Morgunblaðið - 21.08.1990, Side 2

Morgunblaðið - 21.08.1990, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990 ÚRSUT Víkingur - Fram 0:1 Víkingsvöllur, íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild — Hörpudeild — mánudaginn 20. ágúst 1990. Mark Fram: Guðmundur Steinsson (63.) Gult spjald: Janni Zilnic, Víkingi. Kristján Jónsson, Jón Erling Ragnarsson og Viðar Þorkelsson, Fram. Rautt spjald: Ekki gefið. Áhorfendur: 650 seldir miðar. Dómari: Bragi Bergmann. Línuverðir: Pjetur Sigurðsson og Engilbert Runólfsson. Víkingur: Guðmundur Hreiðarsson, Helgi Björgvinsson, Helgi Bjamason, Ólafur Ól- afsson (Björn Bjartmarz 73.), Einar Einars- son, Atli Helgason, Janni Zilnic, Trausti Ómarsson, Hörður Theódórsson (Sveinbjörn Jóhannesson 84.), Atli Einarsson, Goran Micic. Fram: Birkir Kristinsson, Jón Sveinsson, Viðar Þorkelsson, Kristján Jónsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Amþórsson, Pétur Ormslev, Steinar Guðgeirsson, Baldur Bjamason, Guðmundur Steinsson, Jón Erl- ing Ragnarsson (Ríkharður Daðason 87.). ÍA-ÍBV 3:4 Akranesvöllur, íslandsmótið 1. deild (Hörpudeild), mánudagur 20. ágúst 1990. Mörk ÍA: Karl Þórðarson 2 (55., 80.), Sig- ursteinn Gíslason (59.). Mörk ÍBV: Hlynur Stefánsson (10.), Tómas Ingi Tómasson 2 (43., 74.), Jerina (88.) Dómari: Gylfi Orrason. Línuverðir: Egill M. Markússon og Guð- mundur Jónasson. Gult spjald: Þórhallur Jónsson, Sigurður B. Jónsson, Alexander Högnason, lA. Tóm- as I. Tómasson, Heimir Hallgrimsson, IBV. Áhorfendur: 517. ÍA: Gísli Sigurðsson, Bjarki Gunnlaugsson, Þórhallur Jónsson, Alexander Högnason, Sigurður B. Jónsson, Brandur Siguijónsson, Karl Þórðarson, Sigursteinn Gíslason, Amar Gunnlaugsson, Guðbjörn Tryggvason, Har- aldur Ingólfsson. IBV: Adólf Óskarsson, Friðrik Sæbjöms- son, Heimir Hallgrímsson, Elías Friðriksson (Ólafur Árnason 5.), Jón Bragi Arnarsson, Bergur Ágústsson, Andrej Jerina, Ingi Sig- urðsson (Huginn Helgason 87.), Hlynur Stefánsson, Tómas Ingi Tómasson, Sigurlás Þorleifsson. FH-KR 1:3 Kaplakrikavöllur, Islandsmótið í knatt- spymu, 1. deild — Hörpudeild — mánudag- inn 20. ágúst 1990. Mark FH: Hörður Magnússon (vsp. 24.). Mörk KR: Pétur Pétursson (25. og 58.) og Rúnar Kristinsson (88.). Gult spjald: Birgir Skúlason, FH. Rautt spjald: Ekki gefið. Áhorfendur: Um 250. Dómari: Óli Ólsen. Línuverðir: Ólafur Hákonarson og Jón Sig- uijónsson. FH: Halldór Halldórsson, Birgir Skúlason, Guðmundur Hilmarsson, Bjöm Jónsson, Kristján Gíslason,(Hallsteinn Arnarson 78.),Þórhallur Víkingsson, Magnús Pálsson, (Kristján Hilmarsson 74.), Ólafur Kristjáns- son, Guðmundur Valur Sigurðsson, Andri Marteinsson, Hörður Magnússon. KR: Ólafur Gottskálksson, Sigurður Björg- vinsson, Jóhann Lapas, (Þorsteinn Halldórs- son 57.), Þormóður Egilsson, Gunnar Odds- son, Rúnar Kristinsson, Hilmar Bjömsson, Gunnar Skúiason, Ragnar Margeirsson, Atli Eðvaldsson, Pétur Pétursson. KA - Stjarnan 0:3 Akureyrarvöllur, íslandsmótið í knatt- spymu, 1. deild — Hörpudeild — mánudag- inn 20. ágúst 1990. Mörk Stjörnunnar:Ámi Sveinsson (10.), Lárus Guðmundsson (78.), Valdimar Kri- stófersson (86). Gult spjald:Kjartan Einarsson KA. Rautt spjald: Ekki gefið. Dómari: Eyjólfur Ólafsson, dæmdi vel. Línuverðir: Guðmundur Haraldsson og Marínó Þorsteinsson. KA: Haukur Bragason, Bjarni Jónsson, Steingrímur Birgisson, Halldór