Morgunblaðið - 09.09.1990, Qupperneq 2
2 B
Símatími kl. 1-3
Seljendur athugið!
Vegna mikillar sölu vantar
eignir á söluskrá.
Austurbrún - 2ja
2ja herb. falleg íb. á 4. hæð í lyftuh.
Suðursv. Laus strax. Verð 4,2 millj.
Æsufell - 2ja
2ja herb. góð íb. á 2. hæð. Fallegt
útsýni. Laus. Sanngjarnt verð.
Stóragerði - bflsk.
3ja-4ra herb. 97 fm mjög falleg endaíb.
á 3. hæð. Suðursvalir. Bílskúr. V. 7,0 m.
Kleppsvegur - 4ra
Ca 100 fm góð íb. á 1. hæð.
Þvottaherb. í íb. Danfoss. Suð-
ursv. Einkasala. Verð ca 6 millj.
Hraunbær - 4ra
90 fm falleg íb. á jarðh. 3 svefnh.,
þvottah. í íb. Verð ca 6,0 millj.
Digranesvegur - 4ra
Falleg 4ra herb. íb. á 2. hæð. Sérhiti.
Suðursv. Bílskúrsréttur.
Einb. v/Lækinn Hf.
Mjög fallegt ca 135 fm einbh. á
tveimur hæðum v/Tjarnarbraut Hf.
Bílsk. fylgir. Húsiö er mikiö endum.
Falleg eign á eftírsóttum stað.
Birkigrund - endaraðhús
206 fm fallegt raðhús, kj. og tvær hæð-
ir. Bílskréttur.
Reykjafold - einbhús
Óvenju glæsil. 197 fm einbh. á einni
hæð. Innb. bílsk.
Gjafa- og listmunaversl.
Þekkt gjafa- og listmunaverslun á besta
stað v/Laugaveginn.
Byggingarlóðir
1288 fm lóð við Hegranes, Arnarnesi,
1000 fm lóð við Reykjabyggð, Mosbæ.
k Agnar Gústafsson hrl.,J
Eiríksgötu 4
Málflutnings-
og fasteignastofa
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
Vaxandí starfsemí hjá
Húsnæöismióliiii stúdenta
Offramboó á hcrbergjum en skortur á ibúöum
Hjónagarðar stúdenta við Suðurgötu
Morgunblaðið/Börkur
STARFSEMI Húsnæðismiðlunar
stúdenta fer vaxandi, enda komin
á hana nokkur reynsla. Frá því
í apríl sl. hefur hún miðlað 160
húseiningum til stúdenta og er
þá átt við bæði herbergi og íbúð-
ir. Þetta er mun meira en undan-
farin ár, en húsnæðismiðlunin
miðlaði 60 einingum á sama tíma
í fyrra og 30 árið þar áður.
Andri Þór Guðmundsson, starfs-
maður stúdentaráðs sagði, að
töluvert umframframboð væri af
einstökum herbergjum en skortur á
stúdíóíbúðum og 2ja og 3ja herb.
íbúðum. — Það er einkum stúdentar
utan af landi, sem eiga við hús-
næðiserfiðleika að etja, segði Andri
Þór. — Til þess að aðstoða þá útbú-
um við lista yfir laust húsnæði, sem
við sendum þeim.
Þrátt fyrir mikið framboð á her-
bergjum höfum við ekki merkt
neina teljandi lækkun á þeim en
það er greinilegt, að framboð á ein-
stökum herbergjum t. d. inn af íbúð
hefur aukizt talsvert, þannig að það
er orðið meira en eftirspurnin. Al-
gengt verð á herbergjum er
10.000-15.000 kr. á mánuði, en það
er þó misjafnt og fer eftir stað og
eftir aðstöðu t. d. því, hvort her-
bergið er með aðgangi að eldhúsi,
hitunarhella er í herberginu og að-
gangur að baði. Verð á herbergjum
getur þó farið allt upp í 20 000 kr.
á mánuði, en svo dýr herbergi
ganga ekki út hjá okkur. Talsvert
er um það, að í staðinn fyrir pen-
ingagreiðslu vilja leigusalar fá
greiðslu í formi heimilisaðstoðar,
barnapössunar, aðstoðar við viðhald
á húsnæðinu o. fl. af því tagi.
