Morgunblaðið - 14.09.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.09.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1990 Slátursala hefst í dag Slátursala hefst hjá sláturhúsi KEA á Akureyri í dag, föstudag, en einnig í ár, að sögn Óla Valdimarssonar sláturhússtjóra. Hann sagðist sauðfjárslátrun hófst á miðvikudag. Fyrsta daginn var slátrað um 400 þegar hafa pantað 4-500 slátur frá Húsavík fyrir söluna í dag, svo fjár og um 800 í gær en rólega er farið af stað fyrstu dagana. A örugglega verði til nóg handa öllum. Sölusvæðið er allur Eyjafjörður síðasta ári seldust um 30 þúsund slátur og er búist við mikilli sölu frá Siglufirði til Grenivíkur. Verðið er svipað og var á síðasta ári. Sæmundur Olason útgerðarmaður í Grímsey: Rúmlega þriggja miHjóna telguskerð- ing í kjölfar afnáms sóknarmarksins Stefnan virðist vera að leggja litla útgerðarstaði niður Haustmót Skákfélagsins HAUSTMÓT Skákfélags Akur- eyrar hefst á sunnudaginn, 16. september, kl. 14. Þátttöku ber að tilkynna í síðasta lagi fyrir hádegi á laugardag, 15. september, til stjórnarmanna. Tímamörk eru 40 leikir á 2 tímum og síðan ‘A tími til að Ijúka skák- _J^ni. Teflt verður í riðlum ef næg þátttaka fæst, en mótið er öllum opið. ______ ______ Torfæru- keppni um helgina BÍLAKLÚBBUR Akureyrar held- ur um helgina Islandsmeistara- keppni í torfæruakstri og sand- spyrnu. Á laugardag kl.14 hefst Pepsi-tor- færukeppni í Glerárdal norðan Glerár og er keppnin liður í íslandsmeistara- ”'*!nótinu í ár.' Á sunnudag fer fram Pepsi-sand- spyrnukeppni á sandeyrunum fyrir neðan Hrafnagil sunnan Akureyrar, gegnt blómaskálanum Vín. Til keppni er skráður á þriðja tug öku- tækja og er líklegt talið að Islands- met verði slegið á sunnudaginn, en keppnin hefst kl. 14. Landsmót piparsveina í Sjallanum PIPARINN ’90, eins konar lands- mót piparsveina, verður haldið í Sjallanum á Akureyri laugardag- inn 22. september næstkomandi. Piparinn er opinn öllum pipar- sveinum hvaðanæva að, en eina skil- yrðið er að menn hafi ekki staðið í föstu sambandi síðustu tvo mánuði. I boði verður fjórréttuð máltíð og skemmtidagskrá, Jóhannes Krist- jánsson skemmtikraftur flytur gam- anmál og fatafellan Bonnie mun ylja piparsveinum um hjartarætur, eins ^>g segir í fréttatilkynningu. Pipar- sveinn ársins verður og valinn. Fyrir aðkomumenn verður í boði svo- kallaður Piparpakki, sem Flugleiðir bjóða upp á til Akureyrar, en þar er innifalið flug, gisting og aðgöngu- miði. kvöld, laugardagskvöld kl. 20.30. Kabarett þessi hefur verið sýnd- ur við góðar undirtektir í Norræna húsinu, en um er að ræða sam- vinnu á milli Norræna hússins og Norræna félagsins varðandi þessa sýningu. Það eru leikararnir Ása Hlín Svavarsdóttir, Edda Heiðrún Back- man, Egill Ólafsson og Jóhann Sig- urðarson sem tekið hafa saman SÆMUNDUR Ólason sem gerir út 11 tonna bát í Grímsey segir að kvóti hans skerðist um 40 tonn á næsta ári, sem er einn þriðji af heildaraflaheimildum bátsins. Kvótinn verður 70 tonn en er 110 þessa dagskrá og eru textarnir sóttir m.a. til Steins Steinars, Gunnars M. Magnússonar, Elíasar Mar, Huldu, Halldórs Laxness, Jóns úr Vör og Bertolt Brecht. Lögin er m.a. eftir Cole Porter. Myndir frá stríðsárunum munu hanga uppi í anddyri Samkomu- hússins. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn. (Fréttatilkynning) á þessu ári. Þetta segir hann þýða rúmlega þriggja milljóna króna tekjuskerðingu yfir árið á útgerð- inni. Þessi skerðing aflaheimilda kemur í kjölfar afnáms sóknar- marksins, sem báturinn hefur ver- ið á, en þess í stað færist hann yfir á aflamark. Hann segir útlitið dökkt og svo virðist sem stefna sé að leggja niður þá staði sem byggja á smábátaútgerð. Sæmundur Ólason útgerðarmaður í Grímsey segir að vakin hafa verið athygli ráðamanna á hversu mikla skerðingu um sé að ræða fyrir báta á bilinu 10-20 tonn og hafi þing- mönnum kjördæmisins m.a. verið sent bréf frá Grímseyingum vegna þessa. „Það er mikill skilningur fyrir hendi og hann fer eflaust vaxandi fram að kosningum, en skilningur dugar skammt. Því miður virðist sem ekkert sé hægt að gera, við verðum líklega að sætta okkur við þessa skerðingu." Sæmundur segist hafa á tilfinn- ingunni að stefnan sé sú að leggja smám_ saman minni útgerðarstaði í eyði. Útlitið sé því allt annað en bjart á þeim stöðum þar sem afkoma manna byggist mikið til á smábátaút- gerð. „Það væri snyrtilegra að koma bara á staðina og segja fólki frá því, í stað þess að smádraga út mönnum máttinn. Það þekkist ekki í neinum öðrum útgerðarflokki að skerða afla- heimildir um nærri 40%. Svo verður settur kvóti á allar tegundir á næsta ári, þannig að ekki verður lengur hægt að sækja í tegundir utan kvóta eins og menn hafa gert. Það skugga- legasta er að það er ekkert hægt að gera í stöðunni, við gætum selt bát- inn og það dugar eflaust fyrir skuld- um, en eftir standa þá íbúðarhúsin í eynni sem örugglega eru óseljan- leg. Við verðum því líklega að reyna að hanga á þessu í von um að þetta lagist. En auðvitað verður það erfitt því þann kvóta sem við höfum til ráðstöfunar á næsta ári leikum við okkur að taka á tveimur mánuðum," sagði Sæmundur. Leiðindaveður hefur verið á mið- unum við Grímsey þessa vikumg því Guðmundur Sigurbjörnsson hafn- arstjóri sagði Fiskihafnarsvæðið væri nánast tilbúið eftir að búið er að malbika rúmlega 12 þúsund fermetra þar. Malbikun hafnarsvæðisins er fjárfrekasta framkvæmdin við hafn- irnar í ár, eða um 12,5 milljónir króna. Auk malbikunar er verið að ganga frá slippkantsendanum, þar er verið að steypa þekju ofan á svokallaðan brúsa og koma fyrir polla og innsigl- ingarljósi. Reiknað er með að tengja snjó- bræðslukerfi Fiskihafnarinnar, sem lagt var á síðasta ári fyrir veturinn. Stjórnbúnaður verður settur upp fljótlega og kerfið tengt í framhaldi af því. Fiskihöfnin hefur verið dýpkuð töjuvert í sumar og er búið.að moka lítið verið róið. Allan ágústmánuð léku veður og vindar eyjaskeggja líka grátt og var árangurinn eftir því, að sögn Sæmundar. Engin vinnsla er á vegum KEA eins og stendur og allur fiskur fluttur óunnin í fisk- vinnslu félagins í Hrísey. Þá standa yfir miklar framkvæmd- ir við höfnina í Grímsey um þessar mundir og kvaðst Sæmundur hafa haft á orði að höfnin yrði líklega til- búin þegar íbúarnir neyddust til að flytja burtu. upp úr höfninni nokkur þúsund rúm- metrum, en til verksins er notaður krani í eigu hafnarinnar. Framkvæmdir við hafnirnar hafa verið nokkru minni í ár en tvö þau síðustu. „Við erum að jafna okkur eftir átökin þá, en Austurbakkinn við Fiskihöfnin var gerð á mun styttri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það tók um ári skemmri tíma að ljúka verkinu en búist var við,“ sagði Guð- mundur. Helstu framkvæmdir á vegum hafnarinnar á næsta ári og því þar næsta verður gerð 70 metra viðlegu- kants austan á Tanganum, norðan gömlu Sverrisbryggjunnar, en þar er áætlað að koma upp vöruhöfn. Því verki fylgja margvísleg verkefni upp á landi í tengslum við gámaflutri- inga. Kabarett sýndur í Samkomuhúsinu „ÞEIR héldu dálitla heimsstyijöld" lög og ljóð úr stríði, er heiti á kabarett sem sýndur verður í Samkomuhúsinu á Akureyri annað Miklar malbikunarfram- kvæmdir við Fiskihöfnina TÖLUVERÐAR framkvæmdir hafa verið við Fiskihöfnina í sumar og nú nýlega var lokið við að malbika rúmlega 12 þúsund fermetra svæði allt norðan togarabryggju og norður á Austurbakka. Höfnin hefur einnig verið dýpkuð töluvert og þá verður snjóbræðslukerfi hafnarinn- ar tengt, síðar í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.