Halldórsson, Heimir Guðjónsson, Erlingur Kristjánsson (Þórður Guðjónsson 57.), Hafsteinn Jakobs- son, Gauti Laxdal (Ámi Hermannsson 70.), Ormarr Örlygsson, Kjartan Einarsson, Jón Grétar Jónsson. Stjarnan: Jón Otti Jónsson, Magnús Bergs, Birgir Sigfússon, Bjarni Benediktsson, Sveinbjöm Hákonarson, Láras Guðmunds- son, Ingólfur Ingólfsson, Árni Sveinsson, Ragnar Gíslason, Valdimar Krístófersson, Valgeir Baldursson (Heimir Erlingsson 62.). Rúnar Kristinsson, KR. Karl Þórðarson, ÍA. Tómas Ingi Tómasson, ÍBV. Andri Marteinsson, Guðmundur Hilmars- son, Bjöm Jónsson, Þórhallur Víkingsson, Hörður Magnússon, FH. Ólafur Gottskálks- son, Hilmar Bjömsson, Ragnar Margeisson, Pétur Pétursson, KR. Bjarki Gunnlaugsson, Þórhallur Jónsson, Amar Gunnlaugsson, Guðbjörn Tryggvason, ÍA. Heimir Hallgrímsson, Bergur Ágústsson, Andrej Jerina, ÍBV. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Nýir búningar reynast KR ingum vel í Kaplakrika KR-INGAR virðast hafa eitt- hvert tak á FH-ingum og á því varð engin breyting í gær- kvöldi. KR-ingarmættu til leiks i nýjum gulum búningum og gafst það vel. í fyrra vígðu þeir gul/svart röndóttar treyjur í Kaplakrika með góðum ár- angri og svo var einnig f gær- kvöldi. Leikurinn lofaði góðu strax í upphafi. Andri Marteinsson komst einn í gegnum vörn KR en Olafur Gottskálksson varði vel. Hin- um megin má segja SkúliUnnar að menn hafi vaðið Sveinsson f færum. Ragnar skrifar Margeirsson skall- aði framhjá af markteig og átti síðan laglegt skot rétt framhjá. Rúnar Kristinsson og Pétur Pétursson komust í færi en tókst ekki að skora. Heimamenn komust yfir á 24. mínútu. Hörður Magnússon skoraði úr vítaspyrnu eftir að Gunnar Odds- son hafði fellt hann innan vítateigs. Hörður fékk laglega sendingu frá Þórhalli Víkingssyni, sem var pott- urinn og pannan í leik FH, og stakk sér framhjá KR-ingum. FH-ingar voru enn að fagna þeg- ar Pétur Pétursson jafnaði. Rúnar tók aukaspyrnu og sendi beint á kollinn á Pétri sem sneiddi hann í netið. Mikilvægt mark á góðum tíma fyrir KR. Guðmundur Valur fékk tvívegis dauðafæri, sem nýttust ekki og Ólafur Kristjánsson átti gott skot sem nafni hans í marki KR varði mjög vel. Pétur skoraði annað mark sitt og KR á 58. mínútu með skoti af stuttu færi, eftir sendingu frá Ragnari. Eftir þetta mark dofnaði yfir annars fjörugum leik. Rúnar skoraði síðan þriðja mark KR á 88. mínútu og var það glæsi- lega gert. Hann fékk boltann á miðjum vallarhelmingi FH, renndi sér skemmtilega framhjá tveimur varnarmönnum og skoraði. Þórhallur Víkingsson var bestur FH-inga. Guðmundur og Björn léku ágætlega í vörninni og frammi voru Andri og Hörður hættulegir. Hjá KR var Rúnar sterkastur. Ólafur markvörður stóð sig vel og Hilmar Bjömsson átti skemmtilega spretti upp hægri kantinn. Ragnar og Pétur stóðu sig einnig vel. Morgunblaðið/Einar Falur Rúnar Kristinsson, KR-ingur var besti leikmaður vallarins þegar KR sigraði FH 3:1 á Kaplakrikavelli í gærkvöldi. Hann sést hér á fullri ferð með boltann og FH-inginn Magnús Pálsson á hælunum. Stefni á parið -segir Hörður Magnússon marka- kóngurinn frá því í iyrra Hörður Magnússon skoraði sitt tólfta mark í 1. deild í gærkvöldi og er nú markahæsti leikmaður deildarinnar. Hann varð markahæstur í fyrra og á því möguleika á að verða fyrstur til að fá gullskó Adidas tvö ár í röð, en hann var fyrst afhentur