Morgunblaðið - 09.09.1990, Síða 16
16 B
MORGUNBLAÐÍÐ FASTEIGNIR
nutíti;
AGUR 9. SEPTEMBER 1990
■+
Einbýlis- og raðhús
Birkihlíð — haeð og ris.
Glæsil. sérbýli á 2 hæðum. 156 fm
ásamt 28 fm upph. bílsk. 4-5 svefn-
herb. Gestasnyrt. og baðherb. 2 stofur.
20 fm suðursv. m. glæsil. útsýni. Eign
í sérflokki. Verð 13 millj.
Frostaskjól — Einb. Glæsil. 225
fm einbh. á tveimur hæðum m. innb.
bílsk. Samþ. teikn. af 20 fm garðstofu
fylgja með. Skipti mögul. á 4ra-5 herb.
íb. í Vesturbæ eða bein sala.
Frakkastígur. Parhús, 116 fm,
3 svefnherb., einnig gott rými í kj. Góð-
ur garöúr. Verð 7,9 millj.
Seljahverfi. Fallegt 300 fm keðju-
hús ásamt 30 fm bílsk. 4 svefnh. Tvenn-
ar svalir. Fallegt útsýni. Suðurgarður.
Sór 2ja herb. íb. á jarðh.
Klapparstígur. Fallegt timbur-
hús, kj., hæð og ris á stórri eignarlóð.
Nýklætt utan, endurn. lagnir. Skuld-
laust. Verö 13 millj.
Stykkishólmur. Húsm.tveimur
íb. 3ja-4ra herb. íb. á efri hæð. 2ja
herb . íb. á neðri hæð. Mikið endurn.
Tilvalið sem sumarhús.
I smíðum
Gerðhamrar
Fallegt 170 frrt éinbh. m. 30 fm btlsk.
Til afh. nú þegar fokh. m. pípulögn.
Gert er ráð fyrir 4 svefnh., stórum stof-
um, sjónvholi.
Stakkhamrar
Glæsilegt einbhús 140.fm ásamt 27 fm
bílsk. Gert ráð fyrir 4 svefnherb. Skilast
fullfrág. að utan en fokh. eða tilb. u.
trév. aö innan. Verð 8,3-10,7 millj.
Byggingaraðilar Hannes Björnsson og
Einar Þór Ingvason.
Klukkurimi
Fallegt 196 fm parh. á tveimur hæðum
m. innb. bílsk. Skilast fokh. innan,
fullfrág. utan. Verð 6,9 millj. Byggaðili:
Húsbyrgi hf.
Grafarvogur. Glæsil. 3ja og 4ra
herb. íb. í tveggja hæða húsi v/Spor-
hamra. Skilast tilb. u. trév. eftir 2 mán.
Einnig bílsk. Byggingaraðili: Jón
Hannesson hf.
Rimahverfi — Grafarv.
Til sölu glæsil. parh. á tveimur hæðum
180 fm m. innb. bílsk. 4 svefnh., sjón-
vhol, gestasnyrt. og baðherb. Skilast
fullfrág. aö utan, fokh. eða tilb. u. trév.
að innan. Verð 6,9-8,9 millj. Byggað-
ili: Ágúst og Magnús sf. Einkasala.
Álagrandi. Glæsil. íb. í smíðum.
Sér þvottaaðstað í hverri ib. og stórar
suðursvalir. Afh. tilb. u. tréverk. í mars
1991. Byggingaraðili Húni sf.
Dalhús. Glæsilegt 206 fm raðh. á
tveimur hæðum með bílsk. Gert er ráð
fyrir arni, garðstofu, 4. svefnherb. Skil-
ast fokh. að innan frág. að utan. Bygg-
ingaraðilar Húsbyrgi hf.___________
4-5 herb. íbúðir
Þingholtin. Falleg íb., hæð og ris,
í þríb. 4-5 svefnh. Eignin er á úrvals-
staö.
Sörlaskjól. Falleg 4ra herb. íb. á
2. hæð í þríbh. við sjávarsíðuna. Nýtt
gler. Nýl. pípulagnir. Laus fljótl. Glæsil.
útsýni til sjávar. Verð 7,0 millj.
Hringbraut. Falleg 4ra herb. íb.
á 1. hæð í þríb. 2 stofur m. parketi, 2
rúmg. svefnh., endurn. bað. V. 6,5 m.
Kleppsvegur. 4ra herb. 100 fm
íb. á 3. hæð. 2 svefnherb. og 2 stofur.
Stórar suðursv. Skuldlaus. V. 6,5 m.
Vesturberg. Falleg 4ra herb. íb.
á 3. hæð. 3 svefnh. Sjónvhol og stofa.
Fallegt útsýni.
Suðurhlíöar — Kóp. Glæsil.
4ra herb. íbúðir í nýju fjölbh. Til afh.
nú þegar, tilb. u. trév. Verð 7,2-7,6
millj. Einnig mögul. á bílskúrum. Kjörnar
íb. fyrir handhafa lánsloforða.
