Morgunblaðið - 29.09.1990, Side 2

Morgunblaðið - 29.09.1990, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 að er mikil vinna að undirbúa myndlistarsýn- ingu, allskyns snúningar og að mörgu þarf að hyggja. Mynd- listarmenn eru því vanastir að halda annað- hvort einkasýningar á verkum sínum, eða þá að stilla þeim upp sameiginlega, og þá nokkrir í hóp. Sjaldgæft er að tveir taki höndum saman, og hvað þá Iistamenn sem vinna með ólíka miðla eins og þær Guðrún Gunnarsdóttir og Sigrún Eld- járn. Þær opna saman í dag sýningu á verkum sínum; Sig- rún sýnir málverk og Guðrún textilverk og myndverk unnin í pappamassa. En af hverju sýna þær saman? „Við sýndum saman á Kjarvals- stöðum fyrirtveimur árum“, segja þær þar sem við höfum komið okk- ur fyrir í nýrri vinnustofu Sigrúnar við Fjölnisgötu. „Við höfðum þá þekkst lengi, vorum báðar í Gallerí Langbrók á sínum tíma ásamt tíu öðrum konum. Sá hópur sleit sam- starfinu fyrir fímm árum og þá fórum við tvær fljótlega að íhuga þann möguleika að sýna saman. Það er gaman að tefla saman ólík- um hlutum, eins og þeim sem við erum með, og þá verður heldur ekki sú keppni á milii verkanna sem hætta væri á ef við værum að vinna með sama miðilinn. Núna teflum við saman því sem við eigum, og þá verður allt stússið í kringum þetta skemmtilegra og auðveldara. En það er erfitt að stilla saman svona ólíkum hlutum í salnum í Norræna húsinu, en um leið er það mjög spennandi, því þetta verður allt svo blandað. A Kjarvalsstöðum skiptum við salnum hinsvegar bara á milli okkar.“ En hverjar eru þessar listakonur og hvað ætla þær að sýna: Guðrún Lærði textílgerð í Danmörku, kom heim 1976, og hefur síðan unnið sem textíllistamaður og hönn- uður hjá Álafossi. _ „Að hanna hjá Álafossi og skapa eigin verk er mjög tengt, en þó ólíkt. Ég vinn í skorpum, þannig að ég hef nokkra mánuði til að hanna og svo aðra mánuði fyrir sjálfa mig. En hvort græðir á hinu þótt formin og lögmálin séu önn- ur,“ segir Guðrún aðspurð um hvort þessi svið skarist ekki. Hvað ætlarðu að sýna núna í Norrænahúsinu? „Ég verð með ofin verk og pappírsverk." Hvað áttu við með pappírsverk- um?_ „Ég hef í tvö ár gert tilraunir í pappírsgerð; tæti pappír, lita hann og forma með mínum aðferðum. Þetta eru einhverskonar hálf frum- stæðar formmyndir sem hafa visst áferðargildi, þetta er ekki pússað, þvegið eða straujað. Efnið fær að ráða miklu; og svo nota ég tijá- greinar og sprota. Og litaðan hamp, en hann nota ég líka í veggteppun- um. Það er mjög gaman að glíma við nýtt form eins og þetta, í vefn- um er maður svo bundinn niður en í pappírnum get ég slett úr klaufun- um. Én þetta hefur verið svolítið basl, því pappírsgerðin þarf mikið vatn og ég hef ekkert af því á vinnu- stofunni. Þessvegna hef ég gert öll þessi verk úti í garði, hef legið í úlpu á fjórum fótum úti á stétt. Þetta er það nýtt fyrir mér að ég er enn að þreifa mig áfram. Þetta er eins og að eiga von á barni, það þarf að kynnast því. En ég get vel hugsað mér að fást meira við þetta í framtíðinni." Hvað með litina. „Ég er að bijótast út úr svörtu, er að komast í litinn. Það eru nýir tímar hjá mér. Þegar maður hefur unnið lengi í sama litnum þá verður það of auðvelt, þá er um að gera að skipta og láta reyna á sig aftur.“ Sigrún Útskrifaðist úr grafíkdeild Mynd- lista- og handíðaskólans 1977, og dvaldist svo um tíma í Póllandi. Hún hefur verið áberandi sem grafíklistamaður, en er nú farin að sýna olíumálverk. „Það nægir mér ekki að vera bara í grafík,“ segir Sigrún. „Mál- verkið er meiri útrás. Eg byijaði að mála fyrir þremur árum, og það er svo spennandi og skemmtilegt að ég hef haldið ótrauð áfram. Það er meira af hreinni tæknivinnu í grafíkinni. Hún getur verið skemmtileg líka en á allt annan hátt.“ Hefur olían þá tekið völdin? „Nei, ég er alltaf með grafíkina með, en síðustu mánuði hefur hún þó mátt sitja á hakanum. Það er mjög gott að breyta til, þetta eru svo ólík vinnubrögð. Ég mála frekar hratt og er ekkert að dúlla við þetta, myndirnar spretta bara fram án þess að ég sé að búa til einhveij- ar þungar pælingar í kringum þær.“ Þú málar myndir af náttúninni, það eru fjöll og hóiar og svo mikilúð- leg björg, sem virka sem mann- gerð; í kring er litlum verum stillt upp í fletinum. „Já, það er mikið blátt og þetta er einhverskonar landslag. Svo set ég inn einhver bákn, það er erfitt að útskýra, já, það er eins og þetta sé gert af mönnum. Svo er lítið fólk í stórum heimi. Þegar ég fer um landið þá sé ég þetta alltaf; stór fjöll og náttúru, og þar í er pínul- ítið fólk. Mér fínnst eins og abstrakt og eitthvað annað mætist í myndun- um.