Morgunblaðið - 29.09.1990, Síða 6

Morgunblaðið - 29.09.1990, Síða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGVR 29, SEPTEMBER 1990 MARKMIÐIÐ ER A$ OPNA, HASKOLAISLANDS ENN EREKAR EN NU ER ORÐIÐ í október og nóvember hefjast í Háskóla íslands námskeið sem opin eru öllu áhugafólki. Að námskeiðunum standa heimspeki- deild háskólans og endurmenntunarnefnd og hafa þau hlotið heitið „Menningarnámskeið“. Á haustönn verður boðið upp á sex námskeið: Þann 11. október hefst námskeið sem ber heitið „Nokkr- ir þættir úr heimspeki," þar sem Mikael M. Karlsson, dósent í heimspeki, verður leiðbeinandi. Þann 3. október hefst námskeið nefnist „Klassísk tónlist: Aukinn skilningur og aukin ánægja.“ Leiðbeinandi á því námskeiði er Guðmundur Emilsson, hljómsveit- arstjóri. „Straumhvörf í íslenskri nútímamyndlist," nefnist nám- skeið sem hefst 13. nóvember, undir Ieiðsögn Aðalsteins Ingólfs- sonar, listfræðings. „Reykjavík fyrri tíma“ er námskeið þar sem farið verður yfir helstu þætti í sögu Reykjavíkur, einkum á tímabil- inu 1870-1940. Leiðbeinandi verður Guðjón Friðriksson BA, sagn- fræðingur, auk gestafyrirlesara. Námskeiðið hefst4. október. Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Iektor, Gunnar Karlsson, prófessor, Einar Már Jónsson, háskólakennari við Sorbonne og Gísli Gunn- arsson, dósent verða fyrirlesarar á námskeiði sem ber heitið „Straumar og stefnur í sagnfræði eftir 1970“, og á haustönn verður fyrri hluti þess námskeiðs. Það hefst 1. október og fjallað verður um þróun ýmissa greina sagnfræðirannsókna eftir 1970. Að lokum verður haldið námskeið, sem ber heitið „Nútímabók- menntir: Sagnalist samtímans", þar sem nokkrar skáldsögur verða lesnar og ræddar, þar á meðal sögur sem koma út nú í haust. Leiðbeinandi verður Ástráður Eysteinsson, dósent við heim- spekideild, og hefst námskeiðið 9. október. Rætt vió Margréti Björnsdóttur, end- urmenntunarstjóra, um menningarnám- skeió Háskólans Margrét Björnsdóttir Morgunblaðið/Einar Falur Þetta nýmæli hefur mælst vel fyrir og nú þegar er fullbókað á námskeið um klassíska tónlist og nám skeið um heimspeki er að fyllast. Engin próf verða í lok námskeið- anna og til að forvitnast nánar um tilgang þeirra sneri blaðamaður Morgunblaðsins sértil Margrétar Björnsdóttur, endurmenntunar- stjóra háskóians. „Fram að þessu hefur endur- menntunarnefnd háskólans boðið upp á starfstengd endurmenntun- arnámskeið," sagði Margrét, „en fleiri og fleiri hafa óskað eftir því við okkur að við byðum upp á nám- skeið sem tengjast áhugamálum fólks. Þar sem við álitum að efni væri aðallega að finna í heimspeki- deild háskólans leituðum við til hennar um að standa að þessu. Við förum síðan af stað með þessi sex námskeið til að kanna hvort mark- aður er fyrir þau. Við reyndum að velja viðfangs- efni sem við héldum að svöruðu áhugá almennings og reyndum að velja leiðbeinendur með það í huga að þeir gætu komið fræðigrein sinni til skilatil áhugafólks. Hvertnám- skeið stendur yfir í tvær klukku- stundir í senn og er einu sinni í viku, allt frá fimm og upp í fjórtán skipti, eftir námskeiðum og við reynum að taka ekki nema 20-25 manns á hvert námskeið." Nú eru öll námskeiðin sem þið auglýsið á haustönn. Verður þessu haldið áfram á vorönn? „Já, við erum með langa lista af hugmyndum, sem gengið verður frá í október. Reyndar höfum við ekki hugsað okkur þetta þannig að þau verði framhald af þéim námskeiðum sem við höldum á haustönn, heldur höofum við hugsað okkur að hvert námskeið sé sjálfstætt. Undantekn- ing frá þessu er sagnfræðinám- skeiðið. Fyrri hluti þess verður hald- inn fyrir áramót og seinni hlutinn á vorönn.