Þá nefndi Andri Þór, að tekin
hefði verið upp ábyrgðartrygging
fyrir stúdenta, sem fá leighúsnæði
og sagði: — Leigusalinn verður að
biðja um þessa tryggingu, en við
seljum leigutakanum hana. Þá er
leigusali tryggður fyrir skemmdum
af völdum leigutaka allt upp, að
400.000 kr. Þessi ábyrgðartrygging
er ódýr og kostar ekki nema 2.000
kr, á ári og er fengin hjá Sjóvá-
Almennum. Þetta hefur reynzt
mjög vinsælt á meðal leigusala.
Reyndar hafa stúdentar reynzt góð-
ir leigutakar og það hefur ekki
reynt á þessar tryggingar þau tvö
ár, sem þær hafa verið við lýði.
Andri Þór sagði ennfremur, að
flestir þeirra, sem sæktust eftir
húsnæði, vildu vera sem næst há-
skólasvæðinu. Um 2/3 af öllum
stúdentum sæktu nám í byggingar
á háskólalóðinni en um 1/3 stúd-
enta væri dreifður út um borgina
t. d. hjúkrunamemar og líffræði-
nemar.
Húsnæðismiðlun fer fram á veg-
um stúdentaráðs. Þar er ekki um
sjálfstæða stofnun að ræða með
eigin starfsfólki, heldur annast
starfsmenn stúdentaráðs þessa
starfsemi. — Við erum nánast ein-
göngu í þessari húsnæðismiðlun á
haustin, þegar eftirspurnin er mest
en sinnum henni einnig yfir vetur-
inn samhliða annari starfsemi fyrir
stúdéntaráð, sagði Andri Þór.
í desember í fyrra voru teknar í
notkun síðustu íbúðirnar af 90 í
nýjum hjónagörðum, en alls búa
400-500 manns á stúdentagörðun-
um öllum. — Þetta hefur létt svol-
ítið á leigumarkaðinum, sagði Andri
Þór að lokum. — Á teikniborðinu
eru ný parhús og er þar er um að
ræða stærstu byggingarfram-
kvæmdir, sem Félagsstofnun stúd-
enta hefur nokkru sinni ráðist í.
Þetta eru áform, sem ná allt til
ársins 2000, um að byggja í áföng-
um stúdentagarða í landi okkar í
Vatnsmýrinni, sem háskólinn færði
okkur að gjöf á síðasta ári. Þama
eiga eftir að rísa um 150 íbúðir
með um 500 íbúum. Þetta á að sjálf-
sögðu eftir að bæta mjög úr hús-
næðisþörf stúdenta. Við vonum, að
fyrsta skóflustungan verði tekin í
vetur, en það fer að sjálfsögðu eft-
ir lánum frá Byggingasjóði ríkisins,
hve hraðar þessar byggingarfram-
kvæmdir verða.
SMIÐJAIM
AÐ VIIIJA ÍBÚÐ
í SÍÐUSTU smiðjugrein nefndi
ég nokkra liði til minnis, þegar
skoðuð er íbúð með kaup í huga.
Ég ætla að halda áfram í dag
og bæta dálitlu við þær hugleið-
ingar.
að er mikið í húfi þegar gerður
er samningur um svo kostnað-
arsöm kaup, svo að það getur reynst
kaupanda íbúðar algjörlega um
megn að standa við fjárhagslegar
skuldbindingar, ef
ofan á kaupverð
og afborganir af
því, bætist mikill
viðgerðarkostnað-
ur.
Má þá ekki
fresta þeim fram-
kvæmdum og við-
gerðum? kann ein-
hver að spyrja. Stundum má fresta
slíku, en ef um er að ræða íbúð í
húsi sem fleiri eiga íbúðir í, geta
aðrir eigendur talið viðgerð áríðandi
strax og þá getur nýr eigandi, sem
keypt hefur lítinn hluta hússins,
ekki frestað viðgerðum á sameign.
Hvaða þættir eru það helst sem
um er að ræða í slíkum tilvikum?
