Morgunblaðið - 21.08.1990, Page 8
ÍÞfémR
KNATTSPYRNA / BIKARURSLIT KVENNA
Bikarinn
afturað
Hlíðarenda
------------------------------
¥
Morgunblaðið/Einar Falur
Ragnheiður Víkingsdóttir, fyrirliði Vals, heldur hér á lofti sigurverðlaunun-
um eftir að lið hennar hafði sigrað ÍA í úrslitaleik bikarkeppninnar.
VALUR og ÍA léku til úrslita í
bikarkeppni kvenna ífimmta
sinn á sunnudag. Skagastúlk-
um tókst ekki þrátt fyrir góðan
leik að losa það tak sem Vals-
stúlkur hafa haft á þeim í þess-
um úrslitaviðureignum og
misstu titilinn til þeirra rauð-
klæddu. Arney Magnúsdóttir
gerði sigurmark Vals um miðj-
an fyrri hálfleik. Þetta er í sjötta
sinn sem Valur vinnur titilinn.
ÍA varð bikarmeistari í fyrra,
en Valur fimm árin þar á undan
og er það því sem næst orðin
hefð að þessi lið leiki til úrslita
um bikarinn.
Leikurinn fór fram við góðar
aðstæður á aðalleikvangi Laug-
ardalsvallarins. Strax í upphafi
leiks skall hurð nærri hælum við
Valsmarkið þegar
Katrín Skagastúlkur fengu
Friðriksen hornspymu eftir.
skrifar góða sókn. Boltinn
barst fyrir markið
og eftir darraðadans í teignum rúll-
aði boltinn eftir marklínunni.
Skagastúlkur voru of seinar að átta
sig og varnarmönnum Vals tókst
að bægja hættunni frá. ÍA var
sterkara liðið í byijun, en þegar á
leið sótti Valsliðið sig og leikurinn
jafnaðist.
Mikil barátta var í leiknum og
oft brá fyrir fallegu spili, en sóknar-
leikur liðanna var ekki mjög beitt-
ur. Marktækifæri sást ekki fyrr en
á 26. mínútu þegar Arney skoraði.
Eftir skemmtilegt samspii Bryndís-
ar Valsdóttur og Ragnheiðar
Víkingsdóttur fengu Valsstúlkur
hornspyrnu. Ingibjörg Jónsdóttir
spyrnti boltanum beint á höfuð
Ameyjar Magnúsdóttur sem stökk
manna hæst í vítateignum og skall-
aði knöttinn örugglega neðst í
markhornið, óveijandi fyrir Ragn-
heiði Jónasdóttur í marki LA.
ÍA pressaði en Valsvörnin hélt
Síðari hálfleikur byijaði líkt og sá
fyrri með dauðfæri hjá ÍA. Að þessu
sinni var það Júlía Sigursteinsdóttir
sem skallaði naumlega yfir Vals-
markið þegar hún stóð ein og óvöld-
uð fyrir miðju marki á markteig.
Valsliðið dró sig nokkuð til baka á
vellinum og ætlaði greinilega að
halda fengnum hlut. Það tókst hjá
þeim því þó að pressa Skagaliðsins
væri mikil tókst liðinu ekki að skapa
sér hættuleg færi ef undan er skil-
ið gott skot Rögnu Lóu Stefáns-
dóttur um miðjan hálfleikinn, en
það fór rétt framhjá marki Vals.
Vörn Valsliðsins var sterk í leiknum
og náðu þær að halda sóknarmönn-
um ÍA vel niðri.
Guðrún Sæmundsdóttir átti góð-
an leik sem aftasti maður Valsvarn-
arinnar og Védís Ármannsdóttir var
einnig sterk í vörninni. Á miðjunni
barðist Ragnheiður Víkingsdóttir
vel að vanda og Hera Ármanns-
dóttir kom vel út á kantinum. Þá
áttu Arney Magnúsdóttir og Ingi-
björg Jónsdóttir góða spretti en
duttu niður þess á milli. Vörn ÍA
var líka örugg með írisi Steins-
dóttur sem besta mann. Ragna Lóa
var örugg, en þó hefur oft borið
meira á henni. Á miðjunni var Karít-
as Jónsdóttir sterk og Magnea Guð-
laugsdóttir átti mjög góðan leik.