“ Hafið þið sett ykkur einhver langtímamarkmið með þessum námskeiðum? „Ekki önnur en þau að opna há- skólann, frekar en þegar hefur ver- ið gert, fyrir almenningi, með því að gefa kost á námskeiðum af þessu tagi fyrir utan vinnutíma fólks. Innan háskólans er hinsvegar nú þegar farið að ræða hugmyndir um öldungadeild innan veggja hans — og má segja að þetta séu allt hugmyndir af sama meiði. Það gæti að vísu tekið langan tíma að koma öldungadeild á laggirnar, að- allega vegna kostnaðar." Hvernig eru námskeiðin fjár- mögnuð? „Við verðum að fjármagna þau algerlega á þátttökugjöldum — sem eru á bilinu 6.500 til 8.800 krónur eftir námskeiðum. Fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í þeim, þá er frekari upplýsingar að fá á skrifstofu endurmenntunamefndar Háskóla íslands." ssv TONLEIKAR I OKTOBER Sunnudaginn 30. september Háskólabíó kl. 14.00 Sinfóníuhljómsveit æskunnar Stj. Paul Zukofsky Debussy: Síðdegi skógarpúk- ans Dukas: Lærisveinn galdra- meistarans Stravinský: Orfeus Satie: Parade Bústaðakirkja kl. 20.30 Kammermúsikklúbburinn Þórhallur Birgiáson og Cathleeen Bearden, fíðlur Helga Þórarinsdóttir, lágfíðla Nora Komblueh, selló Óskar Ingólfsson, klarinett Schubert: Strengjakvartett í G-dúr op. 161 Mozart: Klarinettkvintett í A-dúr K. 581 Mióvikudaginn 3. október Skólabær, Suðurgötu 26, kl. 20.00 Klassísk tónlist - námskeið fyrir tónlistaráhugafólk. Kynning á verkum sem flutt verða á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands 18. októ- ber. Leiðbeinandi: Guðmundur Emilsson Sunnudaginn 7. október Listasafn Siguijóns Ólafsson- ar kl. 20.30 Sellótónleikar á vegum Caput-hópsins og Goethe Institut Matias De Uliveira Pinto, selló Mióvikudaginn 10. október Skólabær, Suðurgötu 26, kl. 20.00 Klassísk tónlist - námskeið fyrir tónlistaráhugafólk. Kynning á verkum sem flutt verða á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands 18. októ- ber. Leiðbeinandi: Guðmundur Emilsson Fimmtudaginn 1 1. október Háskólabíó kl. 20.00 Sinfóníuhljómsveit íslands (gulir) Einsöngvari Soile Isokoski Stjómandi Petri Sakari Árni Bjömsson: Strengjasvíta Sibelius: Luonnotar Mendelssohn: Fingals hellir Sallinen: 4 Songs of Dreams Brahms: Sinfónía nr. 4 Laugardaginn 1 3. október Gerðuberg kl. 17.00 Keith Reed, bariton Ólafur Vignir Albertsson, píanó Lög eftir Beethoven, Sibelius, Stanford, Ireland, Brahms og íslenska höfunda. Grundaríjarðarkirkja. M-hátíð - Píanótónleikar Jónas Ingimundarson Mióvikudaginn 1 7. október Skólabær, Suðurgötu 26, kl. 20.00 Klassísk tónlist - námskeið fyrir tónlistaráhugafólk. Kynning á verkum sem flutt verða á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands 18. októ- ber. Leiðbeinandi: Guðmundur Emilsson Bústaðakirkja kl. 20.30 Kammermúsikklúbburinn Erling Bl. Bengtsson, selló J.S. Bach: Tvær selló svítur Atli H. Sveinsson: Nýttverk Fimmtudaginn 18. október Háskólabíó kl. 20.00 Sinfóníuhljómsveit Íslands (rauðir) Einl. Erling Blöndal Bengts- son Stj. Petri Sakari Þorkell Sigurbjömsson: Triphonia Saint-Saéns: Sellókonsert nr. 1 Rachmaninoff: Sinfónía nr. 2 Föstudaginn 19. október og laugardaqinn 27. október Sinfóníuhljómsveit íslands verður á ferðalagi um Norð- urlönd og mun halda 5 tón- leika og auk þess leika við opnun Listahátíðar í Tampere í Finnlandi 20. október. Sunnudaginn 21. október Listasafn Siguijóns Ólafsson- ar kl. 20.30 Afmælistónleikar Siguijóns og safnsins Hlíf Siguijónsdóttir, fíðla David Tutt, píanó Verk eftir Jónas Tómasson (frumfl.), Jón Nordal, César Franck og Debussy Mónudaginn 22. október Gerðuberg kl. 20.30 Ljóðatónleikar Marta G. Halldórsdóttir, sópran Jónas Ingimundarson Lög eftir Bizet, Glissre, Gretschaninov, Rachman- inov, Poulenc, Barber, Joaqu- in Nin ____________ Mióvikudaginn 24. október Logaland, Borgarfirði, kl. 20.30 Símon ívarsson, gítar Dr. Orthulf Prunner, klavi- kord Verk e. Dowland, J.S. Bach, Beethoven, Boccherini, Manuel de Falla Sunnudaginn 28. október íslenska óperan kl. 16.00 Debut-tónleikar Eva Mjöll Ingólfsdóttir, fíðla Douglas Boggioli, píanó Verk e. J.S. Bach, Bartok, Kreisler, Wieniawski, Ravel, Brahms Mónudaginn 29. október íslenska óperan kl. 20.30 EPTA-píanótónleikar Þorsteinn Gauti Sigurðsson Verk. e. Scriabin og Rachm- aninoff Tónleikaskrá þessi er unn- in á skrifstofu Samtaka um byggingu tónlistarhúss og byggist á upplýsingum sem berast í tæka tíð, bréflega eða í síma 29107. Auk þess sem skráin birtist hér í blaðinu í upphafi hvers mánaðar er henni einnig dreift víðar, m.a. til fjölmiðla. Tónlistardeild Ríkisút- varpsins hefur óskað eftir að fram komi, að lesið er beint upp úr þessari skrá í útvarps- þáttum deildarinnar. Skráin er birt með fyrirvara um breytingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.