“ Það eru gjarnan börn í þeim. „Þau eru skemmtilegri í laginu en fullorðnir. Svona smáfólk laum- ast oftast inní myndirnar í lokin. Guðrún hefur nú sagt mér að hætte þessu, en mér finnst þau vera eins og krydd.“ Guðrún og Sigrún Þær stöllur tala um hversu nauð- synlegt það sé listamanni að sýna verk sín. Guðrún segir að þá fyrst sjái hún verkin í réttu ljósi, þá nái hún að horfa á þau úr fjarlægð: „Það er gaman, og oft verður mað- ur hreinlega hissa. Maður er svo upptekin af verkum meðan á sköp- uninni stendur að sjónarhornið verður oft þröngt. Það er nauðsyn- legt að sýna, ætli maður að stunda myndlist." Og Sigrún bætir við: „Ég hef alltaf gaman af því að heyra skoðanir fólks sem sér myndirnar mínar, hvernigþað kemur með skoðanir og sögur sem mér hafa aldrei dottið í hug.“ Er ekki hætta á því að önnur ykkar sé frekari og reyni að skyggja á hina? „Nei, alls ekki, við berum það mikla virðingu fyrir hvor annarri að við skiptum veggplássinu jafnt eftir bestu getu,“ segja þær. „Og við höfum mjög gaman af þessari samvinnu, á vinnustofunni er maður alltaf einn; svo það er gott að deila verkum með öðrum.“ Viðtal/Einar Falur Ingólfsson að er íatítt að íslenskum höfund- um takist að fá verk birt í Banda- ríkjunum. Þess vegna vekur það athygli þegar ung- ur Islendingur fær gefna út eftir sig bók hjá einu virtasta forlagi Banda- ríkjanna, Cornell University Press, en það sérhæfir _sig í útgáfu vand- aðra fræðirita. í júlí síðastliðnum kom út bókin The Concept of Mod- ernism eftir Ástráð Eysteinsson, dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla íslands. Eins og titill bókarinnar gefur til kynna fjallar hún um hugtakið módernisma í bókmenntum, en módernismi er hugtak yfír einn meginstrauminn í bókmenntum og listum aldarinnar. í bók sinni, sem er að stofni til doktorsritgerð, fer Ástráður í saum- ana á kenningum um módernisma auk þess að skoða tengsl við aðra strauma, svo sem framúrstefnu, póstmódernisma og raunsæi. Ást- ráður var spurður hvernig það hefði atvikast að verkið var gefið út vest- anhafs. „Það byijaði með því að kennarar mínir við Iowa-háskóla hvöttu mig til að reyna að fá doktorsritgerðina mína birta. Ég vildi samt ekki gera það nema vinna meira í henni og réttu ári eftir doktorsvörnina var ég tilbúinn með handrit. Þá ákvað ég að láta slag standa og senda það til míns óskaforlags, Cornell, því mér hefur fundist það gefa út góð- ar bækur. Og einhvern veginn féll bókin í svo góðan jarðveg þar að það tók hana strax.“ — Gáfu forlagsmenn einhvetja sérstaka ástæðu fyrir því að þeim leist svona vel á verkið? „Þeir sendu mér ummæli nafn- lausra lesara og þau voru meðal annars á þá leið að bókin væri þarft og tímabært innlegg í umræðuna. Sjálfsagt hef ég notið þess að ég var að fjalla um módernismann frá dálítið öðru sjónarmiði en vanalega tíðkast, en dæmigerður titill á bók um módernisma væri: Módernism- inn og James Joyce, eða eitthvað í þá veru. Ég nálgast umræðuna á annan hátt en áður hefur verið gert.“ Tíu ára vinna — í inngangi að verkinu segirðu KqmmermúsikklúbbMrinii: MOZART OG SCHUBERT Á FYRSTU TÓNLEIKUM STARFSÁRSINS NÝTT starfsár Kammermúsík- klúbbsins hefst á morgun, sunnudaginn 30. september, með tónleikum í Bústaðakirkju og hefjast tónleikarnir klukkan 20.30. A efnisskránni eru kvint- ett fyrir klarinettu og strengja- kvartett í A-dúr, K. 581, eftir Wolfgang Amadeus Mozart og strengjakvartett í G-dúr, opus 161, D. 887, eftir Franz Schu- bert. Flytjendur eru Þórhallur Birgisson, sem leikur á 1. fiðlu, Kathleen Bearden, sem leikur á 2. fiðlu, Helga Þórarinsdóttir, lágfiðluleikari, Nora Kornblu- eh, sem leikur á knéfiðlu og Oskar Ingólfsson, klarinettu- leikari. Klarinettukvintettinn samdi Mozart árið 1789, fyrir Anton Stadler. „Hann var eiginlega fyrsta klarinettuséníið," segir Oskar, og bætir síðan við: „Það er eiginlega ekkert skrýtið, þótt hann hafi orðið frægur, því Moz- art skrifaði öll sín klarinettuverk fyrir hann. Þessi Stadler fær þó ekki góða einkunn í tónlistarsög- unni, því hann var víst hinn mesti skúrkur. Hann á til dæmis að hafa fengið lánaða peninga hjá Mozart, sem hann borgaði aldrei. Hann var víst æði skrautlegur á margan hátt. Ég sel það ekki dýrar en ég keypti það.“ Þú sagðir mér einhvern tímann að þetta væri það verk sem þig langaði mesttil að spila. Hvers vegna? „En þetta er eitt ljúfasta klarin- ettuverk sem samið hefur verið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.