3ja herb. ibúðir
Frakkastígur. 3ja herb. 80 fm
íb. á 1. hæö í timburh. Skipti óskast á
2ja herb. íb. á 1. hæö.
Hringbraut. Falleg 3ja herb.
endaíb. á 2. hæð í þríb. Suðursv. Par-
ket á stofu. Verð 6,0 millj.
Stóragerði. Falleg 3ja-4ra herb.
97 fm íb. á 3. hæð með tvennum svöl-
um. 2-3 svefnh. Bílskúr. Verð 7,0 millj.
Smáíbúöahverfi. Falleg 87 fm
íb. á 1. hæð í þríb. ásamt 39 fm upph.
bílsk. Verð 7,3 millj.
2ja herb. íbúðir
Grettisgata. Falleg 44 fm íb. á
1. hæ<5 í steinh. m. sérinng. Skuldlaus.
Yerð 3,7 millj.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A,
_ VIÐAR FRIÐRIKSSON,
- LÖGG. FASTEIGNASALI,
HEIMASÍMI 27072.
Frjálsarí gjaldeyrisreglur ■ Lækkandi fargjöld í framtióinni
■ Trygging fyrir liverii yfirfærslu
íbúóareign íslendinga á
Spáni á cllir a<> auKasl
— segir Guómundur Óskarsson, forstjóri Orlofshúsa sf.
Nú um mánaðamótin gengu í gildi nýjar reglur hér á landi um kaup
á fasteignum erlendis, þar sem heimildir á þessu sviði voru verulega
rýmkaðar. Fram til þessa hafa einungis félög með að minnsta kosti
50 meðlimum getað keypt fasteignir í útlöndum, en eftirleiðis geta
bæði einstaklingar og félög eignazt þær. Kaupverð hlutaðeigandi
fasteignar má þó ekki vera hærra en 3.750.000 kr. en hcimilt er að
veita rýmri heimildir, ef sérstaklega stendur á. Þetta hámark á svo
að hækka í 5.625.000 kr. 1. janúar nk., í 7.500.000 kr. 1. janúar 1992
og falla loks alveg niður 1. janúar 1993.
En þrátt fyrir að það hafi verið
takmörkunum bundið að eign-
ast fasteignir erlendis, hafa íslend-
ingar byijað að kaupa íbúðarhús-
næði í sólarlöndum á undanförnum
árum og’hér hafa
verið stofnuð fyr-
irtæki til þess að
greiða fyrir slíkum
kaupum. Eitt
þeirra er Orlofshús
sf., sem eru um-
boðsaðili fyrir
fasteignir á Spáni,
en hefur aðsetur
að Laugavegi 18 í Reykjavík.
— Eg á von á því að áhuginn
hjá fólki hér á íbúðarhúsnæði á
Spáni aukist til muna, eftir að ein-
staklingar hafa fengið heimild til
að kaupa fasteignir erlendis, sagði
Guðmundur Óskarsson, forstjóri
Orlofshúsa sf. í viðtali við Morgun-
blaðið. — Verðið nú má þó eigi
vera hærra en 3,750.000 kr., en
fyrir þá fjárhæð fást ágætis eignir
á Spáni og verð flestra þeirra eigna,
sem við hér höfum selt, er undir
þessum mörkum. Þetta hámarks-
verð á líka að fara hækkandi, eins
og getið er hér að framan og falla
loks niður eftir rúm tvö ár.
Guðmundur Óskarsson er fæddur
1932 í Vík í Mýrdal. Hann gekk í
Menntaskólann í Reykjavík og varð
stúdent þaðan 1952. Eftir það lá
leið hans í Háskóla íslands, þar sem
hann lagði stund á verkfræði og
síðan til Kaupmannahafnar, en þar
lauk hann prófi 1958 sem verkfræð-
ingur frá Tækniháskóla Danmerk-
ur. Sérgrein hans þar var burðarþol
bygginga og hitalagnir. Eftir heim-
komuna starfaði hann í sex ár hjá
varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli
og var síðan bæjarverkfræðingur í
Hafnarfirði í þrjú ár. Þá stofnaði
hann eigin verkfræðistofu, sem
hann rekur enn að Laugavegi 18
samhliða sölustarfseminni á fast-
eignum á Spáni.
Costa Blanca ákjósanlegur
staður
— Orlofshús sf. var stofnað
1986. Þá var fyrir skömmu orðið
heimilt að kaupa hús erlendis en
með skilyrðum þó, heldur Ouð-
mundur áfram. — Kaupendur urðu
að vera félög með eigi færri en 50
meðlimum. Það voru því félög en
ekki einstaklingar, sem máttu
kaupa. Sjálfur hafði ég hitt marga
útlendinga á Spáni, sem áttu sín
hús þar sjálfir. Eg gerði mér síðan
ferð frá Costa Brava suður til Costa
del Sol til þess að skoða svæði, sem
væru heppileg og staðnæmdist við
Costa Blanca. Á því svæði eru mun
hreinni strendur en víðast hvar
annars staðar, enda mun minna um
fjöldaferðamennsku þar en á Costa
del Sol. Þá var það kostur, að leigu-
flug er héðan til Costa Blanca, það
er að segja á Benidorm. Flugstöðin
þar heitir Alicante, en Costa Blanca
ströndin er um 150 km löng.
