viljayfirlýsingu eigenda fyrir-
tækisins þar um. Ríkissjóður eign-
aðist í gær meirihluta í Aðalverk-
tökum, á nú 52% hlut á móti 32%
hlut Sameinaðra verktaka hf. og
16% hlut Regins hf., dótturfyrir-
tækis Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga. íslenzkir aðalverk-
takar hafa einkarétt á fram-
kvæmdum fyrir Varnarliðið á
Keflavíkúrflugvelli.
Eignarhlutföll í Aðalverktökum
voru áður þannig að Sameinaðir
verktakar áttu 50%, ríkið 25% og
Reginn hf. 25%. Breytingin á hlut-
föllunum fer þannig fram áð eigend-
urnir taka út hluta eigna sinna í
fyrirtækinu. Sameinaðir verktakar
og Reginn taka út upphæðir umfram
úttekt ríkisins, og þannig eykst hlut-
ur þess. Úttekt Sameinaðra verktaka
.verður samtals rúmlega 1,3 milljarð-
ar króna. Reginn tekur út rúmar 670
mifljónir og ríkið 400 milljónir.
Vegna_ þessara úttekta minnkar
eigið fé íslenzkra aðalverktaka um
meira en tvo þriðju, fer úr 3,4 mill-
jörðum niður í rúman milljarð. Engu
að síður telur utanríkisráðuneytið
að fyllstu varfærni hafi verið gætt
við mat á hæfilegri úttekt, og hlið-
sjón hafi verið höfð af nauðsyn þess
að félagið hefði áfram trausta eig-
infjárstöðu.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra sagði á blaðamanna-
fundi í gær að íslenzkir aðalverktak-
ar hefðu sætt gagnrýni á undanförn-
um árum, sem meðal annars hefði
beinzt að eignaraðild í fyrirtækinu
og að arðurinn af rekstri þess hefði
ekki skilaðvsér til ríkisins, eða al-
mennings. Ráðherra sagði að kann-
aðar hefðu verið leiðir eins og að
leggja fyrirtækið niður og bjóða
framkvæmdir þess út á almennum
markaði. Niðurstaðan hefði orðið sú,
að slíkt væri flókið, gæti skaðað
hagsmuni íslendinga í samskiptum
við varnarliðið, og engin trygging
væri fyrir því að arðurinn skilaði sér
til almennings.
Utanríkisráðherra segist nú hafa
ákveðið að gefa Aðalverktökum
fimm ára starfsleyfi, og verði sá tími
notaður til að breyta fyrirtækinu í
almenningshlutafélag. Markmiðið sé
að koma í veg fyrir að eignaraðild
í fyrirtækinu safnist á of fáar hend-
ur.
Sjá nánar á miðopnu
Offramleiðsla kartaflna gæti
orðið jafn mikil og ársneyslan
Verðstríð milli framleiðenda þegar hafíð
HORFUR eru á að kartöfluuppskera í haust verði meiri en nokkru
sinni fyrr, en tíðarfar fyrir kartöflurækt hefur verið einstaklega
hagstætt um allt land í sumar. Að sögn Páls Guðbrandssonar,
formanns Landssambands kartöflubænda, gæti uppskeran orðið
á bilinu 16 til 18 þúsund tonn, en 8 til 10 þúsund tonn þarf til
að anna innanlandsþörfínni. Hann segir að verðstríð milli fram-
leiðenda vegna fyrirsjáanlegrar offramleiðslu sé þegar hafið.
„Það er óhætt að segja að upp-
skeruhorfurnar séu skuggalega
góðar í dag, og það er að verða
svo alls staðar á landinu. Lengi
vel voru horfurnar bestar á Suð-
urlandi vegna þess hve vel voraði
þar, en þó júní hafi verið kaldur
á Norðurlandi þá hefur verið ákaf-
lega hagstæð tíð þar síðan, sólríkt
og vætusamt á köflum, og með
sama áframhaldi stefnir því allt í
að þetta verði metár hvað kart-
öfluuppskeru varðar. Við þurfum
8-10 þúsund tonn af kartöflum
til að anna innanlandsþörfinni, og
ef svona tíð verður út ágúst þá
getum við kannski farið að tala
um að uppskeran verði á bilinu
16-18 þúsund tonn,“ sagði Páll.
Hann sagði enga möguleika á
að nýta þær umframbirgðir sem
fyrirsjáanlegar væru, og því ekki
um annað að ræða en að fleygja
þeim. „Þetta gerist alltaf við og
við, en samt sem áður er þetta
ekki það mikið magn að það sé
grundvöllur fyrir því að reisa
verksmiðju til að vinna einhveija
aðra afurð úr þessu. Tvö síðustu
ár til dæmis voru ekki slæm, en
við framleiddum þó ekki nægjan-
legt magn þá fyrir innanlands-
markaðinn, þannig að þá hefði
verið lítið fyrir svona verksmiðju
að gera. Mæld uppskera hjá mark-
aðsframleiðendum í fyrra var
6.500 tonn, en síðan er það alltaf
óþekkt stærð hve heimaræktunin
er mikil.“
Páll sagði að þess væru dæmi
að kartöflur væru nú seldar á 40
kr. kílóið út úr búð, en lögboðið
verð til bænda frá 1. desember
síðastliðnum væri hins vegar 55
kr. fyrir hvert kíló. Ofan á það
kæmi síðan heildsölu- og dreifing-
arkostnaður auk smásöluálagn-
ingar, og það væri því ljóst að
verðstríð milli framleiðenda væri
þegar hafið. „Þegar stefnir í of-
framleiðslu getum við því alls
ekki verið hamingjusamir vegna
þess að kartöflubændur eru ein-
hver sú sundurlausasta stétt sem
fyrirfinnst á landinu, og þeir hika
ekki við að kroppa augun hver
úr öðrum og bjóða niður.“
Um næstu mánaðamót verður
byijað að taka upp kartöflur í
geymslur, og sagðist Páll áætla
að því ætti að vera lokið upp úr
miðjum september.