Morgunblaðið - 09.09.1990, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
FASTEIGNIR áUNNUDÁ'GUR
9. SEPTEMBER 1990
B 27
■ SKULDABRÉF - Stimpilgjald
skuldabréfa er 1,5% af höfuðstóli
(heildarupphæð) bréfanna eða
1.500 kr. af hveijum 100.000 kr.
Kaupandi greiðir þinglýsingar- og
stimpilgjald útgefinna skuldabréfa
vegna kaupanna, en seljandi lætur
þinglýsa bréfunum.
■ STIMPILSEKTIR — Stimpil-
skyld skjöl, sem ekki eru stimpluð
innan 2ja mánaða frá útgáfudegi,
fá á sig stimpilsekt. Hún er 10%
af stimpilgjaldi fýrir hveija byijaða
viku. Sektin ferþó aldrei yfir 50%.
L\r\i\KiJvinR
■ NÝBYGGING — Hámarkslán
Byggingarsjóðs ríkisins vegna
nýrra íbúða nema nú — jan-marz —
kr. 4.284.000,- fyrir fyrstu íbúð en
kr. 2.999.000,- fyrir seinni íbúð.
Skilyrði er að umsækjandi hafi ver-
ið virkur félagi í lífeyrissjóði í amk.
20 af síðustu 24 mánuðum og að
hlutaðeigandi lífeyrissjóðir hafi
keypt skuldabréf af byggingarsjóði
ríkisins fyrir amk. 55% af ráðstöf-
urnarfé sínu til að fullt lán fáist.
Þremur mánuðum fyrir lánveitingu
þurfa eftirtalin gögn að liggja fyrir:
— Samþykki byggingarnefndar
— Fokheldisvottorð byggingarfull-
trúa. Aðeins þarf að skila einu vott-
orði fyrir húsið eðastigaganginn.
— Kaupsamningur.
— Brunabótamat eða smíðatrygg-
ing, ef húsið er í smíðum.
■ ELDRA HÚSNÆÐI — Lán til
kaupa á notaðri íbúð nemur nú kr.
2.999.000.-, ef um er að ræða
fyrstu íbúð en 2.099.000.- fyrir
seinni íbúð. Umsækjandi þarf að
uppfylla sömu skilyrði varðandi
lánshæfni og gilda um nýbygging-
arlán, sem rakin eru hér á undan.
Þremur mánuðum fyrir lánveitingu
þurfa eftirtalin gögn að liggja fyrir:
— Kaupsamningur vegna íbúðar-
innar.
— Samþykki byggingarnefndar, ef
um kjallara eða ris er að ræða, þ.e.
samþykktar teikningar.
— Brunabótamat.
■ LÁNSKJÖR — Lánstími hús-
næðislána er 40 ár og ársvextir af
nýjum lánum 4,5%. Gjalddagar eru
1. febrúar, 1. maí, 1. ágústog 1.
nóvember ár hvert. Lán eru afborg-
unarlaus fyrstu tvö árin og greiðast
þá einungis vextir og verðbætur á
þá.
■ ÖNNUR LÁN — Húsnæðis-
stofnun veitir einnig ýmiss sérlán,
svo sem lán til byggingar leiguíbúða
eða heimila fyrir aldraða, lán til
meiriháttar endurnýjunar og endur-
bóta eða viðbyggingar við eldra
íbúðarhúsnæði, svo og lán til útrým-
ingar á heilsuspillandi húsnæði.
Innan Húsnæðisstofnunar er einnig
Byggingarsjóður verkamanna, sem
veitir lán til eignaríbúða í verka-
mannabústöðum, lán til leiguíbúða
sveitarfélaga, stofnana á vegum
ríkisins og félagasamtaka. Margir
lífeyrissjóðir veita einnig lán til fé-
laga sinna vegna húsnæðiskaupa,
svo að rétt er fyrir hvern og einn
að kanna rétt sinn þar.
HtSBYGGJE1\Dl]R
■ LÓÐAUMSÓKN — Eftir birt-
ingu auglýsingar um ný byggingar-
svæði geta væntanlegir umsækj-
endur kynnt sér þau hverfi og lóðir
sem til úthlutunar eru á hveijum
tíma hjá byggingaryfirvöldum í við-
komandi bæjar- eða sveitarfélögum
— í Reykjavík á skrifstofu borgar-
verkfræðings, Skúlagötu 2. Skil-
málar eru þar afhentir gegn gjaldi,
ef tilbúnir eru. Umsækjendur skulu
fylla út nákvæmlega þar til gert
eyðublað og senda aftur til viðkom-
andi skrifstofu. 1 stöku tilfelli þarf
í umsókn að gera tillögu að hús-
hönnuði en slíkra sérupplýsinga er
þá getið í skipulagsskilmálum og á
umsóknareyðublöðum.