— Þeir sem hafa áhuga á að
kaupa, fara með í svokaliaða sölu-
ferð suður til Spánar og skoða þar
allt, sem í boði er og ganga þar frá
samningi, segir Guðmundur enn-
fremur. — Þeir fá endurgreidda
ferðina, ef þeir kaupa. Ef félag er
kaupandi, eru kaupin borin undir
atkvæði hér heima, eftir að sá sem
fer út, kemur heim og lýsir því, sem
hann hefur skoðað. Síðan er sótt
um yfirfærslu hjá Seðlabankanum
og gengið frá greiðslum. í þeirri
umsókn er þess getið, að búið sé
að skoða ákveðna eign og óskað
eftir því að kaupa hana, hvort sem
það er íbúð eða hús.
Orlofshús sf. kaupa ekki eignirn-
eftir Magnús
Sigurðsson
Raðhúsasamstæða nærri Torrevija. Yzta raðhúsið til hægri er í eigu
Starfsmannafélags Garðabæjar.
ar til að selja þær aftur, en eru
einungis umboðsaðili. Guðmundur
tekur fram, að öll séu þessi hús ný
og segir: — Þau eru hlaðin úr hol-
steini og mjög vel byggð að mínum
dómi, enda reynslan af þeim góð.
Innréttingar eru líka mjög vandaðar
t. d. eru þarna fulningshurðir og
skápar í eldhúsi úr sama efni. Verð-
ið er að sjálfsögðu mi§munandi éft-
ir stærð. Svonefndar stúdíóíbúðir
eru á bilinu 1,6-1,8 millj. kr. Þær
eru um 30 fermetrar og eru ein
stór stofa með eldhúskrók og baði.
Síðan fara íbúðirnar smástækk-
andi. Tveggja herbergja íbúð, það
er stofa og eitt svefnherbergi um
40 fermetrar að stærð kostar um
2,2-2,5 millj. kr. Þriggja herb. íbúð
er 45-50 fermetrar og kostar 3-3,2
millj. kr.
í hefðbundnum raðhúsum getur
stærðin á 3ja herb. íbúð farið upp
í 60-80 fermetra. Einnig er hægt
að fá einbýlishús, en þá hækkar
verðið að sjálfsögðu, því að lóðin
kostar sitt. Einbýlishús um 70-80
y
fermetrar að stærð kostar 5-6 millj.
kr, en þau geta að sjálfsögðu verið
þaðan af stærri og dýrari allt eftir
því, hvað fólk ræður yfir miklum
peningum.
Verðin eru líka mjög breytileg,
eftir því hvar staðsetningin er. Ef
verið er aðeins frá ströndinni, er
húsnæðið ódýrara, en hækkar svo
eftir því sem nálgast hana. Hæst
er það út við ströndina með sjóinn
framundan, þar sem útsýnið er
mest. Greiðsluskilmálar eru yfirleitt
þannig, að helmingur kaupverðsins
greiðist mjög fljótlega eða innan 6
mánaða, en unnt er að semja um
greiðslu á hinum helmingnum í
sumum tilfellum. í öðrum tilfellum
verður að borga hann allan eftir
þessa sex mánuði.
Sjálfur er Guðmundur umboðs-
maður, sem kemur viðskiptunum
á. Hann leiðbeinir því fólki um allt,
sem það þarf að vita í sambandi
við kaupin og þann rekstrarkostn- ‘
að, sem þarf að greiða. Þar undir
falla fastéignagjöld, allar trygging-
ar, umsjón með eigninni, því að á
henni er stöðug gæzla, garðvinna,
fastagjald rafmagns og fastagjald ,
fyrir vatn svipað og hér.
Raðhúsaþyrping við Torrevija. Margar af íbúðunum þarna eru í eigu íslendinga.
Hvað fylgir með og hvað
ekki?
Þá þarf einnig að upplýsa fólk
um aðra kostnaðarliði. Hús eru yfir-
leitt aldrei afhent með húsgögnum
og því þarf að útskýra fyrir fólki,
hvað venjuleg húsgögn kosta í
þessa og þessa stærð af húsi. Yfir-
leitt fylgir þvottavél ekki og stund-
um fylgir ísskápur með og stundum
ekki. Eins er um eldavél. Þetta fer
eftir því, hvaða fyrirtæki er seljandi.
Þegar tekið er við húsinu, éru
ennfremur greidd tengigjöld vegna
vatns og rafmagns og gerður gas-
samningur. Þá eru iíka greidd
fyrstu gjöld í sambandi'við afsals-
gerð. Það tekur síðan nokkurn tíma
að fá afsali þinglýst, því að á Spáni
þurfa öll afsöl að fara fyrst til fóg-
eta og síðan til aðalskrifstofu í
Madrid. Afsalsgerð getur því tekið
3-5 mánuði og í sumum tilfellum
lengri tíma. Þegar afsalið kemur til
baka, er svo greidd lokagreiðsla
fyrir þinglýsinguna. Þarna er um