Morgunblaðið - 28.09.1990, Page 1

Morgunblaðið - 28.09.1990, Page 1
VIKUNA 29. SEPTEMBER — PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1990 5 OKTOBER BLAÐ Skuggi Sunnudagsmynd Stöðvar 2 er að þessu sinni fjölskyldumyndin Skuggi (Casey’s Shadow). Walter Matthau er hér í hlutverki hestatamningamanns sem alið hefur upp þrjá syni einn og tekist sæmilega. Elsta syni hans er falið að fara og kaupa ódýran veðreiðahest á öðru almanaksári. Þegar strákur kemur til baka með fylfulla meri er faðir hans mjög óhress. En strákur er ánægður með viðskiptin og því ættartala merarinnar er mjög góð. Merin deyt þegar hún hefur kastað folaldi sem nefnt er í höfðuðið á yngsta syninum. Þar kemur að þessi hestur á að keppa á veðreiðum og er talinn sigurstranglegur. En þá meiðist hann á fæti og er úrskurðaður ófær. Miklir peningar eru hins vegar í húfi og vill sá gamli að hesturinn keppi þrátt fyrir meiðslin. Maltin:^^'/^ Höfuð Hydru Leikrit vikunnar á Rás 1 er að þessu sinni Höfuð Hydru eftir Carlos Fuentes og er það á dagskrá nk. þriðjudag. Útvarpsleikhúsið mun í vetur kynna suður-amerískar bókmenntir og hefst sú kynning í október með flutningi spennu- og njósnaleikritsins Höfuð Hydru. Böðvar Guðmundsson þýddi verkið og María Kristjánsdóttir leikstýrir. Leikendur eru tuttugu, en aðalhlutverk eru í höndum Arnars Jónssonar og Sigurðar Skúlasonar. Verkið er flutt í fjórum þáttum. Þar segir frá hagfræðingnum Felix Maldonado starfsmanni í mex- íkanska iðnaðarmálaráðuneytinu, hann stígur einn morgun inn í leigubíl á einni aðalgötu Mexíkó- borgar og ekur inn í nýtt líf. Verkið er einkennandi fyrir furðuheim suður-ameríkra bókmennta, þar sem skilin milli ævintýrsins og veruleikans eru óljós, harmleikurinn og farsinn upphefja hvorn annan. Ný tungl Nýjaldarspekin svokallaða hefur á síðustu áratugum rutt sér æ meir til rúms í vestrænum þjóðfélögum, samfara aukinni efnishyggju og lífsgæðakapphlaupi. Þeir, er speki þessa aðhyllast, leitast við að tileinka sér nýja lífssýn og lífsháttu er í senn mætti nefna náttúrulega og heim- spekilega. Ýmsar kenningar, hreyfingar og hugtök hafa borist -hingað til lands í kjölfar hippahreyfingarinnar svonefndu, og eiga sér nú formælendur víða. í þættinum Ný tungl, sem er á dagskrá Sjónvarps nk. sunnudagskvöld, verður fjallað um þessi mál og er þetta fyrsti þátturinn af fjórum. Leitað verður til áhangenda nýjaldarhreyfinga og fræðst nánar um inntak þeirra fræða er iðkuð eru í nafni hinna nýju vísinda. Einnig verða skrif hinna fyrri tíðar meistara, Dr. Helga Pjeturs og Þórbergs Þórðarssonar, til umfjöllunar og hippatímabilið verður skoðað í sögulegu Ijósi. Þá verður rætt við sálfræðinga, leiðbeinendur og fylgismann indversks gúrús, svo nokkuð sé nefnt. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8 Útvarpsdagskrá bls. 2-8 Hvað er að gerast? bls. 3-5 Myndbönd bls. 5 Bíóin í borginni bls. 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.