Morgunblaðið - 21.08.1990, Blaðsíða 5
h
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1990
B 5
Metþátttaka í Reykjavíkurmaraþonhlaupinu:
Hlaupið um götur Reykja
víkur í brúðkaupsferð
METÞÁTTTAKA var í
Reykjavíkurmaraþoninu, sem
fram fór á sunnudag sjöunda
árið í röð. Alis munu 1.510
hafa tekið þátt, þar af um 60
í maraþonhlaupinu, á þriðja
hundrað í hálfmaraþoni og
um 1.200 í skemmtiskokkinu.
Hlaupið fór fram við bestu
aðstæður en brautarmetin
stóðu samt óhögguð.
Segja má að Reykjavíkurm-
araþon sé vasaútgáfa af stór-
hlaupum, sem fram fara í helstu
borgum heims. Þannig ber nú á
ýmiss konar uppátækjum í hlaup-
inu. Einn keppandi velti t.a.m.
stærðar hjólbarða á undan sér
hálfa maraþonlengd, eða 21 km,
og hafði safnað áheitum til styrkt-
ar líknarstarfi. Nokkrir ýttu á
undan sér barnavög'num og a.m.k.
tveir útlendingar gerðu
Reykjavíkurmaraþonið að lið í
brúðkaupsferð. Þá tóku þátt út-
lendingar sem „safna“ maraþon-
hlaupum, t.d. hljóp Belgíumaður
að nafni Harry Smedts sitt 26.
hlaup ár árinu en hann hefur lagt
136 maraþonhlaup að baki á
nokkrum árum. Nær fimmtugur
Svisslendingur, Karl E. Waegeli,
hljóp sitt 10. maraþon á árinu,
hið fyrsta í Hong Kong í janúar-
lok, síðan tvisvar í Suður-Afríku,
þá Boston og loks víðs vegar í
Evrópu. Fyrra laugardag keppti
hann í fyrsta alþjóðlega maraþon-
hlaupinu í Moskvu og þaðan lá
leiðin til Reykjavíkur.
Fyrsti íslendingurinn á mark í
maraþonhlaupinu var Sighvatur
Dýri Guðmundsson ÍR á 2:36,04
og er það fjórða árið í röð að
hann vinnur það afrek. Sjónvarps-
maðurinn Ingólfur Hannesson
varð annar íslendinga og er það
frumraun hans í þessari þrekraun,
en alls luku 13 Islendingar ma>-a-
þonhlaupinu. Elstur þeirra var Jón
Guðlaugsson sem hljóp á 3:52,28
og var því við sinn besta árang-
ur, sem er frá árinu 1968.
Hlaupið fór vel fram en þegar
á daginn var liðið og ekki allir
komnir á mark var ekið um braut-
ina og þeim hægförnustu boðið
bílfar til síns heima. Ástralinn
Stephen Partic O’Callaghan og
ítalinn Simone Ravazzolo voru
ekki á þeim buxum og komu í
mark á sjötta tímanum en hlaupið
hófst stundvíslega á hádegi.
Ravazzolo var síðastur á 5:41,36
klst.
„Enginn rak
migáfram
- sagði breska stúlkan Susan Shields
Það var gaman að hlaupa hér
en ég vildi að lokatíminn hefði
verið betri því ég hef náð 17
mínútum betri tíma í ár. Mig
vantaði alla keppni til að gera
betur en sigurinn skiptir mig
miklu máli því það er ekki hægt
að gera betur þegar maður
keppir í fyrsta sinn í breska
landsliðsbúningnum," sagði
breska stúlkan Susan Shields.
Susan hafði mikla forystu eftir
fyrri hring maraþonsins en
önnur bresk hlaupakona, Carolyne
Boyd, dró á hana eftir því sem á
leið. Lokatími Susan varð 2:59,58
klst en Boyd var nákvæmlega þrem-
ur mínútum á eftir henni í mark.
„Það var enginn sem rak mig
áfram. Ég var lengst af ein á báti
og þá er tilhneigingin rík til að slaka
á og láta sig líða áfram án mikilla
átaka,“ sagði Susan Shields, þrítug
hlaupakona frá háskólabænum
Durham í norðausturhluta Eng-
lands.
*u
V-*'
Susan Shields varð sigurvegari í maraþonhlaupi
kvenna. Hún hljóp í fyrsta sinn í landsliðsbúningi Breta.
Morgunblaðið/KGA
Reynslan skilaði sér
- sagði Sigurður P. Sigmundsson, sigurvegari í hálfmaraþon
„Ég er mjög ánægður með sig-
urinn og tímann í hlaupinu.
Gömul reynsla og góður bak-
grunnur í hlaupunum kom að
miklu gagni,“ sagði Sigurður
Pétur Sigmundsson UFA eftir
sigur sinn í hálfmaraþoni karla
en sigrinum fylgir íslands-
meistaratitill fþeirri grein.
Hljóp hann á 1:10,28 klst. en
aðeins hann sjálfur (1:07,09)
ogJón Diðriksson ÍR (1:09,13)
hafa hlaupið hraðar.
Eg hef ekki hlaupið nema tæpa
90 km á viku lengst í ár sem
telst ekki mikið fyrir langhlaupara
en margra ára reynsla og mikil
þjálfun skilaði sér. Ég reyndi að
halda aðeins aftur af mér í byijun
og átti því nokkuð til góða seinni
hluta hlaupsins,“ sagði Sigurður
Pétur. Um tíma var hann 20-30
sekúndum á eftir Jóhanni Ingi-
bergssyni FH en með vel útfærðu
hlaupi sínu náði hann forystu af
Jóhanni eftir 11 km. Jók hann síðan
forystu sína jafnt og þétt og sigr-
aði með yfirburðum. Varð Jóhann
annar á 1:13,14 og Jóns Stefánsson
UFA þriðji á 1:14,54.
„Ég hef hreint ekki haft tíma til
að æfa meira að undanförnu," sagði
Sigurður Pétur en hann er fram-
kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags
Eyjaijarðar og tími hans og kraftar
að miklu leyti farið í þær tilraunir
Eyfirðinga að hreppa álver það sem
rætt er um að Atlantal-hópurinn
reisi hér á landi.
Morgunblaðið/KGA
Sigurður P. Sigmundsson.