„Þurftum
að bjarga
andlit-
inu“
sagði Ragnheiður
Víkingsdóttir, fyrirliði
Vals
„ÞAÐ var að duga eða drep-
ast í þessum lelk. Við þurft-
um að bjarga andlitinu, en
iiðið hefur ekki verið sann-
færandi í sumar,“ sagði
Ragnheiður eftir leikinn, en
neitaði því jafnframt að
nokkur þreyta væri farin að
segja til sín í Valsliðinu sem
hefur verið á toppnum und-
anfarin ár.
Við erum ekkert að dala held-
ur höfum við verið mjög
óheppnar með meiðsii og annað
í sumar. Við áttum sigurinn
fyllilega skilið enda erum við
búin að fara erfiða leið í þennan
úrslitaleik og unnum meðal ann-
ars íslandsmeistara Breiðabliks.
Mér fannst Valsliðið ákveðn-
ara í fyrri hálfleik, en eftir mark-
ið freistuðumst við til að bakka
og reyna að halda fengnum hlut.
Liðið barðist mjög vel og það
er langt síðan að það hefur ver-
ið svona gaman við vinna titil,
sagði Ragnheiður.
Fyrsta markið í sumar
„Það er eins gott að hafa þetta
eftirminnilegt loksins þegar
markið kemur,“ sagði Ámey
Magnúsdóttir, en hún skoraði
sigurmark Vals í leiknum og
jafnframt hennar fyrsta mark í
sumar.
„Þetta var góður leikur og
mér fannst við vera sterkari
nema í lokin þegar þær pressuðu
stíft á okkur. Það hefur vantar
neistann i leik Valsliðsins í sum-
ar, en við vorum harðákveðnar
í því að vinna þennan leik,“ sagði
Arney.
Reynslan
skipti sköpum
Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálf-
ari ÍA og einn leikreyndasti
leikmaður liðsins sagði eftir leikinn
að það hefði öðru fremur verið
reynsla Valsliðsins sem færði þeim
sigurinn. ‘Þær mættu til leiks fullar
baráttu rétt eins og við bjuggumst
við. Skagaliðið er mjög ungt að
árum og þess tími kemur. Það sem
hefur háð okkur í sumar er að í lið-
ið vantar tilfinnanlega markaskor-
ara, færin vantar ekki. Við áttum
ekkert minna í leiknum og yfirspil-
uðum þær oft , en á meðan að liðið
skorar ekki verðum við að kyngja
svona úrslitum þó maður sé alls
ekki sáttur við það,“ sagði Ragna
Lóa.
Skemmtilegur úrslitaleikur
„Leikurinn var jafn og ágætlega
leikinn. Það kom í ljós í þessum leik
eins og svo oft áður hjá okkur að
við eigum erfitt með að ná tökum
á leiknum ef við fáum mark á okk-
ur snemma,“ sagði Jónína Víglunds-
dóttir, fyrirliði IA eftir leikinn. ’Liðið
er enn það ungt að margir leikmenn
eiga érfitt með að skila sínu undir
þeirru pressu að vera marki undir.
Ef við hins vegar náum að skora í
byijun smellur yfirleitt allt saman,“
sagði Jonína sem var sammála
Rögnu Lóu í því að reynsla Valsliðs-
ins hefði gert útslagið í leiknum.
Morgunblaðið/Einar Falur
Valsstúlkur, bikarmeistarar 1990.Í efri röð frá vinstri eru Helgi R. Magnússon formaður knattspymudeildar Vals, Guðbjörg Petersen liðsstjóri, Ragn-
hildur Skúladóttir, Helga Jónsdóttir, Arney Magnúsdóttir, Guðrún Sæmundsdóttir, Bryndís Valsdóttir, Kristín Briem, Anna Gísladóttir, Siguijón Elíasson þjálf-
ari liðsins. í neðri röð frá vinstri eru Sirrý Haraldsdóttir, Soffía Ámundadóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Ragnheiður Vikingsdóttir fyrir-
liði, Guðbjörg Ragnarsdóttir, Védís Ármannsdóttir, Erla Sigurbjartsdóttir, Hera Ármannsdóttir.