Þakviðgerð:
Við skulum byrja efst á húsinu
og leita okkur upplýsinga um
ástand þaksins. Það kann að vera
orðið aðkallandi að mála þak húss-
ins, ásamt tilheyrandi undirbún-
ingsvinnu, svo sem að skrapa ryð-
bletti og grunnmála blettina með
sérstakri málningu o.s.frv. Við skul-
um vona að ástandið sé ekki það
slæmt að þakið leki. Samt er nauð-
synlegt að spyija seljandann um
alla slíka þætti og öruggast er einn-
ig að spyija aðra eigendur hússins
um þakið, einkum þann sem á efstu
íbúðina. Hann verður fyrst var við
þakleka. Þá er ekki úr vegi að að-
gæta þakrennurnar og niðurföll af
þakinu, því þessa þætti þarf að
endurnýja með fárra ára millibili.
Veggir utanhúss:
Hvort sem umér að ræða timbur-
hús eða steinhús, getur verið þörf
á all dýrum viðgerðum á útveggjun-
um. Se húsið timburhús þá er líklegt
að það sé klætt með bárujárni, sem
e.t.v. er farið að ryðga. Vatnsbretti
undir gluggum athugisx. og einnig
hvort einhvers staðar er fúi. Við
getum einnig spurt hvort nauðsyn-
legt muni vera að mála húsið að
utan og á það auðvitað einnig við
um steinhús.
Alkunna er að miklu er kostað
til um þessar mundir, til að gera
við útveggi steinhúsa. Sem betur
fer eru steinhús misjafnlega þurf-
andi fyrir dýrar viðgerðir á útveggj-
um. Það er þó athyglisverð stað-
reynd að elstu steinhúsin eru ekki
verst, heldur hús sem byggð hafa
verið á vissu tímabili, þegar stein-
steypa var ekki eins góð fyrir
íslenska veðráttu og hún hefði þurft
að vera.
Frá öllum árum steinsteypunotk-
unar eru þó auðvitað til bæði heilleg
og góð hús, steypt úr sterkri steypu,
en einnig lakari hús og eru þá sum
hver það illa farin að hluta þeirra
er nauðsynlegt að steypa að nýju.
Má nefna hluta eins og útitröppur,
svalir, skyggni yfir dyrum eða
vatnsbretti undir gluggum o.s.frv.
Sprunguviðgerðir á útveggjum
geta verið nauðsynlegar á húsum
sem eru innan við tíu ára gömul.
Dreinlögn:
Ef raka verður vart í kjallara-
gólfí eða veggjum, sem eru neðar
en jarðyfirborðið utan við veggina,
þá er engum blöðum um það að
fletta að grafa þarf skurð umhverf-
is húsið og setja niður góða drein-
lögn, sem ganga skal frá eftir rétt-
um aðferðum. Skiptir þá ekki máli
hvort dreinlögnin hefur áður verið
lögð í kringum húsið. Hún getur
verið biluð, eða ónýt. Það er mikill
munur á því hvað skemmdir verða
miklu meiri í undirstöðum og kjöll-
urum húsa sem byggð hafa verið á
mýrarsvæði, eða þar sem vatn sígur
að grunninum. Þá er ekki nóg að
grafið hafi verið fyrir undirstöðum
alveg niður á klöpp. Þar sem svo
hagar til, getur komið fyrir að end-
urnýja þurfi og lagfæra dreinlögn
við hús með 12 til 15 ára millibili.
Rafkerfið:
Ég nefndi aðeins í greininni fyrir
viku, að rafkerfið gæti þafnast við-
gerða. Sé um gamalt húsnæði að
ræða er e.t.v. þörf á að endunýja
rafþræðina í lögnum hússins og á
það jafnt við um sameignina og
sjálfa íbúðina. Þá þarf trúlega um
leið að endurnýja tengla og rofa.
Hitalögnirt:
Hið sama getur gilt um hitakerfi
íbúðar og sameignar. Ef húsið er
orðið gamalt getur verið full þörf á
að hreinsa hitunarkerfi hússins,
skifta um ofnkrana eða jafnvel ofna
o.fl. lagfæringar kann að vera
nauðsynlegt að gera á vatns- og
hitakerfinu.
Ef raka verður vart í kjallara, þarf að athuga dreinlögn, eða að
leggja dreinlögn.
eftir Bjama
Ólafsson