■ LÓÐAÚTHLUTUN — Þeim
sem úthlutað er lóð, fá um það
skriflega tilkynningu, úthlutunar-
bréf og þár er þeim gefinn kostur
á að staðfesta úthlutunina innan
tilskilins tima, sem venjulega er um
1 mánuður. Þar koma einnig fram
upplýsingar um upphæðir gjalda
o.fl. Skilyrði þess að lóðaúthlutun
taki gildi eru að áætluð gatnagerð-
argjöld o.fl. séu greidd á réttum
tíma. Við staðfestingu lóðaúthlut-
unar fá lóðarhafar afhent nauðsyn-
þó nefna að í Reykjavik eru gatna-
gerðargjöld fyi;ir 650 rúmmetra ein
býlishús nú kr. 1.145.911.-oghei-
mæðargjalda um kr. 60.000.-.
Sömu gjöld fyrir 550 rúm. raðhús
eru kr. 623.326.- og um kr.
30.000.-. Fyrir fjölbýlishús eru
sömugjöld 175.000.-ogum 10.000
á hveija íbúð. Þessi gjöld ber að
greiða þannig: '/3 innan mánaðar
frá úthlutun, síðan 'A innan 3 mán-
aða frá úthlutun og loks 'h innan
6 mánaða frá úthlutun.
■ FRAMKVÆMDIR — Áður en
unnt er að hefjast handa um fram-
kvæmdir þarf framkvæmdaleyfi. í
því felst byggingaleyfi og til að fá
það þurfa bygginganefndarteikn-
ingar að vera samþykktar og
stimplaðar og eftirstöðvar gatna-
gerðargjalds og önnur gjöld að vera
greidd. Einnigþarf að liggja fyrir
bréf um lóðarafhendingu, sem kem-
ur þegar byggingarleyfi er fengið
og nauðsynlegum framkvæmdum
sveitarfélags er lokið, svo sem
gatna- og holræsaframkvæmdum.
I þriðja lagi þarf að liggja fyrir stað-
setningarmæling bygginga á lóð en
þá þarf einnig byggingarleyfi að
leggögn, svo sem mæliblað í tvíriti,
svo og hæðarblað í tvíriti og skal
annað þeirra fylgja leyfisumsókn
til byggingarnefndar, auk frekari
gagna ef því er að skipta.
■ GJÖLD — Gatnagerðargjöld
eru mismunandi eftir bæjar- og
sveitarfélögum. Til viðmiðunar má
liggja fyrir, lóðarafhending að hafa
farið fram og meistarar að hafa
skrifað upp á teikningar hjá bygg-
ingarfulltrúa. Fylla þarf út umsókn
um vinnuheimtaugarleyfi til raf-
magnsveitu og með þeirri umsókn
þarf að fylgja byggingarleyfi, af-
stöðumynd sem fylgir byggingar-
nefndarteikningu og umsókn um
raforku með undirskrift rafverk-
taka og húsbyggjanda. Umsækj-
anda er tilkynnt hvort hann uppfyll-
ir skilyrði rafmagnsveitu og stað-
festir þá leyfið með því að greiða
heimtaugargjald. Fljótlega þarf að
leggja fram sökklateikningar hjá
byggingarfulltrúa og fá þær stimpl-
aðar en að því búnu geta fram-
kvæmdir við sökkla hafist. Þá þarf
úttektir á ýmsym stigum fram-
kvæmda og sjá meistarar um að fá
byggingafulltrúa til að framkvæma
þær.
■ FOKHELT — Fokheldisvott-
orð, skilmálavottorð og lóðasamn-
ingur eru mikilvæg plögg fyrir hús-
byggjendur og t.a.m. er fyrsta út-
borgun húsnæðislána bundin því að
fokheldisvottorð liggi fyrir. Bygg-
ingarfulltrúar gefa út fokheldisvott-
orð og skilmálavottorð og til að þau
fáist þarf hús að vera fokhelt, lóðar-
úttekt að hafa farið fram og öil
gjöld, sem þá eru gjaldfallin að
hafa verið greidd. Skrifstofur bæja-
og sveitarfélaga (i Reykjavík skrif-
stofa borgarstjóra) gera lóðarsamn-
ing við lóðarleigjanda að uppfylltum
ýmsum skilyrðum, sem getá verið
breytileg eftir tíma og aðstæðum.
Þegar lóðarsamningi hefur verið
þinglýst, getur lóðarhafi veðsett
mannvirki á lóðinni.