hér á landi árið 1983. „Auðvitað sé ég möguleika á að verða markahæstur í ár og ég stefni að því að ná mér í skó á hinn fótinn. Það er fínt að eiga eitt par af gullskóm,“ sagði Hörð- ur eftir leikinn við KR. Hörður-hefur gert fjögur marka sinna úr vítaspyrnum og þrívegis hefur það verið eftir að brotið hafði verið á honum sjálfum. Guðmundur Steinsson, Fram, hefur skorað 9 mörk og Tómas Ingi Tómasson, ÍBV, hefur skorað átta mörk. Fj. leikja u j T Mörk Stig FRAM 15 10 1 4 28: 11 31 VALUR 14 9 2 3 25: 15 29 KR 15 9 2 4 23: 16 29 IBV 15 8 4 3 27: 27 28 STJARNAN 15 7 2 6 20: 17 23 VÍKINGUR 15 4 7 4 16: 15 19 FH 15 6 1 8 20: 24 19 KA 15 5 1 9 15: 20 16 ÞÓR 14 2 2 10 7: 21 8 ÍA 15 .2 2 11 16: 31 8 í kvöld Síðasti leikur 15. umferðar 1. deildarinnar er á dagskrá í kvöld. Valsmenn fá Þórsara frá Akureyri í heimsókn að Hlíðarenda. Leikur liðanna hefst kl. 19. Ótrúleg óheppni Skagamanna: Stangir Eyjamanna nötr uðu þrisvar á Akranesi Skagamenn héldu uppi látlausri sókn að marki Eyjamanna, en máttu þola tap, 3:4, í ævintýralegum leik ÞAÐ er sem æðri máttarvöld séu búin að dæma Skagamenn niður í 2. deild. Þrátt fyrir að þeir hafi leikið besta leik sinn á heimavelli í sumar og sótt nær látlaust að marki Eyja- manna máttu þeir þola tap, 3:4, í skemmtilegum leik sem var ævintýri líkastur. Þrisvar nötruðu stangir Eyjamanna og hvað eftir annað skall hurð nærri hælum við mark þeirra. Eftir þennan leik liggur það fyrir Skagamönnum að falla, en Eyjamenn sem gáfust aldrei upp og börðust sem grenjandi ljón gegn ofurefli, eru enn með í meistarabar- áttunni og það var sem meistaraheppn- in væri í herbúðum þeirra. Eyjamenn skoruðu mark úr fyrstu sókn sinni í leiknum, Hlynur Stefánsson á tíundu mín. og síðan bættu þeir öðru marki við: Tómas Ingi Tómasson, á 43. mín. úr ann- ari hættulegu sókn liðsins. Bæði mörkin komu þvert á gang leiksins, sem var eign heimamanna. Áður en Tómas Ingi skoraði - eftir að hafa brunað fram sem elding og þrumað knettinum í þaknetið, höfðu stangir Eyjamanna nötrað tvisvar. Sigþór Eiríksson skrifarfrá Akranesi Karl Þórðarson og Sigursteinn Gíslason áttu stangarskotin. Skagamenn gáfust ekki upp við mótlætið heldur mættu tvíefldir til leiks í seinni hálfleik og á 55. mín. náðu þeir að koma knettinum í net Eyjamanna. Karl Þórðarson skoraði með föstu skoti og aðeins fjórum mín. síðar var Sigursteinn búinn að jafna metin, 2:2. Skagamenn héldu síðan áfram hverri stórsókninni á fætur annari, en enn skoruðu Eyjamann þvert á gang leiksins. Tómas Ingi var rétt- ur maður á réttum stað og hamraði knöttinn í netið. Skagamenn héldu síðan áfram að sækja og náði Karl Þórðarson að jafna, 3:3, á 80. mín. með glæsilegu marki - einu því fallegasta sem hefur sést á Akra- nesi. Hann vann knöttinn við miðju, brunaði fram, lék á einn Eyjamann og sendi knöttinn með þrumufleyg af 30 m færi að marki Eyjamanna. Adólf Óskarsson, markvörður þeirra, átti ekki möguleika á að verja knöttinn, sem þandi út neta- möskvana. Og enn sækja Skaga- menn - og enn skoruðu Eyjamann! Þeir fengu skyndisókn og náði Júgóslavinn Jerina að skora fjórða markið, 3:4. Þær tvær mín. sem voru til leiksloka sóttu Skagamenn og átti Ingólfur Haraldsson þá skot á stöng úr dauðafæri. Oheppnin elti Skagamenn frá byrjun til enda, en Eyjamenn fögnuðu sigri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.