Morgunblaðið - 09.09.1990, Page 1
HEIMILI
fHttgmi&UiMí
307,4
SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
Verómætl
íbúóar-
húsa 300
milljaróar
VERÐMÆTI íbúðarhús-
næðis var rúmir 300 millj-
arðar í lok ársins 1989 saman-
borið við 237,7 milljarða í lok
ársins 1980 miðað við núgild-
andi verðlag. Er það um 27%
raunaukning þegar miðað er
við hækkun framfærsluvísitölu.
í Hagtölum mánaðarins sem
Seðlabanki íslands gefur út er
að finna yfirlit yfir þjóðarauð
íslendinga síðustu ár og ára-
tugi. Jafnframt er sýnt hversu
mikið verðmæti hefur verið
fólgið í íbúðarhúsnæði á hverj-
um tíma. Myndin hér að ofan
sem unnin er út frá þessum
tölum sýnir verðmætaaukning-
una sem orðið hefur á hverjum
áratug frá 1950 bæði hvað
varðar þjóðarauðinn og íbúðar-
húsnæði. Kemur í Ijós að vöxt-
ur þjóðarauðs og verðmæta-
aukning í ibúðarhúsnæði var
langmestátímabilinu 1970-
1979. Þjóðarauðurinn hefur
áttfaldast að raungildi frá árinu
1950 til loka árs 1989. Verð-
mæti íbúðarhúsa er hinsvegar
6,7 falt hærra að raungildi.
Verðmætaauknlng íbúðarhúsnæðis
og vöxtur þjóðarauðs
1950-1 989 í milljörOum kr.
(veröiag ágúst 1990 m.v. f ramfærsl uvísitölu) pjÓðaraUÖS
Verðmætaaukning
íbúðarhúsnæðis
88,7
1960- 1970- 1980-
1969 1979 1989
Skoóunar-
slcylda
lcaupanda
ÞAÐ er mikið í húf i, þegar
gerður er samningur um
svo kostnaðarsöm kaup sem
íbúðarkaup og það getur
reynzt kaupanda algjörlega um
megn að standa við fjárhags-
legar skuldbindingar sínar, ef
ofan á kaupverð bætist mikili
viðgerðarkostnaður. í þætti
sínum Smiðjan fjallar Bjarni
Ólafsson í dag um þá þætti,
sem helzt er um að ræða í
slíkum tilfellum.
Hann byrjar á þakviðgerðum
og segir það nauðsynlegt fyrir
kaupanda að spyrjast rækilega
fyrir um hugsanlegan þakleka.
A veggjum utanhúss getur ver-
ið þörf á aildýrum viðgerðum,
hvort sem um er að ræða timb-
urhús eða steinhús. Ef raka
verður vart í kjallaragólfi eða
veggjum neðar en jarðyf irborð-
ið utan við veggina, þá er eng-
um blöðum um það að fletta,
að grafa þarf skurð umhverfis
húsið og setja niður góða
drenilögn. 2
Orlofshús
á Spáni
IEÐ f rjálsari gjaldeyris-
reglum, sem gengu í gildi
hér á landi um síðustu mán-
aðamót, má búast við því, að
ásókn íslendinga í íbúðir og
húseignir erlendis aukist veru-
lega, ekki hvað sízt á sóiarl-
andinu Spáni. Til þessa hafa
hér einungis félög með eigi
færri en 50 meðlimum mátt
eiga fasteignir erlendis. Eftir-
leiðis mega jafnt einstaklingar
sem félög eiga slíkar eignir.
Þetta kemur fram í viðtali
hér í blaðinu í dag við Guðmund
Óskarsson, forstjóra Orlofs-
húsa sf., en það fyrirtæki hefur
umboð fyrir fasteignir á Spáni
og hefur selt íslendingum
yf ir 70 íbúðir og hús á undanf-
örnum fjórum árum. — Salan
hefur farið vaxandi ekki hvað
sízt á þessu ári, segir Guð-
mundur. — Eftir því sem við
höfum selt islendingum
fleiri eignir, hefur
tortryggnin hér
farið minnkandi.
Hann segir
jafnframt, að íbúðar
kaupá Spánisé
góð fjárfesting og
fasteignaverð þar
hafi farið
hækkandi á
undanförnum
árum.