FASTEIGIMASALA
Suðurlandsbraut 10
Ábyrgð - Reynsla - Öryggi
SÍMAR: 687828, 687808
Opið frá kl. 13-15
OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA
Á SKRÁ - SKOÐUM OG VERÐMETUM
SAMDÆGURS
Einbýli
BERGHOLT - MOSBÆ
Erum með í sölu glæsil. 178 fm einb-
hús á einni hæð. Innb. bílsk. Einstakur
verðlaunagarður með nuddlaug. Verð
12,8 millj.
REYKJAFOLD
200 fm einbhús á einni hæð. Bilsk.
Sérlega vel hannaðar innr. Verð 15 millj.
Raðhús
HVERAGERÐI
- RAÐHÚS
V/Borgarheiði 115 fm raðh. á
einni hæð ásamt bílsk. og sól-
stofu. Húsið er laust nú þegar.
Verð 5,6 millj. Skipti á ódýrari
eign í Reykjavík mögul.
Sérhæðir
MIÐTÚN
Hæð og ris. Á hæð eru stofur, herb.,
eldhús og snyrtiherb: í risi eru 4 góð
herb. + baðherb. Verð 8,5 millj.
ÁLFHEIMAR
Sér 1. hæð 5-6 herb. 132 fm auk 30
fm bílsk. Verð 9,7 millj.
4ra—6 herb.
FÁLKAGATA
Vorum að fá í sölu 4ra-5 herb.
116 fm íb. á 3. hæð. íb. fylgir
stór útigeymsla. Verð 7,5 millj.
JÖRFABAKKI
Erum með í sölu vandaða 4ra herb.
endaib. á 3. hæð. Gott hverfi. Áhv. ca
1100 þús. Verö 6,5 millj.
3ja herb.
BOGAHLÍÐ
Vorum að fá í sölu 3ja herb. 80
fm íb. á 3. hæð i Bogahlíð. Áhv.
eru kr. 2.360 þús. í hagst. lánum.
íb. er laus nú þegar. V. kr. 6,5 millj.
VÍÐIMELUR
3ja herb. 100 fm efri hæð ásamt
byggrétti ofaná húsið. Parket á
gólfum og góðar suðvestursv.
Verð 7,8 millj.
2ja herb.
ORRAHÓLAR
Vorum að fá í sölu 66 fm 2ja herb.
góða íb. á 7. hæð í lyftubl. Stórar suður-
svalir. Vérð 4,8 millj. Áhv. 1350 þús. íb.
er laus nú þegar.
Atvinnuhúsnæð
SKEMMUVEGUR
Erum með í sölu 560 fm iðnhúsnæði á
einni hæð. Mögul. er á að selja í tveim-
ur einingum. Verð 22,0 millj.
ÁLFABAKKI
Erum með í sölu á 2. og 3. hæð skrifst-
húsnæði samtals um 380 fm. Húsið er
nú þegar tilb. u. trév. Góð bílastæði.
Greiöslukjör 2,0 millj. út, eftirstöðvar
lánaðar til 7 ára.
I smíðum
SMYRILSVEGUR
Erum meö í sölu tvær 3ja herb. íb. á
1. og 2. hæð í fjórbhúsi. íb. afh. tilb.
u. trév. og máln., frág. að utan. Verð
7550 þús.
ÞRASTARGATA
Vorum að fá í sölu tvö einbýlis-
hús sem eru hæö og ris 143 fm
brúttó og 116 fm brúttó. Húsin
afh. frág. að utan, tilb. u. trév.
og máln. að innan. Verð 8950
og 10750 þús.
HVANNARIMI
Vorum að fá nokkur raðhús við
Hvannarima til sölu. Hús þessi
eru að grfl. 106,61 fm ásamt
44,74 fm risi svo og 25,63 fm
innb. bílsk. Seljast fokh. en
fullfrág. að utan. Tilbúin til afh. í
janúar 1991. Verð 7,5 millj. Bygg-
. aðili: Mótáshf., BergþórJónsson.
STAKKHAMRAR
Vorum að fá í sölu 155 fm einbhús með
26 fm bílsk. Húsið er fokhelt en fullfrág.
að utan. Teikn. á skrifst. Verð 8,5 millj.
GARÐHÚS
4ra, 5 og 7 herb. íbúðir. Skilast tilb. u.
trév. og máln. fljótl.
TRÖNUHJALLI - KÓP.
Eigum aðeins eftir tvær 4ra herb. íb.
Afh. tilb. u. trév. og máln. í sept. Bygg-
ingaaðili: Óskar Ingvason, bygginga-
meistari.
Hilmar Valdimarsson,
Sigmundur Böðvarsson hdl.
Ásgeir Guðnason, hs. 628010.